Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 7
Fimtuaaginn 18. febr. 1937. MÖRGÚNBLAtlí: 70 ára: Sigrfður Jónsdöttir. Sigríður Jónsdóttir, Vesturgötu 16 í Hafnarfirði ;i sjötugs-afmæli í dag. ( 1 Hafnarfirði hafa þau hjónin, frú Sigríður og maður hennar Einar Olafsson stýrimaður, búið mest ailan sinn búskap eða um fjörutíu og tveggja ára skeið og eignast þar að vonum margt kunningja og vina. Ekki verður það sagt um Sig- ríði að hún hafi haft hátt um sig á lífsleiðinni, enda er hún ein þeirra góðu og „gamaldags" ís- lensku húsfreyja, sem líta" á heim- ilið sem sitt starfssvið og sitt ríki, en láta bóndann um störfin út á við. Og heimili sínu, manni sínum og börnum, hefir Sigríður fyrst og fremst helgað krafta sína, — og það hefir hún gert með mestu mynd og prýði. ;— Af fimm börnum, sem þau hjónin eignuðust, eru þrjú á lífi, Sigur- jón skipstjóri á togaranum Garð- ari, Elísajbet. og Laufey, öll gift og búsett í Hafnarfirði. Sigríður er nú mjög þrotin að heilsu og hefir nú um all-langt skeið haft við erfiðan sjúkleika að stríða. Þrátt fyrir það — eða öllu heldur vegna þess — myndi hún hafa ánægju af að sjá vina-and- !it, enda þarf ekki að efa það, að þeir verða margir vinir hennar og frændur, bæði í Hafnarfirði og nærlendis, sem heimsækja hana í dag eða senda henni hugheilar hamingjuóskir í tilefni af afmæl- isdeginum. Hafnfirðingur. Utbreiðslufundur Heimdallar í kvöld. U" eimdallur gengst fyrir *•¦* útbreiðslufundi í Varð- arhúsinu os: hefst hann kl. &/v í kvöld. Er þetta einn liður í hátíðahöldum beim, sem fara fram í sambandi við 10 ára afmæli fjelagsins. Fjelagið vill með þessum út- breiðslufundi gefa utanf jelags- mönnum kost á að kynnast stefnu- málum og framtíðarfyrirætlunum fjelagsins, og verður því öllum heimil þátttaka í fundinum. Ræðumenn á fundinum verða þeir Ounnar Thoroddsen form. Heimdallar, Thor Thors, Jóhann Möller, Kristján Guðlaugsson, Jó- hann Hafstein og Ragnar Lárus- Qagbófc, Veðrið (miðvikud. kl. 17) : Lægð yfir Grænlandshafi á hreyfingu norðaustur eftir. Veðurútlit í Rvíkí dag: SV- átt með snörpum skúrum eða hagl jeljum. son. Ungt fólk ætti að fjölmenna á þenna fund til að kynnast við- horfi ungra Sjálfstæðismanna til þjóðmálanna. ¦» ? ? VÍGBÚNAÐUR BRETA. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. gripið til lántöku til þess aS koma hervörnum sínum í við- unandi horf. Hann sagði, að á það bæri að líta, að vígbúnaður ann- ara ríkja væri nú miklu meiri en í lok ófriðarins. í hinni „Hvítu bók" stjórn- arinnar sagði hann að þar væri ekkert, sem ekki bæri brýna nauðsyn til að gera. Eldri skip- in væru að ganga úr sjer og ný yrðu að koma í þeirra stað. — Loftvarnir ríkisins þyrfti að auka stórkostlega og verja miklu fje til að tryggja öryggi laorgaranna. Ennfremur þyrfti að bæta við hið sjermentaða starfsvið hersins á sjó og landi. Ránið á þriðju- dagsnótt upplýst. Piltarnir, sem settir voru í varðhald, grunaðir um að hafa rænt aðkomu- mann á götu bæjarins, hafa nú játað á sig; verknaðinn. Þeir heita Ingi Þór Guðmunds- son og Olafur Guðmundsson og hafa báðir lent í þjófnaðarmálum áður. . % Nóttina, sem maðurinn var rændur, var Ingi Þór með honum ásamt fleiri mönnum um borð í bát, sem lá hjer í höfninni. Maðurinn, sem gætti bátsins heyrði að piltur þessi var kallað- ur Ingi og er lögreglan sýndi varðmanni bátsins mynd af Inga Þór, sem hún hafði í myndasafni sínu af sakamönnum, þekti hann strax piltinn. Þegar lögreglan náði í piltana, voru þeir staddir í húsi á Þórs- götunni, þar sem þeir voru að drekka áfengi. Þeir höfðu ekki eytt miklu af peningunum, aðeins haft tíma til að kaupa 1—2 flöskur af víni áð- ur en þeir voru teknir fastir. Veskinu með ávísununum og sparisjóðsbókunum fleygðu þeir í sjóinn og hefir sumt af því sem í veskinu var fundist í fjörunni. Afganginn af peningunum földu þeir undir tunnu í geymslu heima hjá öðrum piltanna. Karlmannaskóhlífar Kvenskóhlífar Dreng j askóhlíf ar f£aw*£M£ Búsáhold og margskonar verkfæri er best að panta frá Otto Sörgel, Hamborg. Sýnishorn hjá MARÍUSI ÓLAFSSYNI, Pósthússtræti 13. ísfisksölur. Haukanes seldi í Grimsby í gær 1457 vættir fyrir 644 sterlingspund og Garðar í Hull, 2457 vættir fyrir 1147 stpd. Meðal farþega á íslandi að norð an í gær voru Sigurður Eggerz bæjarfógeti og frú Gunnar Schram símastjóri, Garðar Þor- steinsson alþm., Olafur Jónsson framkvæmdastjóri, frú Guðrún Ólafsson, Guðni. Karl Pjetursson læknir. Tökum að okkur að plys- era, húlfalda og yfirdekkja hnappa. Fyrsta flokks vjelar og vinna. DÓRA og MAJA, Vonarstræti 12. Halldór Sigurðsson úrsmiður á sextugsafmæli í dag. Nýlega hef- ir birst hjer í blaðinu viðtal við hann, þar sem hann lýsti iðn sinni og störfum. í áratugi hefir Halldór starfað að úrsmíði fyrir Reykvíkinga, og þekkja allir bæj- arbúar haim sem framúrskarandi lipurmenni og hinn besta dreng. Háskólafyrirlestur Mr. Turville- Petre, sem átti að verða í kvöld fellur niður vegna veikinda. Próf. Mosbech flytur næsta fyr- irlestur sinn í Kaupþingssalnum kl. 6 annað kvöld. Slökkviliðið var í gær gabbað inn að Norðurpól. Lögreglan hafði upp á þeim sem braut brunaboð- anh; var það 9 ára gamall dreng- ur. Pjöldi manns hefír nú þegar skrífað sig á Msta til þátttöku í samsæti Heimdallar að Hótel Borg á laugardaginn. Til skemt- unar undir borðum verða marg- ar ræður; Jakob Hafstein, stud. jur. syngur einsöug og nokkrir Heimdellingar ætla að skemta með söng. Menn ættu að skrifa sig á lista sem allra fyrst, þeir liggja frammi á Varðarskrifstof- unni í Mjólkurfjelagshúsinu og á skrifstofu Morgunblaðsins. Aðalfundur Kristniboðsfjelags kvenna er í dag. Skákmeistaraþing hefst hjer í bænum í kvöld vegna þess að ekki var kept um skákmeistaratitilinn á Akureyri. Á þessu þingi keppa flestir skákmeistarar landsins, og ennfremur Engels, þótt hann geti ekki orðið skákmeistari íslands, heldur sá íslendingur, sem flestar skákir vinnur. G.s. ísland kom að norðan í fyrrinótt og fer í kvöld kL 8 til Leith og Kaupmannahafnar. Búnaðarþingið. '1 gær var kos- ið í laganefnd. Þessir hlutu kosn- ingu: Jón Sigurðsson, Ólafur Jónsson, Magnús Þorláksson, Jakob Líndal, Sveinn Jónsson, Björn Halldórsson og Jón Hann- esson. í dag er fundur kl. 5. Guðmundur Jónsson kennari flyt- ur þar erindi um búreikninga. Útvarpið: Pimtudagur 18. febrúar. 18.40 Erindi: Um búreikninga (Guðmundur Jónsson búfræði- kennari). 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Erindi: Er trúin hjegómi.. II (sr. Sveinn Víkingur). 20.55 Hljómplötur. 21.00 Prá útlöndum. 21.15 Hljómplötur: Ljett lög. 21.25 Útvarpssagan. 21.50 Útvarpshljómsveitin leiku: (tilkl. 22.30). 10 ára afmæli Heimdallar. Utbreiðslufund heldur Heimdallur, f jelag ungra Sjálfstæðismanna, í kvöld kl. 3'/2 í Varðarhúsinu. Ræðumenn verða: Gunnar Thoroddseh, Thor Thors, Jóhann Hafstein, Jóhann Möller, Kristján Guðlaugsson og Ragnar Lárusson. Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. SjdlfstcFðiskonur Framhalds stofnfundur Sjálfstæðisf jelags kverina vérð- ur í Oddf jelagahúsinu, niðri, f östudagiim .19. febr. kl. &/2 síðdegis. Þær konu'r, sem hafa innritað sig í fjelagið eru beðnar að gera svo vel að mæta. Varastjórnin. Húsmæðrafjelag Reykjavíkur heldur afmælisfagnað sinn í Oddfellowhúsinu þriðjudaginn 23. febr. n. k. Hefst kl. 8 með sameiginlegu borðhaldi. Ýmis skemtiatriði, þar á meðal söngur og dan^ JEonur mega taka með sjer gesti. Listar liggja frammi í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og pappírsverslun V. B. K., úiibúi Vísis, Fjölnisveg og Vörubúðinni Laugaveg 53. Allar nánari upp- lýsingar í síma 4740 og 4591 og 3360. SKEMTINEFNDIN. = Lítið steinliús við yðar hæfi, á afgirtri eignarlóð við Barónsstíg, til sölú nú þegar. Aðeins eitt lán áhvílandi. — Talið við Hichter, Þórsgötu 17. Útvega allskonar vðrur frá Þýskalandi. Leitið iilboða Iifit mjer áðuc ^eo þfer kaupið annar§staðar. Fridrik Berfel^en, Hafnarstmti 10-12, Sími 2872.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.