Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 4
4 Laugardaginn 27. apríl 1935. Ætiar landbúnaðarráð- herrann að svíkja öll lóforð í mjólkurmálinu? Úr því iæit skorið 1. maí. Mjólkurmálið á Al- bingi. Svo sem kunnugt er afgreiddi Alþingi frumvarp Pjeturs Otte- sen um breytingar á mjólkur- lögunum, með svohljóðandi rök studdri dagskrá: „Þar sem landbúnaðarráð herra hefir lýst því yfir, að hann muni beita sjer fyrir þeirri skipun á stjóm Samsöl unnar, sem lögin nr. 1, frá 7. jan. 1935 gera ráð fyrir eftir 1. maí n. k. og ennfremurj að Samsalan hafi í búðum sínum kaldhreinsaða mjólk til sölu, og með því að mjólkursölulögin beri að taka til endurskoðunar eigi síðar en á reglulegu Al- þingi 1936, þá sjer deildin ekki næga ástæðu til að breyta lög- unum að svo komnu og tekur þvi fyrir næsta mál á dagskrá“. Öll stjómarfylkingin greiddi atkvæði með hinni rökstuddu dagskrá. Meira að segja sner- ist Bjarni Ásgeirsson gegn sín- um eigin breytingartillögum og fylgdi dagskránni. Og hann gaf þá skýringu á þessíi, að hann, væri þess fullviss, að Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra myndi gera þær breytingar á framkvæmd mjólkursölunnar, sem bændur höfðu farið fram á. Hverju lofaði land- búnaðarráðherrann? Þegar Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra beitti sjer fyrir því á Alþingi, að frum- varpi P. Ottesen yrði vísað frá með dagskrártillögu þeirri, er fyr greinir, lýsti hann því hvað eftir annað yfir í þinginu, að hann myndi koma í framkvæmd tveim umbótum á mjólkursöl- unni frá 1. maí. Þessar umbætur voru: 1 FYRSTA LAGI, að mjólk urbúin skyldu fá stjóm Sam- sölunnar í sínar hendur, sam- kvæmt „ákvæði um stundarsak ir“ í mjólkurlögunum. I ÖÐRU LAGI lofaði ráð- herrann því, að Samsalan skyldi framvegis hafa í búðum sínum nægilegt af kaldhreins- aðri nýmjólk. 1 Báðar þessar umbætur voru í samræmi við sameiginlegar óskir og kröfur framleiðenda og neytenda. Undanbrögðin. Það sem langmestu skiftir í þessu mjólkurmáli er vitaskuld það, hverjir fara með stjóm Samsölunnar, hvort það eru menn, sem eingöngu hugsa um hag framleiðenda og neytenda (sem hjer fara algerlega sam- an) eða hvort sjerhagsmuna- klíkur eru þar að verki. Það hefir verið sameiginleg krafa framleiðenda og neyt- enda, að mjólkurbúin sjálf yf- irtaki stjóm Samsölunnar og landbúnaðarráðherrann hefir lofað því, að þessi breyting skyldi verða gerð 1. maí. Nú benda hins vegar allar líkur til þess, að ráðherrann ætli að svíkja þetta loforð. Ráðherrann segir sem sje við stjórnir mjólkurbúanna: Þið fá- ið ekki stjórn Samsölunnar í ykkar héndur, nema því aðeins að allir aðiljar sjeu sammála. Þetta segir ráðherrann vit- andi það, að einn aðilinn, sem hjer á hlut að máli, stjórn. Mjólkurbús Flóamanna, vill ekkert samkomulag í málinu. Aðalforráðamaður þessa bús, Egill í Sigtúnum, hefir frá upp- hafi snúist öndverður gegn sam eiginlegum kröfum framleið- enda og neytenda. Sjerstaklega hefir. þetta óskabam Hriflu- Jónasar látið sjer. ant um, að sinna í engu óskum og kröfum neytenda hjer í Reykjavík. Nú mun það vera ætlan land- búnaðarráðherra, að láta allar umbætur á Samsölunni stranda á því, að Egill í Sigtúnum skerst úr leik fyrir bú það, er hann ræður yfir, Mjólkurbú Flóamanna. Þannig á að koma öllum umbótum fyrir kattarnef, og mjólkursölunefnd, með þá síra Sveinbjörn á Breiðabólstað, Egil í Sigtúnum og Guðmund ,,fróma“ Oddsson á áfram að stjórna Samsölunni. Neytendur munu herða sóknina. Stjórn Mjólkurbandalags Suð urlands hefir gert sínar á- kveðnu kröfur til landbúnaðar- ráðherra og bíður nú svars. Þeg- ar svarið er fengið, þá er tími til kominn fyrir neytendur hjer í Reykjavík, að taka sínar á- kvarðanir. Þá hafa neytendur fengið úr því skorið alveg afdráttarlaust, hverjir það eru, sem standa i vegi fyrir rjettmætum kröfum þeirra . Þá hafa neytendur einnig fengið úr því skorið, hvort þyngra verður' á metunum hjá landbúnaðarráðherra sameigin- leg krafa framleiðenda og neyt enda eða þrjóska og drotnunar- sýki harðstjórans í Sigtúnum. Egill í Sigtúnum mun hafa átt sinn þátt í því, að mjólk- ursölunefnd fór að ofsækja hús mæður hjer í bænum með skaða bótamáli. Harðstjórinn í Sigtúnum hef- ir sennilega álitið, að það myndi vera hægt að beita hús- mæðurnar í Reykjavík svipaðri verslunarkúgun og tíðkaðist á oinokunartímabilinu. En hjer skjátlast harðstjóranum. Hús- mæðurnar munu áreiðanlega svara slíkri ofsókn með nýrri sókn gegn harðstjóranum. Og þó að næsta skref harð- stjórans í Sigtúnum yrði það, að höfða skaðabótamál gegn IfORGUNBLAÐIÐ Welsfllnstlatlli oo Himogi Líklega hefir aldrei hjer á landi verið gerð jafn svæsin árás á sjer- mentaða stjett manna, eins og gerð var á vjelstjórastjett íslands árið 1932, af Alþingi íslendinga. Árás þessi hófst með því að tveir þingmenn úr kjördæmum utan Reykjavíkur, fluttu frum- vörp um vjelstjórarjettindi fyrir nokkra nafngreinda menn, sem heima áttu í kjördæmum þessara þingmanna. Þessir menn höfðu aðeins stundað vjelgæslu mismun- andi langan tíma, með svonefnd- um. undanþáguleyfum, og full- nægðu ekki neinum þeim skilyrð- um, sem sett eru í lögum um vjel- stjórarjettindi á íslenskum skip- um. En þetta var aðeins byrjunin. Þriðja frumvarpið kom frá sjávar- útvegsnefnd, sennilega að undir- lagi 'ríkisstjórnarinnar, og var það svo víðtækt, að það fór fram á, að allir, sem hefðu stundað vjel- gæslu með bráðabirgðaleyfum, fengu full vjelstjórarjettindi á s*kipum, með vjelum alt upp í 900 hestöfl. — Eftir núgildandi lög- um tekur það 9 ár, að öðlast þessi rjettindi, og til þess þurfa menn að hafa stundað nám við Vjel- stjóraskólann og fullnægt öllum skilyrðum. Á þessum árum komu menn í hópum fullnuma út af Vjelstjóra- skólanum, en fjölgunin var engin í fiskiflotanum, og var því frum- varp þetta hreinasta fásinna, þar sem vjelstjórar eru orðnir nægi lega margir til að fullnægja eft- irspurn, og jafnvel, þegar fari'. að bera á atvinnuleysi meðal stjett- arinnar. Það fór nú svo með þessi frum- vörp, að þau voru öll feld, þótt öðru vísi liti út í byrjun, og sigr- aði þar hinn góði málstaður vjel- stjórastjéttarinnar. En ekki var það fyrirhafnarlaust. Á næsta þingi eftir þetta, var svo stofnuð vjelgæsludeild við Vjelstjóraskólann, fyrir þá menn, sem stundað höfðu vjelgæslu með bráðabirgðaleyfum, og þeir, sem tóku próf frá deild þessari, fetígu svo rjettindi til að vera vjelstjór- ar á skipum með alt að 300 hest- afla vjelum. Reykvíkingum fyrir það, að östaröðin í búi hans lengist dag lega, skyrkyrnurnar stækka og smjörkvartilunum fjölgar, munu Reykvíkingar staðráðnir í því að berjast í mjólkurmál- inu þar til fullkominn sigur er fenginn. Vilji Egill í Sigtúnum ganga út í harðvítugt verslunarstríð við Reykvíkinga og hafi hann umboð bænda í Árnesþingi til þess, munu Reykvíkingar taka því og verður þá framtíðin að skera úr, hvorir sigra. En það er auðvitað mesta fá- sinna og glapræði, ef aðrir framleiðendur láta umbótastarf ið í mjólkurmálinu stranda á harðstjóranum í Sigtúnum. Látum harðstjórann sigla sinn sjó, ef hann ekki vill styðja rjettmætar umbætur á mjólkursölunni. Þar, sem búið var að ráða fram úr þessu máli, þannig, að allir gátu vel við unað, þá gerðum við vjel- stjórar okkur von um, að við fengjum að véra í friði með at- vinnu okkar, verndaðir af þeim lögum, sem Alþingi liafði sjálft sett, en Adam var ekki lengi í Paradís, eins og allir vita. Nokkru áður en haustþingið hófst 1934, fór það að berast út, að í ráði væri að leggja fyrir þingið frumvarp til vjelgæslu á skipum með olíuvjelum upp í 500 hestöfl, og eftir því áttu menn eftir tveggja mánaða námskeið, sem haldin eru til og frá í ltaup- stöðum úti um land, að fá rjett- indi til vjelgæslu við þetta stórar vjelar. Jeg, fyrir mitt leyti, hugs- aði sem svo, að varla kæmi til að frumvarp þetta yrði að lögum, þar sem að þeir menn voru í meirh hluta á þingi, sém kölluðu sig „umbótaflokka“ og að minsta kosti annar þeirra flokka hefir altaf haldið því mjög á lofti, að hann ætlaði sjér að berjast fyrir auknu öryggi á^sjónum, og talið það eitt af sínum stefnumálum, og reynsl- an á undanförnum þingum hafði verið sú, að þingmenn þess flokks höfðu staðið mjög drengilega með Vjelstjóraf jelaginu þegar frum- vörp komu fram, sem gengu í þá átt að skerða rjettindi lærðra vjel- stjóra. En það vildi nú svo einkenni- lega til í þetta skifti, að allir þingmenn þessa flokks stúðu ámóti Vjelstjórafjelaginu, og frumvarpið var samþykt dálítið breytt, að mestu leyti fyrir hatramma bar- áttu þessa flokks, og vegna þess áð hann fekk í lið með sjer ann- að afl, hina svokölluðu hreppa- pólitík. Það vildi svo vel, eða illa til, að um þetta leyti eignuðust Borgfirð- ingar nokkuð stórt skip til fiski- veiða, og þurftu víst að koma að á skipið einhverjum manni úr bygðarlagi sínu, þess vegna varð þingmaður sýslunnar að fylgja þessu frumvarpi. Framsýnin náði ekki það langt, að þeir sæju þá leið, að hvetja efnilega menn úr sýslunni til að fullnægja þeim skilyrðum, sem landslög heimtxiðu, heldur varð að skerða rjettindi heillar stjettar, til að koma honum að, án þeirrar þekkingar, sem eldri lög hafa heimtað. Hið sama var að segja um þing- ménn Norðlendinga. Þeir gátu sameinast um þetta frumvarp, þó andstæðingar væru að öðru leyti. Það væri áreiðanlega nægilegt efni í langa blaðagrein, að athuga hversu heilbrigð byrjun það er hjá þeim kauptúnum eða sýslu- fjelögum, sem af lítilli getu eru að brjótast í því að koma upp vísi til útgerðar með stórum olíuvjela- skipum, að byrja á því að draga úr þeirri þekkingu, sem nauðsynleg er, til þess, að eftirlitið með vjelum skip- anna sje í góðu lagi, því að óneit- anlega er það fyrsta skilyrðið fyr- ir því, að afkoma skípanna sje góð. Það hefði að minsta kosti ekki verið úr vegi fyrir víðkomandi þingmenn, að athuga fyrst, hversu mörgum miljónum króna íslenska þjóðin hefir tapað í verðmætum á vjelskipaflota landsins, síðan fyrst, að vjelskip fóru að flytjast hing- að og óneitanlega hefir mjög oft orsakast af vanþekkingu á með- ferð vjelanna, og hversu oft hafa ekki olíuvjelaskip orðið ósjálf- bjarga úti á sjó, fyrir bilun á vjel- unum, sem sennilega hefði verið hægt að bæta íir eða fyrirbyggja? ef þékking vjelamanna hefði verið nægilega örugg. Jeg býst við því, að þeir þing- menn, sem ekki voru liandjárnað- ir, hefðu hugsað sig tvisvar um, áður en þeir hefðu, td að hlífa einhverjum sýslufjelaga sínum við þeim undirbúningstíma, sem lands- lög heimtuðu til þessa starfs, far- ið að skerða rjettindi þeirra manna, sem haft hafa manndóm í sjer til að afla sjer þeirrar fylgstu þekkingar á þessu starfi, sem völ var á hjér á landi. Hinsvegar r líka skylt að geta þess, að margir þingmenn komu mjög drengilega fram í þessu máli, og finn jeg mig knúðan til að geta sjerstaklega tveggja manna, semfylgdumálstað Vjelstj.fjelagsins, af því að annar þeirra hefir um langan tíma verið framkvæmdarstjóri fyrir annað stærsta togaraú.tgerðarf jelag lands ins, og hinn fengist við vjelskipa- útgerð í stórum stíl. Á jeg þar við þá hr. bankastjóra Jón. Ólafsson og hr. Jóhann Þ. Jósefsson, Vest- mannaeyjum, því þeir hafa manna mesta reynslu á þessum efnum, frá sjónarmiði þeirra manna, sem bera kostnaðarhliðina, og hafa sjeð að það er meira virði, að auka sem mest öryg-gi skipanna, með því, að hafa menn með sem bestri þekk- ingu á vjelum þeirra, heldur ent að skerða rjettindi þeirra manna, sem þessa þekkingu hafa með því að samþykkja áðurnefnt frum- varp. Jeg býst við, að menn hafi áttað sig á því, að það voru þingmpnn Alþýðuflokksins, sem einir gerðu þetta að pólitísku máli, eða þann- ig lít jeg á það, eftir því, sem úr- slita-atkvæðagreiðslan fór um frumvarpið í neðri deild, þar sem allir þingmenn þess flokks greiddu atkvæði með frumvarpinu, og svo urðu nægilega margir með því úr hinum flokkunum, til þess að frum varpið var samþykt. Jeg get, ekki varist því, að hafa sterkan grun um, að það muni hafa ráðið úrslitunum, að Vjel- stjórafjelagið hefir ekki ennþá viljað bindast neinum pólitískum samtökum, við neina ákveðna Stjórnmálastefnu, og þar af leið- andi ekki viljað ganga í Alþýðu- samband íslands, eða jeg get ékki skilið, að þeir hefðu af öðrum á- stæðum getað farið svo rækilega í gegn um sjálfa sig, eins og þeir hafa farið í þessu máli. Það væri ekki úr vegi, að athuga hversvegna þörf er á meiri þekk- ingu við vjelar, sem komnar eru upp í 400 hestöfl, heldur en þær vjelar, sem vanalega eru notaðar í hreyfilskip frá 10—120 hest- afla. Stórar vjelar vinna venjulega með mjög háum þrýstingi, og þarfnast því mjög nákvæms eft- írlits, og góðrar þekkingu þéss,sem það á að framkvæma, þar sem til- tölulega mjög litlir gallar geta orsakað að stærri eða smærri hlut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.