Alþýðublaðið - 07.06.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 07.06.1920, Page 1
Alþýðublaðið Greíið tit af A.lþýduflokknam. 1920 Mánudaginn 7. júní Solsivikar. Khöfn 5. júní. Yerzlun rið Noreg. Símað er frá Kristianíu, að Stór* iþingið hafi skorað á stjórnina að hefja aftur verzlun við Rússland. PólTerjar fá herstyrk. Sfmað er frá Warschau, að framrás óvinarins (bolsivíka) hafi verið stöðvuð við Minsk. Samningar milli Pólverja, Hvítu- Rússa og Rúthene hafa það í för með sér, að Pólverjum er heitinn herstyrkur (frá hinum tveim að- iljunum ?) Samningar yið England. Frá London er símað, að skil- yrði það er Englastjórn setji fyrir því, að verzlunarviðskifti séu aftur hafin við Sovjet Rússland (bolsi- víka) séu, að allir fangar verði látnir lausir, að sett verði trygg- ing fyrir því, að ekki verði dreift 4t flugritum bolsivíka og að þeir haetti við Austurlandaárás sfna og dragi sig á brott úr Persíu. Krassin (ráðherra og sendimað- ur bolsivfka) krefst þess í móti, að hafnbanninu verði afiétt, að skipaðir verði verzlunarumboðs- menn þeirra landa, sem ganga í samband við Rússiand, og loks að stöðvuð verði herfefð Pólverja til Rússlands. Ameríka semur við Krassin. Simað er frá Washington, að Amerfka sendi opinberlega fulltrúa á fund þann í London, sem verð- ur með Krassin og æðsta fjár- málaráði sendiherranna. Samningnr yið Persín: Stjórnin í Persfu hefír farið fram á það, að gera samninga við Rússa um verzlunarviðskifti, sem séu á sama hátt og samning- arnir við Svíþjóð. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. €rlenð sínskeyti. Khöfn 4. júní. Yiðskifti Rússa og Sría. Sfmað er frá Stokkhólmi, að Sovjet-stjórnin rússneska setji gull í tryggingu fyrir verzlunarvið- skiftunum við Svíþjóð. Frelsisharátta Ira. Símað frá París, að varðstöðvar í írlandi séu brendar og vitar rændir. Anstnrríki fær hjálp. p'rá París er símað, að alþjóða lánsnefnd sú, er skipuð var til þess að athuga fjármál Austurrfkis og nágrannalanda þess, tilkynni að hlutlausar þjóðir og England hafí veitt löndum þessum lán, sem sé aðallega fólgið í nauðsynja- vörum og óunnum efnum til iðn- aðar; búist við að fleiri lönd geri hið sama. Khöfn 5. júní. Hjálpin til Austurrfkis og ná- grannalandanna verður sem hér segir: Frá Bretlandi 10 miljónir sterlingspunda, Hollandi i2ól/t miljón gyllina, Sviss 15 miljónir franka, Noregi 17 miljónir króna, Danmörku 12 miljónir kr. og Sví- þjóð 10 miljónir kr. Fnndur í Alþjóðasambandinn. Fundur verður í London í yfir- ráði Alþjóðasambandsins þann Ii. þ. m. Friðurinn yið Ungverja. Sfmað er frá Parfs, að friðar- samningurinn við Ungverjaland hafi í gær verið undirskritaður í Versölum. Yopnahlé rið Hustaplia Kemal. Franski fulltrúinn í Baireuth hefír samið vopnahlc við Mustapha Kemal. 126. tölubl. I Engin blöð koma út á morgun (sunnudag) f Kaupmannahöfn. Khöfn 6. júní. Errópiskir peningar reiknaðir í séntnm. Símað er frá New-York, að út* lendir víxilbankar hafí ákveðið að rita evrópiska peninga í senta- einingum frá mánudegi (f dag) að telja. öratr Gloethes og Schillers rændar. Símað er frá Weimer, að gull- krönsum hafi verið rænt af gröf- um þeirra Goethes og Schillers. Landhelgisbrot. Spennandi eltingaleikur. Beskytteren veiðir. Á laugardaginn kom Beskytteren hingað frá Seyðisfirði og hafði hann ekki verið aðgerðalaus á leiðinni til Vestmannaeyja. (Það var mishermi í blaðinu á Iaugar- daginn, að Fálkinn hefði tekið togarana, hann er nú á leiðinni til Danmerkur frá Grænlandi, en Beskytteren annast strandgæzluna á meðan). Á skipinu komu 8 farþegar frá Seiðisfirði og var Guðm H. Pét- ursson prentari meðal þeirra; hitti Alþbl. hann að máli á laugar- daginn og sagði hann þvf ferða- söguna. Ekkert markvert bar til tíðinda fyr en kom vestur undir sandana. Veður var hið bezta, blíða Iogn og öldulítið. Margir togarar voru að veiðum. utan landhelgi, en innan hennar voru og nokkrir. Sigldi varðskipið í veg fyrir þá og náði tveimur, en slepti öðrum aftur, er ekkert var við hann að athuga. Hina

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.