Morgunblaðið - 06.03.1937, Page 5

Morgunblaðið - 06.03.1937, Page 5
Laugardagur 6. mars 1937. URVAL — — nýrra kápuefna í vorkápur og dragtir Ódýr Crepe de Chine í fóður. Hnappar og spennur. CHIC- Aðeins fáein •eintök ei'tir af Mnum vin- sæl u Úrvalssögum eftir Maupassant. Verð ib. kr. 6.00 Verð ób. kr. 4.00 Fyrirliggfandi: Kandfs, sv Eggert Knstjánsson 5 Co, Sími 1400. Dansleikiir verður haldinn í K. R.-húsinu laugardaginn 6. mars kl. 10 e. m. Gömlu og nýju dansarnir. — Hin vinsæla hljómsveit K. R. hússins ;spilar fyrir dansinum. Steppdansari, svartur sem sót, sýnir listir sín- a,r. Hver mundi hann vera? — Takmörkuð verður sala aðgöngumiða Jiannig, að allir geti skemt sjer sem best. — Tryggið yður því að- .göngumiða í tíma. — Húsinu lokað kl. 12. — Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 4 á laugardag í K. R. húsinu og kosta kr. 2.50. ------------Allur ágóðinn rennur til Vetrarhjálparinnar.-------------- MORGUNBLAUi, & Æskan og sljórnmálin. Hví öfundast rauðu flokk- arnir við stærsta æsku- lýðsfjelagið, Heimdall? Atíu ára afmæli sínu, um miðjan febrúar, sýndi Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, borgar- búum og öllum landslýð, hversu djúp ítök og sterkt f.ylgi Sjálfstæðisflokkurinn á meðal æskulýðs höfuðstað- arins. Hann hjelt mjög fjöl- mennan afmælis- og aðal- fund, hann hjelt útbreiðslu- fund í Varðarhúsinu fyrir troðfullu húsi reykvískra æskumanna og við frábær- lega góðar undirtektir. f sambandi við afmælið gengu inn í fjelagið 100 nýir fje- lagar og margir hafa innrit- að sig síðan. Fjelagið hjelt hinn mynd- arlegasta afmælisfagnað að Hótel Borg þ. 20. febr., og gaf út vandað afmælisrit, sem þegar hefir náð mikilli útbreiðslu og verið mjög vel tekið. Heimdallur, sem er fjölmennasta stjórnmálafje- lag ungra manna hjer á landi, sýndi með þessu mátt sinn og hann baráttuvilja sem með fjelagsmönnum býr. Það þarf því engan að undra þótt andstæðingar og öfundar- menn Heimdallar fyltust ugg og ótta er þeir sáu hinn mikla vöxt og viðgang fjelagsins. Sá ótti er skiljanlegur og mannlegur, er þeir sjá fylgi æskunnar hrynja undan sjer og hina ungu menn skipa sjer í fylkingarraðir Heimadallar. — Þessu hefðu þeir átt að taka eins og menn með því að efla og auka sína málefnabaráttu til að vinna æskuna á sitt band. En til þess höfðu þeir ekki manndóm. í stað heiðarlegrar bardagaaðferðar grípa þeir til síns venjulega og viðurstyggilega meðals: Lyga frá rótum og rógburðar. Forgöngu um þessar svívirði- legu herferð gegn Heimdalli hefir málgagn Framsóknarmanna, Nýja dagblaðið, haft. Er þar einkum tvent tínt til, annars vegar áburð- ur um óreglu á afmælishátíð fje- lagsins, og hins vegar dylgjur um einræðis- og ofheldistilhneigingar ungra Sjálfstæðismanna í sam- bandi við fánalið Heimdallar. Verða nú hvorn þessara atriða gerð skil. Er áfengisnautn flokksmál? Nýja dagblaðið reynir að koma þeim stimpli á Heimdall og Sjálf- stæðisflokkinn í heild, enda hefir fyr verið vegið í þann sama knje- runn, að Sjálfstteðismenn sjeu hin ir grófustu misneytendur áfengis og drykkjumenn. Blaðið ber það á Heimdall að afmælishátíð hans hafi verið „hin óvirðulegasta ó- reglu- og drykkjuskaparsam- kunda“. Er þetta einn liður í þeirri rógsherferð, sem öfund rauðliða yfir gengi Heimdallar hefir hleypt af stað. En áður en þessari í senn fyrir- litlegu og- fáránlegu staðhæfingu er svarað, skal á það bent hversu aðstaða Framsóknarflokksins er til áfengismálanna. Sjálfstæoismönnum er það að vísu mjög um geð að þurfa að taka upp skrif um slík mál sem þessi. Þeir fyrirlíta þá auvirði- legu bardagaaðferð, sem Jónas frá Hriflu og kögursveinar hans hafa leitt inn í íslenska stjórnmálabar- áttu, að lepja upp persónulegar dylgjur og slúðursagnir. En þeg- ar þessir sorppenuar halda áfram látlaust slíkum rógi, þá er ten- ingunum kastað, og Sjálfstæðis- menn verða að svara eins og á þá er yrt. Framsóknarflokkurinn lxefir svo veika aðstöðu og hlettótta fortíð sinna eigin manna með að dragn- ast, að úr þeirri átt skyldi menn síst vænta þess að ofnautn áfengis yrði gerð að flokksmáli og notuð sem árásarefni á Sjálfstæðisflokk- inn. Ef af bálfu þingmamia hefir Amrið valdið hneyksli innan þings og utan fyrir ölæði, þá er þess fyrst að leita innan Framsóknar- flokksins. Framsóknarflokkurinn hefir haft forgöngu um það — og mun þar hafa nokkra sjerstöðu meðal stjórnmálaflokkanna, — að senda háttsetta höfðingja úr fylgiliði sínu út fyrir pollinn til afvötnunar á þar til gerðar stofnanir erlendis. Og Framsókn- arflokkurinn á þann Leggjabrjót, sem vann sjer það til frægðar að fótbrjóta mann í ölæði. Skal nú vikið að afmælishátíð Heimdallar. Hefir áður verið ítar- lega skýrt frá henni í blöðum Sjálfstæðismanna, og ber öllum saman um, að hátíð þessi hafi ver- ið eitt hið veglegasta og sköru- legasta samsæti, er hjer hefir ver- ið háð um langt skeið. „Þeir fáu sem sóttu samsætið“, á máli Nýja dagblaðsins, voru um 500 manns. Um það er borið, bæði af gestum öllum, þjónum hótelsins og öðrum, að áfengisneysla hafi verið þar með minna móti, og þeir er til þekkja segja, að síst bafi meira borið á drykkju þar heldur en í samsæti Framsóknarmanna kvöld- ið áður. Enda er það vitanlegt að ýmsum innan þess flokks þykir góður sopinn og skal eigi frekar út í það farið en þegar er gert, og er það af hlífð við Framsókn- armenn, að eigi er gjörr skýrt frá ýmsum samsætum og „hófum“, sem þeir hafa haldið fyr og síðar. Alt skraf blaðsnepilsins um ó- reglu og drykkjuskap í þessu sam sæti, áflog og illindi fánaliðs- manna og aðrar slíkar dylgjur, eru staðlausir stafir og ósvífinn rógburður. Það eina, sem fótur er fyrir er það, að einn valinkunn ur fjelagsmaður, sem öllum er kunnur sem mesta prúðmenni, var rekinn út að skipun hótelstjór- ans, vegna orðasennu þeirra að sögn. Var þetta að allra dómi, er til sáu, gersamlega ástæðulaust. Fánalið Heimdallar á að vernda virðingu fánans. Ut af hinu endurskipulagða fánaliði Heimdallar hafa rauðu sorpblöðin fylst hinni mestu heift. Ausa þau fúkyrðum yfir fánaliðs- menn og telja liðið stofnað til of- heldis- og hryðjuverka. Kyrja þau bæði sama sönginn Nýja I)ag blaðið og málgagn kommúnista. Hvern hvítan mann hlýtur að klígja við slíkum svigurmælum frá glæpamönnunum frá 9. , nóv. 1932 og aðdáendum blóðdóm- anna og morðanna í Moskva. Og getsakir og glamuryrði bindindis- postulans við Nýja Dagblaðið, sem lofar og vegsamar hverja einustu svívirðingu, hvert einasta ofbeldis og hermdarverlc stjórnarflokk- anna, og smjattar á öllum þeirra ósvífnustu lýðræðisbrotum og landráðaverkum, getur engiim tekið alvarlega. Er það sameigin- legt bindindisfrömuðunum Þóramí þessum og Sigfúsi með sultardrop ann, að í stað áfengisneyslu drekka þeir sig daglega blindfulla af þeirri ólyfjan, er rógmælgi nefnist. Við slíka menn er eigi unt að eiga orðastað. En fyrir bindindishreyfinguna, sem ritstj. N. Dagbl. þykist vinna fyrir, er það mjög vafasamur gróði að hafa slíkan rógbera og ritfífl fyrir málsvara. Þegar mað- ur, sem við hvert tækifæri hreyk- ir sjer í útvarpi og á mannfund- um til að prjedika bindindismál, viðhefur jafn svívirðilegan mál- fiutning, hlýtur það að fæla heið- virða menn frá þeim málstað er hann boðar. Því það er altaf til ills góðum málstað, að hann sj? fluttur með rógi og lygum og af lítilmennum. En um fánalið Heimdallar, sem vakið hefir aðdáun og ánægju allra unnenda íslensks þjóðernis, skal það sagt, að verkefni þess er fyrst.og fremst að halda vernd arhendi um virðingu og sæmd hins íslenska fána. Þess er líka full þörf, þegar liðsmenn hinna rauðu flokka gera sjer leik að því að svívirða íslenska fánann. Og það munu allir viti bornir menn viðurkenna, að einkennisbú- inn æskulýður eins og fánalið FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.