Morgunblaðið - 02.03.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.1937, Blaðsíða 5
Jmðjudagur 2. mars 1937. M ORGUN BLAÐIÐ HvaOa kvikmyndir eru bannaðar lyrir börn? t af grein þeirri, er birt- ist í Morgrmbl. í fyrra dag: eftir Magíía Júl. Magn- ús lækni um störf Barna- verndarnefndar, bar sem minst var á óhollustu ýmsra kvikmynda á unglin^a og börn, hefir blaðið snúið sjer til frú Aðalbjargar Sig'urð- ,;ardóttur, sem hefir eftirlit kvikmynda og kvikmynda- skoðun á hencli fyrir Barna- verndarnefnd, og beðið hana að skýra lítilsháttar frá, hvernig' byí sje hagað hjer í Reykjavík. — Jeg vil taka það fram strax, segir frú Aðalbjörg, — að sam- starf niilli mín og bíóstjóranna befir ávalt frá því fyrsta verið íhið besta í þessu efni, og hafa •þeir sýnt mikinn áhuga og skiln- ing á ])vi, hvert nauðsynjamál það er, að vandað sje til valsins i kvikmyndum fyrir börn. — Hverskonar myndir bannið J)jer helstj iÓheppalegar barnamyndir. — Jeg fer alveg eftir vissum Teglurn í því efni, segir frúin. —- En fyrst og fremst er það mín grundvallarregla, að leggja strangt bann við öllum þeim myndum, sem morð, innbrot, rán, vasaþjófnaðir og óknyttir korna fyrir í, því að þær tel jeg skað- legastar óþroskuðum unglingum. Bannið er miðað við 16 ára aldur. Síðan jeg fór að hafa kvik- myndaskoðun á hendi, heldur frú- an áfram, hefi jeg orðið vör við, að því fer svo fjarri, að kvik- myndafjelögin geri sjer grein fyr ir, hvað börnum er holt að sjá og óholt. Cowboy-myndir, myndir með „Litla og Stóra“, og- Gög og Gokke, eru mikið sýndar erlendis, og frekar taldar barnamyndir. Þessar myndir hefi jeg' að mestu leyti bannað — einmitt vegna þess, að í þeim eru þjófnaðir, Lnupi og alskonar óknyttir tíðir, og morð og- rán eru mjög algeng í Cowboymyndunum, sem drengir á þessum aldri hafa verið mjög sólgnir í. En þessar þrjár tegundir kvik- mynda eru orðnar miklu sjald- gæfari hjer nú en áður, og er það fyrir þær sakir, að bíóstjór- arnir, sem hafa hug á því að vinna í samráði við Barnaverud- arnefnd í þessu mál, hafa beðið kvikmyndaf jelög sín hætta að .senda þær hingað. Kvikmyndabannið strang- ara hjer en erlendis. — Er ekki einnig kvikmynda- ' bann fyrir börn innan viss aldurs * erlendis ? — Jú, að vísu. En mjer er ó- hætt að fullyrða, að það er ekki nándar nærri eins strangt og hjer. Að minsta kosti er annað lagt til grundvailar banninu þar en hjer . er gert, eða jeg geri. Hverskonar glæpamyndir ,-ættu . að mínu áliti að vera bannaðar, en margar af þeim myndum, sc.n leyfðar eru fyrir biirn erlendis, finst mjer geta talist til þeirra, þó að þær virðist saklausar. Jeg nefni t. d. ýmsar myndir, sem Shirley Temple leikur í. Slrirley er „stjarna“ barnanna og dáð af öllum. Það þykir sjálfsagt að lofa börnunum að horfa á Shirley Temple, þegar tækifærið gefst. Jeg ætti bágt með að banna börnunum að sjá Shirley-Temple- mynd. En þær eru oft ekki eins heppilegar að efni til fyrir börn og æskilegt væri. Fyrir utan þær þrjár tegundir kvikmynda, sem jegNiefndi áður, banna jeg að jafnaði um fjórða hluta af þeim myndum, sem hing- að koma og leyfðar eru fyrir börn erlendis. Jeg gæti þess líka að banna myndir, þar sem drykkju- skapur sjest og knæpulíf. — Kemur það fyrir, að myndir, sem bannaðar eru börnum erlend- is, eru leyfðar hjer? — Já, það kemur fyrir. Þar virðist mjer börnuin aðallega bannað að sjá myndir, sem eru átakanlegar og alvarlegar. En jeg leyfi oft stórmyndir sögulegs efnis, sem samdar eru eftir fræg- um listaverkum. Jeg tel, að börn, eldri en 12 ára, hafi gott af að sjá þær. Og auðvitað tek jeg og mikið tillit til, hvernig myndirnar eru teknar og færðar í búning. dr. Franz Mlxa svarar í samlali við Morgunblað- ið spurningunni Hvað er „komisk opera“. Sum börn hafa óknyttina eftir. — Eru þess dæmi, að börn hafi beinlínis haft eftir óknytti, sem þau hafa sjeð í kvikmyndahúsi ? — Já, þess eru dæmi. Kennarar hafa sagt mjer, að stundum hefði mátt þekkja úr þau börn dag'inn eftir, sem liefðu verið í bíó o sjeð óheppilega raynd, með ærsl- um og óknyttum, því að þá hefði þau verið að spreyta sig- á því að leika það, ‘-em þau liöfðu sjeð. — En því miður, segir frúin að lokum, — er erfítt að fá góðar barnamyndir. En meðan kvik- myndafjelögin sjálf skilja ekki sitt hlutverk, hvað snertir fram- leiðslu á kvikmyndum, sem sniðn- ar eru við liæfi barna, er hætt við því, að þetta mál ko’mist ekki í verulega viðunandi liorf. \ Súldnila5« hefir hloiifl bestu meðmaii Spikfeitt kjöt af fullorðnu fje. Nautakjöt — Hangikjöt. Versl. Búrfell, Laugaveg 48. Sími 1505. Frumsýmno' operunnar verður á mánudaginn 8. þ. m. Fresta varð frum- sýningunni (sem átti að verða í gærkvöldi) vegna veikinda eins leikarans. I samtali, sem Mbl. átti við dr. Mixa í gær, lýsti hann m. a. hver væru ein- kenni komiskra ópera, og auk þess undirbúningsstarf- inu undir bessa fyrstu óp- erusýninfru á íslandi. — Það er mikið og erfitt verk að æfa óperur, segir dr. Mixa. En það er líka skemtilegt að líta til baka yfir farna leið nú, þegar að frumsýningu er komið. - Hvers vegna varð „Systirin frá Prag-“ fyrir valinu, þegar Hljómsveitin úkvað að efna til ó- perusýningar ? — Já, hvers vegna ekki einmitt Systirin frá Prag“? Þessi ljetta og skemtilega ópera hefir alla þá kosti, sem við gátum liugsað okk- ur: Ljett og dillandi músík, fjör- ugur gangur, sólskin og sumar. úuk þess skoðar Hljómsveitin það hlutverk sitt að kynna almenningi hið besta í tónlist. Hljómleikar hennar eru ekki eins vel sóttir og skyldi, en sýningin, á „Meyja- skemmunni" í hitteðfyrra var með fádæmum vel sótt. Ur því að fólk fæst ekki til að sækja hljóm- leika með hljómsveitinni einni saman, þá er það upplagt mál að flytja hana á annan kærkomnari hátt. — Hvað einkennir helst liinar svonefndu „kómisku óperur“? — Fyrst. og fremst segir nafnið til um það: Kóniísk ópera er ópera um ljett og hlægilegt efni. Að öðru leyti greinast þær í flokka, aðallega eftir þjóðerni, eins og skiljanlegt er, vegna þess að húm- or hinna ýmsu þjóða er með ólík- um hætti. ítölsku „buffo“-óperurnar til komnar á þann einkennilega hátt, að á milli þáttanna í alvar- legu óperunum var byrjað að skjóta inn stuttum, þjettum óperu- köflum, til þess að fyrirbyggja það, að fólki leiddist öll þessi al- vara. Loks rak að því að íarið var að semja lieilar, sjálfstæðar óperur í þessum stíl. Þýska kómíska óperan á sjer nokkuð aðra og styttri sögu. Það þýðir t. d. ekki að telja óperur Mozarts til þýskra ópera, af því að þær eru samdar í ítölskum stíl og með ítölskum texta. Wenzel Muller var einn þeirra, Franz Mixa. „Systirin frá Prag“ til greina, er þið ákváðuð að sýna óperu í Reykjavík ? — Við vorum að hugsa um Lortz- ing, sem samið hefir margar góð- ar óperur. En jeg held að okkur hafi hepnast vel valið, er við að lokum kusum „Systirin frá Prag' A því veltur líka talsvert. Tak- ist þessi fyrsta tilraun vel, munum við reyna að fylg'ja þeim árangri eftir og láta ekki sitja við eina óperu. Takist hún illa — nú, þá er hætt við að þess verði all langt að bíða, að önnur tilraun verði gerð. Textabók. Fyrir óperugesti skal þess get- ið að lokum, að prentuð hefir verið leikskrá og textabæklingur (með texta óperunnar), sem kem ur í bókabúðir nokkrum dög- um fyrir frumsýninguna. Er þetta til liægðarauka fyrir óperugesti. TILMÆLI TIL ÚT- VARPSRÁÐS. I sem varðaði veginn frá söngleik- um (Sangspiele) til kómiskra ópera og A’erður á þann hátt fyrirrennari seinni tíma ó- peruhöfunda, eins og Nicolai og Lortzing. — Komu ekki aðrar óperur en haust, áðúr en vetrardagskrá útvarpsins byrjaði, auglýsti eru útvarpsráðið að venju yfirlit yfir liana og- lofaði þar á meðal, að á þriðjudagskvöldum myndu verða flutt veigamikil tónverk í útvarp- inu. Tónlistarvinir glöddust yfir þessu, nú ættu þeir í vændum að geta að minsta kosti einu sinni í viku haft not af viðtækjum sínum til þess að hlusta á íslensku stöð- ina. Því miður varð minna úr efnd- unum þegar fram í sótti, því síð- an á nýári hafa flest þriðjudags- kvöldin verið tekin til annars og oftast fyrir þessi meira eða minna ömurlegu „kvöld“. Nú vil jes leyfa mjer að fara fram á það við útvarpsráðið, úr því það getur ekki unnað tónlistarvinum eins einasta kvölds í viku, að vera ekki að vekja hjá þeim tálvonir, með þAÚ að vera að lofa því, sem það ætlar sjer ekki að efna. Fyrv. þriðjudagshlustandi. EF þjer viljið gefa konu yðar eða dóttur smekk- lega afmælisgjöf, þá má benda yður á úrvalsljóðin. Af þeim eru komin út 3 bindi: Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thorarensen og Matth. Joehumsson. -— Bæk- ur þessar eru einstæðar í ís- lenskum bókmentum fyrir fegurð og smekklegan frá- gang. Þær eru litlar og nett- ar, bundnar í mjúkt alsltinn og gyltar í sniðum. — Úrval Jónasar er nii nærri uppselt, svo að þeir, sem vilja eiga öll biudin eða gefa þau vinum sínum, ættu ekki að draga það úr þessu. — Hvert bindi kostar 8 krónur. Nolið Plisering. Tökum að okkur að plisera, hullfalda og yfirdekkja hnappa. Fyrsta flokks vjelar osr vmna. M. Arnesen. Vonarstræti 12. Sími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.