Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1937, Blaðsíða 8
8 •é:i U u a G U M ti L, A t' i:} Fimtudaginn 18. febr. 1937, Jáuif%sAa/tuc HúsmæSur! Daglega nýr fiskur til að sjóða, í fars og að steikja. Fisk & farsbúðin, Þórsgötu 17. Sími 4781. Kaupí íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi pamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Húsmœður. Hvað er pönnu- fiskur? Kostar aðeins 50 aura. Bæjarins besta fiskfars 50 aura. Fiskpylsu- ogMatargerð- in, Laugaveg 58, sími 3827. Dagbókarblöð Reykvíkings J€&n&£cts Stúdent, vanur kenslustörfum, óskar eftir nemendum, einkum í tungumálum. — Afgreiðsla blaðsins vísar á. Stór og góð iðnpláss ca. 180 fermetra til leigu í miðbænum 14. maí n.k. Uppl. í síma 4825 kl. 11—12 og 5—6. Vísubotnarnir. Hagyrðingur einn, leit svo á, samkvæmt vísum hans, er , birtust hjer í gær, að vísubotn- arnir sem verðlaun fengu, hefðu verið „valdir úr að neðan" eins ' og hann komst að orði. 1 tilefni þessa, er rjett að lofa | honum og öðrum Iesendum hlaðs- i ins að sjá f áeina botna, sem tekn- | ir eru af handahófi, úr „neðan- verðu" botnasafninu. Bn til frekari skýringar er rjett að tilfæra fyrst fyrripartinn, sem botna skyldi, enda þótt hann sje nú orðinn allkunnur. En hann er svona: Simpson kemur víða við, veldur breyttum högum .. . En þenna vísuhelming hafa menn m. a. hugsað sjer að botna þannig: Edvarð konung elskaði eftir sínum lögum. Enginn veit um annað eins í veraldarsögum. Betra er miklu að ganga á snið en falla á hærri stöðum. Hermann hreytir enn úr sjer bráðabirgðalögum. Kóng Edward úr stól steypti á hans stóru dögum. Og að lokum þessi: Það er og verður mest um vert, að hún geri Windsor hamingju- saman. En mörg fleiri dæmi mætti til tína sem sýna, að margir mismun- andi skáldmæltir hafa reynt brag- þraut þessa, og verður þar sem oftar að taka viljann fyrir verkið. En vel má svo fara, að langlíf- astur verði vísuhelmingur Kjar- vals, sem fleygur er um bæinn fyrir löngu og hljóðar svo: Moggi kemur ekki út, snemma á mánudögum. * Hjá spákonu. Ung stúlka bað reynda spákonu að skygnast fyrir sig ögn inn í framtíðina, og sagði hin aldraða kona, að eigi myndi líða á löngu þangað til hún trúlofaðist. — Meinið þjer það? Er hann hár og ljóshærður, sagði stúlkan afar hrifin. — Já, segir spákonan. — Með hárið skift í miðju? — Já. — Vinnur við vefnaðarvöru- verslun % — Já. — Ættaður af Norðurlandi? — Já. — Og hefir ofurlítinn blett á vinstri handarbakinu. — Já, segir spákonan ein. — Það kemur alt heim sagði stúlkan himinlifandi. Og svo trú- Iofaðist hún. * f Brighton í Englandi kom ung stúlka inn á lö'greglustöð um dag- inn, og bað lögreglumennina að komast fyrir það hver hún væri. Hún þóttist svo gersamlega hafa tapað minni, að hún vissi ekkert um það sjálf. Læknir var sóttur til þess að rannsaka stúlkuna. En hann komst ekki að neinni niðurstöðu. Síðan var farið með hana í gisti- hús Hjálpræðishersins. En lögregl- an bjóst við að hún myndi þurfa að hefja víðtæka rannsókn til þess að fá að vita deili á stúlkunni. En Hjálpræðishersfólkið komst brátt að raun um, að þetta var alt saman uppgerð. Stúlkan gerði sjer upp minnisleysið, til þess eins að lenda í einhverjum æfintýrum. Og þá kom til kasta dómaranna að leita uppi þann lagabókstaf sem hún yrði dæmd eftir fyrir uppátæki sitt. * Vilhjálmur fyrverandi Þýska- landskeisari starfar að því öllum dögum að saga brenni. Á afmælis- degi hans gefur hann fátækling- um brenni það er hann hefir sag- að yfir árið. * Pelabö'm grípa oft eftir pela sínum með fótunum. Sálfræðing- ajr halda að það stafi frá erfða- venjum alt frá því að forfeður manna gátu jafnt gripið um hluti með öllum fjórum útlimum. j JJEt&ynnintfciv sími 1.580. LITLABILSTÖÐIN Er nokkuð stor Opin allan sólarhringinn. krónur í verðlaun! — Lesið 4. hefti „Kvik- mynda- sögusafnsins". Fæst hjá bóksölum. — Friggbónið fína, er bæjarina besta bón. — ¦ ¦ i i ¦ " "i ¦ ¦ -ii »¦ i ¦ M Tóbaksdósir úr silfri týndusfe í fyrradag hjá Ártúnsbrekku, merktar G. G. Skilist á Lauga- veg 140. Trúlofunarhringa fóið þið hjá Sigurþöri, Hafnarstæti 4. Sendir gegn póstkröfu hvcrt á land' scm cr. Sendið nákvæmt mál. Úr og klukkur í miklu úrvali. Auglýsingasími Morgunblabsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. 40. Elísabet hugsaði til þess, er hún var að skrifa brjef- ið, að það væri hægara að geta þannig skelt allri skuldinni á "Walther. Húseigandinn var ekki heima, þegar Elísabet kom eftir um klukkutíma akstur að hinu nýja heimili sínu í Manhattan. Húsið var tvílyft timburhús og var í lítilli hliðargötu. Elísabet fór strax að taka upp úr tösku sinni og hún andvarpaði, er hún fór að koma sjer fyrir á hinu litla heimili sínu. Hjerna gat Walther ekki fundið hana. Hún hafði til vonar og vara náð í alveg ókunnugan bílstjóra, og þóttist nú vera örugg, þar eð hún hafði skift um nafn. Það fyrsta, sem hún gerði, næsta dag var að láta mála skilti fyrir sig. Atti að standa á því „Sauma- stofa", og með smærra letri Elísabet Grace. Hún sá eftir því að hafa ekki líka breytt fornafni sínu. En úr því að Mrs. Patterson hafði sjeð að hún Ijet „Elísa- bet" standa á hurð sinni, varð ekkert við því gert. Hún keypti sjer síðan ýmislegt til húshaldsins og ákvað að matbúa fyrir sig sjálf fyrst í stað, þó að hún hefði Iitla æfingu í matgerðarlistinni. Síðar meir, þegar hún væri búin að fá fleiri viðskifavini, ætlaði hún að láta færa sjer mat frá einhverri góðri matstofu. Um kvöldið, þegar Mrs. Patterson sá ljós í gluggan- um hjá Elísabetu, flýtti hún sjer strax upp til hennar, til þess að bjóða hana velkomna. „Jeg held, að þjer munið fljótlega fá viðskiftavini", sagði hún, „ef þjer viljið ganga í hús og sauma. Jeg hefí'verið í nokkra daga á heimili ríkrar fjölskyldu, sem heitir Biazer. Maðurinn er slátrari og hefir stóra kjötverslun í einni aðalgötu borgarinnar. Prúin eign- aðist indælan dreng á dögunum, og nú þarf hún að Mta gera við kjólana sína. Þetta er vellauðug og tigin fjölskylda. Jeg mælti með yður og sagði, að þjer mynd- uð áreiðanlega vilja koma — og það með mestu á- nægju". „Jeg þakka yður kærlega fyrir, Mrs. Patterson — en jeg ætlaði mjer ekki að ganga í hús", svaraði Elísa- bet kurteislega. „Hamingjan góða — þjer hafið víst ekki nokkra hugmynd um, hvernig maður verður að hafa allar klær út, ef maður ætlar að koma á fót nýju fyrirtæki! Þetta er einmitt tækifærið, sem þjer eigið ekki að láta ónotað. Ef' Mrs. Blazer verður ánægð með yður mælir hún með yður hjá kunningjum sínum, og þá gengur alt eins og í sögu. Góða Miss Grace, þjer skuluð fyrir alla muni fara þangað — frúin getur ekki farið út sjálf fyrst um sinn. Síðar meir, þegar þjer hafið fengið fasta viðskiftavini, er auðveldara fyrir yður að af- saka það, að þjer getið ekki farið frá saumastofunni". Elísabet sá. að Mrs. Patterson hafði á rjettu að standa, og ljet því til Ieiðast. „Jæja, jeg þakka yður fyrir gott ráð Mrs. Patter- son. Jeg ætla að gera eins og þjer segið". „Það var rjett, en eitt verð jeg að segja yður. Þjer getið ekki farið út að sauma í svona áberandi falleg- um fötum. Mrs. Blazer yrði hneyksluð! Eigið þjer ekki slopp?" „Nei, en jeg gæti fengið mjer slopp". „Já — og þjer ættuð ekki að vera í fallegu kápunni yðar — fólk trúir því ekki að saumastúlka geti unnið fyrir svona dýrum fötum á heiðarlegan hátt". Elísabet roðnaði. En hún skildi, að þetta var líka rjett athugað hjá Mrs. Patterson. Ef hún ætlaði að vera saumakona, varð hún að sníða sjer stakk eftir vexti samkvæmt því og uppfylla þær kröfur sem til hennar voru gerðar af því fólki, sem hún átti að vinna fyrir. Hún kinkaði því kolli til samþykkis. Mrs. Patterson sat hjá henni góða stund og rabbaði við hana. En þegar hún sá, að Miss Graee hafði ekki vit á því, að bjóða henni kaffisopa, bauð hún henni að koma niður með sjer. Mísabet afþakkaði boðið kurteislega. En hún sá, að Mrs. Pattersoii varð sýni- lega móðguð á svipinn. O'g þá skildi hún, að fram- vegis yrði hún nauðbeygð til þess að umgangast hanar. hvort sem henni var það Ijúft eða leitt. Þegar Mrs. Patterson var farin niður til síii, settist Elísabet út við gluggann. Veður var hvast og regnið lamdi gluggarúðurnar- Götuskiltin börðust fyrir storminum og það hrykti £ brunastigunum, sem voru festir á milli veggsvalanna. frá einu húsi til annars. Bogalamparnir köstuðu daufri giætu yfir göturnar, þar sem þær fáu hræður, sem á ferli voru, börðust áfram á móti vindinum og reyndu. að verjast vætunni með regnhlífum sínum. Elísabet hugsaði um hið vistlega heimili, sem hún hafði yfirgefið daginn áður. Nú sat Mrs. Payne líklega og var að lesa fyrir soni sinn úr ný^ustu bók Sinclair Lewis, sem þau höfðu öll verið mjög hrifin af. Nei, í kvöld voru þau líklega ekki í skapi til þess að lesa upphátt. Hún þóttist viss- um, að flótti hennar hefði valdið þeim áhyggjum. Ef til vill myndu þau reyna að leita að henni. Hún ætlaði að heimsækja þau, þegar árið var liðið. Þá myndi dr. Payne áreiðanlega vera búinn að gleyma henni, var kannske giftur eða trúlofaður. Hún var- þegar farin að hlakka til að hitta þetta góða vinafólk sitt aftur. Hún var þess viss, að það myndi skilja hana^ og taka henni opnum örmum. Næsta morgun fór hún til Blazer-fólksins. Prúin tók vel á móti henni, þó að hún reyndi ekki að dylja þaðr að hún liti dálítið niður á hana. Nú stóð hún fyrir framan stóran spegil í svefnherbergi sínu og fylgdi^ með áhuga hinum hvítu og grönnu fingrum Elísabetar,. er hún mátaði og nældi á hana íburðarmikinn, ljós- bláan silkiflauel-slopp. — Hann væri fallegur, hugsaði Elísabet, — ef hún hefði ekki alt þetta útflúr, gull- skúfa og snúrur á honum. Mrs. Blazer var um þrítugt. Hún var feitlagin meðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.