Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 7
Föstudsjrnr S. mars 1937. Átök um stjómarmyndun i Finnlandi. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN I QMR. allio forseti virðist ætla að taka til greina kröfu bænda- flokksins (en Kallio var formaður þess flokks áður en hann varð for- seti) um það, að forsæt- isráðherra í ráðuneyti því, sem verið er að mynda í Finnlandi, verði bændaflokksmaður. Sósíalistar krefjast þess aftur á móti að forsætisráðherrann Terði úr þeirra flokki og er þá helst til nefndur Tanner. Alment er búist við að hið aýja ráðuneyti verði samsteypu- ráðuneyti sem hefir stuðning sósíalista, bændaflokksins, frjálslynda flokksins og sænska þjóðflokksins. Ungmennadeild Slysavarna- •í fjelagsins. Deild þessi var stofnuð 1. jan. 1934, af rúmlega 300 reykvísk- um unglingum, sem vildu stuðla ■að hinu mikla nauðsynjamáli er filysavarnafjelag Islands vinnur að. Deildin starfaði af miklu fjöri, hjelt fundi, gaf út blað og safnaði fje til reksturs hinn- ar væntanlegu björgunarskútu við Faxaflóa. 1 kjölfar þessarar fyrstu ungmennadeildar sigldu fleiri ungmennadeildir, er risu upp meðal slysavarnasveitanna úti um land. Má þar til nefna ungmennadeildimar í Hafnar- firði, Vestmannaeyjum, Kefla- vlk og Vatnsleysuströnd. Á síðastliðnu ári var fátt um lundi í Ungmennadeildinni í Reykjavík, en nú hefir stjóm deildarinnar ákveðið að hafa fund í Varðarhúsinu næstkom- andi sunnudag kl. 4 e. h. Hefir verið útbúin fjölbreytt dagskrá fyrir fundinn. Má t. d. nefna skemtiatriði er skátar sýna, ungur gamanvísnasöngvari ætl- ar að syngja gamanvísur, og svo framvegis. Auk þess verð- ur-flutt stutt erindi um björg- un úr sjávarháska á síðastliðnu ári og annað um umferðarregl- ur og slysahættuna á götunum. Þá mun verða sjerstaklega rætt um blaðið Sæbjörgu, sem nú á aftur að hefja göngu sína, og ennfremur verður rætt um ný verkefni fyrir déildina. Allir unglingar, sem hafa verið í deildinni ættu að koma á fund þenna. Sundfjelagið Ægir héldur aðal- fund sinn í kvöld kl. 8,30 í Varð- arhúsinu. Þórólfur kom af veiðum í gær með 3600 körfur fiskjar Og fór í gærkvöldi áleiðis til Englands. Dagbók Vcftrift (í gær kl. 5 síðd) : Hæg NA-átt um alt land. Lítils íáttar snjómugga á NA-landi, en bjartviðri í öðrum landshlut- um. Frost er um 0 st. við sjáv- arsíðuna en 6—9 st. frost í inn- sveitum. Háþrýstisvæði helst enn þá um Island og Grænland. Veðurútlit í Reykjavík í dag. Hæg A-átt. Ljettskýjað. Messað í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 8(4. Sr. Garðar Þor- steinsson. Tjarnarhólminn stækkaður. Fyr ir forgöngu Jóns Pálssonar fyrv. bankagjaldkera er nú unnið að því að stækka hólmann í Tjöru- inni. Bílfært austur yfir fjall. í fyrra dag fór vörubíll austur yfir H,ell- isheiði. Samá dag fóru einnig nokkrir fólksflutningsbílar aust- ur að Skíðaskála. í gær komu tveir bílar að Skíðaskálanum, annar frá vegamálastjórninni. Sögðu þeir vel fært bílum þang- að austur á harðfenni, í dag verða sendir menn til að moka veginn frá Lögbergi að Sandskeiði. Fyrir austan fjall eru nú allir bílvegir orðnir færir aftur. Farþegar með Goðafossi vestur og norður í gærkvöldi: Ragnhild- ur Jákobsdóttir, Sig. Birkis og frú, Jakob Tryggvason og frú, frú Liv Halldórsson, Kristín Sig- urðardóttir, Unnur Bjarnadóttir, Helgi Guðmundsson, Jón Kjart- ansson, Siglufirði, frú Hansína Bcnediktsd., frú Margrjet Jónsd., frú Tulinius, Hilmar H. Friðriks- son, Har. Jónsson, sr. Friðrik Rafnar, Camilla Ragnars, Unnur Guðmnndsdóttir, Gyða Þorsteins- dóttir, Sigurður Hlíðár dýral., Lárus Böðvarsson, Kristján Stef- ánsson, Þrándur Indriðasott, Björn Rögnvaldsson og margir fl. Eimskip. Gullfoss kom tii Vest- mannaeyja kl. 6 í gær. Goðáfoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 8. Brúarfoss var á Þórshöfn í gær. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss kom frá útlöndum kl. 7 í morgun. Lyffræðingafjelag íslands held ur hinn árlega fagnað sinn að Hótel Borg í kvÖld, sem hefst með borðhaldi kl. 20.30. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær-. Besti sólkoli 95 sh. pr. box, rauðspetta 90 sh. pr. box, stór ýsa 40 sh. pr. box, miðlungs ýsa 36 sh. pr. box, frálagður þorskur 18 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 7,6 sh. pr. box og smáþorskur 6,6 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd — FB). Skautasvell hefir verið 'með al- besta móti á Austurvelli undan- farin kvöld, enda margir, bæði ungir og garnlir, notað tækifærið og rent sjer á skautum þar. „Peter Hendriksen" heitir tog- ari frá Aberdeen, sem kom hing- að í gær til að sækja fiskilóðs. Togari þessi, sem er 18 mánaða gamall, er bygður í Þýskalandi og kostaði um 15,000 sterlingspund. Skipið er útbúið öllum nýjustu tækjum. Það er heldur minna en t. d .flestir íslensku togararnir, eða 113 smálestir nettó. Fjögur slík skip hafa verið keypt til Ab- erdeen frá Þýskalandi á s.l. ári. Betanía. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. gy2. Bjarni Eyjólfsson talar. Allir velkomnir. Knattspyrnufjelagið „Fram“. í kvöld kl. 8y2 verður æfing hjá I. og II. fl. í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. MOKöUNBLABI!) Dr. Símon Ágústsson flytur fyrirlestur í kvöld kl. 8(4 í há- skólanum, um sálarfræði barna. Ollum er heimill aðgangur. Tímarit Verkfræðingafjelags Is- lands, 5. hefti, er komið út. í rit- inu eru tvær greinar. Önnur er eftir O. Krebs verkfræðing og heitir „Om Sprængning“, er það erindi, sem hann flutti á fundi Verkfræðingafjelagsins. Hin grein in er eftir Steingrím Jónsson raf- magnsstjóra og heitir: „Um verð á rafmagni til hitunar í saman- burði við kol“. Vegna slyss þess, er varð í tunnuverksmiðjunni á Akureyri 27. f. m„ útnefndi bæjarfógetinn þá Óskar Sigurgeirsson og Val- mund Guðmundsson vjelsmiði til að láta í Ijós álit sitt um eftirfar- andi atriði: 1. Var efnisgalli í vjelinni sem sprakk 1 2. Var vjel- in vel sett niðurt 3. Hverjar voru skemdir á vjelinni og af hverju munu þær hafa stafaðt Við rann- sóknina hafa engir gallar komið í ljós á vjelinni. Rannsókn er frest að þar til skoðunarmaður ríkis- ins kemur til Akureyrar í viku- lokin. (FÚ) Forstjóri Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði kom á skrifstofu blaðsins í gær í tilefni af skrif- um um smjörlíkiskaup togarans Maí í seinustu Englandsför skips- ins. Forstjórinn hafði meðferðis skeyti, sem sýndi að smjörlíkis- úttekt togarans var í síðustu Eng- landsför 14 kassar af smjöri, 840 lbs. að þyngd, eða með öðrum orðum 355,15 kg. af smjöri. Þá skýrði hann og frá því, að toll- þjónninn í Hafnarfirði hefði tal- ið smjörbirgðirnár í Maí, er skip ið var hjer í Reykjavík á mánu- daginn, og reyndust þær vera 14 kassar. . Ráðleggingarstöð Líknar fyrir barnshafandi konur er opin fyrsta Uiiðvikudag í hverjum mánuði kl. 3'—4, í Templarasundi 3. Útvarpið: Föstudagur 5. mars. 10.10(—12) Fyrirlestrar keppenda um dósentsembættið í guð- fræðideild. 12.00 Hádegisútvarp. 14.15 Fyrirlestrar keppenda um dósentsembættið í guðfræði- deild. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.30 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Kvöldvaka: a) Vilhj. Þ. Gíslason: Úr íslendingasögum; b) Sigurður Skúlason magister: Frá Malajálöndum; e) Einar Jónsson jnagister: Um Raspú- tín; d) Ármann Einarsson: Smásaga. — Ennfremur söng- lög. (Dagskrá lokið um kl. 22.30). — Já, tímarnir breytast — einu sinni man jeg, að þjer voruð eins ungur og grannur og jeg. Hænsabú til leigu. Stórt hænsabú í nágrenni Reykjavíkur, ásamt góðri íbúð, og 3 ha. landi, að nokkru leyti ræktuðu, er til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 1197 frá kl. 5—7 síðdegia. Le§la I I par, og standlampar verða seldir með míklum afslætti nastu daga. Ennfremur verða silki- og pergamentskermar seldir með afslættí. Skermabúðin, Laugaveg 15. V átryggingarhlutaf jelagið NYE DANSKE AF 1864 Líflryggingar allar tegundir. Lægst iðgjöld. Best kjör. Aðalumboð: V átry ggingarskrif stof a ; Sigíúss Sighvalssonar, Lækjargötu 2. Sími 3171. SYKUR. Ennþá get jeg gert hagkvæmustu innkaupin fyrir yður út á Cuba-Ieyfi. 5ig. t>. Skjalöberg, (Heildsalan). Rúðugler. Útvegum allar tegundir af rúðuglerií frá Belgíu eða Þýskalandi. án ó £ggErt Kristjánssnn 5 Cd. Sími 1406. Hið íslenska fornritafjelag. Verð: Ilvert bindi: Heft kr. 9,00. í skinnbandi kr. 15,00. Kaupið fornritin jainóðum og þau koma út. Fást hjá bóksölum. Aðalútsala í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34 Grettis saga Eyrbyggja saga Laxdæla saga Egils saga „ ALRÍ KISSTE FN AN“ Á INDYERSKU. FÚ. 1 febrúarhefti indverska tíma- ritsins The New Outlook, sem gefið er út í Mhmedabad 1 Ind- landi, birtist grein eftir Ingvar Sigurðsson undir fyrii*sögninni: „The world State must come“. Alríkið hlýtur að koma. Þetta er talið vera í fyrsta sinn, sem íslenskur maður ritar um slík efni í indverskt tíma- rit. ÍSL. LISTAMENN Á CHARLOTTENBORGAR- SÝNINGUNNI. Khöfn í gær. FÚ. Á listasýningu, sem haldin verður í Charlottenborg í Kaup mannahöfn t í i vor, og sem talin er virðulegfflpija listsýning Dana, hafa Sigurjón Ólafsson og Jú- líana Sveinsdóttir, listmálari, fengið tekin mörg af verkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.