Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 18. febr. 1937. Gjaldeyris- og innílutnlngs- Ifigln þurfa gagngerðra endurskoðunar. Tveir Sjálfstæðismerm í neðri deild flytja frumvarp um breyting á lögum nr. 11, 1935, um gjaldeyrisverslun o. fl., og fara fram á að út- gerðarmönnum verði heimilt að ráðstaf a þeim erlendum gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutnings- vörur þeirra, til þess að kaupa nauðsynjar til út- gerðarinnar. Flutningsmenn frumvarpsins eru Ólafur Thors og Sigurður Kristjánsson. Frumvarp samhljóða þessu var flutt á síðasta þingi, og aamþykt í neðri deild með nokk urðum breytingum, en málið dagaði uppi í efri deild. Tjtgerðarmönnum yrði það að sjálfsögðu mikill styrkur að fá frjáls afnot þess gjaldeyris, sem útgerðin leggur til, til þess að kaupa nauðsynjar. til út gerðarinnar. Sýni'st það ög hart aðgöngu að meina útgerðar- monnumIUáð 'nota sin'ri' eigin gjaldeyri til þess að kaupa nauðsynjar til útgerðarinnar. En þótt frumvarp þetta sje rjettmætt og sjálfsagt, þarf að gera miklu víðtækari breyting- ar á þessum ranglátu lögum frá 1935, um gjaldeyrisverslun o. fl. Þessi lög eru í raun og veru ekkert annað en einræðisheim- ild til handa ríkisstjórninni (fjármálaráðherra) í gjaldeyr- ismálunum og vöruinnflutningi. Og þar sem nú er á daginn komið, að þessari einráeðisfaeím- ild er beitt svo ranglátt, að ó- viðunandi er með öllu, getur þingið ekki látið þessi mál af- skiftalaus. Þegar foringjar Alþýðu- flokksins hafa verið um það spurðir hvernig á því stæði að þeir tækju ekki í taumana í inn- flutningsnefndinni, og heimtuðu rjettlæti í stað ranglætis, hefir svar þeirra jafnan verið þetta: Við getum engu ráðið um þetta; við verðum að fylgja fyrirmæl- um f jármálaráðherra. Þessi ummæli hefir Jón Baldvinsson bankastjóri hvað eftir annað viðhaft, og hinn nefndarmanna sósíalista í gjald- eyris- og innflutningsnefnd, Kjartan Ólafsson, afsakaði sig með þessu sama á þingmála- fundi í Hafnarfirði á dögunum. Dýrtíðin í landinu — einkum í kaupstöðunum — er að verða óbærileg fyrir allan almenning. Ranglætið, sem ríkir í fram- kvæmd innflutningshaftanna á drjúgan þátt í að skapa dýrtíð- ina. ALÞINGI. Frumvörpin koma fram. Stuttir fundir voru í báð- um cleildum þingsins í gær. Var aðeins eitt mál á dag- skrá í hvorri deild og af- greitt umræðulaust til nefnd ar. Stjórnarfrumvörp. Áður hefir verið getið um fjár- lagafrumvarpið og þau mörgu tolla- og skattafrumvörp sem því fyigja. Þessi frumvörp eru einnig kom- in frá stjórninni: Bráðabirgðabreyting nokkurra laga. Er þetta framlenging laga sem samþ. voru á síðasta þingi, og þar farið fram á frestun á framkvæmd fjölmargra laga. Skuldaskilasjóður vjelbátaeig- enda. Eru það bráðabirgðalögin sem gefin voru út 23. júní f. á. Varnir -gegn útbreiðslu sauð fjárveiki. Sömuleiðis bráðabirgða- lögin frá 21. des. f. á., sem sett voru vegna borgfirsku fjárpest- arinnar. Síldarverksmiðjur ríkisins. Sömuleiðis bráðabirgðalögin sem gefin voru út daginn eftir þing- slit í vor, þar sem hinir þing- kjörnu fulltriiar voru reknir úr stjórn síldarverksmiðjanna, og stjórnskipaðir menn settir í stað- inn. Verður nú fróðlegt að sjá hvað stjórnarflokkamir gera við þetta augljósa þing- og lýðræðis- brot. Fiskimálanefnd. Stjórnin hafði komið auga á að það vantaði refsi- ákvæði í lögin um fiskimálanefnd o. fl., og biður nú um slíka heim- ild og hana ekki smátæka, alt að 200 þús. kr. sektir. Ástæðan sem stjórnin ber fram fyrir frumvarp- inu er sú, að sumir togarar hafi flutt út meira fiskmagn en Fiski- málanefnd leyfði. Fiskimálanefnd heldur að það sje hagkvæmara í'yrir útgerðina að fara með smá- slatta út í hverri ferð! Leiguránið. Bráðabirgðalögin um leigurán mjólkurvinslustöðvar Mjólkursamlags Kjalarnessþings eru fram komín í frumvarpsformi, og til þess ætlast að stjórnarliðið leggi blessun sína yfir leiguránið. Vátryggingarfjelög fyrir vjel- báta, og er það samhljóða frv. því sem' sjávarútvegsnefnd Nd. flutti á síðasta þingi, að tilhlntun atvinnumálaráðherra. Afkynjanir og vananir. Þessa frv. hefir verið getið hjer í blað- tnu. Því fylgir ítarleg ritgerð eft- ir landlækni. Þingmannafrumvörp. Dragnótaveiði í landhelgi, flm. Jón Óiafsson og Jóhann Jósefs- son. Vilja 'þeir að dragnótaveiðar í landhelgi sjeu leyfðar frá 20 apríl til 10. desember. — Þetta mál hefir verið mikið deilumál á undanförnum þingum. » ? m Á skinnauppboði Grænlands verslunarinnar í gær varð verð- hækkun sem nam til jafnaðar 30% miðað við verð á uppboði sem haldið var á sama tíma í fyrra. (FÚ). Norskir sjómenn sigla á hafnir Francos. p—f ii m' Úrskurður sArbeiderrettens Oslo 17. febr. Arbeiderretten" í Oslo hefir felt úrskurð í málinu, sem reis út af því, að Norska sjó- mannasambandið fyrirskipaði þehn sjómönnum sambandsins, sem höfðu ráðið sig á skip, er voru í förum til hafna uppreisn- armanna á Spáni, að afskrá sig, en Nbrska útgerðarmannasamband ið hafði skotið þessu máli til vinnudómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að Sjómannasamband- ið hefði ekki haft samningsrjett- indi til þess að fyrirskipa meðlim- um sínum að krefjast afskráning- ar af skipum til hafna uppreisn- armanna á Spáni, og ennfremur, að innan sólarhrings frá birtingu dómsins skuli sjómannasambandið tilkynna símleiðis og brjeflega öllum deildum sínum, að aftur- kölluð sje fyrirskipunin frá . 18. janúar s.l. um afskráninguna. Hef- ir sjómannasambandið þegar orð- ið við þessu. Dómurinn fjallar ekki um ein- staklingslegan rjett sjómannanna til þess að krefjast afskráningar samkvæmt 36. gr. sjómannalag- anna. Stjórn sjómamiasambandsins segir, að dómurinn geti ekki „hindrað oss í að segja, að sam- úð allra norskra verkamanna eigi hver sá sjómaður, jsem kjósi held- ur að afskrá sig en bjóða sig fram til starfs fyrir fascistana eða við- skiftavini þeirra". (NRP—PB). BARDAGARNIR UM MADRID-VALENCIA VEGINN. FRAMH. AP ANNARI SÍÐU, Stjórnarliðið hóf gagnsókn í morgun, á vígstöðvunum við Valenciaveginn, 25 km. fyrir suðaustan Madrid. Segjast rauð- liðar hafa hrakið uppreisnar- menn úr nokkrum vígjum þeirra. Miaja, yfirhershöfðingi rauð- liða, hefir látið svo um mælt, að hann sje ánægður með árang- urinn af- bardögunum í dag og að uppreisnarmenn hafi ekki enn stigið fæti á Valenciaveg- inn. I frjettum frá uppreisnar- mönnum segir aftur á móti að þeir hafi stóra hluta af veginum á sínu valdi. ÞÝSKAR FLUGVJELAR. London í gær. FTJ. Stjórnin telur sig hafa skotið niður í dag 4 flugvjelar fyrir uppreisnarmönnum, þar á með- al 3 Junker-flugvjelar. Uppreisnarmenn segja að þeir sæki fram norðvestan vert við Madrid og hafi unnið þar sigra í dag, tekið mikið herfang í vopnum og bætt aðstöðu sína. -------. » ? »------------ K. P. U. M., A.-D. Pundur í kvöld kl. 8y2. Síra Bjarni Jóns- son talar. Fjelagsmenn, fjölmenn- ið! Allir karlmenn velkomnir. Mimiiogarorll um Höllu Eyiólfsdóllir skáldkonu. Halla Eyjólfsdóttir skáldkona frá Laugabóli á Langadalsströnd, andaðist hjer í Reykjavík þann 6. þ. m. — Var hún á leið til Reykja- víkur í heimsókn til barna sinna, er hún kendi' meins þess, er dró hana til bana. Hjer er til moldar hnigin merk- iskona, er með alkunnum höfð- ingsskap og risnu hafði um ára- tugi verið húsmóðir á einni af stærstu bújörðum við ísafjarðar- djúp. Halla var komin af merkum ættum, clóttir Eyjólfs Bjarnason- ar er lengi bjó í Múla við Gils- fjörð (Gilsfjarðarmúla). Afi henn- ar var síra Bjarni í Garpsdal og langafi síra Eggert í Saurbæ, en hann var sonur Bjarna Pálssonar landlæknis og konu hans Rann- veigar Skúladóttur fógeta. Móðir Höllu var Jóhanna dóttir síra Halldórs prests að Tröllatungu. Halla var af skáldakyni. Kvísl- ar snertast úr framættum hennar og síra Matthíasar, skáldkonanna Herdísar og Ölínu og fleiri af þeirra bergi. Halla átti mörg systkini, er flest eða öll voru skáldmælt; þó er það efalaust, að Halla mun átt hafa ríkasta skáldgáfu þeirra syst- kina. Brást henni ekki bogalistin er hún vildi svo við hafa. Og oft tókst henni með prýði, að slá á þá sterku strengina, er margur hagyrðingurinn finnur sig kallað- an til, án þess að verða útvalinn. En þar fást þó ekki fullkomnar samjöfnur, því Halla hafði það fram yfir hagyrðinginn, að vera einnig skáld. Hafa mörg ljóð hennar flogið vítt um land á vængjum tónanna undir. lögvrm Sigvalda Kaldalóns tónskálds. Halla giftist ung óðalsbóndan- um og dugnaðarmanninum Þórði Jónssyni Halldórssonar frá Lauga- bóli. Þórður var bróðir Magnúsar sýslumanns og bæjarfógeta í Hafn arfirði, Valgerðar konu Kristjáns Þorlákssonar óðalsbónda í Múla, Jóns óðalsbónda í Tröllatungu, Halldórs óðalsbónda á Rauðamýri og þeirra nafnkunnu systkina, er orðlögð voru fyrir drenglund og höfðingsskap að fornum sið. Halla og Þórður eignuðust 14 börn, lifa ellefu þeirra, öll upp- komin. Þórður maður Höllu dó 1914. Halla giftist annað sinn 1921, Gunnari Steini Gunnarssyni kenn- ara, er lifir konu sína. Var sam- búð þeirra hin besta og bjuggii þau áfram á óðalssetrinu Lauga- bóli, þar til síðastliðið ár, að elsti sonur Höllu, Sigurður fyrv. kaup- fjelagsstjóri, tók við búinu. Astúð Höllu og móðurleg um- sýslan kom fram í fleiru en kveð- skapnum einum. Hún ræktaði prýðilegan .jurtagarð við hús sitt, er hún annaðist af mikilli smekk- vísi og ástríki, og var það hennar mesta yndi, að hlúa að hinum fögru, veikbygðu blómjurtum og sjá þær vaxa og þróast. Hún var fædd 11. ágúst 1866, og því fullra 70 ára er hún and- aoist. Hún verður jarðsungin í Halla Eyjólfsdóttir. ættargrafreit fjölskyldunnar heima að Laugabóli. FRÁ GYÐINGALANDI: FYRIRLESTRAR PRÓF. MOSBECH. Prófesscir dr. Holger Mosbech hefir flutt fyrirlestra sína tvo undanfarna daga við ágæta aðsókn, enda hafa erindi hans bæði verið fróðleg og skemtileg og skuggamyndirnar ágætar, sem hann sýnir .jafní'ramt. Fyrsta kvöldið lýsti prófessor- inn lifnaðarháttum fólks á Gyð- ingalandi, en tók um leið til sam- anburðar ýmsa kafla eða vers í Biblíunni. Þannig mintist hann t. d., er hann sagði frá jarðyrkj- unni, á boðorð 5. Mós.: „Þú skalt ekki hafa uxa og asna saman fyr- ir plógi", og: ,,Þú skalt ekki múl- binda uxann, sem þreskir". Spá- dómur Jóliannesar skírara um Messías varð einnig ljós og lif- andi fyrir áheyrendum: „Varp- skóflu sína hefir hann í hendi, og með henni mun hann gjörhreinsa lófa sinn, hveitinu mun hann safna í hlöðu, en brenna hismið í óslökkvandi eldi". Þá varpaði hann Ijósi yfir orð Jesú í Endur- komuræðunni um konurnar við kvörnina, „önnur verður tekin burtu, en hin eftir skilin". í gærkvöldi lýsti prófessorinn aðallega Jerúsalem, eins og hún er nú á dögum, en vjek oft að sögu hennar. Var frásögn hans öll með þeim hætti, að áheyrendur og á- horfendur gátu fengið glögga hug- mynd um alt, er mestu ináli skifti: Legu borgarinnar, múra, muster- issvæðið þar sem nú eru tvö guðs- þjónustuhús Múhameðstrúar- manna, og síðast en ekki síst grafarkirkjuna. Fyrirlesarinn sýndi einnig mynd af líkani af musteriim á Krists dögum með forgörðum þess og súlnagöngum. Mesta athyglí mun hafa vakið lýs- ingin á grafarkirkjunni, einkum af kapellunni og yfir gröf Krists og Golgata. Síðast voru sýndar myndir frá Betleliem, sjerstaklega af kirkjunni, er livelfist yfir stað- inn, þar sem Jesús fæddist. ---------------¦ ? ¦--------------- Esja fer í hringferð austur um land næstkomandi laugardags- kvöld, en ekki í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.