Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. mars 1337 S Halldór Arnórsson verður fimtugur í dag. Hinn þjóðkunni völundarsmið- ur, Halldór Arnórsson, er fimtugur í dag’. Halldór Arnórsson er fæddur 10. mars 1887, að Hesti í Borgar- firði, foreldrar hans voru þau merkishjón, síra Arnór Þorláks- son, Stefánssonar prests að Und- irfelli, og Guðrún Elísahet Jóns- dóttir, Stefánssonar, Þorvarðsson- .ar prests að Stafholti. — Frábærir hæfileikar til smíða gerðu þegar í æsku vart við sig mjög áber- andi hjá Halldóri, og á aldrinum 1G—19 ára bygði hann upp á ein- •dæmi baðstofur, hlöður og fleira þessháttar í sveit sinni, sem bestu ’lærðir smiðin 19 ára gamall ræðst Halldór til •Jóns heitins Zoega trjesmiðs í Reykjavík og stundar nám hjá 'honum, en ekki varm Halldór þar •toörg handtök þar til handbragð ;hans jafngilti hjá fulltíða smið- Um. Árið 1910 hlaut hann sveins- hrjef í iðninni, en að kunnugra línanna sögn, mundi honum fylli- lega hafa nægt árið til þess að feysa það verk prýðilega af hönd- lim, ef lög hefðu leyft. Jafnframt trjesmíðinu stundaði Halldór járnsmíði allan þennan tíma, og er það éi'tt meðal annars örugg vissa fyrir kostum og hæfi- Seikur Halldórs á þessum tíma, að Jón heitinn Þorláksson þáverandi landsverkfræðingur, rjeði hann í jþjónustu landsjóðs við smíðar og verkstjðrn. Árið 1912 er 'hann við brúargerð á Ytrí-Rangá, en árið • «ftir er hann yfirsmiður við marg- nr brýr norðanlands og víðar. — Veturna 1913—’16 var Halldór settur til vltasmíðis, og vann að smíði fjalda margra vita á verk- stofum landsjóðs, en sumarið 1914 ■er hann gerður verkstjofi, er vit- ar eru reistir á Ondverðarnesl og :á Svörtuloftum, voru það síðustu handtök bans í þjónustu land- sjóðs, því það ár hættir hann þar störfum, en árið 1916 vann hann sitt síðasta stórsmíði, þegar hann byggir vatnsgeyminn á Rauðarár- holti. Þótt smíðin ljeti Halldóri með afbrigðum vel, þá lieimtaði hin ’hagahönd hans víðtækara starf, og hugur hans hneigðist mjög að vjelasmíði. Rjeðist hann því árið 1917 til hins mæta manns og al- hunna þjóðhagasmiðs, Magnúsar 'Benjamínssonar úrsmiðs, og vann ’hjá honum þar til árið 1921, að vjelaviðgerðum, járnsmíð og •margskonar öðru. Árið 1921 ákveður hann, fyrir áeggjan Læknafjelags Reykjavíkur að sigla utan til náms í gerfilimagerð, og naut til ’þess nokkurs styrks fyrir atbeina 'þe.ssa fjelags. Nám þetta stundar Halldór síðan í iy2 ár, lijá „Sam- fUndet for Hjemmet og Vanföre“ í Kaupmannahöfn, og lýkur því að þeim tíma loknum með miklu lofsorði, og fullum rjettindum. Þess má geta, að fastákveðinn námstími hjá þessari stofnun er 4 ár, í hverri grein fyrir sig, en þær •eru sem hjer gréinir: Trjesmíði, járnsmíði, söðlasmíði og „Model“ -smíði, þar er engum éinum manni Tleyft ,að læra 'þétta alt, og ekki Halldór Arnórsson. talið gerlegt nje fullnægjandi að einn og sami maður geti fullnægt öllum þessum sjergreinum. Þessi stofnun er hjer greinir er rekin af ríkinu, og talin ein sú full- komnasta þar í landi, og viður- kend fyrir góða og vandaða fram leiðslu, má það því vera gleðiefni mikið fyrir okkur að eiga því láni að fagna, að geta kynt þar slík- an mann sem Halldór er, því þar vann hann hin vaudasömustu verk algerlega upp á eindæmi og að- stoðarlaust, og það með slíkri prýði að orð var gert á, enda var Halldóri boðin þar staða með af- bragðs launum, og er mjer ekki grunlaust um að þetta sama til- boð geti staðið euú, ef Halldór rjettir út hendina, enda má með sanni segja að smíðisgripir Hall- dórs standi síst að baki erlendri vinnu, hitt mun vera sanni nær, að hún sje að mörgu leyti vand- aðri og þjenugri, það geta þeir borið um sem reynt hafa. Árið 1932 fór Halldór utan til að kynnast nýjustu umbótum og útvega sjer nýrri og fullkomnari verkfæri. Dvaldi liann þar þriggja mánaða tíma. Árið 1934 öðlaðist Halldór meist ararjettindi í vjelvirkjun, sam- kvæmt kröfu iðnráðsins, í sam- ræmi við nýja iðnlöggjöf, eftir 20 ára samfleytt starf í þessari iðn. Lauk hann því á þá leið, sem allir vissu sem fil þektu, að hann hlaut hið mesta lof og dásamleg um- mæli, dómnefndar og allra manna er sáu, enda smíðisgripirnir, sem voru skrúfskæri og hannyrðaskæri með afbrigðum fagrir gripir, sem ásamt svo mörgu öðru verða til þess að lofa meistarann. Það er svo ótal margt fleira, sem hjer mætti greina, en yrði um of langt mál. Þó get jeg ekki lát- ið hjá líða að minnast tveggja smíðisgripa, er jeg sá hjá Halldóri laust fyrir síðustu jól; voru það skeiðar, silfursmíði, allar grafnar með gömlu letri. Man jeg varla eftir að hafa sjeð fegurri og af meiri hagleik gerða slíka hluti. Voru þetta jólagjafir til barna hans. Að síðustu óska jeg hans ágætu konu og mannvænlegu og góðu börnum hjartanlega til hamingju með þannan viðburðaríka dag, og vona að öll ókomiu ár megi færa þeim blessun, gæfu og gengi. C. Ó. MOflGUNKLAl. Ib S. B. ræðir við ísak Jónison kennara tim átthagafræðl «4 svarar •pnrningunni HVAÐ ER ÁTTH AGAFRÆÐI? Fyrir tólf árum hóf ungur og áhugasamur barnakennari að starfrækja smábarnaskóla hjer í Reykjavík. Þetta var fyrsti vísir til smá- barnakenslu lijer á landi, og rjetti lega leyfðu menn sjer að efast um árangurinn af tilraunmn þessa manns, eins og jafnan er gert um alt, sem er á reynslu- og byrjun- arstigi. Nemendurnir voru fjögur fimm ára börn - svo ekki var mikið í hættu, ef illa færi! Þessi maður var ísak Jónsson kennari, en hann er nú þjóðltunn- ur orðinn fyriv smábarnakenslu sína og ýms önnur stöVf í þág'u uppeldismála þjóðarinnar. Meðal annars hóf hann fyrstur manna að kenna átthagafræði. Þareð námsgrein þessi er ung, og nafnið nokkuð villandi, hefi jeg snúið mjer til fsaks Jónsson- ar og spurt hann um kensluaðferð þessa. Hann segir: A tthagafræði. er fólgin í því að kenUa börnum að þekkja og skilja liið daglega umliverfi þeirra og láta þaix læra af því án þess, að þau viti, að þau sjeu að læra. Átthagafræðin er leikur, sniðinn við leikhæfni og skilning barnanna á hinum stóra heimi, sem kemur þeim svo kátbroslega fyrir sjónir. f þessum leik er verið að hjálpa börnunum til að vaxa inn í það umhverfi, sem það er fætt í — það er fyrsta kenslan. Við skulum athuga þessa litlu mynd, segir ísak, og slær upp á blaðsíðu 1 í barnabókinni: Gagn og gaman — þarna sjáum við lít- innn dreng, sem stimpast við áð reisa þungan spítudrumb upp á endann. Strax og börnin sjá þessa mynd skilja þau, að það muni vera erfitt að reisa staurinn, og fái maður þeim svo litla spýtu, fara þau sjálf að leika þetta eftir og ímynda sjer þá, að þetta sje svo skelfing erfitt- og taka að streytast við að segja i-i-i-i! Ár- angrinum er náð — þau kunna að segja i — og svo þekkja þau staf- inn þegar þau eru mint á þetta atvik. Átthagafræðin er því engin sjer- stök námsgrein, heldur starfsað- ferð, eða skipulögð vinnubrögð, sem eru miðuð við þroskastig barnsins og ætlað að þroska það alhliða. Af sumum er hún því köll- uð móðir alls skólanáms. — Og kennið þjer börnunum að_ lesa með þessari aðferð? — Já, auðvitað. Gamla stöfun- araðferðin er nú fordæmd í öllum menningarlöndum, þar sem alúð er lögð við uppeldi barna. Það er ^ ekkert til, sem heitir að stafa — I það er bara að læra að tala og læra að lesa. ísak Jónsson. En það er eðlilegt að fólk eigi bágt með að átta sig á þessu, sem nam lesturinn eftir hinni gömlu og erfiðu aðferð, með þjáningum stafrófskversins. Við erum nefni- lega fimtíu ár á ’eftir tímanum. — Teljið þjer þá þessa nýju að- ferð annmarka- og tálmalausa? — Neí - eu liún sigrast á örð- ugleikunum án þess að Uemandinn verði þeirra var og beinlínis er þeim varpað yfir á kennarann. Til þess að læra að lesa verða börnin fyrst að kunna að tala — og jeg vil ráðleggja hverri móður að tala aldrei tæpitungu eða bjagað mál við barnið sitt — því það liefnir sín altaf. Það kann að þykja sáramein- laust að seg'ja Lille ekke má, nú ekke villu og hvernin je læt — en börnin eru skarpskygnari en okk- ur grunar og auðvitað er það rjettast, sem pabbi og mamma segja! Börnin eiga aldrei að vera leik- fang foreldranna, eða annara, sem með þau fara, — því áður en varir eru þau orðnir sjálfstæðir emstaklingar og þá er ekki auð hlaupið að því að jafna þær mis- fellur, sem liafa oi'ðið til fyrir nusskilin gæði. Mállýtt fullorðið fólk, og þá sjerstaklega hljóðvilt, á oft ógæfu sína að rekja til tæpitunguskrafs- ins, þegar málið lærðist. Annað er það, sem litlum börn- um hættir til að venja sig á, sem og stendur þeim fyrir málþrifum — en það er að lialda hendinni fyrir munninum meðan þau tala. Jeg kalla það „að sitja á hljóð- færinu“ — því ekkert hljóðfæri í heiminum er dásamlegra en radd- færi í litlu barni. Þjer ættuð að heyra fimm ára krakkana „mína“ í Grænuborg syngja uppáhalds skólasöngvana sína eins og t. d. þessi stef: Hafragrautur eilia yndið mitt er — hæ, lýsi, lýsi — rúgbrauð og smjer! Eða: Hæ, við hoppum, hó, við skoppum — hendumst skólann í. Læra að lesa og reikna, leika, skrifa og teikna — það er gagn að því! Mjer finst, að okkar ágætn skáld ættu. að yrkja meira fyrir börnin en þau gera — því um leið yrkja þau líf í nýja kynslóð. Það er að færast mikið í fang — en ekki að leggjast lágt. að þarf að matreiða máltíð fyrir börnin, svo þau komi því upp í sig. Þau verða ekki mötuð á skaftpottum! — Hvaðan er átthagafræðin upprunnin 1 — Hún mun talin upprunnin í Þýskalandi, en hún er alheims eign og alheims kensluaðferð. í Bandaríkjunum og Svíþjóð hefir hún frjóvgast mikið. En svo er um þessa kensluaðferð, að hver þjóð um sig, verður að færa liana í þjóðlegan búning, svo hún geti koníið að tilætluðum uotjun — því sinn er siður í landi hverju. Þess vegna hefi jeg aldrei ein- skorðað mig við kenningar neins sjerstaks uppeldisfræðings, það eina, sem jeg beygi mig fyrir er eðli viðkomandi barns og lögmál þau, sem móðurmálið lýtur. — Hve lengi hafið þjer starf- rækt smábarnaskóla í Grænuborg? — Þetta er sjötta árið. Hann starfar nú í þrem deildum, með 25 börnum í hverri deild. Á vori komandi hefst 13. ár- gangurinn af voVskóla mínum — en það 7 vikna námskeið, eða skóli fyrir lítil börn. Og aldrei liefi jeg lært eins mikið af neinu í lífinu, eins og' þessum litlu kunningjum inínurn, sem dvalið hafa með mjer á vorín. Alt, sem jeg kann, hefi jeg lært af börnum, en mest hefi jeg num- ið á vorskólanum. Engir eru eins þakklátir fyrir það, sem þeim er hjálpað, og engir kunna að gleðj- ast eins innilega og liryggjast jafn sái't og lítil börn. Og enginn er eins hlutlaus og hárfínn dóm- ari og barnið. Mjer líður hvergi betur en með- al lítilla barna — því öll börn eru góð börn, hvernig sem þau reyn- a«t þegar þau stækka. S. B. A. S. B. vekur eftirtekt fjelaga sinna á því, að fjelagsstúlkur sitja fyrir allri vinnu hjá Mjólkursamsöl- unni. Eru þær þessvegna beðnar að gefa sig fram í síma 4187, ef þær vilja taka að sjer starf vegna veikinda "orfal’a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.