Morgunblaðið - 17.12.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1935, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 17. des. 1935. MORGUNBLAÐIÐ MANNSKAÐAVEÐRIÐ VARÐ &%.., 26 MONNUM AÐ BANA. Bílstjórar og vörubdaeigendur hðta verkfalli! Svar þelrra við tvöföldum bensínskatti, sem stjórnarliðið hefir boðað, Það fór eins og Morgunblaðið spáði, að stjórnarliðar myndu hnýta hækkun á bensínskattinum aftan í „Stóraskatt", þe'gar hann kæmi til 3. umræðu í neðri deild. „Stóriskattur" var afgreiddur til 3. umræðu í neðri deild á laugardag. f gær var útbýtt breytingartil- lögum við það frumvarp, frá stjórnarliðum í fjárhagsnefnd og eru þær um tvöfalda hækk- un á bensínskattinum, úr 4 aurum á lítra upp í 8 aura. Þessi hækkun á bensínskattin- um kemur til framkvæmda 1. jan. n. k. Hún nær einnig til þeirra bensínbirgða, sem þá eru fyrir- liggjandi í landinu, en þó skulu gjaldfrjálsir 300 lítrar hjá hverj- um eigenda. í breytingartillögunum segir, að þeim tekjuauka, sem inn kemur fyrir skatthækkunina skuli var- ið til að greiða kostnað við Iagn- ingu akvega og malbikun þjóð- vega. Bru taldir 6 vegir, sem f jenu skuli verja til og eru þeir: Suður- lansbraut 70 þús., malbikun á veg- intim frá Bvík að Blliðaám' 50 þús., Hafnarfjarðarvegur 50 þús., Holtavörðuheiðarvegur 40 þús., Austfjarðavegur 20 þús. og Geys- isvegur 20 þús. „Stóriskattur", með þessum þokkale'gu breytingartillögum frá stjórnarliðum, þ. e. 100% hækkun á bensínskattinum var á dagskrá neðri deildar í gær (3. umræða), en komst ekki að. Verður á dag- skrá aftur í dag. Mótmælafnndnr hílstfóra og vöru- bílaelgenda. Vörubílastöðin „Þróttur" og bíl- stjórafjelagið „Hreyfill" boðuðu til sameiginlegs fundar í Varðar- húsinu kl. 6 síðd. í gær, til þess að ræða hina fyrirhuguðu hækk- un beiisínskattsins. Húsio" var troðfult út í dyr. Auk meðlima þeirra f jelaga, er boðuðu fundinn, voru þar einnig mættir fjelagar Vörubílastöðvar Hafnarfjarðar; ennfremur Guð- björn Guðmundsson, einn af stjórn endum Strætisvagnafjel. Reykja- víkur og loks Jón Baldvinsson, f ormaður Alþýðusambands Is- lands. Pjöldi tóku til máls á fundin- una. og allir á einn veg, gegn hækkun bensínskattsins. Jtfeðal þeirra sem töluðn vom: Sveinbjörn Giiðlaugsson, form. „Þrótts", Kristinn Arnason bíl- stjóri, Grímur Andrjesson bílstjóri Hafnarfirði, Bjarni Bjarnason form. „Hreyfils", Meyvant Sig- urðsson bílstjóri, Guðbjörn Guð- mundsson (frá Strætisvagnafjel. Rvíkur), Jón Baldvinsson, B. M. Sæberg bílstj. Hafnarfirði, Sig- urður Jónsson frá Laug, Sigurð- ur Marteinsson bílstj. og Sigurjón Danivalsson bílstj. Deildu ræðumenn harðlega á stjórnarflokkana fyrir þetta at- hæfi, sjerstaklega fanst bílstjór- unum hart, að vera þannig leiknir af „stjórn hinna vinnandi stjetta". Jón Baldvinsson reyndi að bera í bætifláka fyrir stjórnarliðið, en fekk ekkert liðsyrði frá fundar- mönnum. Guðbjörn Guðmundsson, stjórn- armeðlimur í Strætisvagnafjelag- inu lýsti yfir því, að fargjöldin yrðu hækkuð samstundis og ben- sínskattshækkunin kæmi til fram- kvæmda. Þelr lióta werkfnlli. -Að síðustji var samþykt eftir- farandi tillaga: „Sameiginlegur fundur vörubílastöðvarinnar „Þrótt- ur" og bifreiðastjórafjelags- ins „Hreyfill" mótntælir harðlega hinni fyrirhuguðu hækkun á bensínskatti og skorar á Alþingi að fella hana nú þegar. Ef því verður ekki sint, ályktar fundurinn að ekki verði hjá því komist, að hefja alment verkfall bif- reiðastjóra og bifreiðaeig- enda". Aðeins einn eða tveir fundar- menn greiddii atkvæði gegn til- lögunni, hinir allir með. » ? ? Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu átti fimtugsafmæli á sunnu- daginn var. Var hann bá st"*ddur hjer í bænum. Nokkrir af vinum hans geligust fyrir því, að honum var í tilefni af afmælinu haldið samsæti á Hótel Borg. Um 50 manns tóku þátt í samsætinu og voru þar fluttar margar ræður. Gunnar, hin nýa skáldsaga eftir Eyjólf Jónsson rakara er komin út. Verður hún borin til áskrifenda næstu daga, en síðan látizt í bókaverskmir. Veðrið náði yfir alt land wesfan Veslmannaeyja og Eyfafjarðar. 1 ofviðrinu á laugardaginn búast menn við að 26 manns hafi farist, 7 bátar með 20 manna á- höfn, einn á Eyjafirði, tveir á Skagafirði, þrír á Breiðafirði og Akranesbáturinn Kjartan Ölafs- son, sem talið er vonlítið að komi fram. Auk jþess druknaði einn maður á Vestmanna- eyjahöfn, háseta tók út af togaranum Sviða, tveir menn urðu úti í Skagafirði, einn á Svalbarðs- strönd og maður í Grænumýrartungu í Hrútaf irði varð bráðkvaddur við að bjarga fje í hús í of- viðrinu. Norðanveðrið á laugardaginn var, náði yfir allan vesturhluta landsins, til Vestmannaeyja að sunnan og Eyjafjarðar að norðan. Veðrið stóð yfir frá nóni eða miðaftan á^laugardag og fram til sunnudagsmorguns. Veðurhæð var hjer í Reykjavík orðin snemma á laugardagskvöld 11 stig. Sami vindhraði eða meiri hefir verið um mestalt eða alt þetta svæði. Veðurlýsing. Blaðið hefir átt tal við Veð- urstofuna og fengið veðurlýs- ingu á þessa leið: Eftir að hjer hafði verið hæg- viðri nokkra daga um land alt, bar á því á föstudag að veðar- breyting væri í vænduin. Kom þá mjög grunn lægð upp að Suðvesturlandinu, er var á austurleið. Var sýnilegt á föstudagskvöld að vindur myndi snúast til norðurs. En lægðin var svo grunn, að Vegna hennar einnar, var ekki hægt að búast við neinii stórviðri. Á laugardagskvöld var veður allhvast af norðvestri á SV- landi, en norður á Hesteyri t. d. var komið rok af norðri kl. 8 um morguninn. Á Sv. landi skall ofviðrið yfir kl. 4 e. h. og náði veðurofsinn fyrst hámarki sínu kl. 6—7 e. h. Að vindhraðinn varð svo mik ill, kom til af því, að önnur, lægð, er hafði áhrif á veðrið, hafði borist hratt suður yfii* vestanvert landið, án þess að hennar yrði vart, fyrri en hún var skollin yfir. Á öllu ofviðrissvæðinu helst veðurhæðin nokkurnvegin slita- laust til sunnudagsmorguns. Tveir bátar f arast í Skagafirði. 7 mcnn drakkna. mennirnir hafi ætlað að ná Kolkuósi. Á „öldunni" voru þessir menn: Bjarni Sigurðsson for- maður, kvæntur og átti 4 börn, Björn Sigmundsson, kvæntur en barnlaus, Ásgrímur Guðmunds- son bóndi í Fagranesi, ókvænt- ur, og Magnús Hálfdánarson. Á sunnudaginn leituðu menn frá Sauðárkróki meðfram firð- inum og fundu þá palla og veið- arfæri úr „Nirði" rekið á Borg- arsandi. Á þeim bát voru þrír menn, allir ungir og ókvæntir: Sigur- jón Pjetursson formaður, Mar- geir Benediktsson og' Sveinn Þorvaldsson. Sveinn var góður skákmaður og þektur víða um land af þess^- ari íþrótt sinni. Varðskipið Þór leitaði hjer í firðinum í gær, en hætti leit- inni þegar líkin fundust. Tveir menn verða úti í Skagafirði. Tveir menn, sem voru á ferð hjer í Skagafirði þegar veðrið skall á, hafa ekki komið fram. Þykja allar líkur benda til þeir hafii orðið úti. Helgi bóndi Gunnarsson frá Fagranesi fór hjeðan frá Sauð- árkróki skömmu áður en veðrið skall á. Átti hann stutt heim, um þrjár bæjarleiðir, en hann hefir ekki komið fram og bend- ir alt til þess að hann hafi orðið úti. Helgi var hjer í fylgd með fleiri mönnum, en þeir vildu ekki leggja af stað með honum. Skildi hann hest sinn eftir hjá þeim á Sauðárkróki. Helgi Gunnarsson bjó á hálfri jörðinni Fagranes, á móti Ásgrími Guðmundssyni, sem fórst með öldunni og fyr er sagt frá. Þá vantar mann frá Hvamm- koti, Hannes Benediktsson. Lagði hann af stað frá Heiði í Gönguskörðum og ætlaði yfir Laxárdalsheiði, tveim tímum áð Framh. á 4. síðu. ¦¦ HÍ BHlJ Sauðárkróki i gær. Fullvíst er að báðir bátarnir „Njörður" og „Aldan" hafi far- ist í óveðrinu um helgina. Leítarmenn, sem fóru hjeðan af Sauðárkróki, fundu lík mann anna f jögurra sem voru á „öld- unni" og reka úr bátnum w»d- an óslandshólum og er álitið að- rsvorur lilJéianna; Jólaserviettur Jólalöberar, Jójapappadiskar Jolamerkimiðar, Jolabönd, Jólaumbúðapappír, Jolahilluborðar. Jólakort, Jólapokaarkir. asd 5* sth W1 [£§0(i '•: j páafeeH .múi COPBM I I BMíoiat, Lækjargötu 2. _ gfoú 3736. tnurtui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.