Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 8
8 touitGU NöUAt'í Föstudagur 5. mars 193T. *áwf%&&€&pU€ Húsmæður! Daglega nýr fiskur til að sjóða, í fars og að steikja. Fisk & farsbúðin, Þórsgötu 17. Sími 4781. Notaður tvíburavagn óskast til kaups. Upplýsingar Grettis- götu 58 B, uppi. Molasykur 0.55 pr. kg. Strau- sykur 0.45 pr. kg. Kaffi (Kaa- ber) 0.95 pr. pk. Export LD 0.65 pr. stk. Smjörlíki ódýrt og íslenskt bögglasmjör, gott og ódýrt. Þorsteinsbúð, Grundar- stíg 12, sími 8247. Hveiti Alexandra og fleiri ágætar tegundir, í 10 pd. pok- um og lausri vigt. Ódýrt í Þor- steinsbúð. Sími 3247. Kaupi gull og silfur hæsta rerði. Sigurþór úrsmiður, iiafn- arstræti 4. Ðagbókarblöð Reykvíkings Úrval af nýtísku kvenblúsum í mörgum litum. Nokkrir kjólar og pils seljast fyrir mjög lítið verð. Sendum út á land gegn póstkröfu. Saumastofan Uppsöl- um. Aðalstræti 18. Sími 2744. Hildur Sivertsen. Klæðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig notuð húsgögn upp í viðskifti. ódýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. Breska stjórnin hefir gert mikl ar breytingar meðal sendi- herra sinna, f'lutt þá til. M. a. hefir sendiherra hennar í Berlín, Eric Phipps, verið látinn flytja sig til París. En sendiherrastaðan | í París er hin virðulegasta meðal breskra sendiherra. Launin eru eftir því. I * Það er að segja, sjálf laupin eru ekki reiknuð sjerlega há, 2500 sterlingspund. En auk þess fylg- Tveir útstillingarkassar til sölu. Sápubúðin, Laugaveg 36. *K~e^t&£cí' Les stærðfræði með gagn- fræðingum. Þorst. Egilsson. — Leifsgata 14, Sími 2776. Dömusokkar — svartir og; P -f • mislitir — ísgarns og ullar fást | C/VÚ&tlGZQ'l' í Karlmannahattabúðinni. 2—3 herbergja íbúð til leigu í Miðbænum. Uppl. í síma 3341. 2—4 skrifstofuherbergi til ... . * , .. .* ,leigu í Miðbænum. Upplýsingar Til solu notaðar bifreiðar. —t, , it • e r, ci' ■ r, 11 sima 3341. Heima 5—7. Simi 3805. Zop- honías. Silkisokkar, svartir og mis- , litir á kr. 1.90 parið, í verslun Ingibjargar Johnson. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klappai^stíg 29, Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. ir embættinu 12.400 stpd. í risnu, 600 stpd. til borðbúnaðar, 100 stpd. til einkennisbúninga. Þetta | verða samtals 15,600 sterlings- pund, eða liátt* í 350 þús. íslensk- ar krónur. * j En þegar minst er á liá laun í rennir maður huganum til pen- ingalandsins Bandaríkjanna. Sá 1 maður, sem talinn er að hafa hæst | ar tekjur þar vestra, er blaða- ! kóngurinn Hearst. Hann er nú 1 annar ríkasti maður Bandaríkj- anna, Rockefeller einn auðugri. En Hearst er talinn mun auðugri en t. d. Ford bílakóngur og bankahöfðingjarnir í Wallstreet. Hearst hafði 1935 500.000 dollara í árslaun. 0*ttlfnHÍnga» Húsmæður! Senn líður að páskum. Hafið varan fyrir ykk- ur vanti ykkur hreingerningar- mann. Hringið í síma 4967. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Slmi 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. En næst honum í árstekjum var Mae West með 450.000 doll- ara, þá komu sem nr. 3 og 4 versl unareigendur tveir, en Marlene Dietrich þar næst með 368.000 dollara tekjur og næstir á eftir henni voru Charlie Chaplin og Harold Lloyd. En sjálfur Samuel Goldwyn hefir ekki nema rúml. 100 þús. dollara í árstekjur. * Ur því við erum komin þarna vestur í dóllaralandið er rjett að minnast á veislu eina, sem hald- in var í Washington um daginn og vakti mikla athygli, sem ein- hver hin stórfenglegasta, cr sögur fara af þar v'estra. Veisluna hjelt Mís. Mac Lean, eigandi blaðsins Washingtpn Post. Boðsgestir voru 1500 og er mælt að veislan hafi kostað 200 þús. dollara. 1 veislu þessari, sem líktist æf- intýri úr Þúsund og einni' nótt að sagt var, bar IVJrs. Mac Lean í fyrsta sinn hinn svonefnda „Hope“-demant, er hún hafði ný- lega keypt fyrir 3 miljónir doli- ara. * Demant þenna átti Lúðvík fjórtandi á sínum tíma, síðan Katrín II., en síðast átti hann ensk kona, Mrs. Hope að nafni, og er demantinn kendur við hana. * í veislunni var hópur leynilög- reglumanna, sem höfðu það hlut- verk að hafa gát á húsmóðurinni með demantinn, til þess að vera til taks, ef einhver af hinum 1500 gestum eða einhver úr hópi þjón- ustufólksins gerði tilraun til þess. að ræna dýrgripnum. Það er eklti vandalaust að- ganga með slík djásn utan á sjer.. En eigandinn hefir vafalaust hugsað sem svo, að mikið skal til mikils vinna. Tildur og prjál auð- kýfinganna leiðir þá, sem kunn- ugt er, út í marga vitleysuna. * Pýskur tundurbátur var einu sinni ekki alls fýrir löngu á siglingu í Austurhöfum og kom þá í japanska höfn, þar sem her- skipafloti lá, ásamt japönsku að- mírálsskiþi. Skipherrann á tundurbátnum kunni ekki orð í japönsku, en hann taldi það þó skyldu sína að; fara í heimsókn um borð í að- mírálsskipið. Hann var leiddur fyrir aðmírál- inn, og þar eð hann þóttist viss um, að hann kynni álíka lítið í þýsku og hann sjálfur í japönsku^ fanst honum standa nokkurnveg- inn á sama, hvað hann sagði. Hann hneigði sig djúpt fyrir aðmírálnum og sagði grafalvar- legur á svip, með hátíðlegri röddu: „Ein und zwanzig, zwei und zwanzig, drei und zwanzig“ (21,. 22, 23). Aðmírállinn tók þessari kveðju mjög svo góðlátlega. En skipherrann var ekki eins ánægður með sjálfan sig, þegar aðmírállinn hneigði sig, virðuleg- ur að austurlenskum sið, og svar- aði: „Vier und zwanzig, fiinf und zwanzig, sechs und zwanzig“ (24, 25, 26). Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. og ekki þorir að trúa tilvonandi eiginmanni sínum fyrir áijölum, sem tryggja þeim báðum hamingjuna. Gefðu mjer koss til staðfestingar samningi okkar. Hvar geym- ir þú böggulinn, það er víst ekki hætt við því, að honum verði stolið — hurðin hjá ykkur er oft ólæst?“ „Nei, nei. Hann liggur á kistubotninum hjá mjer. Jeg hefi hann með mjer, hvert sem jeg fer, því að þú yarst búinn að segja mjer, að skjölin væru hættuleg fjrrir Sir David. Jeg vildi ekki eiga á hættu —“ Setningin druknaði í kossi, og Johnson gamli lædd- ist burtu. Þegar hann var kominn svo langt frá þeim, að þau gátu ekki heyrt til hans, flýtti hann sjer upp að húsinu og skundaði beina leið inn í herbergi Jane. Þar fann lrann ferðakistu hennar og rótaði í mesta flýti í henni. Loks fann hann brúnan aflangan böggul neðst niðri á botni, og var skrifað á hann með rithönd Sir Davids, sem hann þekti strax.- „Skjöl, viðvíkjandi vistum til hersins í Belgíu“. Þetta hlutu að vera skjölin, sem Walther átti við. Það var einkennilegt til þes sað hugsa, að Jane hefði beinlínis örlög Sir Davids í hendi sjer, og að hún hefði geymt þessi skjöl ár og dag, án þess að nefna það á nafn. En hvað hún hafði geymt vel leyndarmál Walt- hers, þrátt fyrir svik hans og trygðarof. Johnson var ekki í neinum vafa um það, hvað Walther hafði í huga. Hann ætlaði að gabba hana, til þess að láta skjölin af hendi, og svíkja hana síðan. Yesalings Jane. Hún hafði altaf verið gott og trú- gjarnt barn. Johnson lokaði skjölin niðri í skrifborðsskúffu sinni og stakk lyklinum í vasann. Síðan gekk hann óþreyju- fullur fram og aftur um gólf í herbergi sínu. Hann slökti ljósið og dró gluggatjöldin frá glugganum, svo að hann sá út. Hann hlustaði með eftirtekt eftir sjer- hverju hljóði. Jane vegna vildi hann ekki fara út til þeirra, haun vissi hve bráður hann gat verið, og var ekki viss um, að hann gæti stilt geð sitt. Jane mátti heldur ekki gruna, að það væri faðir hennar, sem hefði tekið skjölin. En honum var ekkert um það, að hún, sem var eins og viljalaust verkfæri í höndum Walthers, kom ekki. En rjett í því, er hann ætlaði, þrátt fyrir alt, að fara út og skygnast um eftir henni, sá hann hana koma. Hún læddist meðfram hinum háu ribstrjáarunn- um, og hann sá hinni ljósu kápu hennar bregða fyrir milli greinanna. Litlu síðar heyrði hann braka í gólf- inu í herbergi hennar, og eftir það gekk hann til hvíldar. Honum var þungt um hjartaræturnar, þegar hann hugsaði til næsta dags. Hann kendi í brjósti um Jane, þegar hún kæmist að því, að skjalaböggullinn var horfinn. En hann hafði ekki önnur ráð til þess að ná sjer niðri á Walther. Nú kom það á daginn, hvort hann reyndist henni vel, eða hafði aðeins notað þessa aðferð til þess að koma ár sinni fyrir borð. Johnson hafði enga trú á honum. En hann hugsaði sem svo, að það gæti þó hent, að hann gerði honum rangt til. Gamli maðurinn andvarpaði. Honum varð ekki svefnsamt þessa nótt. Hann gat ekki annað en hugsað um Jane og framtíð ,hennar. Eftir að hún hefði nú sjeð hvern mann Walther hafði í raun pg veru að geyma, yrði hún að fara hið fyrsta aftur til vinnu sinnar í skólanum. Og hann varð líklega að flytja sjálfur frá Westend, syo að hún þyrfti ekki að koma þangað í fríunum. Það yrði reyndar eins og að höggva í sundur aðal líftaugina að segja skilið við Westend og garðinn, sem hann elskaði að vinna í. En engin fórn var of stór, þegar Jane átti í hlut. Jane fór strax að hátta, þegar hún kom inn. Henni varð heldur ekki svefnsamt þessa nótt. Hún var alt of hamingjusöm til þess að geta sofið. Hún lá glaðvak- andi í rúminu og ryfjaði upp fyrir sjer hvert orð, sem hann hafði hvíslað í eyra henni, og’ þau ástarhót, semr liann hafði sýnt henni. Alt það gamla var grafið og gleymt. Hún lagði trúnað á þá fullyrðingu hans, að hann hefði verið töfraður af Elísabetu, en það væri fullkomlega um garð gengið. Auk þess huggaði hiún sig með því, að Elísabet væri nú gift í öðru landi,. svo að úr þeirri átt væri ekkert að óttast. Daginn eftir, þegar Johnson var að vinna í> vermi- liúsinu, kom Jane þjótandi út til hans. „Pabbi“, hrópaði hún, „það hefir þjófur verið að verki í herberginu mínu. Ollu hefir verið umrótað f ferðakistunni minni. Jeg veit ekki, Iivað jeg á til bragðs að taka!“, sagði hún að lokum í svo örvænting- ar fullum róm, að gamli maðurinn fekk sting í hjart- að af vorkunnsemi. „Hvað er að, góða mín, hefir einhverju verið stol- iðf‘, spurði hann. „Nei — jú, — jeg skal segja þjer — það eru nokkur brjef, sem eru horfin“. „Nú jæja, verra gat það verið, væna mín. Þau eru- sjálfsagt frá vinstúlkum þínum og ekki mjög verðmæt,. en það getur verið nógu gremjulegt samt sem áður_ Reyndar er það undarlegt að gera sig að þjóf fyrir nokkur brjef, hver getur það verið, sem ágirnist brjef- in þín ? Hvenær heldurðu að þetta hafi verið ?‘ ‘ „í dag, meðan jeg var á óðalinu að hjálpa Miss- Fredmann“. Jeg handljek böggulinn í gær“. Hún var varla búin að sleppa síðasta orðiuu, ]>egar hræðilegur grunur vaknaði hjá henni. Hjarta hennar hætti nærri að slá af angist og örvæntingu. Gat Walther hafa tekið böggulinn? Enginn annar en hann vissi hvar böggullinn var geymdur, eða kærði sig um hann. Hún varð náföl í andliti og án þess að segja meira, fór hún út og gekk hægt upp að húsinu. Það var eins og jarðskjálfti hefði skyndilega kipt stoðuðnum undan öllum þeim fögru loftköstulum, sem hún hafði bygt kvöldið áður í framtíðardraumum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.