Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 3
Miðvikudagiir 3. mars 1937, MORGUNBLAÐIÐ 3 Frjettaflutningur útvarpsins skipulagður áróður í þágu rauðliða. Jafnvel barnatímarnir fá ekki að vera í friði. Frá umræðum á Alþingi i gær. Miklar umræður urðu í neðri deild í gær . um frjetta- og fræðslustarfsemi Rík- . isútvarpsins, í sambandi við frum- varp Sjálfstæðismanna um breyting á útvarps- lögunum. En eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, gengur frumvarp Sjálfstæðismanna út á það, að auka valdsvið útvarpsráðs, og jafnframt að breyta til um val í ráðið, þannig, að útvarpsnot- endur kjósi 4, en sameinað Alþingi 3 fulltrúa í útvarpsráð Skátaliöfðinginn Sir Baden Powell heilsar upp á nokkra fulltrúa frá skátum, sem voru saman komnir til að hylla liinn vinsæla höfð- ingja sinn í tilefni af 80 ára afmæli hans 22. febrúar s.l. Þjúfar staDnir að vsrki. Fleiri dragast inn í þjófnaðar- mál sendi- sveinsins. Helgi Magnússon kaup- maður greip þjóf í gær, sem var að gera tilraun til að brjótast inn í hús hans við Bankastræti 7. Þjófarnir vorn tveir unglingar, sem höfðu farið inn í húsið bak- dyramegin, frá Ingólfsstræti. Voru þeir búnir að dirka upp hurðir að tveimur herbergjum, er þeirra varð vart. Unglingarnir, sem báðir hafa áður lent í þjófnaðarmálum, ját- uðu strax hrot sitt. Fleiri dragast inn í hylmingarmálið. Við frekari rannsólm í máli sendisveinsins, sem stal í verslun- inni, er hann vann í, og seldi síð- an kaupmanni í bænum og bíl- stjóra einum, hafa fleiri kurl kom ið til grafar. Sannast hefir, að Benóný Benó- nýsson kaupmaður hefir einnig keypt stolnar vörur af sendisvein- inum. Þá hefir einnig komið í ljós, við frekari rannsókn málsins, að Þórð ur á Hjalla hefir fengið talsvert meira af stolnum vörum en ætl- að var í fyrstu. Fulltrúafundur norð- lenskra utvegsmanna á Akureyri. Áskoranir til Alþing- is urn hagsmunamál útvegsins. Akureyri, þriðjudag. ulltrúafundur útgerðar- manna í Norðlendinga- fjórðungi hófst s.l. föstudag á Akureyri og var lokið í dag. Fundurinn samþykti að skoranir á Alþingi að fella frum- varp um skyldutrygging vjel- báta; afnema útflutningstolla af sjávarafurðum; segja upp norsku samningunum; auka landhelgisgæslu Norðanlands og flýta byggingu varðbáta. Eing- ig skoraði fundurinn á Alþingi að samþykkja frumvarp um vinnudeilur og frumvarpið um Fiskveiðisjóð. Kn. Matreiðslnnámskeið frk. Helgu Thorlac , sem staðið hefir yfir undanfa. .o, er nú lokið. Næsta námskeið hefst n.k. fimtudag í Kirkjustræti 12 og verður þá kent að búa til fjallagrasakonfekt og f jallagrasa-„cocktail“. Tpplýsin ar um námskeiðin má lá daglega í Kirkjustræti 1 , ’rá kl. 11 f.h.— 2 e. h. Fyrst talaði Thor Thors, en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann gerði grein fyrir breytingunum í fám orð- um, og gat í því sambandi þeirrar óánægju sem ríkti um frjetta'flutning og fræðslustarf- semi útvarpsins. Taldi rjett að útvarpsnotendur rjeðu mestu um starfsemina, því þeir bæru kostnaðinn. Har. Guðmundsson kvaðst ekki vita að nein óánægja ríkti um -frjettaflutning útvarpsins, engar kvartanir hefðu til hans borist í þá átt. Engri átt nær, sagði ráðherrann, að svifta ráð- herra valdi til að skipa einn mnnn í útvarpsráð, því að enda þótt útvarpsnotendur bæru uppi reksturihn hefði þó ríkið lagt fram stofnkostnaðinn. Gísli Sveinsson: Þótt breyting þessi yrði gerð á útvarpslögun- um, er langt frá því að ríkis- valdið sje gert áhrifalaust í út- varpinu. Ríkisstjórnin ræður út- varpsstjóra, sem er fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar; hún ræður og aðra fasta starfs- menn. Útvarpsráðið er engin framkvæmdastjórn stofnunar- ánnar; það er annars eðlis; það sjer um þá hlið starfseminnar, sem snýr að hlustendum, og því eðlilegast að þeir ráði þar mestu sjálfir. Atvinnumálaráðherra kveðst ekki vita um neina óánægju sei. ríki um frjettaflutning og fræ'ðslustarfsemi útvarpsins, og segir að engar kvartanir hafi til hans borist. Það er nú ekki líklegt, að hinir óánægju kvarti til ráð- herrans, því að alkunna er, að útvarpið er notað í þágu flokks ráðherrans og hinna rauðu flokka. Það myndi því lítið gagna að senda kvartanir til ráðherrans. En óánægjan er engu að síður mjög mikil. Jeg hefi verið að vona, að þetta myndi lagast að sjálfu sjer. En menn losna aldrei við óánægjuna meðan frjettamenn- irnir eru ekki upp úr því raxnir, að láta í ljósi persónulega skoð- un á því, sem þeir eru að flytja í útvarpið. * Fram til þessa voru umræður hógværar og þinglegar á allan hátt. En nú kom „vitlausi mað- urinn í skutnum“ (Sig. Einars- son) fram á sjónarsviðið, og var sýnilega svo reiður, að hann vissi ekki hvað hann sagði. Mik- ill hluti af skammavaðli hans var til Morgunblaðsins og Val- týs Stefánssonar ritstjóra per- sónulega. Varð forseti (Jör. Br.) að víta Sigurð fyrir hans óþinglegu framkomu, bæði undir ,,ræðunni“ og eins n:eo áminningu á eftir. Þegar „vitlausi maðurinn í skutnum“ hafði lokið sínum reiðilestri, hjelt Gísli Sveinsson langa og snjalla ádeiluræðu yf- ir S. E. og hans starfsemi við útvarpið, m. m. G. Sv. hóf mál sitt með því, að benda á manninn, sem ætti að gæta hlutleysisins í frjetta- flutningi útvarpsins. Eftir að hafa heyrt ræðu S. E. gætu þingmenn sannfærst um hvern- ig frjettaforstjóri útvSrpsins væri. Rakti G. Sv. svo í stórum dráttum sögu útvarpsins, hvern- ig val starfsmannanna hefði verið flokksleg frá upphafi. — Starfsemin hefði verið í sam- ræmi við það; sjerstaklega væri hlutdrægnin áberandi í sam- bandi við frjettaflutninginn, að dómi margra hlustenda. — Hann minti á, að þeir hefðu verið tveir við erlendu frjett- irnar. Svo hefði annar verið lát- inn fara, vegna þess að allir voru ánægðir með hans starf. Hinn, sem menn töldu hlut- drægan, fekk öll ráðin! G. Sv. nefndi mörg dæmi um hlutdrægni S. E„ einkum í yfir- litserindum frá útlöndum. sem ættu að heita fræðsluerindi. — Hann minti á erindin um borg- FRAMH. Á SJÖUNDU SS)U. Afli Keflvlkinga er nú meiri en i fyrra. Fiskafli Kefivíkinga var þann 1. mars 3108 skippund, en var 2522 skippund á sama tíma í fyrra. 318 tonn af þurfiski frá fyrra ári eru enn í Keflavík. Einn bátur frá Njarðvíkum lagði þorskanet í fyrradag, en fjekk aðeins 13 fiska. UPPELDISHEIMILI FYRIR VANGÆF BÖRN OG UNGLINGA. Frú Guðrún Lárusdóttir flytur frumvarp í efri deild um uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga. Vill hún svo fljótt sem unt er að ríkis reisi tvö slík heimili, annað fyrir pilta og hitt fyrir stúlkur. En „vangæf“ teljast þau börn og unglingar, sem eru svo siðferðislega vanþroska, að þau brjóta hegningarlögin, sýna víta- verða ósiðsemi eða eru svo ódæl heima fyrir, að aðstandendur og kennarar ráða ekki við þau. Á þinginu 1935 samþykti efri deild þingsályktunartillögu, þar sem skorað var á stjórnina að undirbúa slíka löggjöf, en þar sem ekkert hefir heyrst frá stjórn- inni síðan, ber frú Gnðrún frum- varp þetta fram. Rttrœður höfðingi hyltur. EIÐIÐ í YESTMANNA- EYJUM. • ’•1,!" Tl’ ' ' -' . ' Johann Jósefsson flyt.ur svo- hljóðandi tillögn í sameinuðu þingi: „SafneiUað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera þeg- ar á næsta slímri' ráðstafanir til þess, að girt verði fyrir frekari skemdir af sjávargangi en þegar eru orðnar á granda þeim —• Eiði —, er skýlir Vestmannaeyjahöfn að norðanverðu“. í greinargerð segir: Hin síðari ár hefir þótt talsvert á því bera, að Eiðið í Vestmanna- eyjum væri að lækka vegna á- gangs sjávar. Áður fyrri þóttu það hin inéstu tíðindi, ef sjór „gekk yfir Eiðið“, sem kallað er, en nú skeður slíkt alloft, og þykir það meðal annars benda á, að Eiðið hafi lækkað að mun. Höfn- inni er vitaskuld hin mesta hætta búin, ef Eiðið lækkar enn til muná, og þykir því nauðsyn bera til, að reynt sje að girða fyrir það í tíma, að landíð brotni þarna meira en orðið er. Alt larid er þarna ríltiseign, eins og kurinugt er, og virðist einsætt, að ríkið verði að verja þessa eign sína skemdum fyrir ágangi af völdum náttúru,aflanna. Þáltill. þessi er borin fram í samræmi við yfirlýstan vilja kjós- enda í Vestmannaeyjum á þing- málafundi í januarmánuði síðastl. Telja má lildegt, að nauðsyn- legar umbætur megi gera á þess- um stað án þess að kaupa til þeirra annað útlent efni en stein- lím, en allur annar kostnaður yTði fólginn í vinnulaunum við fram- kvæmd verksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.