Alþýðublaðið - 22.02.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.02.1929, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Svar til Húnvetöings. Herra ritstjóri! Út af grein með yfirskmftirmi „Dýr bílferð“ eftir Húnvetning, \ sem birtist í yðar heiðraða blaði 13. ]). m. vil ég leyfa mér að gefa almenningi upplýsingar um um- rædda ferð. 1 þetta sinn var hringt á bif- reiðarstöð mína frá Fornahvammi og beðið um að sækja 23 menn þangað uppeftir (það eru þessir „nokkrir" Húnvetningar). Fóru því 2 bílar þessa ferð og var'ann- ar þeirra 7 manna bíll bezti fólksbrHinn í Borgarnesi — og hitt sem nýr kassabíLl, og var fyrirfram umsamið gjald kr. 7 fyrir sætið jafnt í báðum bíLun- um. En svo ánægðir voru ferða- mennirnir þegar þeir komu í Borgarnes, að þeir greltídu kr. 8 fyrir sætið sem í fólkisbílnum voru, en hinir greiddu umsamið gjald og virtust vel ánægðir. Gjaldið fyrir báða bílana varð kr. 169,00. Þessi leiga er kr. 4 lægri á sætið í fólksbilnum en venjulega, en í kassabihmm var verðið á sætunum sama og venjulega. Enda hafði bóndinn í Fornahvammi tekið þáð fram, að ef sætið fengist ekki fyrir kr. 7 eins og vanalega, mundi hainin ieita annars staðar fyrix sér. Leyfi ég mér því, að mótmæla sem ástæðulausum. þeim aðdrótt- lunum, að bóndinin í Fornahvammi sé vilhallur mér um fólksflutn- inga þaðan; ég veit ekki aninað en hann láti slíkt nokkurnveg- inn hlutlaust. En ef menn biðjá hann að hringja eftir bíl, verður hann auðvitað eitthvað að hringja. — En spurni'ngin er hvort þessir saklausu sveitamenn hafa ekki verjð full fljótir til að Leggja trúnað á slúðursögur urn mig. Ég hefi ekki enn þá vitajð tíil þessi, að bílar hafi verið Leigð|ir meö fólk fyrir kx. 40 að Forna- hvammi, en vera má að með bættum vegum geti það kann ske einhverntíma orðið. Það er mjög rangt með farið, að þessi leið sé ein hin bezta hér á landú því leið- in frá Fornahv. að Sveinatuegu er bæði slæm og stórhættuleg; einn allra versti kafMnn norðuir yfir Heiði Hins vegar furðar mig ekki þótt mönnunum fyndist veg- lurinn góður, því farartækin voru ágæt, og bílstjórarnir fyrirtaks- góðir og ábyggileigir. Ég vil leggja áherzlu á það, að sætagjaldið að Fornahvammi hef- ir verið óbreytt frá því að ieiðiin varð fær þangað sjðast liðið vor, og fram á þennan dag. Hinn 11. þ. m. komu norðan- þingmennimir Guðm. ólafsson, Hannes Jónsson og Jón í Stóra- dal og voru sóttir að Forna- hvammi við 17. mann frá annari bílstöð í Borgarnesi á tveimur bílum og voru sætin þá seld á kr. 12 í fólksbílnum og kr. 7 í kassabílnum, greiddu þessir 17 menn því kr. 159 eða ikr. 10 lægra ulls en þeir 23 er ég sótti. Jóms Kristjánsson. iausar skrúfur. Lítið á lausax skrúfur, úx látúni bæði og eiri, zinki, silfri og gulli, en sumar úr jarðarleiri. — A. I. Lausar skrúfur nefnist garnan- leikur, sem verið er að leika þessa. dagana. Hefir verið húsfylllr og áhorfendur skemt sér vel. Margar setningar í leik þessum eru mjög smelinar. Og ó'svikin fyndni er ýmsum lögð í munn, þótt í ,,úit-tíaliniu“ hún verði stiund- um heldur meira en þunn. — Réttmætt er það skop, sem mið- ár að því að betra og fullkomna eiinistaklinga og þjóðfélög. Það er hvorki sanngjarnt né kuirteist að nefna einstaka rnenn og hæða þá án saka. — Herra Jón Eyjóifsson stendur þarna með sigursvei-ginn eins og sjá má, þegar vel er að gætt. Haun er sá, sem engin gerir axarsköftin. Bæði hluitverk hans. eru vel af hendi leyst. Verður varla með sanngimi að leæk hans fundiö. En snmum þótti þurfa' -sikarpa sjón til að sjá gegnum snýtukiútinn handbragð meistar- ans á listaverkinu. — Marmarinn er fegurstur urn- búðalaus. — Frh. H. J. ErlencJ sfiBBxskeyti. Khöfn, FB„ 21. febr. Frá óeirðunum á Spáni. Frá París er símað: Spánverska stjórnin hefir bixt. tiiskipun um upplausn stóxskotaiiðsins, vegna þátttöku stórskotaliðsmanna í upþxeistinni á , dögunum. Aiiir liðsforingjar í stcrskotaliðinu hafa wrið settir af þegax að undan- teknum liðsforingjum í þeim sitór- skotaiiðsdeildum, sem nú eru í Maroikko og á kanarisku eyjun- um. Stjórnin ákveður dvaiarsltað þeirra liðsfoxingja, sem hún hyggur að sjðar myndu geta orð- ið til þess að vaida stjórninni póiitískra erfiðleika. Endurmynd- un stórskotaliðsins á að fram- kvæma fyrir byrjun júnímánaðar. Sumir hinna afsettu Mðsforingja geta þó aftur orðið liðsforingjar, ef þeir sverja núverandi stjórn trúnaðareið. Stjórnin hefir tiikynt Oþinberlega, að hún ætli að biðj- ast lausnar ,þegar, þegar hluitverk he’nnar sé til lykita leitt og sitjóm- arskrá, sem samiþykt hefir verið með þjóðaratkvæði, er í gildi gengin. -*•>;! L.___________............................................ •_ 'iít^ f*L < Uxn dssginn ©g veglnn. Næturlæknir er í nótt Úlafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6, sími 2128. I. O. G. T. í kvöld kl. .87* SKjALDBRElÐ. Bögglakv. Plokk- arnir annást. Samdrykkja. Skipafréttir. „Ólafur Bjarnason“, iínuveiðari frá Akranesi, kom hingað inn í gærkveldi. „Helgi magri“ fór á veiðar í nótt. Veðrið. Kjl. 8 í morgun var 6 stiga hiti í Rvík. Á ísafirði 5 stig. Akureyri 1 stig. Seyðisfirði 2 stig. Vest- mannaeyjum og Færeyjum 6 stig. Lægðin, sem var yfir Grænlands- hafi í gærkveldi, hefir hxeyfst norð- vestur eftir. Veðurútlit á Suðvest- urlandi, við Faxaflóa og Breiða- ' fjörð í dag og nótt: Sunnan og suðvestan kaldi. Rigning öðru hvoxu. Á NorðuxLandi, Norðaust- urlandi og Austfjörðum á sama tíma; Hægur sunnan og suðvest- an. Smábkúrir. „Lausar skrufur44 verða leiknar í kvöid og annað kvöld. Guðspekiféiagið. Fundur í Septímu í kvöld kl. 8 72 Fröken Laufey Valdimars- dóttir flytur erindi. Bát vantaði í Sandgerði í gærmorgun, ,Ágústu‘ frá Vestmannaeyjum. Hafði báturinn farið í róður í fyrrakvöld. Var ilt veður og hugðu menn tvísýnt nm afdrif hans. Var því símað hingað til Reykjavíkur og hafnarbáíurinn „Magni“ fenginn til þess að leita. Kom „Ágústa" til Sandgerðis ki. 9 í gærkvöldi. Hafði vélin bilað og báturinn því verið á hrakningi, alla nóttina og fram á dag, unz vélin var komin í samt lag aftur. Hafnarbáturinn „Magni“ er enn ókominn úr leit- jnni. Sig. Júl. Jóhannesson læknir varð sextugur, 9. jan. og hélt stúkan Skuid í Winnipeg Ihoinum isamisæti í tilefni af aímiæi1- inu. Er Sigurður einliver heizti bindmdisfxömuður á meðal Is- lendimga vestra. FB. Til heiðurs Viihjáimi Stefáns- syni. 30. des. s. L birtir blaðið The New York American eftir faxandi hraðfrétt frá Sir Wilkins, flug- kappanum og landkönnuðinum: .„Vafalaust ein allra merkaste uppgötvunin frá iandfræðiiegu sjónarmiði mun mega teljast fundur srmdsins á milli Grahams lands eyjanna og meginlands ís- hafssvæðamma. — Þetta sund hefi ég með mikiLLi ánægju látið heiita í 'höfuðið á Vilhjálmi Stefáns- Rúmstæði ný og notuð, dívanar kommóður, klæðaskápar, borð og margt margt fleira. Fornsaian Vatnsstíg 3, sími 1738. Edison Bell grammófónsplöt- ur eru beztar og ódýrastar. Vöru- salinn, Klapparstíg 27. Til mánaðarmóta mjög ódýrar kápur og kjóiar. Sauma- stofan Þinghoitstræti I. syni, minuni fyrsta' keimara í landkömmn og mésta landkönn- uði nútímans,“ FB. Fyrirlestur um „Krassin“. Næstkomandi sunnudag ætlar Hendrdk J. S. Ottósson cand. phil. að halda fyrirLestur í Gamla Bíó um æfintýraferð rússneska iss- brjótsins „Krassin“ til bjargar Umberto Nobdle og féLögum hans. Um mál þetta hefir verið mikið rætt og r,itað, einkum um afdrif sænska vís.Lndamannsins Finn Malmgrcen. í fyrirlestrinum mun skýrt frá því eftir iskýr.slum þeirra prófessor SamojLovitsch, sem stjórnaði ferð ,,Krassins“, og vitnisburði flugmannsins Tschuk- novskij. Eftir þeim mun lítill vaifi leika á, að Zappi höfuðsmaður hafi verið vaidur að dauða Malm- greens. Fyrirlesaiinn hefiir marg- ar ágætar skuggamyndir úr leið- angrinum, m. a. frá björgun Zappi og Mariano, björgun aðalflokks- ins (Viglieri-flokksins) o. fl. Fyr- irlesturinni verður án efa fróðleg- ur og skemtílegur, þar sem mönn- um er enn i fersku minni „kross- fexð“ ítölsku spjátrunganna, er kostaði að lokum mörg manns- líf, þar á meðal Ainundsenis;, hins vaskasta heimskautafara, er uppi ’hefir verið. Frægðaxför „Kra'sins“ mun á lofti haldið, meðan endur- minningin um sorgarleiki'nn, sem leikinn var norður í ísauðnum í nafni páfans og Mússólíni, lifir með alþjóð. Frá Norðfirði. Kaupgjald hækkar um 15°/o- Frá NorðCirði er skrúifað, að kauþdeila hafi staðið þar yfir í vetur, en sé nú að Smestiu' loikið., Hefir kauþið hækikað við flesta vinnu um h. u. b. 15»/o og s'amn- ingur þess efnis verið undirritað- ur af öllium atvinnurekeindum at- hugasemdalaust, nema Sigfiúsi Sveisussyni kaupmainni Hann hef- ir undirskriiifaö þá með athiuga- semd, sem verkamannafélagið ekki villi sætta stíig við. Er talib víst að hann verði að Lbeygja sig, þar eð allir hinir atviranurek- endurnir haifá skrifaö undir án nokkurra athiugasemda. Ritstjöri og ábyrgóarmaður: HaraLdur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.