Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 6
1 | 6 i MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. mars 1937 ri ■Vígorð Francos Arriba Éspana — vigoro ÞjóSernissinna á Spáni, þýðir upp Spán, og er hvatning, sama sem vaknaðu Spán! rís upp! Þessa er getið hjer vegna fjölda fyrirspurna, sem blaðinu barst í gærdag um þýðingu víg orðsins. Þjóðemissinnar á Spáni hafa einnig að vígorði: Viva Franco! Viva Espana! — íifi Franco, lifi Spánn. A«rrrr4 Glæpamenn vinna gegn vígbúnaði Breta. 'FRÁ FRJETTARITARA VORUM. .. ‘hM 0198 KHÖFN 1 GÆR. i! jM þiessar mundir er verið að ^ J reisa 14 nýjar skotfæraverlc smiðjur í Englandi. Þær eru reist- ar í Vestur-Englandi, eins fjarri væntanlegri óvinaárás og unt er. f Englandi eru menn órólegir úte.af því, að stöðugt eru framin skerridaverk í breska vígbúnaðar iðnaðinum, T. d. hafa bensínrör í fullgerðum sprengjuflugvjelum verið höggvin sundur. Einnig á annan hátt hafa margar flugvjel- ar vorið skemdar. Þá hefir horfið uppdráttur að nýrri orustuflug- vjelagerð. Alitið er, að það sje fámennur bópur ofsutr,ýarfnanna, sem SfjófU að sje frá meginlaiidinu, sem ó- dæðið vinna. HRÁEFNARÁÐSTEFN- .... AN í GENF. ,í8; London í gær. FÚ. Sir Frederick Leith-Ross, nafntogaður breskur hagfræð ingur, sagði í ræðu, sem hann fluþfci á ráðstefnu þeirri um skiftingu hráefna, sem nú stendur yfir í Genf, að það væri álit sitf,. að þörf hinna ýþjíjj landa fyrir meiri hráefni. til iðnaðar en þau hafa ráð á að veifa sjer, yrði alls ekki full- nægt með því, að afhenda þeim nýlendur ,og jafnvel ekki þótt heilar álfur yrðu fengnar þeim í hendur. Þær þjóðir, sem nú bæru sig illa út af hráefnaskorti, mættu ef til vill fyrst og fremst kenna sinni eigin stefnu í fjármálum og viðskiftamálum um það. Eimskip. Gullfoss var á Ólafs- vík í gær. Goðafoss er á Sauðár- króki. Brúarfoss er á leið til Lond on. Dettifoss fór frá Grimsby í fyrrinótt áleiðis til Hamborgar. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss fór til Keflavíkur kl. 4 í nótt. Minningarorð umlMatthlas Matthfasson kaupmann. atthías í H@lti verður bor- inn til moldar í Jag. Hann andaðist að heimili sínu, Skólavörðustíg 22 A, aðfara- nótt hins 28. febrúar þ. á., eftir fremur stutta legu, og varð lungnabólga banamein haris. Matthías var að vísu orðinn maður mjög við aldur, eða freklega hálfáttræður, og því allra veðra von, er svo er álið- ið orðið æfidagsins. En erfitt mun kunnugum að sætta sig við fráfall hans, svo glaður og reif- ur var hann og ern á sál og líkama til skamms tíma, og svo • hugljúfur var hann öllum, er nokkur kynni höfðu af honum. Matthías var fæddur í Vest- mannaeyjum hinn 24. dag ágúst mánaðar 1861. Faðir hans var Matthías trjesmiður Markússon, prests á Álftamýri vestra, Þórð- arsonar stúdents í Vigur, Ól- afssonar á Eyri í Seyðisfirði við Isafjarðardjúp. Synir Ólafs á Eyri voru og Jón varalögmað- ur og Ólafur, er síðar kallaði sig Olavius. En kona Matthíasar Markússonar, og móðir Matthí- asar í Holti, var Solveig Páls- dóttir, prests skálda, Jónssonar kaupmanns í Vestmannaeyjum, Jónssonar Systir Matthíasar Markússonar var Sigríður, móð- ir hins kunna merkismanns Markúsar Bjarnasonar skip- stjóra og Stýrimannaskóla- stjóra hjer í bæ, er ljetst árið 1900 á besta skeiði, en hann var faðir Sigurjóns stjórnarráðsfull- trúa og fyrrum sýslumanns. Voru þeir því systkinasynir, Matthías í Holti og Markús skólastjóri, og var með þeim frændsemi góð. Matthías átti 6 systur. Tvær þeirra eru enn á lífi, Guðrún og Sigríður, báðar Kaupmannahöfn og nú há- aldraðar. En þessar fjórar eru látnar: Pálína, María, rpúðir Matthíasar læknis Einarssonar frú Sólveigar, konu Bjárna Jónssonar, áður bankastjóra á Akureyri, Jóhanna og Jensína, móðir Ásgeirs fræðslumála- óra. Matthías Matthíasson. stj að Agæfar íslenskar ka'rtiiflur. Versl. Vísir, Sími 3555. Matthías fluttist ungur hing- til Reykjavíkur ásamt for- eldrum sínum. Faðir hans reisti ýyrstur bæ í Holti, 2 bæjarhús timbri, og var Sólveig hús- freyja Ijósmóðir hjer um all- mörg ár; það hafði hún og verið Vestmannaeyjum, talin mikil merkiskona. Þá var í Holti stór- grýtisurð og jarðföst björg á alla vegu, en það átti fyrir sjer að taka miklum stakkaskiftum. Matthías yngri tók ungur að fást við verslunarstörf, fyrst hjá Ole Möller kaupmanni, en því næst við Thomsensverslun um mörg ár, þá Christensens (Muus), og varð hann þar versl- unarstjóri. Loks gerðist i sjálfur kaupmaður t versiaði í Austurstræti, þar sem nú er Miillersverslun. L.i ásamt versl- unarstörfunum hóf hann brátt víðtækt jarðræktarstarf á Holts- lendunni, er hann haíði tekið á erfðafestu. Að afloknu dags- verki við afgreiðslu og kaup- mensku niðri í bæ mátti sjá Matthías vinnuklæddan og önn- um kafinn við grjótnám og pæl- ing heima fyrir. Svo mun og ein- att hafa verið árdegis, áður en til verslunarstarfanna var tek- ið. Og árum saman hafði hann þar verkamenn og Ijetti ekki fyr en urðin var öll orðin skrúð- græn túnbreiða. Jafnframt rækt uninni í Holti Ijet Matthías gera þar heyhlöðu og gripahús, en upp úr því gerði hann síðar íbúðarhús það, sem enn stend- ur við Skólavörðustíg (22), en á síðari árum Ijet hann af hendi landið til húsabygginga, bæði við Skólavörðustíg, Týsgötu' og Lokastíg, alla leið upp fyrir Baldursgötu, og reisti sjálfur ötórhýsi við Skólavörðustíginn upp frá gamla húsinu. Kann sumum að þykja Matthías hafa auðgast allmikið á þeirri versl- un, en fróðlegt væri að reikna á nútímamælikvarða öll dags- verkin í Holti, handtök hans sjálfs og annara manna vinnu, og sjá þá, hve mikið yrði af- gangs. Það myndi aldrei verða meira heldur en hann þætti af öllum sanngjörnum mönnum vel að kominn. Matthías var hag- Ieiksmaður á trje og málm, og eru ýmsir gripir eftir hann hreinar gersemar. Hann mun fyrstur marina hafa komið hjer upp líkvögnum, að erlendum hætti, og hafði um langt skeið hesta og vagna til afnota við jarðarfarir. Var það mikill hægðarauki, er bærinn var tek- inn að stækka í allar áttir. Matthías var um mörg ár í Iðn- aðarmannafjelagi Rey’ 'avíkur og um eitt skeið forma .r þess. Á 70 ára afmæli fjelagsms (3. febr. síðastl.) var hann gerður þar heiðursfjelagi. Hann var lengi umboðsmaður vátrygging- arfjelagsins ,,Sun“ hjer ' landi. Er fjelagið breskt, en hefir skrifstofur í Kaupmannahöfn. Ragna (gift), Guðrún (gift í Khöfn), Skúli (kvæntur í Ame- ríku), Matthías (kvæntur) og Steingrímur. En auk þess ól- ust upp hjá þeim hjónum (og foreldrum Matthíasar) 2 syst- urbörn hans: Frú Sólveig (frá 11 ára aldri), og Matthías lækn- ir, bróðir hennar, er 8 ára gam- all kom til frænda síns. Heimili þeirra rausnarhjóna er mörgum bæjarbúum kunnugt; þau voru samtaka í gestrisni sem öðru. En minnisstæðast verður það að vonum bömum þeirra og öðr- um nákomnum vandamönnum, er svo mikið eiga þeim upp að inna. „Matthías í Holti“ verða lítt gleymanleg orð í hugum og eyr- um Reykvíkinga, og því betur hljóma þau saman, sem maður- inn var í raunini svo samgróinn búi sínu og býli, sem væri það skilgetið afkvæmi hans. Hann hefir í mörgu verið Reykvík- ingum til fyrirmyndar: Hann hefir sýnt þeim, hversu miklu óþreytandi og hugsjónaríkur eljumaður fær áorkað, og að stórhuga framtakssemi verður að haldast í hendur við órofa trygð og mætur á ætt sinni og óðali; hann hefir sýnt, að í engu má traðka fomum erfða- venjum ,sem fólkið hefir lifað og dáið við — og hafa haldið í því lífinu öldum saman og jafnnauðsynlegar eru enn sem fyr, þó að mörgu hafi að sjálf- sögðu orðið að kipþa í lag, með hófi og gát. Þetta altsaman hef- ir Matthías sýnt, svo að eigi verður um vilst, því að hann hefir sjálfur unnið það verk. Hann hefir gefið okkur gott éftirdæmi með drengilegri og prúðmanlegri framkomu sinni, hann hefir gefið okkur svo margt af því, sem við megum af öðrum læra og ekki án vera, og — hann hefir gefið okkur Matt- hías Iækni. Matthías var hár maður vextí, grannur við hóf og hinn spengi- legasti, hvatlegur í spori og viðbragðssnöggur, fríður sýnum og góðmannlegur. Á yngri ár- um var hár hans hrafnsvart og fór hið besta, en gránaði snemma. Þó vissu allir, að á bak við bjó ung sál, hrein og göfug. Hann var suðrænn yfirlitum og talaði frakknesku og las, eftir þörfum; hafði og hinar mestu “mætur á Frökkum. Hann var ágætlega greindur maður og listhneigður, og svo látlaus mannkostamaður var hann og öðlingur í lund, að slíks má lengi leita. Sjálfum var honum ekki ávalt jafnauðvelt um vik, og galt hann þar góðmensku Inflúensan. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ÖSIN I LYFJABÚÐUNUM. — Það var á föstudag og laugardag, sem við urðum þess lítillega varir, að inflúerisán var farin að breiðast út í bæn- um, sagði einn lyfjafræðingur-i inn við Morgunblaðið í gær. Þó var alt í smáum stíl þá. En þegar lyfjabúðirnar voru opnaðar á mánudag,(1.þá voru sjáanleg mikil og snögg um- skifti. Þá streymdu inn lyfseðl- arnir, og fólkið kom í hópum til þess að fá hitaskamta o. fl. Fullyrða má, að afgreiðsl- urna^ í lyfjabúðunum hafi tvö- faldast á mánudag, móts við það sem venjulegt er. Og það var ekki fyr en um eða eftir mið nætti, sem við vorum búnir að afgreiða alla þá lyfseðla, sem í okkar lyfjabúð koinu á mánu- dag. Sama ösin var í lyfjabúðunum í allan gærdag, og jafnvel enn meiri en daginn áður. — Er nokkuð hægt að leiðbeina fólki í sambandi við þessa óvenju miklu ös, sem er í lyfjabúðunum? spyr Morgunblaðið lyfjafræðing- inn. — Já, mjer væri kært ef þjer vilduð segja fólkinu að vera ekki að herða á afgreiðslufólkinu, því að það vinnur ósvikið. Fólkið á að bíða þar til röðin kemur að því, þá gengur afgreiðslan greiðast. Lyfseðlarnir eru áfgreiddir f þeirri rÖð, sem þeir koma. Og eitt vildi jeg brýna vel fyr- ir fólki, bætir lyfjafræðinguriím við. En það er, að fólk birgi sig upp á daginn með þau algeng- ustu lyf, sem það þarfnast í inflú- ensunni, svo sem hitaskamta og þessh., svo að ekki þurfi að ónáða næturvaktina í lyfjabúðunum til þess að kaupa þetta. SKÁTAR BJÓÐA AÐSTOÐ. Hjeraðslæknir skýrði Morgun- blaðinu frá því í gærkvöldi, að skátarnir hafi boðið fram aðstoð sína til hjálpar á heimilum sjúkra. Þeir mæta hjá hjeraðslækni kl. 10 árd. í dag, og mun hjeraðslækn- ir þá setja sig í samband við Ráðn ingarstofu bæjarins, en til henn- ar eiga heimilin að snúa sjer, ef þau þurfa hjálpar við. Þá hefir hjeraðslæknir beðið Morgunblaðið að koma þeim boð- um til allra lækna bæjarins, að þeir tilkynni í annanhvorn síma hans (heima eða í Líkn) fyrir há- degi í dag, ef þeir vita um heim- ili, sem þurfa hjálpar við. Þarf ekki að geta þess, að þar sinnar, en naut ekki; en þó var hann ætíð jafnlaginn á, að gera vinum sínum til geðs og gleðja þá. Þar voru ekki bláþræðirnir á. Hann var öllu trúr, bæði mönnum og málefnum. Matt- hías er að vísu horfinn sjón- um vorum; en „eftir lifir mann- orð mætt, þótt maðurinn deyi“. Þakklátur vinur. var Matthías vel virtur, sem annars staðar. Hinn 17. maímánaðar 1891 gekk Matthías að eiga ungfrú Ragnheiði Skúladóttur, læknis Thorarer-en á 'óeiu.trhvoli. Lifir hú. mann smn ásamt 7 bö um þeirra uppkomnum. Þau eru þessi: Sólveig, Bjarni, Oddfríður Jóhannesdóttir, Kirkjutorgi 1, er 70 ára í dag. Enda þótt hún sje ekki víða þekt, er hún velþekt, þekt að hjálpfýsi, dugnaði -g fórnfýsi fyrir gott mál efnit Hó hefir af sjerstakri ein- lægni unnið af heilum hug fyrir Góðt.emplarregluna og stúkuna „Einingin", þar sem hún hefir verið fjelagi síðustu áratugi. Margir Reglufjelagar munu hugsa hlýlega til hennar á þessum af- mælisdegi hennar, þakka henni starf hennar í þágu þess málefn- is og óska henni af alhug alls góðs í framáðinni, Reglusystir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.