Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 27. apríl 1935. Alfreð Jónasson rítstjórí íslendfngs k% bráðkvaddur. Akureyri 25. apríl F. Ú. í mórgun fóru nokkrir skíða- menn frá Akureyri í bíl fram að Kristnesi til þess að renna sjer á skíðum uppi í brekkunum. Einn þeirra var Alfreð Jónasson frá Hróarsdal með-ritstjóri íslendings. Þegar upp í brekkurnar kom hnje Alfréð alt í einu niður og var brátt örendur. Orsök var hjartaslag. Líkið var flutt heim að Kristnes- hæli. Alfreð sálugi var maður ó- kvæntur, 27 ára að aldri. íslenskir Hafnarstúdentar styðja kröfu stúdenta hjer um atvinnudeild við Háskólann. Heimta tillit til sjer- mentunar við embætta- veitingar. F. B. 26. apríl. Á fundi „Fjelags íslenskra stú- denta í Kaupmannahöfn", þar sem rætt var um kjör og framtíðar- horfur stúdenta, voru samþyktar eftirfarandi tillögur frá frummæl- anda, Hermanni Einarssyni: 1. Fundur haldinn í Fjelagi ís- lenskra stúdenta í Kaupínanna- höfn mánudag 8. apríl 1935, tekpr undir kröfu þá um kensludeild við Háskóla íslands, sem samþykt var á almennum stúdentafundi á Garði mánudag 18. mars þ. á. 2. Fundur haldinn í Fjelági ífe- lenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn mánudag 8. aprí] 1935 mót- mælir hversu lítið tillit er tekið tíl sjermentunar á íslandi, þegar menn eru ráðnir til þeirra starfa, sem krefjast sjerþekkingar. Ðannaö að fljúga yfir varnarvirki Frakklands. París 26. apríl. F. Tj. Frakkneska flugmálaráðune/tið hefir gefið rit aðvörun þess efnis, að framvegis verði allir flugmenn neyddir til þess að lenda^ ef þeir brjóti bann það, sem liggur við því að fljúga yfir virki Frakka á landamærunum. Aðvörun þessi var gefin út eftir að þýskar flugvjelar höfðu fjórum sinnurn flogið í heimildarleysi yf- ir landamærin. (United Press.)| Bœnahalöfyrir heimsfriði. London, 25. apríl. FÚ. I dag hófst í Lourdes í Frakk landi bænahald sem á að standa samfleytt í þrjá daga og þrjár nætur, fyrir friði í heiminum. Um 100.000 pílagrímar eru þama saman komnir, og verða sungnar 150 messur, viðstöðu- laust. Vcðrið í febrúar. Tíðarfarið var umhleypingasamt bg lengst af kalt. Austanlands var lítill snjór og góður hagi, og vest- anlands voru snjóþyngsli einnig með minna móti en alhvít jörð mest allan mánuðinn. Hagar not- uðust illa vegna óveðra. Gæftir voru stopular og víða lítið róið, afli mijsjafn. Hitinn var 2 4° undir meðallagi á öllu landinu. Tiltölulega hlýjast var í útsveitum á Norðausturlandi, hiti eigi nema 1.1° fyrir neðan meðallag í Höfn, en kaldast á Yestfjörðum og Norðurlandi. Að- eins 7 daga í mánuðinum var hit- inn hærri en venjulega, sem sje þ. 6—9., 17., 20. og 28. Hlýjast var þ. 6.—7., þá var hitinn á öllu landinu 7—8° hærri en meðalhiti. Þ. 2.-3., 13,—14. og 24.-26. var mjög kalt (hiti 6—9° undir með- allagi). Kaldasti dagurinn var 26. — hiti 9° undir meðallagi. Hæstur hiti mældist 14,0° í Fagradal þ. 6., en lægstur — 24.1° á Grímsstöð- um, að morgni þ. 27. Sjávarhitinn við strendur lands- ins var í tæpu meðallagi um alt land, frá 0.6° fyrir ofan við Rvk. til 1.1° fyrir neðan við Rfh. Úrkoman var fremur lítil, 22% neðan við meðallag á öllu landinu. Grímsey hafði tiltölulega lang- minsta úrkomu, 82% neðan við meðallag. Mánaðarúrkoma á Síðu- múla var 30.6 mm, Sandi á Snæ-i fellsnesi 45.3 mm, Mælifelli 31.7! mm., Skriðulandi 22,9 mm., Siglunesi 51,9 mm„ Sandi í Aðaldal 16.7 mm, Skálum á Langa nesi 7.4 mm, Úlfljótsvatni 91.2 mm og Þingvöllum 54.1 mm. Þ. 1- varð mikið jarðfall hjá Bólstað í Mýrdal, og sópaðist rafstöðvarhús- ið að mestu í burt, og vjelarnar skemdust eitthvað. Þoka var sjaldgæf. Þ. 6.—7. var þoka á sumum stöðvum sunnan- lands, og þ. 28. telur 1 stöð á Aust nrlandi þoku. Vindar, N-átt var tíðust í þess- um mánuði, en SE-átt sjaldgæf- ust. Logn var sjaldnar venju og' veðurhæð fyrir neðan meðallag. Tjón af veðri. Þ. 1. strandaði enskur togari í Skerjafirði, mann- björg. Þ. 2. fellu 2 menn út af þýskum togara við Ingólfshöfða og druknuðu. Sama dag fell mað- ur rit af vjelbát frá Súðavík Og drukknaði. Margir bátar frá Isa- firði mistu veiðarfæri. í ofviðrinu þ. 8. strandaði enskur togari á Sljettanesi við Dýrafjörð, og varð engú bjargað. Stýrimaður af öðr- um enskum togara drukknaði dag- inn eftir við tilraun til björgunar strandmönnum. 1 þessu veðri urðu talsver^ar skemdir víðsvegar, bæði á sjó og landi. Kirkjan í Úthlíð í Biskupstungum fauk, og á stöku stað fuku skúrar og önnur útihús. Mjög víða fuku þök af penings- húsum, heyhlöðum, geymsluhúsum og jafnvel íbúðarhúsum. Hey- skaðar urðu hjer og þar. Um 20 símastaurar brotnuðu austan Sauð árkróks og allmargir í Ölfusi og Flóa. f nokkrum bæjum bilaði ljósa og símakerfi, m. a. í Reykjavík. Loftnet Útvarpsstöðvarinnar og Loftskeytastöðvarinnar sþtnuðu. Þ. 16. mistu bátar frá Ólafsvík veiðarfæri. Þ. 21. hvolfdi vjelbát frá Grindavík með 5 mönnum og drukknuðu 3. Aðfaranótt þ. 25. strandaði vjelbátur frá Fáskrúðs- firði við Flysjahraun; mannbjörg. Þ. 27. mistu bátar frá Vest- mannaeyjum lóðir og urðu fyrir skemdum. Aðfaranótt þ. 28. strandaði norskt flutningaskip í Bolungarvík; mannbjörg. Snjólagið var 84% á öllu land- inu. Á 3 stöðvum norðaustan- lands var það í kringum meðallag, en 7 stöðvar í hinum landshlutun- um telja snjólagið 36% meira en 5 ára meðaltal. í hlákunni þ. 6. og 7. tók snjó að miklu leyti upp, og var alautt eða flekkótt nokkra daga úr því, annars var jörð yfir- leitt alhvít, en snjódýpt var frem- ur lítil, einkum austanlands. Mest var snjólagið talið 97% á Hest- eyri og Eyrarbakka, en minst 47% í Grímsey. Mest snjódýpt mæld- ist 68 cm. á Kollsá þ. 21.—22. Haginn var 56% á öllu landinu. Á Austurlandi var hann tiltölu- lega góður, á 4 stöðvum þar að pieðaltali- 99%, en 5 ára meðaltal þessara stöðva er 77%. Á Suður- og Yesturlandi og vestan til á Norð urlandi var slæmur hagi. 7 stöðv- ar þar telja að meðaltali 41% haga, en 5 ára meðaltal þessara stöðva er 78% hagi. Lakastur var haginn á Suður- og Vesturlandi (12% á Sáinsstöðum 11% í Rvík 21% á Súðúreyri), en 4 stöðvar austanlands og norðan telja full- an haga. 1 Ilafís. Þ. 21. sást frá enskum togara mikill hafís á reki 40—50 sjóm. austur af Horni. (Veðráttan). ÓttfílÍB i')iv lir .i. ■ Skattalagabreytingin. —.... i .. •. Flestir þeir, er um opinber mál hugsa munu hafa fylgst með ritdeilu þeirra Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins, og fjármálaráðherrans Eysteins iJónssonaF' um skattalagabreyt- ingu þ»á, er sósíalistar og Fram- sóknarflokkurinn þvinguðu fram gegn eindrægum mót- mælúm Sjálfstæðismanna. Nú munu flestar undirskatta nefndir Sitjá að störfum og verður því eigi langt að bíða þess að almenningur til svetia, sem sjávar fái ótvíræða vissu um hverja þýðingu skattalaga- breytingin hefir fyrir hina efnaminni gjaldendur. Sú staðreynd mun þó koma mörgum óvænna, að jafnhliða tekju- og eignarskattshækkun- inni er gengið svo langt í að íþyngja efnaminstu borgurun- um, að skattskylda nú fyrstu 5 þús. kr. eignina strax og eign nemur einhverju yfir 5‘ þús. kr. Fyrir breytinguna greidúi sá, er ekki átti 6 þús. kr. eign, engan eignarskatt. Skattur af 6—10 þús. króna eign fyrir og eftir breytinguna er sem hjer segir: Af 6 þús. kr. áður 1 kr., nú 6 krónur. Af 7 þús. kr. áður 2 kr., nú 7 krónur. Af 8 þús. kr. áður 3 kr., nú 8 krónur. Af 9 þús. kr. áður 4 kr., nú 9 krónur. Af 10 þús. kr. áður 5 kr., nú ÍÖ krónur, og 10 aurar af Alúðarþakkir vottum vjer öllum þeim, sem studdu hátíða- * höld barnadagsins, skemtikröftunum, eigendum skemtihús- • anna? sölubömunum og svo öllum þeim, sem sóttu skemtan- J irnar og tóku þátt í hátíðahöldunum. • Forstöðunefnd barnadagsins. • Iðnsamband byggingamanna. Almennur fundur allra þeirra, er að húsabyggingu vinna, verður haldinn sunnu- daginn 28. apríl, kl. 4 e. h., í K. R.-húsinu, til þess að ræða um takmarkanir á innflutningi á byggingarefnum. Ríkisstjóm, bæjarráði, gjaldeyrisnefnd og þingmönnumi; Reykvíkinga er boðið á fundinn. STJÓRNIN. hverju hundraði sem er fram yfir þúsund. Þannig hefir skattur af 6— 10 þús. króna eign verið tvö- til-sexfaldaður o. s. frv. Varla verður um það deilt að breytingar þær, er hjer eru tilfærðar, komi harðast niður á efnaminstu gjaldendunum, og eigi bætir það heldur úr skák að nú greiðir maður, sem hefir t. d. 5100 kr. eign kr. 5,10 í skatt, maður með 5900 kr. eign kr. 5,90 í skatt o. s. frv., en áður var 5 þús. alt upp að 6 þús. kr. eign skattfrjáls eins og fyr segir. En þannig stóðu sósíalistam- ir — útverðir hinna fátæku verkamanna — og Framsókn- armennimir —- útverðir hinna fátæku bænda — á verði! Áreiðanlega munu allir gætn ari og sanngjarnari menn inn- an hvaða stjórnmálaflokks sem þeir svo standa, fyrirlíta svo ósvífna harðleikni til fjáröfl- unar ríkissjóði til handa — stjórnum og stjórnarflokkum til ráðstöfunar, er jafn áþreif- ánlega hafa misbeitt valdi sínu við skiftingu eða úthlutun rík- isfjárins og síðari ára stjómir hafa gert sig sekar um. 25. mars 1935. B. H. L. Þjóðverjar lána Rússum. Fyrir rúmum mánuði kom sú fregn, að Þjóðverjar ætluðu að veita Rússum 200 miljóna marka lán í vörum. Þótti sagan þá ótrú- leg, vegna þess hve <fl-unt var á því góða milli Rússa og Þjóðverja um það leyti. En snemma í apríl var samning- ur um þetta undirskrifaður milli verslunarráðuneytis Þjóðverja og rússnesku st jórnarinnar. Sam- kvæmt þeim samningi kaupa Rtíss- ar vörur í Þýskalandi, umfram venjuleg viðskifti, fyrir 200 miljónir marka, og eiga þær að greiðast á 5 árum. Deutsche Bank und Discouto Gesellschaft og Dresdner Bank ganga í ábyrgð fyrir láninú gagnvart lánveitend- um og eiga þeir að fá af því 2% hærra vexti heldur en álmennir bankavextir eru nú. Samningur þessi er talinn mikill sigur fyrir Schacht fjármálastjóra Töskur, nýjaita tíska teknar upp í dag. ___Ágætar________ ‘fermingargjafir.; KatrínViðar Hljóðfæraverslun Lækjarg. 2 Spikað kföt af fullorðnu á 55 og 65 aura % kg-„ Saltkjöt, hangikjöt af Ilólsfjöllum. Svið og rjripur — og margt f'leira. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sínii 4131. . u Hár. Hefi altaf fyrírliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafosi Laugaveg 5. Sími 3436. Þjóðverja, því að hann var drif- fjöðrin í því að þetta tækist, og átti þó við faman reip að draga, því að margir áhrifamenn nxeðal þjóðernissinna máttu ekki heyra: það nefiit að Rússum væri veitt. lán,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.