Morgunblaðið - 06.03.1937, Síða 6

Morgunblaðið - 06.03.1937, Síða 6
16 MORÖtlNBLAÐiP Lanffsrdagnr 6. mar* 1937. Netakúia fu.ii Breskur toQari tekinn af peningum. (landhelQÍ. Skemtileg getraun Slysavarnaíjelagsins. Fyrir nokkruxn dögum færði maður, sem stundað hefir fiskiveiðar við Faxaflóa síðan fyrir aldamót, Slysavarnafjelagi íslands að gjöf netakúlu fulla af peningum. Biga peningar þessir að fara í rekturssjcð hins væntanlega björgunarskips fyr- ir Faxaflóa. Jafnframt óskaði gefandinn þess, að kúlan yrði höfð al- menningi til sýnis á hentugum stað og fólki væri gefinn kostur á að geta hvað mikil upphæð er í henni. Með því að greiða eina krónu, — sem einnig fer í reksturssjóð björgunarskips- ins, og fær hver og einn rjett til þess að geta hvað mikið í kulunni er. Hver sá, sem getur rjett upp á hvað hún hefir að geyma, fær að launum jafn- mikla fjárhæð og í henni er. Þessi getraun á að standa yf- ir til maímánaðarloka nk. Verð- ur kúlan þá opnuð af lögmann- inum í Reykjavík eða umboðs- manni hans, sem þá telur pen- ingana sem í henni eru. Jafn- framt hefir lögmaðurinn nú þegar tekið á móti lokuðu um- slagi frá gefandanum, njeð miða, þar sem upphæðin er skráð sem í kúlunni er. Þeir, sem taka vilja þátt í getraun þessari, geta gert það á eftirtöldum stöðum: Á af- greiðslu Morgunblaðsins, Al- þýðublaðsins, Nýja dagblaðsins, Vísis og á skrifstofu Slysavarna fjelags tslands. Á þessum stöð- um liggja framrni listar, sem fólk getur skrifað nöfn sín og heimilisfang á, ásamt þeirri upþhæð, sem hver og einn gef- hEf til vill geta menn síðar ngið að geta á kúluna í fleiri étöðum en að ofan segir. LEIRKER á miðstöðvarofua fyrirliggjandi. Á Einarsson & Funk. Austin bifreiC slilu. Verð kr. 1800. A.V.A. Varðháturinn „Grautnr" kom í gærdag um hádegi með Grimsby-togarann „Favorita", sem hann hafði tekið að veiðum í Hafnasjó í fyrrakvöld. Rjettarhöld hófust skömmn eft ir hádegi og stóðu langt fram á kvöld. Skipstjórinn 4 togaranum, T. W. Norrison, mótmælti að hami hefði verið að veiðum í land- helgi, en skipstjórinn á „Gaut“, Eiríkur Kristófersson, hjelt því fram, að skipið hefði verið statt 0,7 sjómílur innan landhelgi, er það var tekið. Dómur verður kveðinn upp í máli skipstjórans kl. 1 í dag. Lítil telpa slasast í bílslysi. Fimm ára gömul telpa slasað- ist töluvert á höfði í bíl- slysi, sem varð á Hverfisgötu fyr- ir framan Alþýðuhúsið kl. 4*4 í gærdag. Sjónarvottar og bílstjórinn á R. 574, sem stúlkan varð fyrir, segja svo frá slysinu: Bíllinn var að koma ofan Ing- ólfsstræti, og er hann ætlaði að beygja niður á Hverfisgötu, hljóp telpan, sem var þarna með ann- ari lítilli telpu, fyrir bílinn. Lenti hún framan á aurbrettinu og fjell við á götuna. Telpan hlaut skurð á hof- uðið, framan á enni, og var þeg- ar flutt á Landsspítalann. Telpan, sem slasaðist, er dóttir Jóns Kr. Jónssonar á Nýlendu- götu 29. Morgunblaðið hjelt spurnum fyrir á Landsspítalanum í gær- kveldi um líðan telpunnar, og var sagt, að sárið væri ekki hættulegt og að telpunni liði vel. 50—60 ÞÁTTTAKEND- UR I SKÍÐAMÓTINU. Skíðafjelag Reykjavíkur efnir til skíðaferðar í fyrramálið kl. 9. Farið verður upp að Skíða- skála, í. fyrsta skifti um langan tíma. Ekið verður í bílum að Vífil- felli og þaðan gengið á skíðuro að skálanum; er sú leið um 10 km. löng. Þar sem gera má ráð fyrir, að marga fýsi að taka þátt í þess- ari skíðaför, verður ekki hægt að taka fleiri með í hana en þá, sem tilkynna þátttöku og leysa út far miða fyrir kl. 7 í kvöld í verslun L. H. Miiller. Skíðalandsmótið. í kvöld er útrunninn frestur til að tilkynna þátttöku í land móti skíðamanna. Er búist við, að þátttakendur verði milli 50 og Vil kaupa notuð íslensk irímerki fyrir 7 krónur pr. 1/4 kg. Allar tegundir, á horn um umslaga. C. Messent, Ox- ford Place, N^rwich, ->g- ' land. ijca m 60. Skíðanámskeiðin. I Skíðanámskeiðinu, sem staðið b.efir við Skíðaskálann þessa viku, lauk í gær. II Þátttakendur hafa tekið mikl- um framförum, enda hefir veður | og allar aðstæður verið hinar á- - kjósanlegustu. VÍH skíðafólkið helsfc efoki vfírgefá skálann. ÖFUND RAUÐLIÐA VIÐ HEIMDALL. FRAMH. AF FIMTU SIÐU. Heimdallar, sem vill halda fána þjóðarinnar í heiðri, þegar sam- herjar Þ. Þ. rífa hann og ó- virða, eigi fullan rjett á sjer. Þ. Þ. skopast að því, að fánaliðs- menn vinni fánanum og íslensku þjóðerni drengskaparheit, og skyldi það engan undra, þótt skó- sveinn og lærlingur Jónasar frá Hriflu hafi heit og eiða í flimt- ingum og beri litla virðingu fyr- ir slíkum hlutum. Framsóknarmenn hafa á öllum sínum starfsferli biðlað mjög til æskunnar, en orðið sáralítið á- gengt. Við höfum oft heyrt um „fjelög ungra Framsóknarmanna“, sem altaf er verið að stofna, en sem hvergi eða óvíða eru til. Þeir hafa gert ítrekaðar tilraunir, og það með allmiklu yfirlæti, til að stofna samband ungra Fram- sóknarmanna, en alt hefir það runnið út í sandinn, ekki ein- göngu fyrir ódugnað forkólfanna, heldur fyrir þá sök, að æskan snýr við þeim baki og fyrirlítur þá loddara og misindismenn, er þar hafa mannaforráð. Þessvegna er líka skiljanleg gremja sú og heift, sem gripið hefir þessa vesal- inga, er þeir sjá straum hins unga fólks liggja til Sjálfstæðisfloklcs- ins. En þessar heiftúðugu árásir munu aðeins þjappa ungum Sjálf stæðismönnum enn fastar saman og örfa þá í baráttunni gegn stjórnmálaspillingu rauðu flokk- anna, og fyrir hugsjónum ungra S j álf stæðismanna. SJÁLFSTÆÐIS- OQ UT- ANRÍKISMÁLIN. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. þess, aS farið yrði aS ræSa um ágreining þann sem reis í utan- ríkismálanefnd, og varS þes valdandi aS SjálfstæSisflokkur- inn hætti störfum í nefndinni. En Ólafur Thors kvaSst ekki þrátt fyrir tilefnin, ætla aS nota þenna dag til aS gera upp þá reikninga, enda hefSi alt annar blær orSiS á umræSunum ef þaS hefSi orSiS. Hinsvegar lýsti Ólafur yfir því f. h. SjálfstæSisflokksins, aS þrátt fyrir misklíS þá sem orSiS hefSi í utanríkismálanefnd og sem valdið hefSi samvinnuslit- um, myndi SjálfstæSisflokkur- inn vinna aS þessum málum í nefndinni. UmræSunum varS ekki lokið, og halda þær áfram á mánu- dag. SPÁNARFRJETTIR. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU úti á rúmsjó, og hafi annað ver- ið með marga rússneska skrið- dreka og skotfæri til stjórnarinn- ar. Gæslustarfið vegna sjálfboða- liðsbannsins hefst á miðnætti að- faranótt sunnud'"-.ins. Fjögur lönd hafa gæslustarfið með strönd um fram á landi, Frakkland, Bretland, Þýskaland og ítalía. Enn hafa ekki borist svör frá öllum viðkomandi stjómum um ýms atriði, er Iúta að framkvæmd gæsluRtarfsins við Spánarstrend- ur. Nefndii! -'*rír sjer vonir um, að þau svii • y?rði fyrir hendi á hforifKsV v ■ ■ '■ Ekkjufrú Solveig Guðlaugs- dóttlr verður 85 ðra. Árið 1852 6. mars fæddist óðals- bónda Guðlaugi í Öxney á Breiða- firði og konu hans fagurt mey- barn og hlaut það í skírninni nafnið Sólveig. Ólst hún upp í for- eldra húsum og hlaut viðurnefnið Sólveig fagra og það ekki að ó- fyrirsynju, því hún bar nafn með rentu. Árið 1878 giftist hún Þorsteini Stefánssyni. Bjuggu þau á Seyð- isfirði í ástúðlegu hjónabandi í 9 ár. En þá misti hún mann sinn, sem hún hefir syrgt æ síðan. Ekki varð þeim hjónum barna auðið. En þau tóku systurdóttur Þor- steins manns Sólveigar, Stefaníu Guðmundsdóttur, fyrir fósturbarn og gengu henni í foreldra stað og frú Sólveig gat áreiðanlega ekki elskað hana meira þótt hún hefði verið hennar skilgetin dóttir og var atlæti í uppvexti hennar í samræmi við það. Þegar frú Sólveig var orðin ekkja flutti hún frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og gerðist matsölu- kona. Þá kyntist jeg henni fyrst, sem einn af kostgöngurum hennar. Oft hefi jeg hugsað um það síðan að töluvert hefir í þá konu verið spunnið, sem stóð jafn prýðilega í húsmóður stöðunni og frú Sól- veig og ekki minnist jeg nokkurn tíma, þá 5 vetur sem jeg var þar í kosti, að allir væru ekld ljettir og glaðir og eins og þeir ættu þar heimili sitt og voru þó kost- gangararnir sinn af hverju lands- horni. En það var eins og allir sameinuðust í einum anda, þeim að leggja sinn skerf til þess að heimilið yrði fegurðar- og glað- værðarheimili og yrði þannig í samræmi við húsmóðurina, glað- lyndi hennar og ljúfmensku. Jeg get ekki stilt mig um, að geta einna samtaka, sem voru mynduð þar síðasta veturinn (1892—1893) sem jeg var þar. Kostgangararnir tóku sig sam- an um að leika nokkra smáleiki. Þar á meðal var leikritið Frúin sefur. Ein í þessum samtökum var heimasætan, Stefanía, þá að mig minnir á 17. ári. Þá skeði það, að hún lagði undir sig Reykjavík á nokkrum kvöld- um með leik sínum, í leikritinu Frúin sefur, sem varð að leika 16 sinnum svo að segja í röð og var það einsdæmi í svó fámennum bæ, sem Reykjavík var þá. Þessi samtök urðu einn styrk- asti þátturinn í myndun Leikfje- lags Reykjavíkur síðar. En hvað kemur þetta æfi frú Sólveigar við? Jeg segi jú! Því hún, sem áður í lífinu hafði staðið af sjer svo marga brotsjóa, t. d. þegar þau hjónin mistu skip sitt, og þar með nálega allar eigur sínar. Missir hins elskulega eiginmanns og þeg- ar hluti af húsinu sem hún bjó í skolaði út á sjó í snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði. En við þennan litla fjelagsskap urðu straumhvörf í lífi hennar. Því svo að segja frá þessum tíma hefir hún verið borin á hönd- um ástvina sinna. Því yndið henn- ar og eftirlætið giftist valmern- F’ inu bæjargjaldkera Borgþór Jó- sefssyni 1896. Hjá þeim dvaldi hún meðan fieirra naut við og nú hjá dætrum þeirra, sem gera henni lífið svo ljett, sem auðið er, með hinu framúrskarandi atlæti er hún nýtur á heimili þeirra. Jeg þykist viss um — ef jeg má dæma eftir sjálfum mjer — að all- ir sem kyntust frú Sólveigu, sendi henni hjartans kveðjur sínar og þökk fyrir liðna tíð, á þessum heiðursdegi hennar. Guðs náð og blessun krýni æfi- kvöld trúu og dyggu verkakon- unnar á starfssviði lífsins. Þökk fyrir liðna tíð. P. H. H. Nýr, ónotaður „Nygrei“- mótor (í umbúðum verksmiðj unnar), 45/65 hestafla, er til sölu með tækifærisverði. Eyjsór Árnason, Bergstaðastræti 9A. Spikþræddar rjúpur. Verslíi Kiin Kjöt & Fiskur Símar 3828 og 4764. Spikfeitt kjðt af fullorðnu fje. Nautakjöt — Hangikjöt. Versl. Búrfell, LsÆigayeg: 48. Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.