Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 2
MORGUriBLAÐiÐ Fimtudajrur 11. mars 1937 ■jrl: ; i , -, ¥■■* .. * FRAMSOKN 30 ÞUS. UPPREISNAR- MANNA NORÐAN VIÐ MADRID. » Þeir hafa sótt fram um 20 km. síðan í fyrradag. Varnarráðið sendir 100 þús. hermenn á vígstöðvarnar. r Ahlaup ítalskra hermanna úr Abyssiníustríðinu“. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KKÖFN 1 GÆE. Uppreisnarmenn sækja fram á vígstöðv- unum norð-austan við Madrid á 20 km. breiðu svæði í áttina til Guadal- jara. Segjast þeir vera aðeins 25 km. frá borg- inni. Varnarráðið í Madrid hefir boðið út hundrað þúsund manna nýjum her af yngstu árgöngunum og sent hann á Guadaljaravígstöðvarnar. f liði uppreisnarmanna er talið að sje 30 þús. manns. Vamarróðið í Madrid segir að þar af sjeu 16 þúsundir vel vopnaðra ftala, sem styðjist við skriðdreka og fall- byssur. Miaja hershöfðingi hefir látið svo um mælt, ,,að ítalskir her- menn úr Abyssiniustríðinu geri nú áhlaup á Madrid“. Síðan sóknin hófst hafa uppreisnarmenn sótt fram um 20 2 JL Útgef.: K.f. Árvakur, Reykjavík. f', * iSÁuH^érhSOn Kj;u*tan6son og Valtýr Stefánsson — ábyrgðarmaður. Ritstlförif afgreiðsla: Áúeturstræti 8. — Sími 1600. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. f lausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura með Lesbök. Sjálfstæði í og merming. Það hefir vakið alveg sjerstaka ánægju meðai bæjarbúa hvernig umræðurnnr um sjálfstæðis- og ut- arrríkismálin fóru fram á Alþingi á dögunum. Blöðin haf'a skýrt frá því helsta sem bar á góma við þessar amræður. Um málin var talað skýrt. og með fullkominni einurð, eins og Vera ber. En blöðin hafa að mestu þagað um eitt, sem sjerstök ástæða er þó til að minna á og gleðjast yf- ir í sambandi við þessar umræð- ■r. Það sem einkendi þessar um- fæður og setti alveg sjerstakan 8vip á ,þær var, að ekki heyrðist eitt stvgðaryrði, ekki eitt einasta orð, er bar vott um kala til sam- bandsþjóðar vorrar. En þessa hef ir því miður alt of oft gætt áður, þegar sjálfstæðismálið hefir borið á, górna. En- í fþetlta sföfti beyrðist ekk- «rt slíkt orð. Þvert á móti heyrð- usf iriorg orð, er báru vott um hlýjan vinarbug og fulla viður- kenningu á því, að sambúðin milli landanna og samúðin milli þjóð- anna hafi farið stórum batnandi eftir 1918, ög væri það engu síð- nr Dönum að þakka en íslend- ingum. Þetta var tónninn í umræðun- um á' Alþingi á dögunum. Þessi tónn í garð sambandsþjóð ar vorrar á Alþingi við umræður um sjálfstæðismálið er líka sá eini rjetti, og eini tónninn sem oss íslendingum ej- samboðinn. Því að öll þjóðin á að vita það og skilja, að sjálfstæðisbarátta vor íslendinga er ekki barátta gegn Dönum, heldur eingöngu al- [geg eðlileg hagsmuna- og metn- aðarbarátta þjóðar, sem alt frá þyggingu landsins og fram á þenna dag hefir geymt frelsis- þrána óskerta í hug hvers ein- asta borgara. Þótt sjálfstæðisbarátta vor ís- lendinga hafi stundum, áður fyr, mætt litlum skilningi af hálfu Dana, er það ekki hlutskifti vorra Islendinga að erfa það á neinn hátt nú, eftir að fullveldisviður- kenningin er fengin. íslenska þjóðin æskir vináttu og vinfengis við allar þjóðir Norð urlanda. Og það er einlæg trú hennar og von, að vináttan milli Islendinga og Dana skerðist, á eíigan hátt við það, þótt íslend- ingar taki sess við þorðið með Nörðurlandaþjóðunum, sem alger- lega sjálfstæð þjóð. Marcanta Brico sðkk ekki! Franco fær dýrmætan hergagnafarm. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN I GÆR. TV/Farcantabrico, skipið, * sem flutti hergögn til rauðliða á Spáni og ! herskip uppreisnar- manna skaut á í Biscaya- flöa sökk ekki. Uppreisnarmenn segj ast hafa stýrt skipinu til Ferrol á norð-vestur- strönd Spánar. I skipinu voru f jörutíu og sjö flugvjelar, sjö þús. ný- tísku rifflar, þúsund vjel- byssur, f jörutíu miljón skot og önnur skotfæri. Farmurinn kom frá New York og Mexico. Það er talinn vottur um, hve njósnir Francos hafa verið vel skipulagðar, að takast skyldi að hafa upp á þessu skipi, þrátt fyrir að það hafi siglt undir breskum fána og með nafni breska skipsins Adda. Þegar Canarias nálgaðist, sendi Marcantabrico út neyðar- merki í nafni „Adda“ og gerði sjer með því vonir um að fá aðstoð frá breskum herskipum. Meiri hergögn. London 9. mars F.Ú. Spanska sendisveitin í Mexico hefir lýst því yfir, að hún muni halda áfram að kaupa hergögn handa spönsku stjórninni, þrátt fyrir afdrif Marcantabrico og farms þess. Stjórnin í Mexico hefir og lýst því yfir, að hún muni ekki leggja neitt bann við hergagna- flu tningi um mextikanskar hafn- ir til Spánar. Sem stendur hleður spánskt skip hergögn og vistir í Vera Cruz. TILRAUNAFERÐIR UM ATLANTSHAF í MAÍLOK. í þessari viku verður vinna haf in á ný við byggingu hins nýja fiugvallar í Newfoundland, sem nota á í sambandi við hið fyrir- hugaða póst- og farþegaflug yfir norðanvert Atlantshaf. Gert er ráð fyrir, að tilraunaferðtr geti hafist í maílok. FU. km. — I dag hafa fjörutíu flug- vjelar varpað sprengjum yfir víglínu rauðliða. í Lundúnafregn F.Ú. segir, að stjórnarherinn hafi komið sjer vel fyrir, austan við Guadaljara, og hafi bætt þar við sig stór- skotaliði, skriðdrekasveitum og fötgönguliði. Þá segjast uppreisnarmenn | hafa unnið á í grend við Oviedo og í grend við Valenciaveginn (skv. F.Ú.). Vopnaðir útlend- ingar skotnir? London í gær. FU. I neðri málstofu breska þings- ins var Eden spurður að því í dag, hvort honum væri kunnugt um það, að Franco hefði skipað svo fyrir, að allir útlendingar á Spáni sem fyndust vopnbúnir, skyldu skotnir án dóms og laga. Eden sagði, að sjer væri kunnugt um, að blöð hefðu birt þessa frjett, en hinsvegar væri sjer ekki kunnugt um það, hvort hún styddist við nokkur rök. Er hann var spurður hvort engin fyrirmæli væru í alþjóðalögum gegn slíkri framkomu, sagði Ed- en, að hann hefði ekki með einu orði mælt því bót, að útlending- ar væru skotnir fyrir það eitt, að bera vopn. í svari við annari spurn- ingu sagði Eden, að gæslu- starfið við Spánarstrendur —Stærstu— blöð Breta bönnuð. London 10. mars F.Ú. ýska lögreglan gerði f jög ur ensk dagblöð upp- tæk í dag, er blöðin bárust til Þýskalands. Voru það Times, Daily Telegraph, Mom ing Post og Evening Stand- ard. Times var gert upptækt vegna greinar um íhlutun Þjóðverja um Spánarstyrjöld- ina. Daily Telegraph var gert upptækt vegna greinar um hinn landræka þýska rithöf- und, Ludwig Renn, en Morn- ing Post fyrir grein um Saar- hjeraðið. Um ástæðuna fyrir því, að Evening Standard var gert upptækt er ekki vitað. næði ekki til spánskra skipa sem kynnu að vera með hergagnafarm til ann- ars hvors aðila, en aðeins til erlendra skipa. Starf gæslumannanna við landamæri Portúgals og Spán- ar yrði í því fólgið, að skoða all- an flutning sem farið væri með yfir landamærin inn á Spán; og FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU. Franco. Hvassyrt árás Roosevelts á „gömlu mennina níu" ... * „Alt getur hrunið eins og 1929“. London 10. mars F.Ú. oosevelt forseti rjeð- ist með enn meiri hörku en nokkru sinni fyr, á hæstarjett Banda- ríkjanna, í ræðu sem hann flutti í útvarpið í gærkvöldi og var henni útvarpað um alt land. Forsetinn sagði, að nú væri svo komið, að verja þyrfti stjórnarskrána fyrir hæstarjetti, og hæstarjett fyrir dómur- unum sem hann skipuðu. Hann sagði, að þeir hefðu komið þannig fram, að hæstirjettur væri ekki leng- ur fyrst og fremst dóm.- stóll, heldur hefðu dómar- ar hans reynt að nota hann í stjórnmálalegum tilgangi. ' Þetta, sagði Roosevelt, væii alls ekki hlutverk hæstarjettar; hæstirjettur ætti að dæma í anda stjórnarskrárinnar, rjett- láta dóma, frekar en eftir bók- stafi hennar, órjettláta dóma. Engum tíma tapa. Annaðhvort yrði að gera end- FRAMH. Á SJÖUNÐU SÍÐU. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.