Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. mars 1937. mORGUNBLAÐIÐ 7 Happdrætti Háskóla lslands. Fjöldi viðskiítamanna happdrættisins fer sívaxandi i Reykjavík og Kafnarfirði seldust: % ' - t "VíN** ' Árið 1034 30 600 <|4 miðar — 1935 42 250 - .. 1036 43 200 . Happdrætiið er ágæt kreppuráðstófun. Tryggii) yður miða í tæka tíð, Hjól hamingjunnar veltur ÍO. mar§ og síðan ÍO. liwers mánaðar og úthlutar á árinu: einni miljón og fimmtíu þúsund krónum. Framhald VERKFALL HÚS- GAGNASVEINA. "appkast með mjög miklum breyt- ingum frá eldri samningum og ljet þess um leið getið, að ekki væri annað eftir fyrir samninga- nefnd meistarafjelagsins, en að undirskrifa þá. Samkomulag náð- ist að sjálfsögðu ekki á þessum fundi. Boðaði meistarafjelagið þá til annars fundar síðastliðinn laug nrdag, og mætti nefnd sveinafje- lagsins, en gekk af fundi eftir 15 mínútur, og má nokkuð af því marka áhuga nefndarmanna sveinafjelagsins fyrir samkomu- lagi milli fjelaganna. Kröfur þær, sem sveinafjelagið gerir nú, eru: 8 stunda vinnudag- ur með dagkaupi, sem skuli vera kið- sama og áður hefir veiúð greitt fyrir 10 stunda vinnu. Reiknað skuli vikukaup í stað tímakaups, sem nú gildir, og kaup greitt fyr- ir alla helgidaga og frídaga, hækk að kaup fyrir styttri vinnu en -eina viku í senn, auk annara smærri atriða. Meistarafjelagið hefir gert at- huganir um hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa á söluverð á húsgögnum og komist að þeirri niðurstöðu, að framannefndar kröfur sveinafjelagsins mundu leiða af sjer 12—15% hækkun. Auk þess hefir efni til húsgagna- gerðar hækkað mjög á síðustu mánuðum, svo að samanlögð hækk un mundi naumast verða minni en 20%. Húsgagnameistarafjelag Reykja- víkur lítur svo á, og hefir enda næga reynslu fyrir því, að kaup- af 4. síðu. geta almennings sje ekki svo mik- il nú, sem stendur, að hún þoli slíka hækkun, og hefir því ekki sjeð sjer fært að verða við ofan- greindum kröfum sveinaf jelags- ins. Ástæðulausum og órökstuddum persónulegum illyrðum og rógi A1 þýðublaðsins á einstaka meðlimi þess, sjer fjelagið ekki ástæðu til að svara að sinni. Reykjavík, 2. mars 1937. Friðrik iÞorsteinsson form. Kristján Ólafsson gjaldkeri. SLYS A V ARN AF JELAG ÍSLANDS. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. þetta mál og tóku til máls Sigur- jón A. Ólafsson, Þorgrímur Sveins son, Magnús Sigurðsson, Magnús Kjartansson, Sigurður Ólafsson, Guðrún Jónasson, Guðbjartur Ól- afsson, Guðm. Þórarinsson, Geir Sigurðsson, Guðrúu Brynjólfsdótt- ir, Jónína Jónatansdóttir, Stein- berg Jónsson, Pjetur Sigurðsson, Guðlaugur Einarsson og Jón Þor- varðarson. Eftir nokkrar nmrsfeð- ur, sem flestar hnigu að því að mæla með starfseminni, var svo- hljóðandi tillaga borin upp frá f jelagsstjórninui: „Aðalfundur Slysavarnafjela>gs íslands samþykkir að auka starf- semi fjelagsins með því að þeita sjer fyrir slysavörnum á landi með allskonar fræðslu og leiðhein- ingum fyrir almenning til að forð- ast margskonar hættur og koma í veg fyrir þær. Til þess að annast þessar framkvæmdir er stjórninni falið að ráða starfs- mann. . Fjárhagslegur kostnaður og tekjuöflun þessarar starfsemi sje aðgreint frá hinni fyrri starfsemi fjelagsins. Að öðru leyti er stjórninni falið að hafa umsjón með þessu starfi Og setja í fástar skorður skipulag þess eftir sömu reglum og gildir um aðra starfsemi fjelagsins“. Að umræðum loknum var tillag- an borin upp og samþykt í einu hljóði. Þá kom fram svohljóðandi til- laga frá erindreka fjelagsins, Jóni E. Bergsveinssyni: „Fundurinn þakkar kærlega út- gerðarmönnum, skipstjórum og skipshöfnum á togurum og öðrum skipum, fyrir þá miklu hjálp og aðstoð er þeir hafa veitt Slysa- varnafjelagi íslands á árinu, við leit að hátum og upplýsingar um háta sem auglýst hefir verið eftir í Ríkisútvarpinu o. fl.“. Tillagan var samþykt í einu hljóði. SMJÖRKAUP BÆJAR- ÚTGERÐARINNAR í HAFNARFIRÐI. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. mátsveiiísins á skipinu og frá- sögn forstjóra Bæjarútgerðar- innar, mismunurinn er 325 kilo af herragarðssmjöri. Það er ekki hlutverk Morgun- blaðsins að finna þessi 325 kilo af herragarðssmjöri. En hins- vegar má benda á, að það mun vera óvanalegt ef ekki eins- dæmi, að einn togari kaupi 750 kilo af smjöri til eigin þarfa. Dánarfregii. Charies Mauritsen stórkaupm. í Leith andaðist 1. þ. m. Hann var danskur að ætt, en kom ungur til Bretlands, var fyrst lengi í þjónustu L. Zöllners í New-Castle og varð fulltrúi hans á þeim árum, er Zöllner rak mikla verslun við ísland sem um- boðsmaður kaupfjelaganna. Þá tók Mauritzsen ástfóstri við ís- land og íslendinga, og er hann fór frá Zöllner og stofnsetti um- boðs- og heildverslun sína um aldamótin í Leith, hóf hann þeg- ar mikil viðskifti við íslendinga, er hjeldust óslitið fram yfir ófrið- inn mikla, lánaði hann mörgum stórfje ár eftir ár og lauk mörg- um þeim viðskiftum svo, því mið- ur, er verslunarhrunið kom að ó- friðnum mikla loknum, að Mau- ritzen tapaði stórfje á íslandi. Úr því rak hann nálega eiúgöngu um boðsverslun á íslandi, er þó ald- rei varð neitt svipuð að verslun- arumsetningu og áður. En versl- unarliöftin höfðu nú lokað þeim viðskiftum að mestu. Charles Mauritzeu var fölskva- laus vinur íslands og á hið höfð- inglega heimili hans í útjaðri Ed- inborgar voru allir þeir Islending ar velkomnir, er að garði báru. Hann var höfðingi í lund og gest. risinn, svo sem hest mátti vera, á gamla norræna vísu. Kona hans var bresk, og mun nú elsti sonur þeirra taka við forstöðu verslun- arinnar. Mauritzen var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar. J. St. GAMLA BÍÓ. Tarzan strýkur. GAMLA BÍÓ hefir fengið nokkrar kvikmyndir, sem enn hafa ekki verið sýndar á Norðurlöndum. Síðasta myndin var „Mannorð hennar í hættu“, og í kvöld sýnir Gamla Bíó eina slíka mynd — „Tarzan strýkur". Þegar Tarzan-sögurnar voru sýndar á íslensku, voru þær lesn- ar með miklum áhuga, og þær Tarzan-kvikmyndir, sem hjer hafa verið sýndar, hafa hlotið miklar vinsældir, e,n þó sjerstaklega eft- ir að farið var að taka Tarzan- kvikmyndir með sundkappanum heimsfræga, Johnny Weissmiiller, Efnið <>r í stuttu máli þetta: Frændsystkini Jane, konu Tarz- an, koma til Afríku til að leita hana uppi vegna arfs, sem Jane hefir hlotnast. Veiðimaður einn, sem frændsystkinin hitta í Af- ríku, hýðst til að fylgja þeim inn í frumskóginn til að leita uppi Tarzan og Jane. í frumskóginum lenda þau í ýmsum hættum, en Tarzan bjargar þeim jafnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.