Morgunblaðið - 06.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1937, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. mars 1937. Borgarstjörlnn ÍNewYork móðgar Hitler. FRÁ FRJETTARITAítA VORUM. KHÖFN 1 GÆR. Stjómin í Washington hefir beðið opinberlega afsök- unar á ummælum sem borgar- stjórinn í New York, La Guard- ia, ljet falla um Adolf Hitler. Kallaði La Guardia hann „brún- klæddan æsingamann, sem frið- inum í heiminum stafaði hætta af". Baðst Bandaríkjastjórn ftf- eökunar á þessum ummælum, *kv. kröfu þýsku stjórnarinnar. f afsökun sinni vekur stjórnin í Washington at- hygli á því, að málfrelsi ríki í Bandaríkjunum. Þýsk blöð halda áfram bitur- yrtum árásum á La Guardia og einnig á Bandaríkin, þrátt fyrir þessa afsökun. Talið er, að sendiherra Bandaríkjanna í Berlín hafi símað ummæli blaðanna til Washington. (Skv. Lundúnafregn FÚ. sagði La Guardia m. a. að líkani af Hitler œtti að koma fyrir í „hryll- ingasal" Ncw York sýningarina- ar.) j----------------¦ ? ¦------------------ B.v. Karlsefni kom frá Bnglandi í fyrrinótt. M0RGUNBLA8I8 ri" & Qagbókc ? Edda. 5937397 — 1. Veðrið í gær (föstud. kl. 17): Háþrýtsisvæðið helst ennþá yfir Islandi og Grænlandi. Hæg NA- átt um alt land og veður bjart víð ast hvar. Frost er 4—8 stig norðan lands og í innsveitum sunnan lands, en um 0 st. við suðurströnd ina. Veðurútlit í Reykjavík í dag: NA-gola. Ljettskýjað. Messað í fríkirkjunni £ morg- un kl. 2, sr. Árni SigurÖsson. Að lokinni messu hefst aðalsafnaðar- fundur. Barnaguðsþjónusta í fríkirkj- unni í Hafnarfirði á morgun kl. 2. Messa í fríkirkjunni í Hafnar- firði 4 morgun kl. 5. Sr. Jón. Auð- uns. Barnaguðsþjónusta í Mýrarhúsa skóla á morgun kl. 2y2. Barnaguðsþjónusta í Laugar- nesskóla á morgun kl. 10,30. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 2. Sr. Garðar Svav- arsson. Messnr í Dómkirkjunni á morg- un: Kl. 11 sjera Bjarni Jónsson. Kl. 2 Barnaguðsþjónusta, sjera Fr. Hallgr. Kl. 5 sjera Friðrik Hallgrímsson. B.v. Snorri goði kom af veið- um í gærmorgun með fullfermi og talsvert af fiski á dekki. Skipið fór í gær áleiðis til Englands með aflann. Eimskip. Gullfoss kom frá út- löndum í gærmorgun. Goðafoss kom til Isafjarðar kl. 11 í gær- morgun. Brúarfoss var á Vopna- firði í gærmorgun. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestm. Lagarfoss kom til Djúpavogs um hádegi í gær. Selfoss kom frá útlöndum í gærmorgun. K. R. efnir til skíðaferðar í morgun. Fjelagar eru beðnir að tilkynna þátttöku sína á skrif- stofu K. R., sími 2130 milli 5—7. Ekíðaferð Ármanns. Farið verð- ur frá Iþróttahúsinu og lagt af stað kl. 8x/2- Athygli skal vakin á því, að tala farmiða fer aðeins fram í kvöld kl. 5—9 á skrifstof- unni, sími 3356), og eru menn á- mintir um að leysa út miðana á þeim tíma, þar s'em ekki verður selt við bílana að morgni. Samkepnisprófið. í gær fluttu keppendur fyrra erindi sitt, eins j og til stóð, er f jallaði um afstöðu' kristins manns til „adiafora". í dag flytja þeir hið síðara erindi,' er f jallar um einkaskriftir sam- i kvæmt evangelisk-lúterskum skiln ingi. Fyrstur talar sr. Benjamín Kristjánsson, þá Sigurður Einars- son og þá sr. Björn Magnússon. Búist er við dómsniðurstöðu dóm- hefndar mjög bráðlega. Er ekki útilokað, að dómur nefndarinnar verði kveðinn upp í kvöld. Hjónadag. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Lovísa Helgadóttir, Arnasonar fyrv» dyravarðar, og Magnús Pálsson verslunarm. Heimili brúðhjónanna verður á Njálsgötu 10. Dansleikur verður haldinn í K. R. húsinu í kvöld. Hin góðkunna hljómsveit K. R. hússins spilar. Gömlu og nýju dansarnir verða dansaðir. Steppdansari sýnir þarna listir sínar. Allur ágóði rennur til Vetrarhjálparinnar. — Skemtisamkomur Vetrarhjálpar- innar hafa ávalt verið vel sóttar, og svo mun einnig væntanlega verða að þessu sinni. Sigurður Björnsson, útgerðar- maður á Akureyri, fjekk heila- blóðfall aðfaranótt fimtudags og liggur þungt haldinn á sjúkra- húsinu á Akureyri. Hrisgrjón og haframjöl hefir hækkað í verði á heimsmarkaðinum. Ennþá er sama lága verðið hjá mjer. 5ig. Þ. 5kjalöberg, (Heildsalan). Rjúpur í sunnudagsmatinn. PÖNTUNARFJELAG VERKAMANNA Kjötdeildin. Sími 210& Odýra Sáudgerðisýsan fæst altaf glæný á Norðnrstíg 4, sími 3657, og á Baldursgötu 39, strati 2307. ¦-------Aðeins 10 aurar pundið — 12 aurar heimsent. Aðrar fisk- tegundir hlutfallslega jafn ódýrar. Sifrurður og Þorgrímur i fisksalar. Útvarpið: Laugardagnr 6. mars. 10.00 (—12) Fyrirlcstrar kepp- enda um dósentsembættið í guðfræðideild. 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 Fyrirlestrar keppenda um dósentsembættið í guðfræði- deild. 19.20 Hljómplötur: Ljett lðg. 19.30 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Leikrit: „Þjóðníðingurinn", eftir Ibsen (Þorst. Ö. Stephen- sen, Alfreð Andrjesson, Bryn- jólfur Jóhannesson, Emilía Borg, Friðfinnur Guðjónsson, Gestur Pálsson, Ragnar E. Kvaran, Tómas Hallgrímsson, Þ6ra Borg). HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Sðlastaðir: Austurstræti 12. Sími 3582. Laufásvegur 61. Sími 3484. Laugavegur 66. Sími 4010. Reykjavíkurv. 5. Sími 4970. Túngata 3. Sími 4380. Varðarhúsið. Sími 3244. Týsgata 1. Sími 3586. Vesturgata 42. Sími 2814. í Hafnarfirði: V. Long og VersL Þorvalds Bjarnasonar * f* " B» S-3V AUir írúa_áThamingjuna. En^innveit hvenæc gæfan bros- ir ^iH honum og færir honum stóran^ioning. | St^iíð&':^ Ffórllaogsoiiði kostar máoalS- arlega fafot og vindliagapakki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.