Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 8
8 fa u R G U N tí L, A t> i ' Miðvikudaffur 3. mars 193T. Barnavagn til sölu. Frakka- stíg 26. Úrval af nýtísku kvenblásum í mörgum litum. Nokkrir kjólar og pils seljast fyrir mjög lítið verð. Sendum út á land gegn póstkröfu. Saumastofan Uppsöl- um. Aðalstræti 18. Simi 2744. Hildu* Sivertsen. Til sölu notaðar bifreiðar. — Heima 5—7. Sími 3805. Zop- honías. Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Klæðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig notuð húsgögn upp í viðskifti. ódýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. Rúgbrauð framleidd úr besta danska rúgmjöli (ekki hinu sönduga, pólska rúgmjöli). Kaupfjelagsbrauðgerðin. Kjötfars og fiskfars, heima- tílbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- ! urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — i Opið 1—4. I - Kaupi gamlan kopar. Vald. 1 Poulsen, Klapparstíg 29. tt ingav í kvöld kl. SV2. Systrakvöld. Dagskrá: Kórsöngur, strengja- sveit, upplestur, gitarleikur, þrísöngur. Æskulýðurinn og skátastúlkurnar syngja. Númera borð. Veitingar. Adj. Svava. Frú Úverby, Mikkelsen o. fl. að- stoða. Inng. 0.50. Allir, menn og konur, velkomnir. I--------------------------- Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Ritvjel óskast leigð í tvo mánuði. Sími 2869. fifi Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Klæðskeri. Vil taka að mjer útsölu á tilbúnum fötum. Uppl. hjá Bender, Hafnarfirði. Húsmæður! Senn líður að páskum. Hafið varan fyrir ykk- ur vanti ykkur hreingerningar- mann. Hringið í síma 4967. f smágrein þeirri, sem birtist hjer nýlega, þar sem sagt var frá skautakapphlaupi milli L. H. Múller og Sigurjóns Pjetursson- ar, var sú missögn, .að í það sinn keptu þeir ekki um Braunsbik- arinn, og Múller hefir ekki unn- ið þann bikar. Missögnin stafaði af því, að sagt var frá því í blaði, að þann dag sem þeir keptu hafi þeir ætlað að keppa um bikar þenna. En um þetta kapphlaup um Braunsbikarinn segir í ísafold 12. mars 1912: * ldrei hefir í manna minnum verið eins ilt um skautasvell hjer í bænum eins og í vetur. Frost verið jafn fátíð og hvítir hrafnar og ís því einnig ákaflega vandgæfur. Fyrir bragðið hefir reynst nær ókleift að stunda skautaíþróttina svo nokkru nemi í vetur. Kapphlaup hafa af þess- um ástæðum orðið miklu færri og einnig tilkomuminni en átt hefði að vera. Þau hafa farið fram tvívegis, hin fyrri í öndverðum febrúar, er þeir Múller verslunarstjóri og Sigurjón þreyttu 500 stiku skeið. Það sinni þreyttu þeir tveir og 1000 stiku skeið aukreitis — án þess reiknuð væru með, er kapp- hlaupin voru gerð upp, og mun hafa láðst að geta þess, að það skeið vann Sigurjón. * Onnur kapphlaupin á þessum vetri fóru svo fram síðastliðinn sunnudag úti á íþróttavélli um Braunsbikarinn. Fjórir keptu um hann á 500 og 1500 stiku skeiði. Hlutskarpastur varð Magnús Tóm asson (Kjaran) verslunarmaður. Hann var hraðastur bæði skeiðin. En veður var hvast og svellið eigi sem best. Tímahraðinn því eigi nærri eins inikill og ella hefði orðið. * Magnús rann 500 stiku skeiðið á 1 mín. 8% sek., 1500 stiku skeið ið á 3 mín. 41 % sek. Hinir, sem þátt tóku í kapphlaupinu, voru: Herluf Clausen (500 stika á 1,14% mín., 1500 stika 3,58%), Kristján Schram (500 stika 1,34 mín.; lauk eigi 1500 stika hlaupi) og Tryggvi Magnússon (500 stika á 1,22% mín.; 1500 stika á 3,57% mín.). * Kappakstursmaðurinn ameríski Jenkins hefir látið gera sjer bíl með vængjum og stýri. Vjelin hef- ir3600 hestöfl. Jenkins vonast eft- ir að getá komist fram úr öku- hraðameti Campbells á vagni þess- um. * Barnsfæðingum hefir fjölgað í Þýskalandi síðustu ár úr 15.1 á 1000 íbúa og í 19.9 af þúsundi. * Á skemtun sem haldin var í góðgerðaskyni vestur í Hollywood setti dansmærin Ginger Rogers einn koss á uppboð. Hann fór á 500 dollara, Harold Lloyd var hæstbjóðandi. Hann tók út koss- inn samstundis, við mikinn fögnuS áhorfenda. * Enskt blað hefir safnað samaœ einkennum manna sem ástfangnir eru. Meðal þeirra er þetta. Ástfangnir karlmenn álíta að allir aðrir sáröfundi þá. Og þegar ástrney þeirra ber á góma, eru. þeir gersamlega frábitnir allri gletni eða gáska. Málið er altof' alvarlegt til þess. Flestir ganga með mynd af henni í vasanum. Því það út af~ fyrir sig segir ekkert, þó menn sjeu með stúlkunni sjálfri, sam- anborið við það að hafa myndina. í veskinu sínu. Þá er það eitt einkennið, að menn furðar á því hvernig svo venjulegir eða jafnvel leiðinlegir foreldrar hafi getað eignast svo- óviðjafnanlega dóttur. Ef menn eru í efa livort þeir- eru ástfangnir að ráði eða ekki, þurfa þeir ekki annað en athuga hvort þessi einkenni eru til stað- ar. Þá þurfa þeir ekki lengur að vera í vafa. * Slysavarnafjelagið norska, er stofnað var árið 1982, hefir frá stofnun fjelagsins og fram á þenna dag bjargað 2846 manns- frá druknun. * — Hvernig er háralitur kon— unnar þinnar? — Veit það ekki. Hefi ekki komið heim í tvo daga. Auglýiingasími Morgunblaðiins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. „Nei, áreiðanlega ekki. Hvernig dettur þjer það í hug ?“ sig um að sjá hver áhrif orð hennar myndu hafa á hann og hjelt því áfram: „Jeg var að hugsa um að senda henni skjalaböggulinn, sem jeg fann í klukk- unni, mjer finst hún eiga mest tilkall til hans“. Hún sá að gráleitur fölvi færðist í kinnar hans og flýtti sjer að líta niður, en hjelt áfram með rólegri röddu: „Viltu gera svo vel og útvega mjer heimilisfang henn- ar“. — Böggullinn er þá enn hættulegur fyrir Elísabetu, hugsaði hún og hefði eins vel getað getið sjer til, hvert svar hans yrði, en hann sagði: „Þú getur látið mig fá böggulinn. Jeg skal senda hann“. Jane heyrði það á honum, að hann gat ekki fengið af sjer að nefna Elísabetu hinu nýja nafni. Hann elskaði hana þá ennþá, hugsaði hún, og æst af afbrýð- isfullu hatri sagði hún. „Nei, þakka þjer fyrir, jeg er ekki eins vitlaus og þú heldur". „Heldurðu, að jeg myndi ekki senda henni hann?“, - spurði hann og laut niður og horfði í augu hennar með sama augnaráði og áður fyr, þegar hún trúði á hann sem væri hann guð. Hún roðnaði og leit undan, um leið og hún sagði gremjulega. „Nei, jeg veit, að þú myndir ekki gera það. Nú bæði elskar þú og hatar Elísabetu. Jeg hataði hana líka um tima, af því að jeg hjelt, að það hefði verið hún, sem spilti á milli okkar, en nú veit jeg, að hún var sak- laus af því, og þess vegna ætla jeg að bæta fyrir þann úi’jett, sem jeg hefi gert henni“. „Jane, þú hefir aðeins verið afbrýðissöm út í hana — og þú ert það ennþá, það þýðir ekki fyrir þig að bera á móti því, jeg þekki litla, einfalda hjartað þitt betur en þú sjálf. En hlust- aðu nú á mig, Jane, jeg ætla að segja þjer alveg eins og er. Jeg játa, að jeg neyddi Elísabetu til þess að trúlofast mjer, og jeg játa líka, að jeg var mjög ástfanginn í henni. En nú er ekkert nema hatrið eftir. Ef þú vildir hjálpa mjer, Jane, gæti jeg líka gleymt því. Þú veist sjálf hve heitt jeg unni þjer, áður en Elísabet kom frá Sviss, en hún er dauð fyrir mjer nú. Jeg vil helst ekki tala um hana. Ef þú vilt, Jane gæt- um við tvö, sem þekkjum hvort annað svona vel, orðið hamingjusöm hjón“. „Hjón?“, endurtók Jane undrandi. „Já, Jane, vorum við ekki einu sinni búin að hugsa okkur að svo yrði?“, sagði hann og lagði handlegg- inn utan um hana. „Ó, Walther, jeg er hrædd um, að þjer sje ekki al- vara“, svaraði hún, en gat ekki stilt sig um að halla sjer upp að honum. Hún þráði hann enn stöðugt í hjarta sínu. „Jú, Jane, mjer er alvara, jeg held, að þú gætir hjálpað mjer að gleyma því liðna — jeg segi það satt, síðan jeg las þetta kort í gær, finn jeg til viðbjóðar, þegar jeg hugsa um hana“. Hann tók hana þjett í faðm sinn og kysti hana. Jane gerði sjer ekki grein fyrir neinu, nema hinum óumræðilega fögnuði, sem greip hana, og hún kysti hann fúslega á móti. Nú kom einhver inn í borðstofuna. „Mættu mjer niðri í garðinum hjá vermihúsinu kl. 10 í kvöld“, hvíslaði hann og hvarf fljótlega fram í anddyrið. Jane var blóðrauð í kinnum og átti bágt með að dylja geðshræringu sína, er Miss Tylor kom fram í eldhús í sama vetfangi og Walther hvarf út um dyrn- ar. Miss Tylor þefaði tortrygnislega og saug upp í nefið. Síðan sagði hún gletnislega, en horfði um leið rannsakandi augnaráði á Jane: „Þú ert þó ekki að reykja hjerna, Jane? Mjer finst jeg finna reykingarlykt". Jane leit ekki upp en svaraði feimnislega: „Reykingarlyktin kemur víst innan úr borðstofunni. Ráðsmaðurinn var þar rjett áðan“. „Jæja, það má vel vera, að reykurinn hafi sest í nefið á mjer þar inni. Hvað verður þú lengi heima í' þetta sinn, Jane?“ „Eina viku“. „Það var ágætt. Mig langar til þess að biðja þig að koma hingað á hverjum degi um sama leyti og í dag.. Jeg treysti engum eins vel og þjer með alla borðlagn- inguna, og eins og þú veist er aðmírálsfrúin nokkuð kröfuharður gestur. Heyrðu, Jane, gætir þú ekki líka skroppið upp til Miss Fredmann og boðist til þess að hjálpa henni við greiðsluna. Hún er vissulega of' klaufaleg stundum". „.Jú, með ánægju", svaraði Jane. En henni datt í’ hug, það væri óþægilegt fyrir Walther, að hún hefði verið herbergisþerna frænku hans, þegar hann færi að kynna hana fyrir henni sem unnustu hans. Hún ákvað að tala um þetta við Walther um kvöldið. Henni fanst rjettast að opinbera trúlofun þeirra hið allra fyrsta og fór að byggja loftkastala um alla þá dýrð, sem í" vændum væri fyrir hana. Sem kona Walthers myndi hún umgangast það fólk, sem hann þekti í Seatown. Hún var ánægð yfir því, að Walther var hættur að: koma á Fullerton. Hún var altaf hálf felmin við Sir James. Andlit Jane ljómaði af ánægju meðan hún gekk um beina við borðið, en það var árangurslaust, að liún reyndi að mæta augnaráði Walthers. Auðvitað var hann varkár, en henni fanst þetta óþarfa varkárni af honum, þar eð hann ætlaði nú að kvænast henni. Strax þegar búið var að drekka kaffið, tók Miss Tylor yfirhöfn sína og gekk út til Johnson, föður Jane. Hann sat við arineldinn, þegar hún kom, en flýtti sjer að standa upp og heilsaði Miss Tylor með lotningu. Hann lagði pípu sína frá sjer og bauð henni sæti. „Þjer eruð víst hissa á því, að jeg gef mjer tíma til þess að heimsækja yður núna, þegar svona gest- kvæmt er hjá okkur, og jeg hefi revndar mjög ann- ríkt“, sagði hún, um leið og hún heilsaði honum með handabandi. „En svo er mál með vexti, Johnson, aí mjer fanst það skylda mín að gera yður aðvart. Jeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.