Morgunblaðið - 17.09.1936, Side 4

Morgunblaðið - 17.09.1936, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 17. sept. 1936. Meirihlutinn i Landsþingi Dana veltur á hlutkesti á Borgundarhúlmi. / Sósíalistar og lhaldsmenn juku sitt atkvæðamagn við kosningarnar. Kosningar til Landsþingsins fóru fram á þriðjudag. Úrslit kosninganna urðu þannig, að það veltur á hlutkesti á Borgundar- hólmi, hvort stjórnarflokkarnir fá meirihluta í Lands- þinginu eða ekki. Þar voru kosnir 44 kjörmenn og fylgja 22 þeirra stjórnarflokkunum, en 22 stjórnarandstæðingum. Eftir því hlutkesti fer það, hvort þarna verður kosinn Vinstri- maður eða sósíalisti. Breytinfcar á kjörfyW im, Því eftir er a5eins þi ti flokkanna fra siSustu^ iugI „„ búist „ vi6 þv! kosmngum reyndust miklar, í þeim kjördæmum, þar sem kosningar fóru fram að þessu sinni, en það var, sem lög mæla fyrir, aðeins í helming kjördæmanna. Ef miðað er við fyrra kjörfylgi fiokkanna, jókst fjigi íhalds- manna tiitölnlega mest. íhaldsflokkurinn liafði áður 78.000 atkvæði í kjördæmum þess um, en bætti við sig 40.000 og fjekk nú 118.000. Sósíalistar höfðu áður 167.000, en fengu nú 62.000 fleiri atkvæði, eða 229.- 000. Vinstrimenn urðu verst úti við þessar kosningar, enda höfðu menn búist við því, sakir sundr- ungar þeirrar, sem verið hefir í þeim flokki undanfariu ár. Þeir fengu við síðustu kosning- ar 170.000 atkv., en nú 138.000, töpuðu 32.000. Til þess að fá meirihluta í Landsþinginu þurftu stjórnar- flokkarnir að bæta við sig þrem þingsætum. Flokkaskifting Landsþingsins var sú, að fhaldsmenn höfðu 13 þingsæti, Vinstrimenn 27, radi- kalir 7 og sósíalistar 28. Eftir kosningarnar hafa sósíal- istar 30 þingsæti og radikalir 7 eins og áður, íhaldsmenn 15, unhu tvö, óg Vinstri 22, töpuðu 4. Þá eru talin 74 þingsæti. En alls verða þingsætin 76 í Lands- þinginu, og er það hæsta tala þingmanna, sem þar getur ver- ið. Af þeim tveim, sem ótalin ■eru, er annað þingsætið frá Borg- “undarhólmi, þar sem varpað verð ur hlutkesti um það, hvort Vinstrimaður eða sósíalisti hrepp- ir sætið. En hann verður sá, sem ■sker úr um meirihlutaim í þing- að fulltrúi Færeyinga í Lands- þinginu verði utanflokka, eða hlutlaus, þegar um deilumál stjórnarsinna og stjórnarandstæð- inga er að ræða. Ummæli Stauninffs um úrslitin. Eftir kosningarnar gaf Tt. Stauning iit ávarp. Þar komst hann m. a. þannig að orði: Mótstaða Landsþingsins er nú brotin á bak aftur, því sá meirihluti, sem kann að fást með þingsæti, sem fengið er með hlutkesti, verður ekki tek- inn til greina, ef sá meirihluti, sem þannig er fenginn, ætlar að neyta sín gagnvart meiri hluta Þjóðþingsins. Hann vaa-ð fyrir vonbrigðum. „Nationaltidende“ í Höfn líta svo á, að Stauning fo”sætisráðh. hafi búist við því, að fylgi sósíal- ista hefði aukist meira en raun varð á. Og Beringatíðindi segja í dag, að hvernig sem fari með hlutkest- ið á Borgundarhólmi, þá hafi þessi kosning skorið úr um það, að stjórnarskrárbreyting standi fyrir dyrum. (Þar mun átt við afnám Landsþingsins, sem er á stefnuskrá sósíalista.) Smáflokkarnir. I sendiherrafrjett í gær er sagt frá því, að „Frie Folkeparti“ hafi fengið 19.767 atkv. „Retsforbun- det“ 9464 atkv., Sljesvíkurflokk- urinn 8856 atkv. og Nazistar 2018 atkv., en hvergi svo háa at- kvæðatölu, að nokkur þeirra flokka kæmi manni að. 2»eflr ItlofiH bethi meðmæll Ný bók. Guðmundur Daníels- son frá Guttormshaga sendir nú frá sjer nýja bók og er hún kom- in í bókaverslanir. Heitir hún Ilmur daganna. í fyrra kom út eftir þenna sama höfund bókin Bræðurnir í Grashaga. Hlaut hún góða dóma og mun hafa selst vel. Er þessi nýja bók myndarleg að fitliti og verður hennar getið síð- ar. ERLENDAR FRJETTIR í STUTTU MÁLI- STJÖRNIN í Madrid hefir heitið 1000 sterlingspunda verðlaunum hverjum þeim, sem skýtur niður flugvjel úr flug- flota uppreisnarmanna, þareð flugfloti uppreisn- armanna er miklu öflugri en flugfloti stjórnar- innar. I Bilbao er nú safnað 40 þús manna her, til þess að veita uppreisnarmönnum viðnám, er þeir ráðast á borgina. Annars er búist við, að uppreisnarmenn muni nú beita kröftum sínum til þess að ná Madrid (segir í Lundúnafregn FÚ). Samtal við Mola hershöfðingja. Mola hershöfðingi hefir átt tal við blaðamenn þýsku frjetta- stofunnar „Deutsches Nachrichten Búro“. Sagði hann við það tækifæri, að örðugleikar þeir, sem uppreisnarmenn hefðu átt við að stríða, fyrstu þrjár vikur uppreisnarinnar, væru nú yfir- unnir. Hann sagði ennfremur, að uppreisnarmenn hefðu nú nóg af peningum, vopnum og hermönnum. Næsta og þýðingarmesta sporið væri að taka höfuðborgina Madrid, og kvaðst hann búast við, að hún fjelli innan nokkurra vikna. Ljet hann svo um mælt, að þá myndu stórveldin þegar í stað viðurkenna stjórn uppreisn- armanna á Spáni. Allsherjarverkfall í Frakklandi? Enn er óvíst, hvernig vinnudeilunum í Frakklandi lýkur (segir í Lundúnafregn FÚ). Fulltrúar verkamanna og vinnuveit- enda sátu á fundi með þremur ráðherranna í dag, og stjórnaði Blum forsætisráðherra fundinum (en þeim fundi var ekki lokið er frjettin var send). Menn hafa óttast, að til allsherjarverkfalls kynni að koma. Kröfugöngur voru farnar um götur Lilleborgar í gærkvöldi, og varð lögreglan að skerast í leikinn. — Um 30 manns hlutu meiðsli í ryskingum við lögregluna. Hitler og Mussolini neita þátttöku. Ítalía og Þýskaland mun ekki taka þátt í 5-velda ráðstefnu um Locarnomálin, í næsta mánuði, en franskir og breskir stjórn- málamenn gera sjer vonir um, að af ráðstefnunni geti orðið I seinna. Bæði Italía og Þýskaland hafa þegið boð Frakklands, Bretlands og Belgíu, um að sækja fimmvelda undirbúningsráð- stefnu um Locarnomálin, og öryggismálin yfirleitt, en bæði hafa lagt áherslu á það, að þau telji nauðsynlegt að undirbúa slíka !ráðstefnu betur en unt væri að gera á stuttum tíma, og þau sjái ^sjer því ekki fært, að taka þátt í henni ef hún verði haldin í næsta mánuði. Sá orðrómur hefir gosið upp, að Hitler hefði boðist til þess, að takmarka vígbúnað sinn, gegn því að Frakkar segðu upp fransk-rússneska samningnum, en hann er borinn til baka. 2 fulltrúar frá Abyssiníu. Það hefir enn ekki komið í ljós, hverja afstöðu ítalska stjórnin muni taka gagnvart þátttöku Abyssiníumanna í fundi Þjóðabandalagsþingsins. Það er álitið, að för Avenol, aðalritara Þjóðabandalagsins, til Róm á dögunum, hafi staðið í sambandi við þetta mál. Tveir af hinum þremur fulltrúum Abyssiníu verða dr. Martin, í London og lögfræðingurinn Gaston Jez í París, sem áður hefir verið fulltrúi Abyssiníu í Genf. Merkir menn látnir. í dag hafa andast í Vínarborg tveir merkir stjórnmáh menn, annar grískur, hinn austurrískur: Dr. Alexander Zaim: fyrv. forseti Grikkja, og Dr. Karl Buresch, fyrv. fjármálará? herra Austurríkismanna. s ORO húsmæðraskóli viðurk. af ríkinu, með barnauppeldisdeild. Verkleg og bók- leg kensla í allsk. húsmæðrastörfunn. Nýtt 5 mán. námskeið byrjar 4. nór. og 4. inaí. Mánaðargjald 100 kr. Miðstöð, bað, rafmagnseldhús. Upplýsingar veittar. Innsóknir mótteknar _____ E. Vestergaard, skólastýra. ■ ! miar < ' i: fdanlegar 4 ► 4 * ii fegrunar- og :| snyrtivörur. || ii :: ÍIReykjavíkurj jl npótek j i: lijúkranardcildin. | < > með morgunkaffinu. Nýir kaupendur fá blaðlð ókcypis fil næsikomandl mánaðamóta. Hringið í síina 1600 og gerisl kaupendiu. SJÁLFVIRKl ÞVOTTAEFNI ödadUoi. OóriausL 0jörlr þvottkna- mjallhvftann án þess aö hann sjo nuddaðureöa , blelkj^öur.________s Bankabyggsmjöl fæsl i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.