Morgunblaðið - 03.08.1935, Síða 3

Morgunblaðið - 03.08.1935, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagihn 3. ágúst 1935. m* 3 ^"■Tgr Astandið í heiminum aldrei verra en nií sregii* Samuel Hoare utan- i*il? israHIierrsi Hreia. Solberg flugmaður |róttamótið flaug frá Angmagsalik um hádeg* i gœrkveldi. i gær og ætlaði til Reykjavíkyr en vegna þoku varð hann að lenda í Arnarfirði og var á Bíldudal í nótt. í gærkvöldi for íþróttamót fram á Iþróttavellinum og var kept í þessum íþróttum: 100 metra hlaup. 1. Sveinn Ingvarss., K.K., 11,4 sek. 2. Garðar S Gíslas., K.R., 11,5 —• 3. Raldur Möiler, Á., 11,8 —• Ef strið verður íer alt í kalda kol, þjóða- samingar gilda ekki, Þjóðabandalagið er í hættu og smáþjóðirnar íiafa e ga vornd. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Saxnuel Hoare, utanríkisráð- herra Breta helt ræðu í neðri deild breska þingsins og sagði þar að nú steðjuðu hin stærstu vandræSi að heiminum síðan styrjöldin mikla braust út. Það geti vel farið svo, að stríð nriilli ítalíu og Abyss- iniu verði til þess að breyta samningum þjóða á milli í gagnslaus pappírssnifsi, verði Þ j óðabandalaginu að falli, svifti smáþjóðirnar vernd hinna stærri þjóða og veki alþjóðadeilur um allan heim. England heldi því áfrarn eftir mætti að mi'ðla málum, en því yrði ekki ueitað, að útlitið í Evrópu væri mjög skuggalegt, og um all- Samuel Hoare. an lieim v;vri mikill ókyrleiki og óx'issa. y 511. TiMte® birðir greiii um f f járkreppu á Islandi. í rifsfijórnar^reSafi er sagt, að lokiaifi uamrkaija i SulSfiarliiifislasBfia lalj@»ti að SeilSsa kjer fil fjárfaaifisIiiruKfis. Þær fregnir bárust hingað til bæjarins í gær, að ritstjórnar- grein, sem birtist í enska stór- blaðinu The Times, hefði fjall- að um fjármál íslands. Er þar m. a. sagt frá því, að Spánverjar hafi takmarkað inn- flutning til sín á saltfiski frá Islandi, sem nemi 1/2 milj. stpd.; á ári, þar sem beir leyfi ekki nema 11 þús. smálesta innflutn- ing. Hljóti þessi lokun markaðsins að leiða til fjárkreppu, á ís- landi. Hingað til hefir engin áreið- anleg vitneskja fengist um það hjei’, að Spánverjar ætluðu sjer að draga svo úr saltfiskinn- flutningi hjeðan. Blaðið frjetti í gær, að grein þessi í hinu enska stórblaði hafi vakið mikla eftirtekt í Eng- landi meðal þeirra manna, er hafa viðskifti við Island, enda bárust hingað í gær fyrirspurn- ir um það frá Englandi, hvað sannast væri og rjettast í þessu máli. | Væntanlega greiðir hið nýja ' talsamband fyrir því, að enskir verslunarmenn fái greinilegar! fregnir hjeðan, svo að þeir þurfi ekki að bera kvíðboga íyrir því, að hjer sje alvarleg hætta á ferðum. Lögreglan í Zagreb barðhend gegn bif- reiðastjörum. London, 2. ágúst. FÚ. Lögreglan í Zagreb í Júgó- slavíu, 3-^efir tekið upp nýja að- ferð til að refsa ökumönnum, ser^ hlýða ekki umferðarregl- um. Hún hleypir loftinu úr hjólbörðunum á vögnum þeirra og þeir mega gera svo vel og borga sekt áður en þeim er leyft að fara af stað aftur. Þetta er ný reglugerð fyrir ökumenn, sem hjer er verið að framfylgja, og fer hún aðallega fram á það, að koma í veg fyr- ir hávaða á götunum, og er bíl- um bannað að blása í horn sín eftir klukkan 10 að kvöldi og bifhjólum er ekki leyft að aka um göturnar eftir þann tíma. Laust eftir hádegi í gær kom fregn um það frá Angmagsalik, að Thor Solberg flugmaður væri farinn þaðan og ætlaði sjer að fljúga í einum áfanga til Reykjavíkur. Veðui’horfur voru taldar fremur góðar, kyrt veður og gott skygni fram eftir deginum. \"ar búist við því að Solberg myndi koma hingað kl. 5—6 ef alt gengi að óskum. En svo leið og beið að ekkert frjettist til hans þangað til kl. rúmlega 5 í gærkvöldi að fregn kom um það ,að hann væri kom- inn til Bíldudals. Morgunblaðið átti þá þegar tal við frjettaritara sinn á Bíldudal og sagði hann svo frá að Solberg hefði fengið mikla þoku þegar hann nálgaðist Vest firði og ekki þorað að halda förinni áfram í því veðri, enda þótt logn væri og sljettur sjór. Hann var kominn nokkuð inn í Arnarf jörð og settist þar sunn axi megin fjarðarins, þar sem honum þótti tiltækilegt að lenda. Var það fram undan bænum Hvestu og mun hann hafa rent flugvjelinni þar inn í lónið og bundið hana. Síðan gekk hann og förunautur hans heim til Hvestu til þess að spyrja um hvar þeir væri að landi komnir. Og er þeir höfðu fengið upp- lýsingar um það, lögðu þeir á stað aftur fljúgandi og heldu til Bíldudals. Settust þeir hjer úti fyiúr á höfninni, en vjelbátur var send- ur á móti þeim til þess að draga flugvjelina að landi. ii » ■■wwtpiii im'Mw ii i iiMBiim, ti.niiin Þeir flugmennirnir ætla að vera hjer í nótt, en búast við að fljúga til Reykjavíkur á morgun, ef veður verður gptt. Ekkert er að hjá þeim; }>eir eru óþreýttir og flugvjelin í góðu lagÍ. Solberg segir frá ferð sinni. Seinna í gærkvöldi átti blað- ið tal við Solberg. Hann sagði svo frá ferðum þeirra fjelaga: Þegar þeir voru komnir 100 sjómílur austur í haf frá Griett- landi, fengu þeir svo mikla þoku, að þeir flugu án þess að sjá nokkuð frá sjer. Reyndu þeir að fljúga upp úr þokunni. En það tókst ekki, því hún náði svo langt í loft upp. Breyttu þeir þá frá stefnunni til Reykjavíkur, og hugðu að komast norður úr þokunni. En það tókst ekki heldur. Í8B Gáíu ekki lent hjá Angmagsalik. Er vjer spurðum Solberg um ferð Ixans um Grænland, sagði hann að hún hefði gengið /el. Fengu þeir gott veður frá Júli- anehaab til Angmagsalik. En þegar til Angmagsalik kom var svo mikill ís á höfss-' inni þar að ekki var viðlst a<5 lenda þar. Flugu þeir í 2 klst. þar fram og aftux’ um firðina uns þeir fundu svc íslíiinn f jörð að þeir gátu sest þar. Var engin bygð, þar sem þeir lentu. Þetta tafði för þeirra frá Grænlandi. Andradeilan óleyst. Sáttsemjari byrjaði sáttaumleitaoir í gær. Báðir aðilar sammála um aðalatriðið Nýlega sendi Vinnuveitendafje- lagið Alþýðusanxbandinu brjef, þar seixx fjelagið lýsir undrun sinixi yfir framkoniu Alþýðusani- bandsins í þessxx máli. Þóttist Alþ.sanxb. í fyrra brjefi sínu ekki ætla að skifta sjer af þessari deilu, og ekki aðstoða verkfallsmeun. En síðar auglýsti Alþ.samþ. verkfall bílstjóra, er beindist að vjelsmiðj- xxnunx. Vorix því þau afskifti Alþ.samb. af þesSu máli, þvert ofan í fyrri ximmæli. í gær kallaði sáttasemjari aðila á sinn fund, til þess að reyna ætt- ir. — Og í gær sendi Alþ.samb. Vinnuveitendafjelaginu brjef, við- víkjandi afstöðu sinni, sem er jafn loðixx og hixn altaf hefir verið. Eklti er blaðinu kunnugt , um árangur af fundinunx lijá sátta- semjara. Fundur var haldinn í Járix- smiðaf jelaginu í gærkvöldi um málið. Það einkennilega við vinnudeilu þéssa er það, að báðir aðilar eru sammála um aðalatriðið, sem sje" það, að fá sem inest af skipavið- gerðuuum framkvæmt hjer á landi. En járnsmiðirnir eiga, að ,því er virðist, allerfitt með að skilja, að aðfarirnar gagnvart yið- gerðinni á togaranum Andra, stefna beinlínis í gagnstæða á.tt, stefna að því, að toi’velda það,. að hægt verði að fá gért við skjppx hjer. ” nu nod Kúluvarp. 1. Kristján J. Vatnes 12,11 m. 2. Helgi Gxxðmxxnásson 9,57 — 3. Lars Jakobsen 8,87 —- (aliir xir K. R.). Hástökk. 1. Sveinn Iiigvarsson 1,58 m. 2. Ki’istján J. Vatnes 1,55 — 3. Hallst. Hinriksson H.F. 1,48 — Spjótkast. 1. Holger Borvik Á. 48,22 m. 2. Kristján J. Vatnes 47,07 — 3. Skarphjeðinn Vilmunds son K.R. 48,66 — Langstökk. 1. Kjartan Guðmundss. Á. 5,94 m. 2. Skarph. Vilmxxndsson 5,83 — 3. Hallsteinn Hinriksson 5,82 —■ 1500 metra hlaup. 1. Sverrir Jóhauness. ‘ 4 mín. 31,3 2. Stef. Þ. Guðmundss. 4 — 40,5 3. Einar S. Guðmundss. 4 — 46 (allir úr K.R.). Boðhlaup. 1 því sigraði A-sveit K. R. á 47,6 sek. (íslenska metið er 47,3 sek. og hefði það líklega verið slegið, ef menn hefði ekki' verið orðnir þreyttir af því að keppa í öðrum íþróttum). B-sveit K.R. yar 51,2 sek. Wlley Pffist lagHtir á> SciáfiCI i Mfisg yffs* siorð- farbefmslcaut. Wiley Post í flugham. London, 2. ágúst. FÚ. Wiley Post lagði af stað í gær frá San Fransisko til Moskva, og flýgur yfir norður- hvel jarðar. Eimskip. Gullfoss er á leið 'til Leith. Goðafoss var á Akureyri í gær. Dettifoss er í Hamborg. Brú- árfoss er væntanlegur til Heykja- víkur í dag. Lagarfoss er á leið til Hamborgar frá Fáslmiðsfirði. Selfoss fór frá London á hádegi í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.