Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 5
Mmtudagur 11. mars 1937. MORGUNBLAEI& Fjörugur ferðapistill á víð og dreif frá Danmörku. jPeimáleti. Pegar mjúkir hægindastólar eru annars vegar og ágætar 'bælmr í skápnum hinsvegar, þá er freistandi að setjast lon og don, og lesa og lesa í stað þess að láta pennan fara í langferð á pappírs- hlaði. En af því nú er sunnudagur og Panir verða varla veikir á helgidögum svo að læknis þurfi við, þá er jeg nógu sterkur til að viija taka pennan.Eiginlega þyrfti jcg að skrifa mörg brjef ýmsum kunningjum. Jeg ætla í þetta skifti, að láta þennan pistil nægja banda mörgum í brjefastað. Ætíð skulda jeg brjef; endalausar eru skuldirnar! „Skuldið engum neitt, nema velviM‘“, sagði postulinn.Jeg viMi að slíkt væri gerlegt í þessu lífi, en hitt er víst, að velviM skulda jeg öllum á Islandi. „Svo trútt við ísland mig tengja bönd o. s. frv.“ Alt eru það í rauninni skuMabönd. En jeg hygg, að öll mín pennaleti hyrfi, ef jeg vissi að mörgum væri kært að lesa það, sem jeg skrifa. * í sambandi við freistingu góðra bóka verð jeg að segja sögu af mjer, þegar jeg á dögunum gegndi störfum fyrir sjúkrahúslælcnirinn á Skagen. Á heimili hans kyntist jeg undurfríðri stúlku, svo yndis- légrí sem væri Billings mey, end- iirborin, og að vísu syndug eins og hun. Jeg mun ætíð elska hana, •eígi áð síðUi', allá tíð meðan jeg kann að muna. Mærin heitir ,Man- <on Lescaut' og hún mun ætíð lifa Þó hún -sje löngu dáin. Jeg sá tiana og kyntist henni aðeins sem hugsjðn, því hún er aðeins sköpuð jif góðu skáldi og er söguhetja í skáldsögu með þessu nafni: eftir kaþólskan klerk og ábóta, sem ’Jijet Prevost. Ein af bestu bókum, :sem jeg héfi lesið. Manon tafði mjer :svefn í tvær nætur, en jeg fyrirgaf henni. Það gerði bókina skemtilegri að hún var á frönsku, með ágætum myndum eftir lista- teiknarann Leloir, og ineð snjöll- um formála eftir Maupassant. — Slíkar bækur afsaka pennaleti. * Þetta er enginn vetur. Imínum síðasta pistli var jeg staddur í fimbulveðri á Jót- Jandsheiðum og var stundum kalt. En það bætti úr skáky að bæjar- leiðirnar voru ekki langar. Einn •daginn í versta skafrenningnum bar mig að garði þar sem bústýr- an var íslensk. „Yar sem mættust heldur hýr, Hekla þar og Strom- boii“, kvað HaUdór. En þessi á- gæta stúlka hitaði mjer á þá leið, að hún gaf mjer af sjer sokk- ‘boli til að hafa fyrir smokka, því hún sá að jeg var ber um úlnlið- ina. Mjer líkaði vel hjá Jótunum og skildi inál þeirra vel og hafði gaman af bæjanöfnum þeirra eins og Hvillum, Velling, Jelling og Tvilling, með mjúku 1-unum, sem sennilega hafa lialdist óbreytt. frá fornöld eins og próf. Konráð Gíslason vildi meina. Menn sögðu Njal en ekki Njáddl eins og við jgerum nú.Danir hafa þarna geymt „Pólitík“ Steingrims Matthíassonar. feðrasjóðinn dýra betur en við og segja enn Ful-la (Fylla). Forfeð- ur okkar liafa eftir þessu kveðið þannig að orði: „Ful-lu skein á fjöl-lum, foldsól Bráaval-la, ul-larkjóls of al-lan aldr IJákonar skaldum". Annars mega mjer lærðari menn rífast um þetta. * Eftir fimbulvikuna á Jótlandi, sem jeg sagði frá í síðasta pistli, hefir öllum vetri ljett, smátt og smátt, og jeg segi við sjálfan mig: Þetta er enginn vetur! Að vikunni liðinni kom upp jörðin iðagræn og þíð, en hjer þurfa bændur lítið á beit að halda og óskaði jeg þá auðu jörð alla komna norður í Fnjóskadal og til Guðmundar á Sandi. Og ís- hroðinn, sem tepti öll sundin, er nú allur á burt, veðrið er milt og snjórinn bráðnaður víðast Og margir farnir að tala um vorverk- in. Og þetta rjett í Góubyrjun, þegar Þorra er blótað norður í Eyjafirði. Von að mjer íslend- ingnum þyki þetta nýnæmi. . * Svo segja náttúrufróðir, að megnið af snjótittlingunum komi á veturna frá Grænlandi og Sval- barða til að eiga betri daga hjá okkur á íslandi og hjá Norðmönn- um og Svíum norðan til. Mjer fer líkt og slíkum vegar slingum titl- ingum, að jeg hreppi mildari vetr- arkjörin í Danmörku en norður við íshaf, en Dönum þykir skrítið, að jeg er ekkert hissa á þeirra miklu vetrarharðindum. Yfirleitt má segja, að Danir kvarti engu síð ur yfir sinni harðvítugu veðráttu en við íslendingar yfir okkar guð- legu harðstjórn. Og þeir sem efni hafa, flýja danska veturinn hóp- um saman og fara út og suður og eru að þessu leyti allir nokkurs konar snjótittlingar. * Á Langalandi. Pegar jeg skrifa þessar línur (22. febr.) er jeg á Langa- landi, norðanverðu, í læknisbú- sta,ð, hlýjum og rúmgóðum, þar sem jeg gegni störfum fyrir ungan kollega, í þriggja vikna tíma. — „Reynið og prófið alla hluti“, og jeg fer víða og prófa ýmsa staði í Danmörku áður en jeg „festi fætur í landi“ (eins og Sigurður jarl, frændi Ólafs helga komst að orði). Sá ungi kollega, sem jeg leysi af hólmi, hefir tekið sjer hvíld til að fara til Noregs og iðka þar skíðaferðir ásamt konu sinni, sem er f jörug enn og ekki orðin of feit. Danir segja,að þurrafrostið í Noregi sje hlýrra(?) og notalegra en sudda næðingskuldinn, sem hjer drotnar. Þó jeg viti, að þeim hjónum þyki gaman að tilbreytn- inni, þá þori jeg að fullyrða, að mjer þykir engu síður gaman að taka við stjórninni í þeirra verka- hring og kynnast landi og fólki á þessari frjósömu eyju.Ekki vantar að nóg er að gera, en livíldir eru góðar á milli, því svo hafa danskir læknar getað vanið fólkið vel á ýmsa stundvísi. Verksvið læknis- ins er ekki víðtækara en svo, að fara má í bíl fram og aftur á 40 mínútum lengsta túrinn, en fólkið er margt, eða hátt á fimta þúsund, og er það meira en hjá flestum öðrum læknum. Drýgir hann því erfiði meir „en menn vita“, en hef- ir líka miklar tekjur. Þessvegna er lieimili hans ríkmannlegt og atlæti gott hjá honum.Þegar mjög er krankfelt er hann svo að segja allan daginn í bílnum. Síðastliðið ár kvaðst hann hafa ekið samtals 30 þúsund kílómetra. * Langaland er langt og mjótt, eða rúmir fimtíu kílómetrar á lengd. En þegar jeg ek eftir veg- inum norður og suður eftir því miðju, þá sjer til sjávar á bæði borð og hjer norður frá fyrir nyrðri oddann. Finst mjer því jeg vera staddur á einu voldugu lang- skipi, eins og Orminum langa, og vera einn af stafnbúunum, en þó ekki í krapparúminu hjá Einari. En svo vill vel til, að jeg veit annan íslending, og hann góðan, skipa rúm í lyftingu, nálægt sporði drekans suður frá. Það er Jón kollega Björnsson, sonur al- þingismannsins Björns heitins frá Kornsá. Jeg hefi heimsótt hann og býr hann vel búi sínu, vinsæll af sínum mörgu sjúklingum. Þar heitir Humble, er hann á heima. Hann á fagran aldingarð og sýndi hann mjer gömul eplatrje, sem hann hafði höggvið og grætt síðan inn í stúfana stilda eða greinar af eplatrjám sunnan frá Checkosló- vakíu. Þannig má yngja upp göm- ul trje og fá sönn Iðunnarepli sæt og safamikil í stað súrra og seigra. Þótti mjer hann í þessu jafnast á við Möndul, sem græddi lapp- irnar á Hrólf, Ætíð rekst jeg á landa hvar sem jeg kem í Danmörku. Meira að segja á Lálandi hitti jeg Char- lott.u, fyrverandi sjúkling minn, fríða stúlku, sem giftist pilti norð- ur á Akureyri og tók hann með sjer til Danmerkur. Þjóna þau nú Bóndabær á Langalandi. bæði á lierragarði þar syðra. Og alls staðar kynna íslendingar sig vel meðal Dana. * Dönum þykja það frjettir, þeg- ar jeg segi þeim, að nú sje öfugt við það, sem áður var. Þá voru margir Danir víðsvegar á íslandi, og þar á meðal valdamenn miklir, bæði kaupmenn og embættismenn. Nú eru liinsvegar sárafáir Danir orðnir eftir á Islandi, en íslend- ingar ætla að vaða yfir alla Dan- mörku og ieggja liana undir sig. Guð komi til! En þó gengur hreint fram af þeim, þegar jeg segi þeim frá þeirri hnignum Danaveldis, sem jeg sjálfur, þó ungur sje, liefi upplifað og sjeð með eigin augum. — Þegar jeg var drengur voru danskar verslanir í öllum kaup- túnum á íslandi og sáust varla skip nema dönsk og danskur fáni á hverri stöng. Nú sjást varla dönsk skip, nje danskur fáni, nema þegar „Island“ og „Drotn- ingin“ koma í höfn, en enginn danskur kaupmaður er eftir að T verða. Ef finna skal nokkra Dani framar á Fróni, þá er helst að leita þeirra í Ijósaskiftunum, með- al fjósamanna á Korpúlfsstöðum eða hjá Bergsteini í Kaupangi og vinnukonur í Fagraskógi. Mikil er sú breyting. Von er að Danir sjeu stórbissa. Og öll utan- landsverslun að komast úr hönd- um þeirra til Þjóðverja og Eng- lendinga! „Noregur úr hendi þjer kon- ungur“, mælti Einar. En jeg hygg eins og Ölafur rex, að eigi sje mikill brestur at orðinn og jeg vil tengja trygðabönd við Dani. Jeg vil bjóða dönskum bóndason- um kost á að fá hjá okkur eitt- hvað af nýbýlunum nýju til ábúð- ár, gegn því, að þeir gefi okkar bóndasonum kost á nýbýlum hjá sjer. Og við skulr.m skiftast á mönnum og konum og læra gott hver af öðrum og okkar báðum góðu löndum. Þetta er nú mín pólitík, og má gjarnan skamina mig fyrir. Steingrímur Matthíasson, Minnini Sólveigar Jónsdottur, Dáin 23. febrúar 1937. Frá unnusta hinnar látnu. Sólveig Jónsdóttir. Fölnar og bliknar björkin fagurskreytt, bjartar rósir falla hausts áð degi. Minningin lifir, henni er aldrei eytt, þó alt nú hverfi falli burt og deyi. Jeg man þig altaf alla lífsins stund, þín endurminning grær mjer fast í lijarta, uns næ jeg þínum aftur, endur- fund, alt þá fær í ljósi Gnðs að skarta.. Þú ert fallin, fölnuð eru blóm, fögur minning lifir hjer í heimi. Jeg kveð þig ástmey klökkum meður róm; kærleikshátin þín jcg ávalt geymi. K. 0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.