Morgunblaðið - 06.03.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.03.1937, Qupperneq 2
2 MORGUisBLAÐíÐ Laugardagur 6. mars 1937. ’lflorsmtMsðifc Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánssoa — ábyrgðarma15ur. Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti S. — Sfati Heimasímar: Jón Kjartansson, ir. 8742 Valtýr Stefánsson, ir. 4221. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 8.00 k mánuVi. í lausasöiu: 15 aura eintakið. 25 aura með L.esbók. Sjálfstæðismálið. Umræðurnar, sem fram fóru & Alþingi í gær um sjálfstæðis- og utanríkismálin, settu nýjan »rip á löggjafarstofnun þjóðarinnar, ■rip, sem því miður er alt of íjald sjeður innan þeirra Teggja í aeinni tíð. Dagurinn í gær var sannkallað- ur hátíðisdagur á Alþingi. Yfir umræðunum hvíldi alvörublær, og þar fjellu ekki óþingleg orð af munni nokkurs manns. Það væri óskandi, að þetta mætti akoða sem fyrirboða þess, að ailir flokkar telji það hjer eft- ir skyldu sína að halda sjálfstæð is- og ntanríkismálunum utan við deilumálin, en á þessu hefir áður orðið misbrestur. Enda á það svo *ð vera, að þegar þessi mál eru á dagskTá, á aðeins einn flokkur að vera til og ein skoðun. * Stjórnarflokkarnir segja í greinargerð fyrir tillögu sinni ura meðferð utanríkismála, að ekki liggi fyrir nein yfirlýsing frá Sjálfstæðisflokknum í sjálfstæðis- málinu. Þeir segja að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ekki verið til þegar flokkarnir gáfu yfirlýs- ingu í þessu máli á Alþingi 1928, og væri því æskilegt að fá að vita hvað flokkurinn vill í þessu efni. Það vill nú svo til, að Sjálf- stæðisflokkurinn gaf skýra og á- kveðna yfirlýsingu í þessu máli þegar þann var stofnaður 1929. Þar segir: „Aðalstefnumál flokksins eru þessi: 1. Að vinna að því og undir- feúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins tií afnota fynr landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambands- laganna er á enda“. * Skýrara verður ekki mörkuð stefna Sjálfstæðisflokksins í sjálf stæðismálinu. Og því má bæta við, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn hjer á landi, sem hefir markað stefnuna í sjálf stæðismálinu í stefnuskrá flokks- ins. Tillaga sú, sem Sjálfstæðis- flokkurinn flytur nú á Alþingi, er í fullu samræmi við yfirlýsta stefnuskrá flokksins. Og þar sem langt er uin liðið síðan flokkarn- ir gáfu yfirlýsingu á Alþingi í sjálfstæðismálinu, og miklar breyt ingar hafa orðið síðan, taldi Sjálfstæðisflokkurinn rjett að fá uýja yfirlýsingu allra flokka í málinu. öefst nú stjórnarflokkumnas tækifæri að kveða skýrt á um, hvað þeir vilja. y FRANKINN ER AFTUR GULLMYNT. * '~vym]FC jHS? I? 0? ? 9* w 'T* 4* Fundur franska ráðu- neytisins í gær. Frakkar taka vígbúnaðarlán. L FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN I GÆE. EOM BLUM stjórnin ákvað á ráðuneytis- fundi í gær að festa frankann aftur við gullið, og hefir frankinn þá aðeins tœpt hálft ár verið pappírsmynt. Fundurinn ákvað að leyfa aftur frjálsa versl- un með gull og verðfesta frankann og er talið að núverandi gengi verði látið halda sjer. Skráð gengi er nú 105 frankar gagnvart sterlingspundi. Þá ákvað stjómin að fara að dæmi bresku stjórnarinnar og taka lán til vígbúnaðar. Lánið verður boðið út þegar á mánudaginn kemur og munu margir helstu stjómmálamenn Frakklands, þar á meðal þeir Herriot og Daladier hvetja menn opinberlega til þess að kaupa skuldabrjefin (skv. Lundúnafregn FÚ). Stjórnin mun gera alt sem í hennar valdi stendur til þess að koma út skuldabrjefunum, og hefir m. a. lofað því, að ekki skuli verða tekin önnur lán á þessu ári. Stjómin lýsti yfir því, að fyrir öðrum útgjöldum yrði hæg- lega sjeð, og með þeim ráðstöfunum, sem áður hafa verið gerðar, og er öllum stjómardeildum bannað að fara fram úr áætluðum útgjöldum. (Skv. FÚ). _________________________ Fundurinn í morgun hef- Leon Blum. ---- Grískt skip -------- ferst við Spán: Rakst á tundur- dufl. London í gær. FÚ. Igær rakst grískt flutn- ingaskip á tundurdufl, út undan Palmos á austur- strönd Spánar. Það kviknaði samstundis í skipinu, og hefir aðeins einn maður af áhöfn- inni bjargast. Bresk skipafjelög hafa nú símað skipstjónun á skipum sínum, sem fara um Miðjarð- arhafið, að fara austar en venjulega er farið með fram austurströnd Spánar og aust- an við Baleareyjar (símar frjettaritari vor). 'lfe- ■if 15000 nýir breskit BES*——~"aSSSS.íífciu---sA' ^nass——bkws • hernaOarflugmenn á nsesta ári. Útgjöld til loftflotans næstum 2 miljarði kr. London í gær. FÚ. Svinton lávarður, flugmálaráðherra Breta . lagði í dag fram áætlun stjórnarinnar . um útgjöld til flugflotans. Þessi útgjöld fara nú í fyrsta skifti fram úr íætluðum útgjöldum til landhersins. Nema þau 88 miljónum sterlingspunda og er það 31 miljón -^Trviwn A / knr-fin n O 1/n TMll lómr L11 1 Q Y1 9S Rauðliðar 3 km. frá Toledo. FRÁ FRJITTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. RANCO er nú að undir- búa nýja stórfelda sókn á vígstöðvunum suðaustan við Madrid, við Valencia- veginn. Illviðri hafa gengið und- anfarið við Madrid, en í dag gerðu uppreisnarmenn á- hlaup suðaustan við borg- ina. Rauðliðar segjast hafa hrundið áhlaupinu. í skeyti frá Madrid segir, að rauðliðar sæki fram til Toledo og sjeu aðeins 3 km. frá horg- inni. Hafa þeir hafið fallbyssuskot- hríð á borgina og eyðilagt aðal- bækistöðvar þær, sem uppreisnar- menn höfðust við í áðnr, nálægt Alcazarvíginu. Gæslustarfið hefst í nótt. London í gær F.Ú. Uppreisnarmenn halda því þó enn fram í frjettum sínum, að þeir bafi engan ósigur beðið við Oviedo, en hafi þvert á móti bætt aðstöðu sína þar. Uppreisnarmenn segja, að her- skip sín hafi tekið 2 spönsk skip FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. ir kveðið niður í bili allan orðróm um það, að í vænd- um sjeu breytingar á Le- on Blumst jóminni og að Leon Blum ætli að fara að dæmi Mac Donalds og breyta stjórn sinni í þjóð- stjóm (símar frjettar. vor). Einnig þykir sýnt eftir fund- inn að stjómin ætli ekki að fella frankann úr 105 í 112 franka fyrir hvert sterlings- pund. Orðrómur um það, að gengislækkun væri í vændum á rót sína að rekja til fjár- magnsflóttans, sem aukist hefir gífurlega undanfarið og komið óþyrmilega við gengisjöfn- unarsjóðinn, sem stofnaður var, er frankinn var leystur frá gull- inu í haust. SAMVINNA VIÐ BRETA OG BANDARÍKJAMENN London í gær. FÚ. Nefnd verður sett til þess að ráða yfir gengisjöfnunarsjóði og verður formaður hennar fræg- asti fjármálasjerfræðingur Frakka, en forstjóri Frakklands banka verður einnig í nefndinni, ásamt þektum hagfræðingum. Samningaumleitanir um verp- festingu frankans hefjast þegar, milli Frakklands, Bandaríkj- anna og Bretlands, en franska stjórnin lýsir yfir því, að hún ibyggi gjaldeyrisstefnu sína á gjaldeyrissáttmálanum, er þessi lönd gerðu með sjer síðastliðið haust. Erlend blöð eru flest sam- mála um það, að þessar ákvarð- anir frönsku stjórnarinnar muni hafa lítil áhrif erlendis. — Vígbúnaðar- — útgjöld Breta á næsta ári. London í gær. FÚ. Áætluð hemaðarútgjöld Breta fyrir yfirstandandi ár nema alls 619Vjj miljón ster- lingspunda, eða 82 V2 miljón meira en í fyrra. Eiga 80 miljónir að greið- ast með láni því, er breska stjómin fær nú heimild til að taka í þessu skyni. (Samkv. þessu þarf Cham- berlain ekki að auka skatt- ana á næsta ári, vegna víg- búnaðarins, nema um 2Va miljón £). KRÝNINGARATHÖFN- IN KVIKMYNDUÐ. London í gær. FÚ. rýningarathöfn Georgs VI Bretakonungs og Elísabet- ar drotningar, sem á að fara fram 12. maí í Westminster Abbey, verður kvikmynduð. Það var tilkynt í dag, að tveim kvikmyndafjelögum hefði ▼erið veitt leyfi til þess að mynda athöfnina. Tilkynti ráðherrann að á þessu ári þyrfti að auka mannafla flugflotans um ÍSOO flugforingja og 13 þúsund flugmenn, auk þess sem bæta þyrfti miklu við varaflugliðið. Hann eagði, að í byrjun næsta mánaðar myndu verða komnar upp 100 flugstöðvar í landinu, 20 flugvjeladeildir vijð heima- deild sjóflotans, og 26 deildir við flotastöðvar erlendis. Aukningu loftflotans miðaðí vel áfram, sagði hann, enda þótt henni væri ekki eins langt komið og stjórnin hefði á síð- astliðnu ári gert sjer vonir um að yrði. Winston Churchill hafði áð- ur lýst ótta sínum við það, að vígbúnaðinum miðaði ekki nógu vel áfram, og að breski flug- flotinn ætti langt í land með að verða eins öflugur og flugfloti Þjóðverja. Stjórnir ítalíu og Þýskalands sagði hann, væru að gera þess- ar þjóðir að einni „hernaðar- ▼jel“. Hann sagðist vera á sama máli og Halifax lávarður, að ekki þyrfti að óttast að ný heims- styrjöld brytist út strax — „ekki í vor, og ekki í sumar“, sagði Churcliill, „en á næsta árí má eiga þess von.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.