Morgunblaðið - 02.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1937, Blaðsíða 7
Þriðjudajfur 2. mars 1937. ALÞINGI. Þingsályktunartillögur ræddar i samein- uðu þingi, Fjórar þingsályktunartillögur voru ræddar í sameinuðu Alþingi í gær, en. í deildum voru engir fundir. Tillögurnar voru: 1. Raforka í Vestmannaeyj- um; flm. Páll Þorbjörnsson. Er þar skorað á stjórnina að láta rannsaka og gera áætlun um hvað kostar Vestmannaeyjar að fá raforku frá Soginu, og enn fremur að koma upp vindafl- stöð í Eyjum. ^ 2. Sjómælingar og rannsóknir fiskimiða; flm. Sig. Kristjáns- on. Hefir tillögu þessari áður verið getið hjer í blaðinu. 3. Fjárhagslegar stuðningur ríkissjóðs við síldarverksmiðj- una á Norðfirði, flm. Jónas Guðmundsson. Er þar forið fram á: 1. Að ríkið gefi eftir 14 þús. kr., sem það hefir orðið að leggja út fyrir verksmiðjuna vegna afborgana á lánum hjá norsku firmá; ríkissjóður var í ábyrgð fyrir láninu. 2. Að ríkið taki að sjer að greiða eftirstöðvar lánsins, 15 þús. kr. 3. Að ríkið taki að sjer að greiða lán verksmiðjunnar hjá Handelsbanken í Khöfn, að upphæð 30 þús. kr. Fjármálaráðherra fanst til- laga þessi óvanaleg. Fyrirtækið, síldarverksmiðjan á Norðfirði ætti ekki fyrir skuldum, og með tillögunni væri í raun og veru farið fram á að bjarga fje ann- ara kreditora á kostnað ríkis- sjóðs. Eðlilegast væri, að hjer yrðu gerð skuldaskil, og jafnt látið ganga yfir alla skuld- 'heimtumenn!. Körpuðu þeir lítið eitt um þetta, flutningsmaður og fjár- málaráðherra. 4. Vamir fyrir sjógangi í Vestm.annaeyjum; flm. Jóhann Jósefsson. Tillögu þessari er lýst á öðrum stað í blaðinu. öllum þessum þingályktunar- tillögum var vísað til fjárveib- inganefndar, til athugunar. Skautasvell er nú ágætt á Aust- urvelli og notuðu margir sjer af því í góða veðrinu í gær. Hljóð- færasláttur er á hverju kvöldi, sem kemur frá gjallarhorni á Landsímahúsby ggingunni. 20" afsláttur á margskonar ágætum Grammofónplötum á meðan birgðir endast. iHlióöfærahúsið !* Með tilvísun til auglýsingar kolaverslananna í Reykjavík, dags. 1. febr., leyfum vjer oss hjermeð að minna viðskiftamenn vora á það, að einungis þeir, sem greiða skuldir sínar að fullu á skrifstofum vorum, eða senda oss greiðslu fyrir lokunartíma fimtudaginn 4. þessa mánaðar, verða aðnjótandi þess afsláttar, er getur um f auglýsingunni. Kolaverslanirnar í Reykjavík. Tilkyiining. Þeir sem óska að flytja vörur til landsins á tímabil- inu frá 1. maí til 1. sept. þ. á., eru beðnir að senda umsókn- ir um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir 25. mars næst- komandi. Gera má ráð fyrir, að umsóknir, sem berast oss síðar, verði ekki teknar til greina. Reykjavík 26. febrúar 1937. GJALDEYRIS- OG INNFLUTNINGSNEFND. He§sian Bindigarn Saumgarn fyrirligfítandi. Olafur Gíslason & Co. hf. Sími 1370. ------ Leikföng. ----------------------- Dúkkur. Bílar. Boltar. Mublur. Byggingakubbar. Kulukassar. Smíða- tól. Skip. Skóflur. Fötur. Úr. Sparibyssur. Myndabækur. Litarkassar. Flugvjelar. Hundar. Hestar. Kanínur. Kettir. Gúmmídúkkur og dýr. Nóaarkir. Hús. Stell. Rólur. Dúkkuvagnar. Sverð. Göhgustafir. Byssur. Taurúllur. Undrakíkir. Lísur. Myndir S. T. Kort S. T. Spil stór ódýr o. m. fl. — Að gleðja barn er einnig að gleðja sjálfan sig. K. Einarsson & RJörnsson.. Bankastræti 11. gn.-. 1 l!ni ' I I ..—... I '|Ó .. !■>■■ ÍI+ frá Iðnaðarmannafjelagi Keflátíkur. Á aðalfu idi fjelagsins 28. febrúar var samþykt, að framvegis skuli öll vinnulaun iðnaðarmanna í Keflavík greiðast á 14 daga fresti annanhvern lauga^dag, nema öðruvísi sje ákveðið með i kriilet. :m sainringi. Fjelagið hefir ákveði ' : v> s+ L fast saman um þessa kröfu, en væntir þess, að nve m sýni naaú þessu þann skiln ing, að til vinnustöðvunar þurfi eigi að koma. STJÓRNIN. Hið hneykslanlega Hall- grímskirkjulíkan. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU Hallgrímskirkja neitt í líkingu við það skrípi, sem þetta líkan, gert eftir teikningum próf. Guð- jóns Samúelssonar, er. Turn þess- arar hugsuðn kirkju lítur út fyr- ir að vera afgangur af Þjóðleik- húsinu, afardigur, hár og klunna- legur, með „hörpustrengjum“, en kirkjan sjálf er lágkúruleg og eins og hún sje að sökkva í jörð. Það er sem turn og kirkjnhús hafi rekist saman rjett af tilviljun. Sagt er, að einhverjir sjeu mjög hrifnir af „hörpustrengjunum“ og telji þá mikla list. En því var þá ekki gert betur og settur grammófónu í turninn, turninn líkist hvort eð er radíógrammófón tæki að útliti. Þá gæti voldugt gjallarhorn útvarpað passíusálm- unum um Hvalfjörðinn. Þetta myndi varla miklu síður í anda Hallgríms Pjeturssonar, en hið hörmulega kirkjuferlíki með hörpustrengjunum einum. Annars líkist líkanið alt gam aldags músagildru. Meiri háttar renniloka er yfir dyragatinu og lítur svo út, sem hún gæti smoll ið niður og lokað þann inni, sem vogaði sjer inn í kirkjuna. Slíka kirkju má hvergi reisa á ís- landi og allra síst sem minn- ingarkirkju Hallgríms Pjeturs- sonar. Forstöðunefnd Hallgrímskirkju- byggingar hefir ekki neina skylðu í því efní, að koma kirkjuhhi upþ fyrir ákveðinn tíma. Nefndin hef- ir gert vel í góðri og ötulli for- stöðu fjársöfnunarinnar. Væi’i óskandi, að hún hjeldi afram að vinna verk sitt vel, með því að sjá um, að kirkja sú, sem reisí verður til minningar um sálma- skáldið ódauðlega Hallgrím Pjet- ursson, verði þannig úr garði gerð, að þjóðin geti samhuga fall- ist á, að sú bygging sje og verði skáldinu samboðin. Trúlofunarhringa fóið þið hjá Sigurþóri, Hafnarstæti 4. Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvænit mál. Úr og klukkur i miklu úrvali. I. O. G. T. ÁRSHÁTÍÐ ST. VERÐANDI verður í G.-T.-húsinu í kvöld og hefst með stuttum fundi kl. 8. — Inntaka nýrra fjelaga. Kl. 9: Árs- hátíðin sett. Skemtiatriði: Ræða: Pjetur Zóphóníasson. Samleikur á guitar og mandólíu: Guðjón Jónsson og frú Anna Pálsdóttir. Upplestur: Bogi Benediktsson. Einsöngur: Einar Markan. Gam- anleikur; Ærsladrósin. Dans, 5 manna hljómsveit. Aðgöngumiðar á kr. 1,50 verða áfeldir í G.-T.- húsinu eftir kl. 4 á þriðjudag, símí 3355. morgunblaðið Dagbók, □ Edda 5937327 = Fyrl. I. 0. 0. F. Rb. 1 Bþ. 86328y2— 0 — III. lengdir í kringum 270 metra. Veðrið í gær (mánudag kl. 17) : Alldjúp lægð að nálgast úr suö- vestri. Vindur er orðinn hvass SA á SV-landi, en norðan lands og austan er stilt og bjart veður með 4—6 stiga frosti. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Allhvass SA. Þíðviðri. Rigning öðru hvoru. Dánarfregn. Matthías Matthías- son í Holti andaðist s.l. snnnudag. Þessa merka manns mun síðar verða getið hjer í hlaðinn. Kvennadeild S. V. í. heldur fund í kvöld í Oddfeliowhúsinu. Dagskrár Alþingis í dag. Ed: Bændaskólar. Nd.: Utvarpsrekst- ur ríkisins; atvinnubótavinna og kensla ungra manna. Eimskip. Gullfoss fór frá Leith í gærkvöldi kl. 6 áleiðis til Vest- mannaeyja. Goðafoss er í Reykja- vík. Brúarfoss var á Sauðárkróki í gær. Dettifoss fór til útlanda í gærkvöldi kl. 10. Lagarfoss er í Leith. SeFoss er á leið til landsins frá Leith. Farþegar með Dettifossi til út- landa í gærkvöldi: Helgi Guð- mundsson bankastjóri, Guðrún Watson með barn, Mr. Ward, Mr. Braun, Mr. Mc Lay, frú Marteinn Einarsson, Mr. Robert Peters, Mr. Pyne, Magnús Gíslason, Einar Sigurðsson, Vilma Burmeister. Betanía. Biblíulestur þriðjud. 2. mars kl. 8y2 síðd. Allir hjartan- lega velkomnir. Háskólafyrirlestrar próf. H. Mosheehs. Próf. Mosbech flytur 4. fyrii’lestur sinn um uppruna guðspjallanna í kvöld kl. 6 í há- íþvólanum. Starfsmannafjelag Reykjavíkur hjelt árshátíð sína s.l. laugardags- kv.öld að Hótel Borg. Hófst skemt unin með borðhaldi og sátu það um 180 manns. Fr. María Maack setti mótið með skörulegri ræðu. Heiðursgestir voru borgarstjóri Pjetur Halldórsson og frú hans. Ræður voru fluttar af þeim Pjetri Halldórssyni borgarstjóra: minni starfsmanna Reykjavíknr. Minni fjelagsins: Nikulás Friðriksson. Minni borgarstjóra. Pjeturs Hall- dórssonar og frúar hans flutti Pjetur Ingimundarson slökkviliðs- stjóri. Minni Reykjavíkur og minni kvenna flutti Jón Jónsson frá Laug. Síðar töluðu Erlingur Pálsson, fr. María Maack og’Jón frá Laug. Skemtnnin fór mjög vel fram og skemtu rnenn sjcr með afbrigðum v6Í til kl. 5. 1 Varðskipið Ægir koni í fyrra- dag með línuveiðarann Ármann, sem strandaði á Bíldudal. Um 200 manns voru á skíðum að Löghergi á sunnudaginn var. Slcíðafæri var frekar liart. Lögregluþjónarnir nýju byrj- uðu á starfi sínu í gærmorgun. Fyrst um sinn munu þeir ekki taka við löggæslustörfum, heldur ganga á lÖgregluskólann. Skátafjelagið Einherjar í ísa- firði sendir 6 manna flokk á slrfða mótið, sem verður í Hveradölum í þessum mánuði. (FÚ). Útvarpið: Þriðjndagur 2. mar*. 8.00 Morgunleikfimi. 8.15 Enskukensla. 8.40 Dönskukefjsla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett 18g. 19.30 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Nýtisku tónlist(Em- il Thoroddsen). 21.00 Húsmæðratími. 21.10 íslenskir tónleikar: a) Út- varpshljómsveitin; b) Einsöng- nr (sjera Garðar Þorsteinsson); c) Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson); d) EinSöngur (sjera Garðar Þorsteinsson); e) Ei-’eiknr á þianó (Emil Thor- oddt, n); ’ f) Útvarpskórinn syngur.1 '•>’ (Dagskrá lokið um kl. 22.30). go g, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.