Alþýðublaðið - 07.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐ I;Ð 3 ráðherrann komu í „heimsókn" til þeirra og höfðu látið í Ijós ánægju sína yfir „dugnaðinum". Það skeð- ur víst annars mjög sjaldan, að svo „háir herrar", sem þessi tvö stjórnarhöfuð, er eg nefndi hér, láti svo lítið að koma í heimsókn að höfninni. — Eg mæli ekki verkföllunum bót; og víst er það hart, að sjá nauð- synjavörur, sem svo mikið er haft fyrir að ná í, ónýtast alveg við nefið á mönnum, þar sem vit anlegt er, að þjóðinni er lífsnauð- syn að geta notið þeirra, og, það er hægt að bjarga þeim. En eg álít aðferð þá, sem eg hér hefi minst á, ekki heldur lofsverða. Því hún er svo langt frá því, að vera sprottin af mannkærleika, heldur af illgirni einni til verka- mann«. Hón er tilraun til þess, að halda niðri og ónýta sann- gjarnar og sjálfsagðar kröfur verka- Iýðsins, sem honum er nauðsyn að nái fram að ganga. Þ. K. [slendingum boðið til Danmerkur. Danska stjórnin hefir boðið ís- lendingum að taka þátt í hátíða- höldunum, sem fram eiga að fara í Danmörku í tilefni af sameining Suður-Jótlands, Fara þeir nú á Botníu: Jóh. Jóhannesson bæjar- fógeti, forseti sameinaðs Alþingis, af hendi stjórnarinnar, og Þorsteinn Gíslason ritstjóri, af hendi, blaða- mannafélagsins fslenzka. Búist er við að hátíðahöldin verði 17. þ. m. Dm dagiirn og veginn. fljónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Aagot Fegner Johansen og Árni Vilhjálms- son læknir. Brúðhjónin fara til Noregs, þar sem Árni verður spítalalæknir. Pótur Jónsson er *ú staddur f París, söng hann þar á fimtu- daginn og hefir hlotið einróma lof fyrir. Sterling kom á laugardaginn úr hringferð ful! farþega. Meðal þeirra komu frá Akureyri: Erling- ur Friðjónsson kaupfélagsstjóri, Jón Sveinsson bæjarstjóri, Þórhall- ur Bjarnason prentari, Jónas Þór verksmiðjustjóri. og kona hans, Árni Þorvaldsson kennari. Aðal- steinn Kristinsson, Bjarni Þorkels- son skipasmiður og Kolbeinn Árna- son, alkomnir hingað. Frá ísafirði komu Guðm. Guðmundsson frá Gufudal og kona hans o. fl. FiskisMpin. Gylfi kom inn fyrir helgina með ágætan afla, um 100 föt lifrar. í morgun kom Þór- ólfur fullfermdur af fiski, 160 föt lifrar, og Ari með ágætan afla, um 90 lifrarföt. M.k. Skjaldbreið kom af síld- veiðum í gær með 150 tn. eftir eina nótt; veiddi það í 20 net. Prestkosningin í Stykkis- bólmi fór svo, að Sigurður Lár- usson cand. theol. fekk 180 atkv. og hlaut þar með kosningu, Magn- ús Guðmundsson cand. theol. fekk 153 atkv. ,og hinir tveir örfá. Hormuleg't slys varð hér á ytri höfninni í gær um kl. 2. Þrír menn voru að leika sér á „kano", ame- rískum indíanabát, fyrir framan Kvöldúlfsbryggjuna. Alt í einu hvolfdi kænunni og druknaði einn mannanna, þýzkur klæðskeri að nafni Adam Siemon. Varð þeim öllum náð á Iand eftir örskamma stund, en allar Iífgunartilraunir við Adam urðu árangurslausar. Hinir voru alhressir. Útlemðar fréttir. Yefnaðnrrerksmiðjur í Bretlandi eigá mjög erfitt með að fá efni til að vinna úr, Og ef ekki raknar fram úr þvf bráðlega, horfir til hinna mestu vandræða. Hlutaðeigendur hafa leitað til stjóraarinnar í þessu sambandi. Dómarar gera verkfall. í belgiska Kougó í Afríku gerðu allir starfsmenn hins opinbera verk- fall í fyrra mánuði, út af Iauna- kröfum. Tóku allir þátt í því, allir háir sem Iágir starfsmenn hins opinbera, og meðal annars dóm- arar. Mun það sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir aður, að dóm- arar hafi gert verkfall. Yerkamálaráðnneyti á Spáni. Það mun nú tfðkast í öllum siðuðum löndum, að ein deild stjórnarráðsins fáist við verkamál eingöngu, Svo var það t. d í Danmörku, meðan Zahle og Friis sátu við völd, og var Stauning þingmaður þar verkamálaráðherra. Á Englandi hefir það nú^verið um nokkurt skeið, og nýjustu fregnir herma, að á Spáni hafi verið stofnað verkamannaráðuneyti eftir fyrirmyndum annara þjóða. Eigi er ólíklegt að verkföll þau og óánægja, sem þar hefir ríkt undanfarið, eigi góðan þátt íþessu. Engene Debs, forsetaefni jafn- aðarmanna í Bandaríkjunnm. Á flokksfundi jafnaðarmanna í New York var Eugene Debs hyit- ur sem forsetaefni þeirra við næstu forsetakosningar. Hann situr í ríkisfangelsi í Atlanta sem stend- ur. Hann hefir við undanfarnar kosningar verið forsetaefni Banda- ríkja jafnaðarmanna. Aðrir, er verða í kjöri, eru senator Johnson og Wood hershöfðingi. Verzlunin „Hlíf" á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft (Vi to Wiliemoes-kraft og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. 1/2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkuna á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (í glös- uni), Teiknibolur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. m. fl. Geriö svo vel og lítið inn í búðina eða hringið í síma 503. JVý sumarföt á meðal- ' mann til sölu með tækifærisverði á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Innileg- þökk frá ör- • kumlamanninum, til þeirra er gáfu ; honum fötin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.