Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. mars 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 Minningarorð Ároa Jónsson. ilinn 20. febr. þ. á. ljest að Sieimili sonar síns, Sigurjóns Arna- sonar í Pjetursey í Mýrdal, merk- isbóndinn Arni Jónsson, 82 ára «að aldri, fæddur 14. mars 1855, sonur Jóns Olafssonar bónda í Pjetursey og konu hans Elínar Bjarnadóttur frá Skógum undir Eyjafjöllum,dóttir sjera Kjartans •er þar var lengi prestur. Jón Olafsosn var bróðir Guðmundar •Ólafssonar í Eyjarliólum, föður Eyjólfs kreppstjóra á Hóli og þeirra systkina og voru þeir bræður sýnir Ólafs Högnasonar, ■er fyrStur reysti bú í Eyjarhóliun. Kona Árna var Þórunn Sigurð- .ardóttir frá Pjeturseý. Voru þau þar því bæði borin og börn fædd, •og hafa alið þar allan sinn aldur að undanteknum 2 vetrum er þau •dvöldn hjá börnum sínum í Reykjavík. Þau hjón eignuðust 13 börn. Af jþeim eru enn á lifi 6 : Elín hús- freyja og yfirsetukona í Hrífu- nesi, Sigurjön bóndi í Pjetursey, Kjartan skipstjóri í Reykjavík, •Oddsteinn, Eyþór og Matthildur •olþbúsett í Reykjavík. Sigríður dóttir hans, kona Jó- lianns Pálssonar húsasmiðs í Reykjavík, ljest fáum dögum á undan föður sínum. Árni byrjaði búskap 1885, en ljet af búskap 1925. Var heilsa lians þá farin að bila, enda tók þá sonur hans við búsforráðum. Með Árna í, Pjetursey er. til moldar genginn einn af merkustu bændum hjeraðsins. Hann var sí- starfandi elju- og reglumaður, enda kom honum það vel því mik- Ið verk var honum falið — upp- eldi hins stóra harnahóps. Hann var vel gefinn til lífs og sálar víð lesinn og stálminnugur og unni mjög öllu því sem þjóðlegt var og til menningar mátti horfa. Hjálpsemi og gestrisni þeirra hjóna er fyrir löngu víðkunn orð- in, og munu þau aldrei neinn synj- andi hafa látið frá sjer fara er til þeirra leituðu og mun þó oft á fyrri árum hafa verið þröngt í búi hjá þeim með hið stóra og mannmarga heimili. Sambúð þeirra lijóna var með ágætum og voru þau mjög sam- taka í því að gera hamingju heim- ilisins sem mesta, lögðu þau mikla stund á að manna börn sín sem best og búa þau undir lífið, enda bera þau þess merki. Hin síðari ár lagði hann mikla stund á að bæta jörð sína að hús- um og' ræktun og lagði þar með grundvöllinn að hinum miklu um- bótum sonar hans, svo jörðin er nú ein hin prýðilegast setna jörð í hreppnum. Árni lieitin var svo vinsæll að 1 jeg hvgg að fullyrða megi að hann hafi engan óvin átt, en fjölmarga vini. Síðustu árin er hann lifði var hann mjög þrotin að heilsu, en hafði þó fótavist fram að síðustu æfidögum. Hann lá ekki rúmfast- ur nema síðustu vikuna, er liann lifði. Allir hinir mörgu vinir hans og sveitungar blessa minningu hans. M. Finnbogason. Um §ðgu Efósniynda r á Islandi. Guðspekifjelagar. Fundur í Septimu í kvöld kl. 8,30. Efni: Erindi: Alvara náttúruandans. Utanfjelagsmenn velkomnir á fundinn. ^ Hr. ritstj. PEGAR jeg á sunnudaginn var (21. þ. m.) opnaði Lesbók Morgunblaðsins og sá fyrirsÖgn- ina: Um sögu ljósmyndanna frá upphafi og á landi hjer, ásamt mynd af Jóni J. Dahlmann ljós- myndara, lyftist á mjer brúnin. Jeg hjelt, eftir fyrirsögninni að dæma, að hjer væri á ferðinni saga ljósmyndasmíðis á íslandi, en eftir lesturinn sá jeg, að svo var ekki, og urðu það mjer nokk- ur vonbrigði. Útaf þessari alt of stuttu frásögn lir. Dahlmanns, um ljósmyndasmíði hjer á landi, vildi jeg leyfa mjer að bæta ofur- litlu við frásögnina og leiðrjetta smáskekkjur frásagnar hr. Dahl- manns. * Fyrsti ljósmyndasmiður hjer á landi mun liafa verið Siggeir Pálsson, f. 15. júlí 1815, d. 1866. Hann gekk skólaveginn, en tók ekki stúdentspróf og var lengst af embættislaus. Kvæntist 1845 Onnu dóttur sjera Olafs Indriða- sonar (systur Páls og Jóns Ól- afssona skáldanna). Þau áttu ekki skap saman og skildu loks sam- vistir. Dóttir þeirra Stefanía (d. 1905), móðir sjera Geirs vígslu- biskups og sjera Ólafs í Hraun- gerði. Eftir að þau skildu var Siggeir um stundarsakir í Noregi, og mun fyrstur íslendinga hafa numið ljósmyndagerð (sólmynda- gerð). Árið 1867 4. ágúst, vígðist hann til Skeggjastaða á Langanes strönd. Fyrsti ljósmyndarinn hjer í Reykjavík mun hafa verið Guð- brandur Guðbrandsen. Hann tók hjer myndir skömmu eftir 1860 til 1870. Fyrst tók hann hinar svo kölluðu ,,Dagrierre“-myndir, en síðast notaði hann votar plötur. * í kringum árið 1870 kom Sig- fús Eymundsen og setti sig hjer niður sem ljósmyndari. Hann not- aði votar plötur til ársins 1883. Þá var jeg hjá honum sem lærling ur. Þetta sumar sigldi Sigfús til Englands og sendi hann mjer þá þurar plötur, og fyrstu myndirn- ar, sem jeg tók, tók jeg á þær plötur. Jeg get þess arna hjer vegna þess, að hr. Dahlmann seg- ir, að þurplötur hafi fyrst farið að flytjast hingað til Iandsins eft- ir 1890. Þá segir hr. Dahlmann, að stækkaðar myndir hafi ekki þekst fyr en eftir 1898. Jeg get full- vissað haiin og aðra um, að um leið og Sigfús hóf myndatöku hjer, stækkaði hann jafnhliða myndir. En þá stækkaði hann á plötur og „kopieraði“ svo þær myndir á vanalegan pappír, sem þá var „forsilfraður“ sama dag- inn og hann átti að notast. Árið 1890 fór jeg til Skotlands og vann þar að myndasmíði. Þar lærði jeg að stækka myndir á pappír, og þegar heim ltom stækk aði jeg myndir í heilarkar stærð. Heima hjá mjer á jeg myndir, sem jeg stækkaði fyrir 1898, og er hr. Dahlmann guðvelkomið að sjá þær. * Þá segir sami hr. Dahlmann, að myndir, sem teknar voru á dags- ljóspappír, entust illa. Jeg get sýnt honum 50 ára og eldri myndir, sem teknar voru á dagsljóspappír, sem enn eru með öllu óupplitaðar, og um leið gæti jeg sýnt honum 3—4 ára gamlar gasljóspappírsmyndir, sem farnar eru að fölna. Dagsljóspappírsmyndir hjeldu sjer vel, væru þær hafðar hæfi- lega lengi í „natronbaði“ og vel þvegnar út á eftir. En hitt er anri að mál, að þær geymdust illa i raka, eða ef sólarljós skein á þær dögum saman. Jeg held sama gildí um gasljóspappírsmyndir. Þær afmást engu síður en þær gömlu, ef þær eru illa geymdar. Um myndatöku hjer á landi gæti jeg sagt eitt og annað, en sleppi því í þetta sinn. Dan. Daníelsson. Happdrætfg Háskóla tsiands Söflustaðir Austurstræti 12. Sími 3582. Laufásvegur 61. Sími 3484. Laugavegur 66. Sími 4010. Reykjavíkurv. 5. Sími 4970. Túngata 3. Sími 4380. Varðarhúsið. Sími 3244. Týsgata 1. Sími 3586. Vesturgata 42. Sími 2814. 1 Hafnarfirði: V. Long og Versl. Þorvalds Bjarnasonar. StÓFÍr vinningar i happdrætfinu koma alfaf évænf. Veritf reiðu- búnir atf taka viíf óvæntum grótfa metf því atf kaupa happ- drættismitfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.