Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ Fimtudaginn 18. febr. 1$J7. ÚtKef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Rltatjörar: Jðn KJartansson og; Valtýr Stefánsson —i aby rgti armað ur. Bltstjðrn og afgrolBila: Auaturstrœtl 8. — Slml 1600. Hslsaaslmar: Jðn KJartansson, nr. S74Í , Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. S046. Askrlftagjald: kr. 8.00 a mánuBI. t lausaaölu: 15 aura elntakio. 26 aura meO Lesbðk. Krafan Þeir komast jafnan í illt skap ritstjórar Alþýðublaðsins, þeg- ar eitthvað glæðist með atvinnu verkafólksins hjer í bænum. Þeim tókst ekki að hindra það, að togarar yrðu gerðir út á upsaveiðar nú í byrjun ver- tíðar. Landkrabbarnir, sem mestu; ráða í Sjómannafjelagi Reykjavíkur gerðu alt sem þeir gátu til þess að kyrkja þenna atvinnuveg í fæðingunni, og um leið að svifta hundruð sjómanna og verkamanna hjer í bænum góðri atvinnu. <i<rA-- Meðan þessu fór fram voru ritstjórar Alþýðublaðsins í ágætu skapi, því að þá gátu þeir gert kröfur til bæjarstjórn- ar Reykjavíkur, og bölvað „í- haldinu" sem enga hjálp vildi veita. En svo komu sjómennirnir sjálfir fram og gerðu sínar kröfur. Ert'fþfeK voru' ;Smðð öðrum hætti enkröfur Alþýðublaðsins og Jjpns Axels Pjeturssonar. Kröfur'sjómahnanna voru um það, að gengið yrði að kauptil- boði Skúla Thorarensen, sem vildi gera úfrtogara á upsaveið- ar. Verkamenhírnir í landi studdu kröfur síÓmannaíma. Þannig risu sióniennirTiir gegn landkröbbunum, og nú eru þeir komnir út á sjð og farnir að veiða upsa. Hundruð sjómanna og verkamanna íbæn- um fá góða atvinnu. Þetta hefir komið ritstjórum Alþýðublaðsins í illt skap. Og nú vilja landkrabbarnir koma fram hefndum gegn sjó- mönnum og verkamönnum. — Þessvegna gerist Alþýðublaðið nú stóryrt mjög, er það krefst þess að Kveldúlfur verði lagð- ur í rústir. „Geri bankarnir ekki skyldu sína ,gagnvart Kveldúlfi nú allra næstu daga, verður óhjákvæmilegt að taka alt þeirra starf í þágu þjóðar- innar til rækilegrar meðferðar", segir Alþýðublaðið í gær. Hjer er bein hótun á ferðinni. Jón Baldvinsson bankastjóri veit á hverju hann á von! Það myndi þýða atyinnusvift- ing þúsunda verkamanna og sjómanna hjer í bænum, ef Kveldúlfur yrði lagður í rústir. Ef Jón Baldvinson og aðrir ráðamenn í bönkunum yrðu við kröfu Alþýðublaðsins, myndu sjómenn og verkamenn áreiðan- lega rísa upp og gera sínar kröfur. Þeir myndu krefjast þess, að starf bankastjóranna „í þágu þjóðarinnar" yrði tekið til „rækilegrar meðferðar". — Undir þá kröfu myndi allur al- menningur taka. AÐUR EN SJALFBOOALIÐABANNIÐ GENGURIGILDI. Hergögn og sjálfhoðaliflar streyma til Spánar. Frakkar loka spánsk-frönsku landamærunum. Vígsföilvarnar við Madrid. Umræður um gull Spánverja. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆ'R. Hergagnasendingar og sjálfhoðaliða- flutningur til Spánar hafa aldrei ver- ið meiri en nú síðustu þrjá dagana áður en bann hlutleysisnefndarinnar gengur í gildi. Fregnir um flutninga þessa berast frá Frakklandi, Belgíu, Rússlandi, ítalíu og Þýska- landi. I skeyti til „The Times" segir, að f jögur þúsund Italir sjeu á leiðinni til Spánar. Nokkurrar varúðar verður að gæta við fregn, sem.kemur frá Berlín, og segir, að tí'u spÖnsk, skip og fimtán rússneisk hlað- in hergögnum og hermönnum hafi.farið fram hjá Istambul á leiðinni frá Rússlandi til Spánar síðastliðna tíu daga. Frá London kemur fregn um að stjórnin í Valencia hafi pantað þrjú hundruð stóra flutningabíla frávBelgíu. Frá Marseilles lagði af stað nýlega hollenskt skip, áleiðis til Alicante með mikið af hergögnum þ. á. m. 350 vjelbyssur. Flutningi sjálfboðaliða, sem ekki áttu að fara til Spánar fyr en eftir 20. þ. m., er nú hraðað eftir mætti, svo að þeir komist þangað áður en bannið skellur á. Sáttmálinn um sjálfboðaliðabannið og gæslu spánskra stranda til þess að sáttmálanum verði framfylgt, var samþykt á fundi allsherjarhlutleysisnefndarinnar í gærkvöldi. Var hún rússnask? KHÖFN I GÆR. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. Skeyti frá Oslo hermir: Menn á f iskibáti, sem voru í róSri undan Sunnmœri veittu athygli stórri, dular- fullri flugvjel, sem settist á sjóinn skamt undan strönd- inni. Eftir að flugvjelin var sest, slökti flugmaðurinn öll ljós í flugvjelinni og fleygði síðan reyksprengju útbyrðis. Báturinn færði sig nú nær flugvjelinni, en áður en hann komst alla leið, setti flugmað- urinn vjelina af stað í skyndi og flaug burtu. ENGIN ALÞJÓDA- RÁBSTEFNA. Osío í gær. FB. Baldwin forsætisráðherra Breta, var í dag spurður að því í breska þinginu, hvað liði hugmyndinni, um alheims við- skifta-ráðstefnu. Baldwin svar- aði því, að það mál vaeri með öllu ótímabært nú, Frakkar eru nú í óða önn að undirbúa lokun spansk-frönsku landamær- anna. Lokunin verður almenn, þannig, að engir fá að fara yfir landamærin frá Frakklandi til Spánar, nema með sjerstöku leyfi. Lokuhin gengur i gildi á Iaugardaginn. — Landamæravörðum verður margfalt fjölgað. GULL SPÁNVERJA Á fundi hlutleysisnefndarinn- ar í gærkvöldi spurði von Ribb- entrop fulltrúi Þjóðverja, hvort ekki ætti að gera kröfu til að lagt yrði hald á gullforða Spán- arbanka og honum komið fyrir í alþjóðlegri vörslu til þess að koma í veg fyrir að stjórnin í Valencia notaði þetta fje. Valenciastjórnin kom gullforða Spánarbanka und an til Fraklands og hefir komið honum fyrir víðsvegar í Evrópu. Tók Valenciastjórnin gullið þrátt fyrir að meirihluti banka- stjórnar Spánarbanka (sem er óháður ríkinu) hafi mótmælt því. Svarta strikið sýnir herlínu Francos umhVerfis Madrid. Hann heí'ir nú allar höfuðleiðir til Madrid á sínu valdi, og stöðvist umferð um Valenciaveginn (sem Franco segist hafa á sínu valdi) er aðeiní; ein leið frá Madrid til Valencia opin um Guadaljara (til norðausturs) og þaðan um Cuenca til Valen- cia. En það er dregið í efa að sá vegur þoli hina miklu flutn- inga sem hingað til hafa farið fram um Madrid-Valenciaveg- inn. Vígstöðvarnar við Arganda og Vaciamadrid sjást á kort- inu. Ennfremur Jaramafljót. UOjlnúlur. Stærsta loftorusta Spánarstríðsins. S FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. tærsta loftorusta borgarastyrjaldarinnar á Spáni var háð yfir Tarancon, 70 km. fyrir suðaustan Madrid í gær. I loftorustunni tóku þátt fimtíu flugvjelar. Flugvjelar uppreisnarmanna gerðu loftárás á Tarancon, sem liggur við Valencia—Madridveginn, og lögðu helming borgar- innar í rústir. Níu manns ljetu lífið. Er sprengjuregnið hafði staðið í 10 mínútur, lækkuðu flug- vjelarnar flugið og ætluðu að hef ja vjelbyssuskothríð á borgina. Enskur togari kom hingað í gærniorgun til viðgerðar. Var hann með lítilsháttar bilaða TJel. ÍSLENSKUR LEIKARI Á LEIKSVIÐI í HÖFN. Khöfn í gær. FÚ. Aföstudaginn kemur verður á Konunglega leikhúsinu í Khöfn frumsýning á leikritinu „Dauðadansinn" eftir sænska skáldið Xgúst Strindberg. Paul Reumert leikur aðalhlutverkið. Islenski leikarinn Lárus Páls- son leikur hlutverk hins þögla varðmanns. Er það mjög vanda- samt hlutverk og jafnan leikið af frægum og vel metnum leik- urum, eins og t. d. Eyvind Johan Svendsens. Skyndilega komu tuttugu flugvjelar stjórnarliða á vettvang og gerðu atlögu að flugvjelum uppreisnar- manna ofan frá. Aðstaða uppreisnarmanna var þessvegna verri. í 40 mínútur stóð látlaus orusta. Fjórar flugvjelar uppreisn- armanna hröpuðu í einu eldhafi til jarðar, en flug- mennirnir björguðust í fall hlífum. Að lokum flugu flugvjelar uppreisnarmanna í burtu. FRAMH. Á SJÖTTTJ SfiOU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.