Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 2
-1- MORGUNBLAÐÍÐ Miðvikudagur 10. mars 1937 Trtt.,5 c Reykjavík. uje.ansson ög: yr Stefánsson — abyrgtSarmaöur. Rltstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8..— Sími 1600. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áakriftagjald: kr. 3.00 á mánutSi. í lausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura metS Lesbók. Koch og foringi andstæðinga hans. Inflúensan. Þá er ekki leugur um að vill- ast, að infhiensau er komin tii bæjarins. Hún leynir sjer ekki. Hún fer mjög geyst yfir síðustu dagana, og leggur heil heimilin að velli. Þegar fíésSi' inflúensufaraldur gekk ,í nágrannalöndunum, vakti Morgunblaðið máls á því, að nauð synlegt værí að gera ráðstafanir til að verja&t þess, að veikin bær- ist hingað um háveturinn. Blað- ið benti á, að Reykvíkingar væru mjög illa' tófdir það búnir núna, að taka á mótí inflúensu. Binkum cfg sjer í lagi væru börnin illa undir veikina búin. Vondar far- sóttir þafa síðustu árin heimsótt börnin, mislingar og kíghósti, og svo þassar venjulegu árlegu kvef- pestir^ sem aldrei ætla að skilja við Reyikyikinga. y.ar m. a. ástaíðaii fyrir því, að Morgunblaðið gerði þá kröfu til heilbrigðisstjórnarinnar, a^ húiy gej’ði, ali sem unt .væri til að verjasi inflúensunni nú um há- veturinn. Bn þessu var illa tekið af heilþrigðisstjórninni. Og nú er inflúensan hingað kom in, og er í alglevmingi þéssa dag- * 'r-- ,f" ■ { "3 apa. Læknar. telja veikina væga, það sem af er. En það er með þessa iriflúensu, eins og allar aðrar, að það verður að gæta fylstu varúð- ar. Sje þessa ekki gætt, geta af hlotist alvarlegir fylgikvillar. Mörg heimili í bænum eru þeg- ar illa?stödd, vegna þess að veik- in hefir tekið alla á heimilinu samtímis. Á þessi heimili vantar tilfinnanþega hjálp, einkum stúlk ur til þess að matreiða og vinna algeng heimilisstörf. Þessum heitnilílln þarf ,að hjálpa, og sú hjálp verður nú í tje látiii fyrir atbeina borgar- stjóra, í; sámráði við hjeraðs- læknir. En til þess að hægt sje að veita þessum illa stöddu heimilum hjálp, þurfa sjáífboðaliðar og aðrir að gefa sig fram nú þegar á Ráðri- ingarstofu bæjarins. Ekki þarf að efa það, að Iieyk- víkingar láta ekki á sjer standa til þess að veita þá aðstoð, sem borgarstjóri og hjeraðslæknir fara nú fram á, Bæjarbúar hafa áður sýnt það, að þeir eru þess albúnir að hjálpa samborgurum sínum, þegar líkt stendur á og nú. , i- , Skátar bséjárins hafa þegar boð ið sína aðstoð, og í spor þeirra munu aðrír bæjarbúar fara, er að- stoð geta veitt. Reykvíkingar! Verum samtaka, og gerum alt sem unt er til þess að hjálpa þeim, sem erfiða eiga aðstöðu nú í veikindunum! Lauge Koch. Georg Madsen, , form. danska landfyæðifjelkgsins. Nýjar tillðgur frð Hitler ? FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. að er búist við, að von * Ribbentrop flytji með sjer tillögur frá Hitler um nýjan Vestur- Evrópusáttmála er hann kemur til Lundúna á morgun. von Ribbentrop hefir dval- ið í Þýskalandi undanfarna viku. Um mikilvægi þessara tillaga verður litlu spáð, en utanríkis- ráðherra Breta, Anthony Eden, hefir jafnan verið því andvíg- ur, að ræða um Vestur-Evrópu- sáttmála, án þess að friðurinn í Austur-Evrópu verði jafnframt trygður. w _ Arásarmenn Lauge Koehs sýknaðir! Hafa sannað gagnrýni sína. 12 milj. króna vopnafarmi til rauðliða sökt. Æfintýrleg för hergagna- skipsins frá Ameríku, LONDON í GÆR. FÚ. Canarias, beitiskip uppreisnarmanna, sökti í gær í Biscayaflóa skamt undan Bordeux, spanska skipinu Marcanta- brico (7 þús. smál.), sem komst burtu frá New York með 12 miljón króna vopnafarm 6. janúar síðastl. nokkrum klukkustundum áður en sam- þykt voru lög í Bandaríkjunum, sem banna vopna- flutning til Spánar. Einn af skipverjum á Marcantabrico hefir skýrt frá því, að skipið hafi komist úr landhelgi fám mínútum áður en vopna- útflutningsbannið gekk í gildi. Þegar skipið var á leiðinni úr höfn í New York var hald- ið áfram að skipa hergögnum um borð með aðstoð flug- vjela. Þegar Marcantobrico var sökt í gær bjargaðist einn af skipverjum um borð í franskt fiskiskip, sem fór með hann til Arcachon í vesturstrpnd Frakklands og hefir hann sagt blaða- mönnum frá hinni æfjntýralegu för skipsins og afdrifum þess (skv. Lundúnafregn F.Ú.) : Canarias ljet ekki blekkja sig. LONDON í GÆR. FÚ. B.v. Otur kom frá Englandi í fýrrirVótt. Skipverjinn segir, að eitt af strandgæsluskipum Banda ríkjastjórnar hafi stöðvað Mar- cantabrico við Sandy Hook, en síðán leyft því að fará leiðar sinnar og hafi það komist út úr landhelgi fám mínútum áð- ur en bannið gegn hergagna- útflutningi til Spánar gekk í gildi. Þá segir hann að skipið hafi siglt til Mexico, og bætt við hergagnafarm sinn í Vera Cruz. Marcantabrico var á leið- inni til spánskrar hafnar með þenna farm, þegar því var sökt. Skipið kom ekki inn á Bis- cayaflóa fyr en í gær, og hafði þá nafn breska skipsins „Adda“ frá Newcastle verið málað yfir hið rjetta nafn skipsins, því það líktist mjög því skipi. Vonað- ist skipshöfnin til að það þekt- ist ekki. Breskur fáni var dreg- inn að hún í skut skipsins en spánski fáninn í stafni. ur, að bátar hafi verið settir út frá Canarias, og að liðsforingj- ar af beitiskipinu hafi farið um skipið og rannsakað það. Síðar var skipshöfnin á Marcantabrico — 150 manns — flutt yfir um í beitiskipið. Kveðst skipverji. þessi hafa verið feginn að sleppa, því að hann óttist, að fjelagar hans hafi verið skotnir. Hann segir, að auk áhafnarinnar hafi verið með skipinu 17 farþegar, þar af tveir Bandáríkjamenn og 5 ítalskir menn. Hafnarskrifstofan í Borde- aux hefir birt skýrslu um skips- tjónið og ber skýrslu hennar í flestum atriðum saman við frá- sögn þessa skipverja. En þó er því haldið fram, að ekki hafi sjest eldur í skipinu. í annari fregn er því haldið fram, að uppreisnarmenn hafi sett hafnsögumann um borð, og að tilgangurinn hafi verið sá, að reyna að koma skipinu til hafn- ar, en það hafi verið orðið of I mikið laskað til þess að það En beitiskipið Canarias ljet1 gæti tekist. ekki blekkja sig, og hóf skot- hríð á Marcantabrico, er það nálgaðist það. Skipverjinn segir, að eldur hafi komið upp í annari lest skipsins, og hafi þá verið sent út neyðarmerki, með kallstöfum breska skipsins ,,Adda“. Skýrir þetta flugufregn sem barst út um það, að um breskt skip væri að ræða. Skipverji þessi segir ennfrem- FLUGLEIÐIN UM ÍSLAND. Khöfn í gær F.Ú. Atlantshafsflugmaðurinn Thor Solberg, segir að menn sjeu engan veginn hættir við flugleiðina um norðanvert At- lantshaf yfir Island, og telur að í 3000 metra hæð megi fljúga á þessari leið árið um kring. Fer Koch til Rússlands? FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. T andsrjetturinn í ^ Kaupmannahöfn staðfesti í gær ummæli ellefu nafntogaðra danskra jarðfrseðinga, um t»að, að Lauge Koch hafi eignað sjer á ó- sæmilegan hátt rann- sóknarniðurstöður ann- ara. Fyrir þessi og fleiri ummæli hafði Koch ?tefnt jarðfræðingunum □g var dómur kveðinn upp í Landsrjettinum í gær. Jarðfræðingarnir voru sýknaðir og engin um.mæli þeirra voru dæmd dauð eða ómerk. Lauge Koch var dæmt að greiða málskostnað, 3500 krón- ur. Það er ekki afráðið ennþá, hvort Koch áfrýji dómnum. I Berlingske Tidende segir í dag að engu sje hægt að spá um það, hvaða afleiðingar dóm- urinn kunni að hafa á starf Kochs sem foringja vísinda- lefðangra. Sú fregn hefir flogið fyrir, að Koch muni ætla að þiggja stöðu sem honum hefir boðist við heimskauta rannsóknir Rússa. Forsendur. Forsendur landsrjettardóms- ins eru fullar 58 folio síður og segir í þeim, að jarðfræðing- arnir ellefu, sem ákærðir voru, hafi sumpart sannað að fullu ’veigamestu árásaratriðin og sumpart ekki farið lengra en vísindalegt skoðanafrelsi leyfi. Varnarskjal jarðfræðinganna sem lagt var fyrir rjettinn, var í 63 greinum og fylgdu því yf- irlýsingar frá Prófessor. Wahl og Amdrup, varaflotaforingja, sem báðir telja að Lauge Koch hafi í síðustu þók sinni á ósæmi- legan. hátt eignað sjer rann- sóknarniðurstöður annara. Sundfjel. Ægir hjelt aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Kosnir voru í stjórn: Eiríkur Magnússon form'., Þórður Guðmundsson vara- form., Jón Ingi Guðmundsson rit- ari, Jónas Halldórsson vararitari, Magnús B. Pálsson gjaldkeri, Helgi Sigurgeirsson varagjaldk. og Jón Pálsson sundkennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.