Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1937, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 10. mars 193T fcuiiGUíiÖLAl'i ’ 'XaufisJia/iuc Munið krónu-miðdagana á Heitt og Kalt. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gamlan kopar. Vald Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Kápuefni nýkomin í verslun Karólínu Benedikts. Fermingarkjólaefni og sæng- urveradamask fæst í verslun Karólínu Benedikts. Klæðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig notuð húsgögn upp í viðskifti. Ódýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim, Rúgbrauð framleidd úr besta danska rúgmjöli (ekki hinu sönduga, pólska rúgmjöli). Kaupfj elagsbrauðgerðin. Píanó eðla gott orgel óskast til leigu í nokkra mánuði. — Upplýsingar í síma 1163. etur maður dáið úr ást? Þessari spurningu hefir blaðamaður einn í París lagt fyr ir ýmsa menn og konur og feng- ið ólík svör. * Ungur stúdent svarar henni neitandi. Hann segir, að maður lifi einmitt af ást, en deyi ekki úr henni. Og að það sje ekki ómaks- ins vert að drepa sig vegna eins lítilfjörlegs hlutar og óhamingju- sæl ást sje. * Ung kona álítur ekki heldur beinlínis, að maður geti dáið úr ást. Hún segir: Það er erfitt að svara spurningunni. Ef maður hefir veikt hjarta, má vel vera að geðshræring sú, er ástin kann að hafa í för með sjer, geti að lok- um haft dauðann í för ineð sjer. En maður deyr ekki skyndilega af ást. * Af öllum þeim, er blaðamaður- inn spurði, voru aðeins tveir, sem svöruðu spurningunni játandi. * Állir aðrir, sém Spurningin var lögð fyrir, aftóku það með öllu, að komið gæti til mála, að þeir fremdu sjálfsmorð út af óhepni í ástamálum. Arangurinn reyndist þá vera sá, að það væri mjög sjaldgæft, að fólk Ijetist af ást. * Simpson-safn verður opnað í Baltimore í næsta mánuði, en þar ólst frú Simpson upp. Á það að vera til minningar um frúna, sem vakið hefir alheims eftirtekt á síðustu mánuðum. Píanóleikarinn Dorothy Green í Kanada liefir látið smíða lítið ferðapíanó fyrir sig, sem hún hef ir með sjer á ferðalögum sínum. Það er ekki stærra en svo, að liún getur haft það inni í járnbraut- arklefa hjá sjer. * Gestgjafinn: Vitið þjer, að þjer hafið sofið í sama herbergi og Napóleon mikli var í í nokkra klukkutíma nótt eina. Gesturinn: Nei, en jeg skil vel, að hann hefir ekki getað hafst þar við alla nóttina. * ændur tveir stóðu við skurð, sem aðskildi jarðir þeirra, og voru að rífast. — Veistu að hænsnin þín eru altaf að hlaupa yfir nýsána akra mína? — Þetta datt mjer í hug. — Hvað datt þjer í hug? — Að þau hlypu til þín! — Hversvegna? Af því að þau koma aldrei aftur. * Hínn nýfæddi prins í Noregi er þegar orðinn vinsæll, þó að hann sje ekki gamall. Fyrir nokkru var hafin fjársöfnun hjá öllum börn- um þar í landi, sem bera nafnið Haraldur, og var ákveðið, að pen- inga þá, sem inn kæmu, ætti Har- aldur prins að fá í skírnargjöf. Hjónaskilnaður hefir verið til frá því í gamla daga. Þannig var það ekki ótítt í Babylon, að hjóna bönd væru uppleyst. Oft kom það meira að segja fyrir, að konan fjekk að taka heimanmundinn með sjer heim aftur, er hún yfir- gaf mann sinn. Hið fislenska fornrilafjela^. Verð: Hvert bindi: Heft kr. 9,00. í skinnbandi kr. 15,00. Kaupið fornritin jafnóðum og þau koma út. Fást hjá bóksölum. Aðalútsala í Békaverslun Sigfú«ar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34. Grettis saga Eyrbyggja saga Laxdæla saga Egils saga Timburverslun P. W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár. MorgunblaSlð með morgunkaffinu Franska Ieikkonan Marie Anne Leroux frá Lille fjekk fyrir nokltru leyfi hjá yfirvöldunum til þess að hafa ljónsunga á heim ili sínu. Þessu komust vfirvöldin að og heimtuðu, að hún borgaði hundaskatt. En leikkonan mald- aði í möinn, og vann málið, er hún leitaði rjettar síns hjá dóm- stólunum. Lögfræðingur hennar lýsti því sem sje — mjög vitur- lega — yfír, að Ijón væru ekki af hundakyni. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Fótsnyrtmg. Unnur Ólafsdótt— ir, Nesi. Sími 4528. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Anglýsinga§í I I i Morgunbiaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. 54. símskeytið kæmi. Það var farið að kvölda, og hann sat vondaufur yfir kvöldteinu, þegar þjónninn kom inn með símskeyti á bakka. Hann opnaði það með titrandi fingrum. Þegar hann var búinn að lesa það, færðist gleðibros yfir andlit hans. Hann rjetti Miss Tylor skeytið og sagði: „Lesið þetta“. Mitt Tylor tók skeytið og las: „Kem strax — en ein. Elísahet". Hún rjetti honnm skeytið aftur og sagði hrærð: „Það er mikil gleðifregn, Sir David“. Walther leit á þau til skiftis. Honum gramdist, að Sir David hafði ekki boðið honum að lesa þetta skeyti, sem var auð- sýnilega mjög mikilsvert. „Einka leyndarmál, geri jeg ráð fyrir?“, sagði hann glettnislega. „Já“, sVaraði Sir David aðeins. 1 seixmi tíð átti hann bágt með að stilla sig um að skifta sjer sem allra minst af Walther. Walther gekk út úr stofunni, án þess að segja orð. „Jeg skrifaði Elísabetu um daginn — þetta er svarið — hún getur komið eftir níu eða tíu daga“, sagði Sir David við Miss Tylor, þegar þau voru orðið ein. „Blessunin, skelfing hlakka jeg til þess að sjá hana. En við hvað á hún, með því að segja, að hún komi ein ?“ „Ó, hún á líklega við það, að hún taki enga herberg- isþernu með sjer“, svaraði Sir David þurlega. Miss Tylor þóttist vita, að eitthvað annað lægi að baki, en hún ljet eins og ekkert væri og sagði aftur: „En hvað jeg hlakka til þess að sjá hana“. „Já, það geri jeg líka“, sagði Sir David. Tárin komu fram í augu hans. Hann var orðinn heldur viðkvæmur í seinni tíð. Stundum datt honurn dauðinn í hug, og var þá gripinn skelfingu. Honum fanst hann vera óumræðilega einmana. Það var ekki eiu einasta manneskja sem myndi hugsa hlýlega til hans, eða biðja fyrir honum. Reyndar var ekki svo að skilja, að hann tryði svo fyllilega á mátt bænarinnar. En það var huggun að vita til þess að einhver vildi biðja fyrir honum. Ætli Elísabet myndi gera það? Hafði hann komið þannig fram við hana, að hún myndi sakna hans, ef hún byggist við því að missa hann. Hann fann til samviskubits. Tilhugsunin um makleg málagjöld fyrir þau svik, er hann hafði haft í frammi, kom stöðugt upp í huga hans, og það var eins og einhver innri rödd ógnaði honum með hegn- ingu og dauða. En hann reyndi að hrinda þessu frá sjer og leita huggunar í heimkomu Elísabetar. Hann gerði sjer von- ir um, að hún myndi hjálpa honum til þess að finna þann frið, sem hann þráði og gleyma þeim hugsunum, sem ásóttu hann. Honum fanst tíminn lengi að líða. Hann gekk ó- þreyjufullur um í garðinum. Aprílsólin klæddi trje og plöntur í ljósgrænt skrúð, og gerði hornið í vermi- húsinu hlýlegt eins og um sumar væri. Þarna sat hann oft, þegar Johnson kom framhjá og þá áttu þeír jafn- an Iangt^tal saman um garðinn og alt er honum við kom. Johnson furðaði sig á, hve hreyttur Sir David var orðinn í viðmóti. Hann var orðinn miklu alúðlegri og eðlilega góðlátlegri en áður. Einn daginn reið hann sjálfur yfir að Fullerton og sagði frá því, að von væri á Elísabetu heim. Sir Jambes óskaði honum til hamingju og sagði brosandi, að hann hlakkaði til þess að sjá hana. Síðan sagði Sir David þeim, að hann ætlaði að láta skera sig upp- hjá próf. Ward, við einhverjum ósaknæmum sjúk- dómi. En ]xað hafði mikil áhrif á Sir James. Veik— indi hans sjálfs höfðu ósjálfrátt snúið lmgsun hans að hverfulleik lífsins, og nú fanst honum sjúk- dórnur Sir Davids minna á alvöru lífs og dauða. Báðir gömlu mennirnir voru mjög alvarlegir í bragði_ Georg reyndi árangurslaust að koma þeim í gott skap, með því að segja þeim frá ýmsu, sem hafði komið fyrir í Seatown. En þegar minst var á Seatown vaknaði gremja lijá Sir James yfir því, að bæði læknirinn og málafærslumaðurinn þár höfðu vanrækt að heimsækja hann um veturinn, eingöngu fyrir það auðvitað, að þeir höfðu ekki lengur gaman af að sita og aðeins tala við hann. Því að Sir James var nú hættur að geta haldið á spilunum. Magnleysið var farið að færast í vinstri handlegg. „Þjer komið líklega með Elísabetu hingað, þegar- hún kemur heim? Mig langar til þess að sjá hana. Hefði jeg verið heill heilsu, hefði jeg strax komið sjálfur að sækja hana. „Já, auðvitað komum við í heimsókn hingað, áður- en við förum til London“, svaraði Sir David. „Það er ánægjulegt fyrir yður, að geta haft dóttur- yðar hjá yður, meðan þjer liggið í London“, sagðii Georg um leið og hann kvaddi Sir David og reyndi að tala rólega um Elísabetu, eins og hann væri nú búinn að yfirbuga þá sorg, sem fregnin um giftingu lifennar liafði bakað honum. En hann visi með sjálfum sjer, að það eitt, að sjá hana aftur, myndi ýfa sáriS á ný. Það var Miss Tylor, sem tók að sjer að segja Walt- her frá því, að Elísabet kæmi heim. Hún hitti liann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.