Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. mars 1937, Frjettaflutningur útvarpsins. PRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. arastyrjöldina á Spáni, um biskupinn, sem átti að vera margdrepinn, en lifði þó enn þá(!) (Líklega er biskupinn svona ofarlega í S. E. — hlát- ur), I einu „frseðslu“-erindinu hefði S. E. sagt um einræðis- ríkin (Itali og Þjóðverja), að þau fölsuðu staðreyndir og heimildir og ætluðu sjer að ráða niðurlögum smáþjóðanna, ekki aðallega með vopnum, heldur með viðskiftasamningum, eins og okkur íslendinga! Myndu svona ummæli frá ríkisstofnun bæta okkar aðstöðu til samn- inga hjá þessum þjóðum?, spurði G. Sv. Mörg fleiri dæmi nefndi G. Sv. Hann benti einnig á að aðra starfsmenn útvarpsins henti það að misnota sitt starf, og væri líkast því sem þeir álitu að svona ætti það að vera. Hann benti á „erindi“ aðstoðar frjettaþuls útvarpsins, sem hefðu verið áberandi hlut- dræg um Spánarstyrjöldina. Jafnvel barnatími útvarpsins fær ekki að vera í friði fyrir þessum áróðri rauðliða, sagði G. Sv. Þar hefir ein kommún- istafrú verið að lesa upp kjána- lega sögu, sem eftir því sem sjeð verður eingöngu er gert til þess að níða vissa stjett hjer innanlands. Þar var sagt frá telpu, sem komið var fyrir hjá togaraskipstjórafrú í Reykjavík •— tífí öll lýsingin gekk út á að svívirða heimili ^og^ra^skipstjór- ans. G. Sv. kvaðst ekki skilja hvaða erindi slíkt ætti til barn- anna, nema þá það að koma því inn hjá hlustendum (börnun- um), að heimili togaraskip- stjóra væru sjerstaklega var- hugaverð. Þá nefndi G. Sv. nokkur dæmi um hlutdrægni í flutningi innlendra frjetta útvai’psins. Einnig benti hann á, að nú væri einn starfsmaður útvarps- ráðs, Jón Eyþórsson farinn að iðka þessa sömu starfsemi, í er- indum „Um daginn og veginn“, sem hann flyttí vikulega, og að því er sagt væri á ábyrgð út- varpsráðs. Þessi pólitíska áróð- ursstarfsemi útvarpsins virtist þannig vera skipulögð. Margir fleiri tóku til máls, m. a. Gunnar Thoroddsen, Ey- steinn Jónsson, Sigurður Kristj- ánsson, Hjeðinn Valdimarsson og Jóhann Jósefsson. Fresta varð umræðunni og heldur hún áfram í dag. Til Keflavíkur kom í gær flutn- ingaskipið Vilina með 1200 tonn af salti til Sandgerðinga og Kefl- víkinga. Frosí^ kjöt cí fullorðnu á 50 aura í frampörtum og 60 aura í lærum pr. Vi kg. Jóhannes ióh^nnbjon, Grundarstíe 2. Sími 4131, Qagbófc, I. O. O. F. 118236 Spilakvöld. Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17) : Kyrt veður um alt land og víðast bjart. Hiti 1—2 stig við SV- og V-ströndina, annars er frost víð- ast 1—6 stig (9 stig á Akureyri). Ný lægð er að nálgast S-Græn- land, svo að ef til vill herðir held- ur á SA-átt hjer suðvestanlands annað kvöld. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hæg SA-átt fyrst, en vaxandi með kvöldinu. Úrkomulaust. Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni í kvöld kl. 9. Sjera Bjarni Jónsson prjedikar. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt tilmæl- um útvarpsins er guðsþjónustu- tíminn í kvöld kl. 9. Föstuguðsþjónusta verður í Frí- kirkjunni í kvöld kl. 8V2. Sr. Árni Sigurðsson. Hafnarstjóri skýrði frá því á síðasta fundi hafnarstjórnar, að vegna skuldaskifta h.f. Sandgerði við höfnina væri húseign fjelags- ins við Tryggvagötu nú orðin eign hafnarinnar. Háskólafyrirlestrar á sænsku. Sænski sendikennarinn, lic. Sven Jansson, flytur í kvöld kl. 8 fyr- irlestur nm sænska skáldið Birger Sjöberg. Fyrirlesturinn verður fluttur í háskólanum. Skógarmenn K. F. U. M. halda mars-fund sinn x lrvöld, miðviku- dag kl. 8y2 í hinu nýja húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Jón Axel fær meira frí. Hafn- arstjórn samþykti nýlega á fundi sínum að framlengja frí Jóns Ax- els Pjeturssonar, frá hafnsögu- mannsstörfum, um eitt ár frá 1. mars að telja. Bæjarstjómarfundur verður haldiun í Kaupþingssalnum á morgun kL a..Nín mál eru á dag- skrá, aðallega fundargerðir fastra nefnda. Skemtifund heldur glímufjel- Ármann í Alþýðuhúsinu við Hverf isgötu í kvöld og hefst kl. 9. Að- eins fyrir fjelagsfólk. Verslanarmannafjelag Reykja- víkur hefir bókaútlán í Kaup- þingssalnurn í kvöld kl. 8%. Nýr viti í Engey. Vitamála- stjóri hefir látið gera teikningu af nýjum vita í Engey. Var teikn- ing þessi lögð fyrir fund hafnar- stjórnar nýlega og samþykti hafn- arstjórn teikninguna fyrir sitt ' leyti. Afli hefir verið nokkur í ísa- .íjfj,rðardjúpi undanfarið, og góð- ur þegar .djúpt hefir gefið. M.t, Dronning Alexandrine fer í h /öíd kl. 8 til Kaup- maunahafnar (um Vest- mannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi í dag. Fylg1'1 jef yfir vörur komi fyrir hádegi í dag. kipaaígr. Jss Zimsen Try^^vagötu. — Sími 3025. Mesti góðviðrisdagur, sem kom- ið hefir á vetrinum, var í gær. Heiðskírt var og skein sólin mest allan daginn, og þó hún sje enn nokkpð lágt á lofti, mátti á bæj- arbúum sjá, að hún var þeim kær komip. Barnavagnar, senl ekki hafa sjest nema endrum og eins undanfarið, voru í gær algeng sjón á öllum götum. í nágrenni bæjarins var fólk á skemtigöngu. Af ufsaveiðum komu í gær- morgun Andri og Hafsteinn. B.v. Hannes ráðherra kom frá Englandi í gær. B.v. Hávarður ísfirðingur er ný- kominn til Isafjarðar frá Eng- landi. Skipið er hætt veiðum um tíma. 135 atvinnuleysingjar eru nú á ísafirði, samkv. skýrslu vinnu- miðlunarskrifstofunnar þar. Vjelbátaábyrgðarfjelag ísfirð- inga hjelt aðalfund 28. febrúar. Tryggingarupphæð ársins var 800 þúsund krónur. Sjótjón greidd úr fjelagssjóði námu á árinu 22 þús. krónum. Stjórn fjelagsins var endurkosin. Sundlaugamar. Byrjað er nú á viðbótarbyggingu við Sundlaug- arnar. Er búist við að hún geti farið þannig fram, að ekki þurfi að loka Sundlaugunum vegna við gerðarinnar, nema þá um örstutt- an tíma. Fjöldi manns nótaði góða veðrið í gær til að fara í Laug- arriar. Enda er nú sá tími kom- inn, að fólk fer að sækja þær al- Hjálpræðisherinn. Á miðviku- dag og fimtudag verður hinn ár- legi Bazar haldinn. Á miðviku- dagskvöldið annast systurnar við flokkinn um „prógrammið", sem verður fjölbreytt: Söngur, hljóð- færasláttur og upplestur. Einnig verða veitingar og númeraborð með mörgum góðum munum. Deildarstjórinn verður viðstödd. Á fimtudag er „Bræðrakvöld", og verður efnisskrá einnig fjölbreytt það kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir bæði kvöldin. Aðgöngu miðar verða seldir fyrirfram. Fyrir Keflvíkinga. Dagblað Tímamanna birti enn í gær langa frásögn af Keflavíkurfundinum — eða öllu heldur fundunum. Því nú eru þeir orðnir tveir(!) Kefl- víltingur einn, sem sá blaðið — aldrei þessu vant, því það er sjald sjeð þar um slóðir, komst þann- ig að orði, að í allri frásögn Tíma- blaðsins væri ekkert orð satt. Frá- sögnin er 500—600 orð. ÍJtvarpið: Miðvikudagur 3. man. 20.30 Erindi: Atvinnumál, III: Iðnaður (Emil Jónsson alþing- ism.). 21.00 Föstumessa í Dómkirkjunni (sjera Bjarni Jónsson). 22.00 Tríó Tónlistarskólans leik- ur (til kl. 22.30). 19.20 Erindi: Deildartunguveik- in (Sigurður Hlíðar dýralækn- ir). 19.40 Þingfrjettir. ment. O Timburverslun • P. W. Jaeobsen & Sfin. ! Stofnuð 1824. | Símnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn O. £ Selur timbur í stærri 0g smærri sendingum frá Kaup- | mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila ^ skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár. m 1 Hið íslenska fornriiafjelag. Grettis saga Verð: Hvert bindi: Heft kr. 9,00. í skinnbandi kr. 15,00. Eyrbyggja saga Laxdæla saga Egils saga Kaupið fornritin jafnóðum og þau koma út. Fást hjá bóksölum. Aðalútsala í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34. Rúðugler. Útvegum allar tegundir af rúðugleri frá Belgíu eða Þýskalandi. Eggert Kristjánsson 5 Co. Sími 1400. SYKUR. Ennþá get jeg gert hagkvæmustu innkaupin fyrir yður út á Cuba-leyfi. 5ig. £" Skjalöberg, (HeUdsalan). Munið næst Tannpasta. Fæst alsfaðar. Hótel Borg. Allir salirnir opnir í kvöld. B. Monshin, fiðlusóló: Torna Sorriento. „Boðafoss(c fer vestur og norður á fimtudagskvöld (4. mars). Fer 15. mars til útlanda. Nýtísku steinhús, 2—3 íbúðir, óskast til kaups strax. Útborgun 10—15 þús. kr. Tilboð auðkent „Vandað hús“ sendist Moi’gunblaðinu fyrir 10. þ. m. Söngfjelagið Heimir bætir við sig sópran og tenor röddum nú þegar. — Upp- lýsingar gefur Jón Guðmundsson. Sími 3336. Þorskalýsi kaldhreinsað nr. 1 í heilum og hálfum flöskum. VERSLUN BJÖRNS JÓNSSONAR Vesturg. 28. Sími 3594.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.