Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 6
-4 AfORGUNBLAÐIÐ Fjmtudagur 11. marB 1937. Hjálparstarfsemin vegna ;: “ inflúensunnar. 30 qqir j/, ■, * PRAMH. AP ÞRIÐJU SfflU. tngr 'ií i Likn og skátarnir. Möugunblaðið skýrði frá þrí í gær, að skátarnir hefðu boðið frátn sína aðstoð til hjálpar á heimilunum, og hófst þessi hjálparstarfsemi þeirra í gær. Skátarnir höfðu aðsetur hjá þjó.krunarfjelaginu „Líkn“. — Hefir ykkur borist margar þeiðnir frá heimilum um hjálp? spyr Morgunblaðið „Líknar“- stöðina í gær. ---Hingað hafa komið um 25 þeiðnir, var svarið. -— Þið eruð velment þama af hjálparliði? — Já, vjð höfum hjer altaf 20-—30 úrvalslið skáta, stúlk- ur og píltar. Skátamir em hjer altaf til taks að fara til þeirra heimila, sem hjálpar- þurfa eru, og gera hvað sem gera skal á heimilunum, hjúkra og aðhlynna sjúkum, matreiða, vinna nauðsynleg störf og fara aendiferðir. ---Hvernig er ástandið í bæn- uih? 1 — Ekki svo mjög slæmt. En vfða liggja flestir á heimilinu, einn uppistandandi eða svo, og kémur sjer þá vel að fá að- stoð til sendiferða og þessh. — Ástandið svipað. ! -— Hvernig var ástandið 1 dag? spurði Morgunblaðið hjer- áðfelækhié í gærkvöldi. — Jeg býst við, segir hjeraðs- læknir* að‘ útbi^éíiðsla veikinnar hafi verið svipuð þrjá dagana, mánudag, þriðjudag og mið- vikudag. Jeg byggi þessa skoð- un mína á frásögn lækna og lyfjabúða, en engar tölur liggja fyrir um útbreiðsluna. Hjálparstöðvarnar hafa orð- ið' að góðu liði, sagði hjeraðs- læknir ennfremur, en jeg býst við að þörf verði á fleira fólki tál hjálpar, ef þessu heldur áfram, því að altaf heltast menn úr le®tinhi, sýkjast og forfall- ast. Ennþá hafa hjálparstöðvarn- ar getað sint öllum beiðnum, og jeg vil taka það fram, bæifír hjeraðslæknir við, að á mihni stöð er úrvalslið (skátamir), sem bregður skjótt og vel við. Jeg veit að sjálfboðaliðið á hin- um stþ^yupjgjd er einnig úr- valslið. En það getur komið til að vanta fólk, einkum stúlkur, ej&rsam^ heldur áfram. Lœknir segir frá. MorgUnblaðið náði í! gáeG kvöldi tali af Kristni Bjöms- syni’lækni, sem var þá nýkom- inn heim eftir erfitt dagsverk. — Ástandið er fremur slæmt, sagði læknirinn. Yíða á heimil- um eru 'fóir eða jafnvel engir uppistahdandi, en vensla- og skýldfólk vinnur hin algengu stðhf a heííhilunum. Þar ehu því ehgln yahdræði. Og þar sém hjálpar^tððva.rnar eru nú tekn- ar til starfa, koma þær að góðu haldi, ef sjálfboðaliðarnir milli heimilanna geta ekki lengnr sint störfum. Svo jeg hefi góð- ar vonir að úr rætist, þótt veik- in breiðist óvenjulega ört út. Þingfundum frestað. Þingfundír voru boðaðir í báðum deildum kl. 1 miðdegis í gær. En þegar til þess kom að setja skyldi fund í efri deild, varð þar ekki fundarfært, sakir þess að aðeins helmingur deildar- manna voru mættir. Hinir (8) boðuðu sjúkdómsforföll. í neðri deild munaði minstu að hægt yrði að koma á fundi, en þó varð fundur þar lögmæt- ur. En þar sem ástandið var þannig, að önnur deildin var ó- starfhæf og hin rjett á takmörk- unum að vera starfhæf, og nefndir óstarfhæfar, ákváðu forsetar að fresta þingfundum fyrst um sinn. Ofan á veikindi þingmanna bætist og það, að prentun þing- skjala hefir að mestu fallið niður síðustu dagana, sakir þess að allir vjelsetjarar í Guten- berg liggja í inflúensu. Á þessu stigi verður ekkert um það sagt, hversu lengi þarf að fresta þingfundum sakir in- flúensunnar. Það fer eftir því, hversu langt verður að bíða þess, að þeir, sem nú eru veik- ir, verða frískir. En svo má líka gera ráð fyrir, að þeir, sem enn eru uppi standandi, leggist einnig hver af öðrum. EDEN SVARAR FYRIR- SPURN UM SPÁNAR- MÁLIN. FRAMH. AP ANNARI SÍÐU. gefa skýrslu um tölu og þjóð- erni þeirra manna, er færu yfir landamærin, til Spánar. Hann sagði ennfremur, að Bretar myndu gæta strandar- innar frá landamærum Spánar og Portúgals, til höfða eins, skamt fyrir austan Almeria. Eden sagði ennfremur frá því, að upp á síðkastið hefðu uppreisnarmenn tekið nokkur skip, sem voru með málmfarma til Englands, og hefðu þeir far- ið með þau til Ferrol og ann- aha hafna á norð-austur Spáni. íxnSendiherra Breta í Hendaye, hefði verið falið að mótmæla þessu við bráðabirgðastjórn Francos, og krefjast þess, að vörunum yrði skilað. HÁREYSTI í BRESKA ÞINGINU. Berlín í gær. FÚ. í neðri málstofu breska þings- ins varð í gær allhörð rimma út af þingsköpum. Stjórnarandstæð- ingar hjeldu því fram, að stjórn- in ætlaði að nota þingsköp til að hindra umræður um fátækrahjer- uðin. Heimtuðu þeir málið tekið af dagskrá og hótuðu að ganga af fundi ella. Á meðan stóð á 1 atvinnu- málaráðherr?., T7nr mikil háreysti og varð að slíta fundi í 2 mín- útur. B.v. Bragi kom af ufsaveiðum í gær og fór aftur á veiðar m- dægurs. Iþróttafjelag Reykjavíkur \ý', Sfípí’VfiÍ c-r íu? / WB0CT - • [1 saf 3 örí'nv Ifcýr’iVvv X'WKJAVfic. Eigið fimleikahús. Fjelagið er fyrsta íþróttafjel. landsins, sem eignast eigið hús. Þar æfa allir flokkar fjel., þess utan ýms ir skólar og íþróttaflokkar. Víðavangshlaupið hefir l.R. haldið í 20 ár. Fyrsta víðavangs- hlaupið fór fram 1916 og síðan á hverju ári, margir og duglegir íþróttamenn hafa jafn- an komið til kepni í þessu vin- sæla hlaupi frá íþróttaf jel. þæj- arins og nærliggjandi sveitum. Mörgum og fögrum verðlauna- Jón Kaldal ljósm., núverandi formaður. gripum hafa fjelögin skift á milli sín; nú síðast vann Í.B. hinn fagra Morgunblaðsbikar. íþróttanámskeið 1922. 33 þátttakendur víðsvegar að af framh. á 7. síðu. SÝNINGARFERÐIR í. R. Innanlands: Reykjavík, Hafnarfjörður, Akranes, ísafjörð- ur, Siglufjörðúr, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörðnr, xMorðfjörð- ur, Eskifjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar. LJtanlands Færeyjar, Bergen, Haugasund, Drammen, Osló, Fredrikstad, Gautaborg, Aberdeen, Edinborg, London, Calais. I.R.-ingar. Sýningarflokkar sendir til Noregs og Svíþjóðar 1927, gátu sjer góðan orðstir. Þótti kvenflokkur íslendinga bera af öllum öðrum fimleikaflokkum Norðurlanda á Lingiaden (aldarafmæli Lings, höf. fimleikakerfisins sænska) í Gautaborg. Andreas J. Bertelsen stórkaupmaður. Stofnaudi íþróttafjelags Reykja- ▼íkur og form. fyrstu 4 árin. Iþróttafjelag Reykjavíkur er 30 ára í dag. Fjelagið var stofnað 11. mars 1907 af Andre- as J. Bertelsen stórkaupmanni. I.R.-ingar höfðu undirbúið hátíðahald á laugardaginn kem- ur, til þess að minnast 30 ára afmæli fjelagsins, en þar sem nú hefir verið auglýst sam- komubann, verður stjórn fje- lagsins að fresta afmælishófinu þar til seinna. Reykvíkingar eru orðnir van- ir því að heyra minst á Í.R. þegar hin stóru íþróttamálefni eru á döfinni Hjer vinst ekki rúm til þess að rekja sögu fje- lagsins ýtarlega, æfiferill þess og starfssvið hefir í þessi þrjá- tíu ár verið æði fjölbreytt og margþætt. Á 25 ára afmæli fjelagsins gaf það út afar vandað minn- ingarrit; er þar samanþjappað miklum fróðleik um störf og starfsemi I.R., sjest þar að for- ráðamenn fjelagsins hafa unnið með ötulleik að því, að vinna hinum ýmsu íþróttamálum gengi og hefir fjelagið haslað sjer völl bæði innan lands og utan. Iþróttagreinir, sem fjelags- menn hafa lagt stund á; Fim- leikar, útiíþróttir, sund, glíma, tennis, badmington, skíða- og skautaíþrótt, fjallgöngur o. fl. Kennarar: A. J .Bertelsen, Jón Halldórsson, Björn Jakobs- son, Steindór Bjarnason, Aðal- steinn Hallsson, Benedikt Jak- obsson, nú kenna þau Þorbjörg Jónsdóttir og Baldur Kristjóns- son. Flokkar, flest árin: 2 kven- flokkar, 2 karlaflokkar, drengjaflokkur, telpnaflokkur, frúarflokkur, Old Boys. BiaSa- og hókaútgáfa I.R.: Sumar- og vetrarblaðið, Þróttur, Fjelagsblað I.R., 25 ára minn- ingarritið, Útiíþróttir, kenslu- bók. Formenn I.R. frá stofnun: A. J. Bertelsen, Jón Halldórs- son, Benedikt G. Waage, Helgi •Jónasson frá Brennu, Haraldur Johannessen, Þ. Sch. Thorstein- son, Sigurliði Kristjánsson, Jón Kaldal. Hr’8arsfjelagar: A. J. Bertel- sen, Björn Jakobsson, Steindór Björnsson. Bened. G. Waage, Helgi Jónasson, Þ. Sch. Thor- rteinson, Jón Halldórsson, Matt- hías Einarssoii, Sveinn Björns- son, Sverre Gröner. Eorðf ■r,i. ! /’ÆSAyJ/? j rgco-ri.fí*ii}fi I sSon TC.V ‘jTtOÞ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.