Morgunblaðið - 02.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1937, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 2. mars 1937. klfxl GU N tí L At' i ' Jfaun&áanue Heimatilbúið fiskfars og friggadellur fæst daglega á Laugaveg 53 B, uppi. Ragna Jónsson. Sími 3197. Sent heim. Nokkrar úrvals gæsir til sölu við góðu verði. Upplýsingar í síma 4688, frá kl. 8—9. Tveir emilleraðir kolaofnar til sölu með tækifærisverði. — Sími 9286. Fóðursíld til sölu hjá B. A. Sæberg, Hafnarfirði, sími 9271. Klæðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig notuð húsgögn upp í viðskifti. Ödýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. Fermingarkjólaefni og eftir- miðdagskjólaefni, mjög falleg. Blátt Cheviot, nærfatasilki, silkiSokkar, verð frá kr. 2.50. UHarkjólaefni, hvítt og mislitt flúnel, tvistar og fleiia. Versl. Guðrúnar Þórðardóttur, Vest- Urgötu 28. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- Urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Svo segir í útvarpsfregn frá London þ. 27. febr. Þessi mánuður, sem nú er að líða, hefir verið einhver hinn vot- viðrasamasti febrúarmánuðvir sem sögur fara af í Englandi. Urkoma í Thamesár-dalnum hefir orðið rúmlega helmingi meiri en venja er til. Vatn er nú kornið í lækjarfar- veg einn, sem venjulega er þur, en það er mál manna, að þegar vatn rennur í lækjarfarvegr þess- um, boði það annaðhvort yfirvof- andi liáska af náttúrunnar völd- um eða styrjöld. T. d. kom vatn í lækjarfarveg þennan skömmu áður en stríðið milda hófst, 1914, og einnig sköminu fyrir Krím-stríðið og Zulua-stríðið. Það er því mikið um þetta fyrirbrigði rætt, meðal þeirra, sem fylgjast með gamalli þjóðtrú. Þá er flóð í Signu, og hefir þetta valdið nokkrum trufl- unum á umferð í París. * yrir Keflvíkinga, sem sátu stjórnmálafundinn, er hald- inn var þar á laugardaginn var, og best þekkja til hvað þar fór fram, er einkar fróðlegt að sjá hvað stjórnarblöðin segja af fundi þessum. Eftir því geta þeir ágæt- lega dæmt um sannleiksgildi ann- ara frásagna í blöðum þessum. Þar stendur m. a. Greinin í Tímadagblaðinu heit- ir: „Fundurinn í Keflavík sýndi vaxandi fylgi stjórnarflokkanna“. — Þeir -voru 11, sem greiddu at- kvæði með stjórnarliðinu af 400 fundarmönnum. Þá segir blaðið, að „meginhluti fundartímans hafi verið áhöld um fylgi stjórnarflokkanna og íhalds- ins, en undir fundarlokin voru liðsmenn Ólafs Thors lieldur fleiri“. Eftir því eiga menn að hafa orðið fráhverfir ríkisstjórninni meðan þeir sátu á fundinum, því fundarmenn sátu kyrrir allan tím- ann. En Alþýðublaðið tekur dýpra í árinni. Þar eru þessir 11, sem at- kvæði greiddu með stjórnarliðum, orðnir að meirihluta fundar- manna. Þar segir: „Ólafur Thors . . . varð í minni hluta(!) Hvernig líst Keflvíkingum á svona frjettamensku? * Anthony Eden brá sjer um dag inn til Monte Carlo. Þar vakti hann mikið umtal og eft- irtekt. Ekki á sama hátt eins og þegar hann heima í Englandi heldur ræðu í þinginu, heldur með hatti þeim, sem hann hafði á höfðinu. _________ f ■■ ___________ Sími 1380. LITU BILSTOÐIN » — * Ópin allan sólarhringinn. Hattur Edens var dökkgrænn að lit, með kantaböndum og nið- urbrettum börðum. Er búist við að þetta verði hin fínasta hatta- tíska næstu missiri. Frönsk blöð hafa skrifað um þetta tískumál. * Meira liafa þó franskir blaða menn skrifað undanfarið uin 73 ára gamla konu, mdm. Fo- quet, er hefir fundið upp sund- föt, er geta lialdið manni á floti í marga daga. Þó uppfinningin sje merkileg, þykir æfisaga kerl- ingar merkilegri. * 1 uppvexti sínum var liún geita- smali. Síðan varð hún eldabuska í París. Hækkaði í tigninni á þeirri þraut og varð t. d. yfir- matselja hjá Sarraut forsætisráð- herra og hershöfðingja Banda- ríkjamanna, Pershing. En er hún hafði sparað saman nokkurt fje, fjekk hún sjer söluvagn til að selja grænmeti á götum úti. Hún hefir fundið upp nýja gerð af fall- hlífum og ýmislegt, er viðkemur f lugv j elaútbúnaði. Námskeið í að sníða og taka mál, og teikna upp úr blöðum kvenna- og barnafatnað, byrj- ar 15. mars. Herdís Maja Brynjólfsdóttir, Laufásveg 2 A, Sími 2460. Hefi opnað aftur saumastof— una og tek á móti efnum til aS sauma úr, kjóla, dragtir og- einnig drengjaföt. Saumastofaifc. Tískan, Lækjargötu 8. — Sími. 4940. Friggbónið fína, er bæjarinsh besta bón. Húsmæður. Hvað er pönmi— fiskur? Kostar aðeins 50 aura^. Bæjarins besta fiskfars 50 aura. Fiskpylsu- ogMatargerð- in, Laugaveg 58, sími 3827. Flöskur, flestar tegundir' Soyu-glös, meðalaglös, whisky- pelar keyptir á Ásvallagötu 27.. 'lMrvruX' ^__________ Otto B. Arnar, löggiltur út— varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Simi 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Hafnarf jörður. Sauma alls— konar kvenfatnað. Sigríður Hansdóttir, Vesturgötu 26,- Hafnarfirði. <Mu&ru&&ir I nýju húsi við miðbæinn tilí leigu 14. maí 2 herbergi og eld- hús. Einnig 2 gtór herbergi í kjallara, góð smíðahús, eða fyr— ir geymslu. Sími 4844. B Auglýsingasímt Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. henni, eins og við á Westend. Gerið þjer svo vel, þetta fengum við frá henni í dag“. Um leið óg hann rjetti Georg kortið, glápti hann með gráðugu, illgirnislegu glotti framan í hann, til þess að vita, hvernig honum yrði við. En Georg, sem stóð með bakið í ljóskerið, neðst á turninum, sagði aðeins stillilega: „Jeg þakka yður fyrir frjettaburðinn, hr. Long- more. Jeg er viss um, að föður mínum þykir vænt um að frjetta af frú Payne og vita, að hún er í góðra manna höndum“. Að svo mæltu beygði hann sig eins og vildi hann segja, að hann væri búinn að dvelja nógu lengi, og gekk inn. Hann heyrði að Walther sló í hestinn, sem kiptist við og hentist af stað niður trjágöngin. Georg fór beina leið upp í herbergi sitt, sem lá beint fyrir ofan herbergi föður hans. Þar gekk hann fram og aftur um gólf í fleiri klukkutíma. Walther hafði náð tilgangi sínum. Hann var ekki einn um að tæma bikar vonleysis og afbrýðissemi þessa nótt. Morguninn eftir kom Georg niður að morgunverð- arborðinu og drakk te með föður sínum, eins og venjulega, og ekkért óvenjulegt var að sjá í svip hans eða andliti. Hina djúpu hrukku á milli augnanna hafði hann haft síðasta árið. Sir James þóttist viss um, að það væri trúlofun Elísabetar og sorgin yfir hvarfi hennar, sem hafði orsakað hana, en hann hafði aldrei nefnt Elísabetu eða burtför hennar á nafn við hann. Hann Ijet heldur ekki neitt á neinu bera í dag, þó að hann væri áhyggjufullur út af syni sínum og hefði heyrt hann ganga um gólf fram undir morgun. En nú, þegar Georg sagði honum frá því, með uppgerðar rósemi, að Elísabet væri gift amerískum lækni í New York, og að Walther hefði komið til þess að segja frá því kvöldið áður, þá skildi hann andvökunótt Georgs, og hversvegna Walther hefði sjálfur viljað færa hon- uin þessa frjett. Hann skildi líka vel, hve Georg hafði liðið í sínu særða hjarta altaf síðan trúlofun þeirra Elísabetar og Walthers var opinberuð. Sir James hafði margsinnis krept hnefann í magn- lausri bræði yfir því, hve Walther hafði óskiljanlega mikið vald yfir öllum á Westend. En liann hafði ald- rei sagt neitt, til þess að særa ekki tilfinningar sonar síns. Jane skildi undireins, á sama augabragði og hún sá kortið, með hinu nýja eftirnafni Elísabetar, að hún hafði haft. hana fyrir rangri sök. Hún sá það alt í einu ljóst, að það var misskilningur, að Elísabet hefði ætlað að ræna Walther frá henni með peningavaldi sínu. En hvað hún hafði verið einföld! Hún, sem oft hafði heyrt þjónustufólkið tala um og furða sig á, hve trú- lofun Blísabetar og Walthers væri einkennileg og hvað þau væru lítið innileg hvort við annað að sjá. Og henni hafði líka komið það einkennilega fyrir sjón- ir, að Elísabet skyldi vilja fara svona langt í burtu, þegar hún var rjett nýlega trúlofuð. Svo var hvarf hennar og ferð Walthers á eftir henni, og geðvonska hans eftir að hann kom aftur. Hann hafði látið hana bitna á vinnufólkinu, svo að öllum var orðið illa við hann. Veslings Elísabet, hugsaði Jane, sem átti erfitt með að átta sig á hvernig á þessu gæti staðið. En alt í einu rann upp fyrir henni Ijós og hún skildi, hvernig í öllu lá. Brjefið, sem Walther hafði skrifað henni! Elísabet hafði líka lesið það og vissi innihald þess. Walther hafði auðvitað beitt valdi, til þess að fá liana til þess að trúlofast sjer, og síðan hafði hún flúið af landi burt, svo að hún kæmist hjá því að giftast honum. » Jane hafði skjalaböggulinn enn í fórum sínum. Einu sinni hafði hún opnað hann, til þess að grensl- ast eftir, hvað hann hefði að geyma, en hún hafði ekkii fundið annað en eyðublöð og kvittanir, sem hún botn- aði lítið í og sá ekkert hættulegt við. En þó vissi hún,. að þetta voru skjölin, sem Elísabet var hrædd við ogr hjelt að Walther hefði. Annars hefði Walther ekki far- ið að reyna að ræna þeim frá henni kvöldið góða, þeg— ar uppskeruhátíðin var. Það var blátt áfram liræðilegt til þess að hugsa, að- einn skjalaþöggull skyldi geta gert Elísabetu land- flótta. En nú kom hún sennilega heim innan skamms- með manni sínum, og þá ætlaði hún strax að aflienda henni skjölin. Kæmi hiin ekki heim — ef til vill þorði. liún það ekki af ótta við Walther — gat hún reynt að fá heim— ilisfang hennar og sent henni þau. Það var bæði synd og skömm hve hún liafði altaf' haft Elísabetu fyrir rangri sök, þessa indælu stúlku, sem hafði altaf viljað henni vel. Daginn eftir veisluna var Jane að þvo silfurborð- búnað í eldhúsinu. Ilún hafði lofað Miss Tylor að hjálpa henni eitthvað daglega, meðan gestirnir væru. Hurðin inn í borðstofuna stóð opin upp á hálfa gátt og Jane heyrði einhvern koma inn í stofúna úr and- dyrinu. Hún vissi strax, að það myndi vera Walther. Hann gekk að skápborðinu og fjekk sjer vatn að drekka. Þegar hann heyrði, að einhver var frammi í eldhúsinu, gægðist hann inn um dyragættina. „Ert það þú, Jane“, sagði hann og stje ínn fyrir þrepskjöldinn. „Já“, sagði Jane qg. hjelt áfram verki sínu eins og ekkert hefði í skorist, en hjarta hennar sló örara, er hann ávarpaði hana í þessum vingjarnlega róm. „Þú sást dálítið í gær, Jane, sem þú áttir eiginlega ekki að sjá. Sir David vill halda þessu leyndu. Þú hef- ir líklega ekki minst á það við neinn?“ „Nei, það hefi jeg ekki gert. En hversvegna má ekki minnast á það? Ætlar frú Elísabet kannske að koiria- hingað í heýnsókn með manni sírium ?“ ■ ~t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.