Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 8
8 Fimtudagur 11. mars 1937. \i U 2 G U N tí L, A t' i :> Nokkur pör af skinnhönskum seljast með miklum afslætti þessa viku. — Hanskagerðin, Tjamargötu 10. Heimatilbúið fiskfars og friggadellur, fæst daglega á Laugaveg 53 B, uppi. — Ragna Jónsson. Sími 3197. Sent heim. Munio krónu-miðdagana á Heitt og Kalt. Vjelareimar fást bestar hjá f’oulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gamlan kopar. Vald. foulsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlerd. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- irstræti 4. SUklfnninqae Friggbónið fína, er bæjarins hesta bón. Agœfar íslenskar Versl. Visir. Sími 3555. Oldungaráðið í Texas hefir gert ráðstafanir til þess að öll sorpblöð sjeu bönnuð. Fyrsta laga- frumvarpið, sem fram kom í máli þessu var þess efnis, að banna öll dagblöð og vikublöð, sem birtu myndir af berfættum stúlkum. Oldungaráðsmaðurinn Olan van Zant samdi og undirbjó laga- frumvarp þetta. Hann er stein- blindur. * Hamingjan er ekki í því falin að eiga mikið, heldur hinu, að vera ánægður með lítið. * Dómari einn í Stamford, Conne- cticut, hefir sent út tilkynningu til lijónaefna þar, þess efnis, að hann skuli gefa þau saman í hjónaband þetta ár, en þau þurfi ekki að hugsa um kostnaðinn f’yr en árið 1938. * veir hnerrar komu af stað mik- illi skelfingu hjerna á dög- unum í Kaupmannahöfn, eftir því, sem dagblað eitt þar í borg segir frá. * Annar hnerrinn hafði nærri gert út af við pilt einn, en hinn bjarg- aði honum. * Svoleiðis var, að piltur þessi var að gera við vasaljós sitt og stakk vasaljósperunni upp í sig á meðan. Alt í einu þurfti hann að hnerra og gerði það svo vendilega, að peran hrökk ofan í barka og sat þar föst. Aumingja maðurinn stóð á önd- inni og var keyrður í mesta flýti á spítala. Læknarnir töldu hann mjög hætt staddan, og var hann strax lagður inn á skurðarstofuna til aðgerðar. * En áður en úr því varð, þurfti maðurinn aftur að hnerra, og eftir þann hnerrann hætti köfnunartil- finningin. Yið nánari rannsókn kom það í ljós, að peran hafði hrokkið ofan í vælindað og þaðan niður í maga. I stað skurðhnífsins kom nú laxerolía í góðar þarfir, og eftir það fór pilturinn heim til sín, himinlifandi yfir hinum happa- sælu lyktum á þjáningunum. * Kona ein kvartaði yfir því fyrir rjetti í Kaupmanahöfn um daginn, að maðurinn hennar hefði ekki talað við hann i ellefu vikur. Eitt Kaupmanahafnarblaðið skýrði frá þessn og Ijet um leið þau orð falla, að undarlegt væri það lieimili, sem aldrei væri rifist á! * Sænskan hnefaleikara langaði til þess að fá sjer konu og setti þess vegna giftingarauglýsingu í blað eitt. Hann gortaði ekki af auði eða öðru, en skrifaði skýrt og skorinort: Jeg er hnefaleikari og hefi unnið 38 sinnum með „knock- out“. Nú langar mig til þess að kynnast einhverri indælli stúlku. * Það er sagt, að nú ætli Greta Garbo að fara að leika í gaman- myndum, og eru menn fullir eft- irvæntingar um hvernig henni takist það.Fyrsta kvikmynd henn ar þeirra tegundar verður samin eftir skáldsögu einni eftir Marga- retli Mitchell. * raneo hefir nú á valdi sínu 65% af landflæmi Spánar, eftir því sem nýjustu opinberar skýrslur herma. Ibúafjöldinn á þessu svæði er 13 miljónir, en í þeim hlutum Spánar sem enn eru undir yfirráðum rauðliða búa 9 miljónir manna. — Uppskeran í „ríki“ Francos er áætluð 3,4 milj. tonn af korni á móti 1.6 miljónum tonna í umráðasvæði Yalencia- stj ómarinnar. Kartöfluuppskeran 3,2 milj. kr. hjá Franco, móti 1,6 milj. tonnum hjá rauðliðum. Járn og stálbirgðir eru líkar hjá báð- um, eða 1.6 og 1.5 milj. tonn. * Þetta er útdráttur úr opinberri skýrsln, sem gefin var út er rauð- liðar hjeldu því fram, að auðug- ustu hjeruð Spánar væru í þeirra höndum. * ersveitir Franeos á Teruel- vígstöðvunum í hjeraðinu Aragon tóku nýlega smábæinn Utrillas hjá Montalban. — Eftir þenna sigur eru öll kolahjeruð , Katalóníu í höndum þjóðernis- sinna. Trúlofunarhringa fáið þið hjd Sigurþóri, Hafnarstæti 4. Sendir gegn póstkröfu hvert á Iand sem er. Sendið ndkvæmt mdl. Úr og klukkur i miklu úrvali. Valenciastjórnin er í miklura vandræðum með kol og annað' elsneyti af þessum ástæðum og af- leiðingin er sú, að járnbrautar— ferðir hafa lagst niður víða,,. vegna þess að ekki eru til kol til að kynda eimreiðarnar.. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð stór ___------ ---------------------------------- Opin allan sólarhringinn. Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: 57. SYNDIR FEÐRANNA. einan við morgunborðið daginn eftir, að símskeytið kom frá henni. „Mr. Walther“, sagði hún, „þjer vitið kannske, að Elísabet er væntanleg heim eftir eina eða tvær vikur?“ „Hvernig ætti jeg að vita það, þegar enginn segir mjer frá því,“ svaraði Walther og reyndi að dylja grcmju sína. Að svo mæltu stóð hann strax á fætur og gekk úf. Loks rann upp sá dagur, þegar símað var til Sir Davids frá London, og hann þekkti rödd Elísabetar í símanum. Um kvöldið lagði hann sjálfur af stað, til Seatown til þess að taka á móti henni. Hann liafði hjartslátt, þegar hann stóð á brautar- stöðinni og sá lestina nálgast. Hvemig myndi Elísabet taka honum. Mýndi það gamla standa eins og veggur á milli þeirra? Nú, þegar stundin nálgaðist, sá hann, hvað hann og Walther hefðu valdið henni mikillar (ijáningar. , En þegar lestin staðnæmdist og Elísabet kom til móts við hann og sá, hve veiklulegur hann var, og þjáningardrættina í andliti hans, hvarf allur kali í hans garð á svipstundu eins og dögg fyrir sólu. Hún lagði handleggina utan um háls hans og hvísl- aði með grátstafinn í kverkunum: „Elsku pabbi minn — þakka þjer fyrir brjefið“. „Æ, hváð það er gott að þú ert komin heim aftur, Elísabet", sagði hann og tók hönd hennar undir hand- legg sinn og leiddi hana niður biðsalinn frá forvitnis- legu augnaráði margra, sem þektu þau og vissu meira eða minna um flótta hennar. A heimleiðinni í bílnum sagði faðir hennar um leið og hann horfði rannsakandi augnaráði á hana: ;jBrtu nú verulega hamingjusöm, barnið mitt? Hvers vegna kom maðurinn þinn ekki með þjer?“ ,^E, pabbi. Það er eins gott að þú fáir að vita það strax: Jeg er alls ekki gift,. Dr. Payne stakk upp á því, að jeg sendi þetta kort heim, svo að Walther kæmi ekki aftur að ásækja mig“. Sir David starði hálf tortryggnislega á hana. „Ertu ekki gift — og ætlar þú ekki að giftast hon- um ?“ „Nei, nei, pabbi“. Elísabet sagði honum í stuttu máli frá því, sem á daga hafði drifið hjá henni, síðan liún fór að heiman. Hann hjelt hönd hennar fast í lófa sínum og and- varpaði við og við meðan á frásögninni stóð. Þegar hún þagnaði, sagði hann; „En þá verður þú altaf kyr hjá mjer upp frá þessu?“ „Já, pabbi“. „Bara að jeg gæti verið viss um, að þessi uppskurður færi vel“, sagði hann hæglátlega, „þá hefði jeg einskis írekar að óska“. En með sjálf-um sjer vann hann lieit, sem hann fekk þó aldrei tækifæri til þess að uppfylla. Nú kom að Sir David að segja frá veikindum sín- um. Elísabet húghreysti hann og sagði einmitt þau kærleiksríku orð, sem hann hafði þráð að heyra. Sagði, að hún ætlaði að biðja fyrir honum og vaka hjá hon- um, myndi ekki víkja frá honum, fyr en þau væru aftur komin heim til Westend, að uppskurðinum vel afstöðnum. Hún sagðj honum líka, að dr. Payne hefði sagt sjer, að þessi uppskurður hepnaðist sjaldan illa „Hvar er Walther?“ spurði hún litlu síðar. Hann er ennþá á Westend. Það er erfitt að fá jafn 'duglegan ráðsmann og hann“, sagði Sir David, eins og hann vildi afsaka það, að hún þyrfti að hitta hann aftur, og bætti síðan við: „En ef þú vilt, skal hann fara burt“. „Fyrst hann getur ekki gert okkur mein framar, getur hann verið áfram á Westend", svaraði Elísabet stillilega. Hún hafði ekki búist við því, að þurfa að líta hann augum, og hún sárkveið fyrir að hitta hann aftur. En svo datt henni í hug, að erfitt yrði fyrir hann að fá atvinnu, ef hann yrði rekinn í burtu. En hún hafði strax getið sjer þess til, að skjölin værœ ekki lengur í fórum hans, en faðir hans hefði náð í þau. „Þú getur nú sjeð hann fyrst, góða mín, og vitað hvernig það gengur. Eiturtönnin er farin úr honum'V bætti hann við og brosti, „og hann er ekki lengur hættulegur“. Hann var orðinn allur annar maður síðan hann vissi, að hún var ógift, og þurfti því ekki að fara aftur til Ameríku. Miss Tylor hló og grjet í einu, þegar hún faðmaði Elísabetu að sjer. Síðan dró hún hana fram í birtunaP. til þess að sjá, hvort hún hefði nokkuð breyst, og sagði síðan við Sir David, sem var að hjálpa henni úr yfir- höfninni, glaður í bragði, að hún væri alveg eins og áður, nema ennþá laglegri og alvörugefnari á svipinn. Og það var líka orð að sönnu. Reynslan hafði sett sinn svip á andlit Elísabetar. Svipur hennar bar vott um alvarlega og hugsandi sál, og augun sýndust dýpri, og dekkri en áður. Walther ljet ekki sjá sig um kvöldið. En um morg- uninn hittust þau ein við morgunverð. Sir David fór venjulega seint á fætur, síðan veikindi hans ágerðust. Og Miss Tylor ljet færa sjer morgundrykkinn upp í herbergi sitt, vegna þess, að hún gerði ráð fyrir því,. að þau Elísabet og Walther vildu helst vera ein þegar þau hittust fyrst. Walther stóð úti við glugggann í borðstofunni, þegar Elísabet kom inn. Hún gekk rak- leitt til hans og rjetti honum höndina og sagði: „Komdu sæll, Walther — eigum við ekki að láta fortíðina vera gleymda okkar á miHi9í< Walther var fölur í andliti. Hann tók í hönd hennar, en slepti henni fljótlega aftur, eins og hann hefði brent sig, og sagði hásri röddu: „Þakka þjer fyrir, Elísabet“. Hún gekk að teborðinu og spurði, eins og hún hafði svo oft gert áður; „Te eða kaffi?“ „Te, þakka þjer fyrir“. Þegar hann var sestur við borðið, kom háðslegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.