Morgunblaðið - 18.02.1937, Síða 4

Morgunblaðið - 18.02.1937, Síða 4
4 Það var ekki vegna gleymsku að út- varpið þagði. „Reillurnar" verða svona skrítnar i framkvæmdlnni. MORGUNBLAÐIÐ mintist fyrir skömmu á þann mikla áhuga, sem skyndilega væri vaknaður hjá Ríkisútvarpinu fyrir birt- ingu fregna af undirrjettardómum í meiðyrðamálum. Jafnframt benti blaðið á það einkennilega fyrir- brigði, að þessi „hlutlausa“ ríkisstofnun kæmi ekki auga á aðra dóma en þá, sem fallið hafa á ritstjóra Morgun- blaðsins. Hún sæi ekki dómana á ritstjóra stjórnarblað- anna. í þessu sambandi var þess get- ið, að á s.l. ári hafi verið kveðnir upp samtímis 6 dómar í meiðyrða málum, sem framkvæmdastjórar Sölusambands ísl. fiskframleið- enda höfðuðu gegn ritstjóra Al- þýðublaðsins fyrir lygar og róg. Ritstjórinn var dæmdur í 900 kr. sekt og 450 kr. í málskostnað, en hið „hlutlausa“ Ríkisútvarp þagði vendilega yfir þessu. Útvarpsstjórinn, sem ábyrgð ber á frjettaflutningi útvaípsins, hefir í tilefni af þessum ummæl- um Morgunblaðsins óskað þess, að blaðið birti eftirfarandi at- hugasemd: Herra ritstjóri! Þó dregist hafi, leyfi jeg mjer að senda yður hjermeð eftirfar- andi athugasemd út af greininni: „Frjettaflutningur útvarpsins af meiðyrðamálum" í blaði yðar 4. þ. m. Samkvæmt frjettareglum út- varpsins eru, að( jafnaði, birtir hæstarjettardómar, þó með þeim takmörkunum, sem settar eru í reglunum. Hins er enginn kostur að birta undirrjettardóma, sem falla í öllum undirrjettum í land- inu, og hefir því orðið að beita þar miklu þrengra vali. — Hefir sú regla verið látin gilda, að birta undirrjettardóma í málum, sem hafa valdið, eða verið stofnað til í sambandi við miklar opinberar deilur, eða mjög varðað almenna hagsmuni eða alment öryggi. Auk þess þykir sjerstök ástæða, þegar þess er óskað, að birta undirrjett- ardóma í málum, sem embættis- menn, opinberir starfsmenn og sýslunarmenn eða aðrir þeir, sem gegna víðtækum trúnaðarstörfum höfða, til þess að hnekkja áburði er varðar embættisheiður þeirra eða starfsheiður. Samkvæmt framansögðu er það rangt, sem borið er fram í grein yðar, að Frjettastofa útvarpsins hafi „gleymt“ í þessu efni, og mundi hún fúslega hafa getið dómsniðurstöðu í meiðyrðamálum þeim, sem um getur í grein yðar, ef henni hefði borist dómarnir með ósk um birtingu. Með þökk fyrir birtinguna. Jónas Þorbergsson. Samkvæmt þessu brjefi útvarps stjóra gildir sú regla í útvarpinu, að undirrjettardómar eru þar birtir: 1. „í málum, sem hafa valdið, eða verið stofnað til í sambandi við miklar opinberar deilur, eða mjög varðað almenna hagsmuni eða alment öryggi“. 2. „í málum, sem embættis- menn, opinberir starfsmenn og sýslunarmenn eða aðrir þeir, sem gegna víðtækum trúnaðarstöðum höfða, til þess að hnekkja áburði er varðar embættisheiður þeirra eða starfsheiður“. Þó eru dómar í slíkum málum því aðeins birtir, að þess sje óskað. Þannig eru reglumar, að sögn útvarpsstjóra. En hvernig verða svo þessar reglur í framkvæmdinni? Útvarpið birti á ‘dögunum dóms- niðurstöður í meiðyrðamálum Guðm. Pjeturssonar gegn ritstj. Morgunblaðsins, og sú birting hefir farið fram samkv. síðari reglunni, eftir því sem útvarps- stjórinn hefir tjáð blaðinu. Útvarpið birti ennfremur und- irrjettardóminn í máli Mjólkur- sölunefndar gegn ritstj. Morgun- blaðsins ‘og Vísis og þrem hús- mæðrum. Sú birting var bygð á fyrri reglunni, að til málsins hafi verið stofnað í sambandi við op- inberar deilur, sagði útvarpsstjóri. En hver er svo munurinn á þessu máli og málum fram- kvæmdastjóra S. í. F. gegn rit- stjóra Alþýðublaðsins 1 Þau mál voru einnig höfðuð í sambandi við miklar opinberar deilur (Gis- mondi-málið o. fl.), og málin snertu útgerðarmenn um alt land. Vill ekki útvarpsstjórinn skýra það fyrir almenningi, hver er mun urinn á þessum málum? Útvarpsstjórinn lætur birta dóminn í mjólkurmálinu, án þess að um sje beðið. Hinsvegar sá útvarpsstjórinn ekki ástæðu til að birta dómana í málum framkvæmdastjóra S. 1. F. gegn ritstjóra Alþýðublaðsins, en telur hinsvegar að sjálfsagt hefði verið að birta dómsniður- stöðurnar, ef þess hefði verið óskað. í öðru tilfellinu birtir útvarp- ið ótilkvatt. í hinu tilfellinu þurfti að biðja um birtingu. Hver er munurinn á málunum, herra útvarpsstjóri ? Er hann nokkur annar en sá, að í öðru tilfellinu áttu pólitískir andstæðingar í hlut, en í hinu samherji? Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8 y2 samkoma. Kaptein Nærvik stjórnar og talar. Söngur og hljóð færasláttur. Allir velkomnir. Ann- að kvöld helgunarsamkoma. Adj. Svava Gísladóttir stjórnar. MORGÚÍÍBLAÐIÐ Fimtudaginn 18. febr. 1937. Leikhúsið Annara manna konur. Hálf fascistisk síjórn í Japan. Gamanleikur í þrem þátt- um eftir Walter Hackett. Leikurinn „Annara manna kon- ur“, er Leikf jelagið sýnir nú, eftir Walter Hackett, er bráðfjör- ugur frá upphafi til enda. Er hann saminn af hinum mesta hagleilc fyrir svið, þar sem hinir furðu- legustu atburðir og tilviljanir eru fljettaðar saman í spennandi reif- ara, og er blandað saman í hæfi- legum hlutföllum, ástamálum og leynilögreglumálum, svo bíógestir fá það ekki betra. Hjer verður þráður leiksins ekki rakinn, enda yrði það langt mál, ef rekja ætti öll þau atvik og tildrög atvika, sem gerðust í þessu eina hótelherbergi sem sýnt er haustkvöld eitt og að morgni næsta dags. Arndís Björnsdóttir hefir mesta og vandasamasta hlutverkið, og er leikur hennar mjög ánægju- legur. Hin ljéta kímni hefir oft reynst hennar sterka hlið. Þarna nýtur hún sín hvað eftir annað vel á þeim nótum. En þarna þarf hún og oft að taka á öðrum hæfileika sínum, sem henni lætur vel, og það eru hin snöggu skapbrigði. Á einu vetfangi breytir hún hvað eftir annað um svip, og geðblæ og gerir það svo eðlilega, að áhorf- endur leggja trúnað á, fylgja henni eftir, skilja hana. Þetta út af fyrir sig gerir leikinn áhorf- endum minnisstæðan. Indriði Waage hefir annað að- alhlutverk leiksins á hendi. Hann og Ingibjörg Steinsdóttir, sem er „ánnars manns kona“, verða eins- konar „strandaglópar“ á hinu af- skekta gistihúsi, af því þau missa frá sjer bílinn. Það má geta þess, að áður en lýkur hefir „maður- inn konunnar“ (Gestur Pálsson) rekist þangað líka, en Anthony Peel (Indriði) er um sama leyti orðinn afhuga Angela "Worthing (Ingibj. Steinsd.) og floginn yfir til „þernunnar“ (Arndísar). En áður en svo langt er komið hefir margt gerst sögulegt, í sam- bandi við þjófnað, mannsinorð, hjónaskilnaðarmál og ástaræfin- týri. Leikur Indriði hlutverk sitt með meiri myndarskap, en oft áð- ur. Er óskandi að hann haldi á- fram á sömu braut. En Ingibjörg Steinsdóttir hefir því miður ekki þann kvenlega yndisþokka sem þetta hlutverk útheimtir, nje skilning sem þarf til að gera leik hennar eðlilegan, meðan hún er hin brotthlaupna ástleitna hefðar- frú. Þegar hún fer í vargaham- inn, ellegar gengur um svefn- drukkin af eiturlyfjum, sem í síð- asta þætti, er leikur hennar trú- verðugri. Hj ónaskilnaðars j erf ræðinginn, leynilögreglumanninn sem bregð- ur sjer, þegar því er að skifta í „handverk“ glæpamannsins, Reg- Anthony Peel (Indriði Waage) og „Þernan“ (Arndís Björnsdóttir). Reginald de Brett (Ragnar E. Kvaran). inald de Brett, leikur Ragnar Kvaran, mátulega afsleppan, út- smoginn og kænan, svo áhorfend- ur sjá innra mann þessarar vel til- búnu baktjaldapersónu. Þeir Haraldur Björnsson, Brynj- ólfur Jóhannesson og Gestur leika smærri hlutverk og fara vel með þau öll, að ógleymdum Alfred Andrjessyni, sem við og við fjörg- ar upp á leiksviðinu með nærveru sinni, í gerfi lögreglumanns. En yfirleitt er sýning á leik þessum lýtalaus, efnið, sem fyr segir, bráðskemtilegt, að vísu nokkuð reifaralegt. En er það ekki þesskonar efni sem nútíma- fólk sækist eftir? Heimatrúboð leikmanna, Hverf- isgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Hyashi, forsætisráðherra í hinni nýju stjórn Japana. Ffömdu kviðristu í mótmælaskyni við pólitíska spillingu. London í gær. FÚ. Fimm háttsettir Japanir frömdu í gær kvið- ristu (Hara-kiri) í Tokio, á mjög áberandi stað í borginni og lýstu því yfir, að það væri gert í mót- mælaskyni gegn pólitískri spillingu og núverandi stjómarfari í Japan. Hara-kiri, eða kviðristun, er æfagamall japanskur siður meðal aðalsmanna, og beittu menn því, er þeir þóttust hafa orðið fyrir óbætanlegri móðgun, eða annari ógæfu. Þá var það og algengt á miðöldum að keis- arinn sendi þeim mönnum, er hann taldi hafa brotið af sjer, afar kurteislega orðaða ósk um, að þeir vildu deyja. Jafnframt sendi keisarinn hlutaðeiganda gimsteinumprýddan hníf og fór háttstandandi embættismaður með hvoru tveggja. Þegar söku- dólgurinn hafði fengið skila- boðin og hnífinn, átti hann að klæðast viðhafnar klæðnaði sín- um, síðan var reistur fjögurra til fimm þumlunga hár pallur í húsi hans og því næst kvaddi hann sendimann keisara og ein- hvern vina sinna til að vera votta að athöfninni. Að því búnu var kviðskurðurinn fram- inn, þannig að sökudólgurinn stakk hnífnum á hol neðan við rifbeinin vinstra megin, risti síðan hægt yfir kviðinn og skyldi ef vel var, gera dálitla sprettu upp á við undir bringu- beinið). Kálfaskinn - Húðir. kaupi je^ hæsta verði. 5ig. þ. 5k|alöberg,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.