Morgunblaðið - 12.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1937, Blaðsíða 7
7 Föstudagur 12. mars 1937. Inflúensan breiðist ört út I Hafnarfirði. Hafnarfirði breiðiat nú inflú- ensan mjög ört út, að því er Þórður Edilonsson hjeraðslæknir skýrði Morgunblaðinu frá í gær. Var skóla- og samkomubann sett í Hafnarfirði í gær, til þess að draga úr útbreiðslunni. Veikin hagar sjer svipað í firð- inurn og hjer í Reykjavík. Breski flotinn aukinn um 148 skip. London 11. mars F.Ú. Sir Samuel Hoare, flotamálaráðherra Breta, sagði í dag að við árslok myndu 148 skip verða í smíðum fyrir breska flotann. Af þeim yrðu 5 or- ustuskip, 4 móðurskip fyrir flugvjelar og 17 beitiskip. Ráðherrann gerði í langri ræðu í neðri málstofu þingsins grein fyrir því, við hvað flota- málaráðuneytið styddist um smíði þessara skipa, og aukn- ingu flotans yfir höfuð. Ráðuneytið hefði látið fara fram hina gagngerðustu rann- sókn á hernaðarlegri þýðingu skipa af ýmsum gerðum, og væru niðurstöður þeirrar rann- sóknar nú lagðar til grundvall- ar þeim breytingum og endur- bótum, sem nú væru gerðar á flotanum. Afli: giæðist Grindavfk. Grindavík fimtudag. Hjeðan úr Grindavík ganga nú á þessari vertíð 29 opn- ir vjelbátar og 2 dekkbátar. Afli var mjög tregur alla tíð meðan fiskað var ineð línu En 3. mars voru alment lögð net og hefir afli verið allsæmilegur síðan. Síðustu daga liafa norðan- og norðaustan stormar gert sjósókn <erfiðari, einkum vegna þess, að sækja hefir orðið austur undir Krýsuvíkurbjarg og vestur að Reykjanesi. Afli liefir verið afar misjafn frá degi til dags. Einna jafnbest mun hafa fiskast í dag, alt að 1300 fiskar á bát. Eiríkur. Einar B. Jónsson, kaupm. í Raufarhöfn, kom hingað til bæj- -arins m*ð Goðafossi í gærmorgun. MÖRGUNBLAÐIÐ JÉk Manndauði af vðld- ii7»r—■ n bcrklavcikf] fer minkandi. Dánarorsaklr 1935. Iskýrslu hagstofunnar um dánarorsakir 1935, sem nýlega er komin út, vekur athygli, að manndauði úr berklaveiki hef- ir enn minkað það ár. Segir í skýrslunni ,,að manndauði úr berklaveiki hafi yfir- leitt farið vaxandi alt til 1932, en síðan hefir hann árlega lækk- að að miklum mun. Síðan 1932 hefir tala mannsláta verið svo sem hjer segir: 1932 1933 1934 1935 Lungnatæring 140 118 108 100 Heilaberklabólga . . . 44 24 26 27 Önnur berklaveiki 86 31 31 22 Samtals 220 173 165 149 Eftirfarandi yfirlit sýnir manndauða hjer á landi árið 1935 skift eftir helstu dánarorsökum og samanborið við meðaltal 5 ár- anna 1931—'35: Dánir á ári Af ÍOOOO íbúum dóu á ári 1931—85 1935 1931—35 1935 meðaltal meðaltal Farsóttir 89.0 206 7.9 17.9 Berklaveiki 182.6 X49 16.2 12.9 Langvint lungnakvef . . 11.8 12 1.0 1.0 Meðfætt fjörleysi 32.2 30 2.9 2.6 EÍiihrumleiki 169.0 204 15.0 17.7 Krabbamein 133.2 • 147 11.9 12.7 Hjartabilun 90.0 91 8.0 7.9 Sjúkdómar í lífæðunum 19.4 22 1.7 1.9 Heilablóðfall 94.0 104 8.4 9.0 Lungnabólga 121.2 101 10.8 8.8 Botnlangabólga 9.0 14 0.8 1.2 Langvinn nýrnabólga . . 15.2 24 1.4 2.1 Druknun 44.2 49 3.9 4,2 ^Áðrar slysfarir 29.0 41 2.6 3.6 Sjálfsmorð 9.2 8 0.8 0.7 Aðrar orsakir 193.0 200 17.2 17.4 Samtals 1242.0 Árið 1935 hefir manndauði vérið évenjumikill í samanburði við það, sem verið hefir hin síð- ustu ár. Að langmestu leyti stafar það af því, að farsóttir hafa ver- ið hjer miklu mannskæðari þetta ár heldur en næstu und- anfarin ár, en þó hafa líka ýms önnur dauðamein orðið fleiri mönnum að bana heldur en und anfarið. X Það er kíghóstinn, sem orðið hefir langmannskæðastur árið 1935, því að það ár. hefir mann- dauði úr honum verið tvöfaldur á móts við manndauða úr öll- um farsóttum árin á undan, en auk hans hafa líka mænusótt og inflúensa verið allmannskæð- ar árið 1935. Af öðrum dánarorsökum, sem valdið hafa fleiri mannslátum árið 1935 heldur en undanfarið, má einkum nefna ellihrumleika, slysfarir og krabbamein. Þetta ár hafa óvenjulega margir menn druknað í ám og vötnum, eða 10 manns, og jafn- margir orðið úti. Mannslát úr krabbameini hafa orðið fleiri árið 1935 heldur en nokkru sinni áður, eða 147. Þó hafa þau tvisvar áður verið litlu færri, 145 árið 1929 og 141 ár- ið 1934. En annars sýna dánarskýrsl- ur vaxandi manndauða úr krabbameini síðan skýrslur um dánarorsakir hófust 1911. Ár- 1402 110.5 121.6 in 1911—15 töldust þannig mannslát úr krabbameini ekki nema 81.8 að meðaltali á ári eða 9.4 á 10 þús. íbúa. BRESK SAMVELDIS- RÁÐSTEFNA í MAÍ. London 11. mars F.Ú. Bresk samveldisráðstefna á að hefjast í London 14. maí, tveimur dögum eftir krýningu Georgs VI. Veú^ur þar m. a. rætt um ut- anríkisMál og landvarnir, stjórn arskrármál, viðskiftamál, flug- leiðir o. s. frv. FYRIRSPURN TIL JÓNS E YÞÓRSSON AR VEÐ- URFRÆÐIN GS. í útvarpserindi yðar u'm suður- för Scotts gefið þjer Bretum, Norðurlandabúum og Norður- Ameríkumönnum einum heiðurinn af því, að hafa. kannað Suðurpóls- landið. En er yður alveg ókunn- ugt um hinn svonefnda ,,Gauss“- leiðangur, sem gerður var út þangað af Þjóðverjum árin 1901- 1903 undir forustu Erieh v. Dry- galsky prófessors? Eða lítið þjer ef til vill svo á, að vísindaleg þýð ing þess leiðaugurs hafi verið svo lítil, að ekki sje .í frásögur fær- andi ? Knútur Arngríauwon. □agbók, I. O. O. F. 1. Enginn ftmdur. Veðrið í gær (fimfcud. kl. 17) : HáþrýstisVæðið yfir Grænlandi er heldur að minka, en yfir Bret- landseyjum er víðáttumikil lægð, en hægfara. Veður liefir batnað hjer á landi síðasta sólarhring. Er nú A-NA-kaldi um alt land, lítilshátar snjókoma á NA- og A- landí, en annars víðast bjartviðri. Frost 1—4 stig. Veðurútlit í Reykjavík í dag: NA-gola. Bjartviðri. Spegillinn kemur ekki út fyr en í næstu viku, laugardaginn 20. þ. m. Eimskip. Gullfoss var á Þing- eyri í gærmorgun. Goðafoss kom að vestan og norðan í gærmorgun. Brúarfoss er í London. Dettifoss er í Hamborg. Lagarfoss er á Ak- ureyri. Selfoss er á Akranesi. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær: Besti sólkoli 90 sh. pr. box, rauðspetta 66 sh. pr. box, stór ýsa 2þ sli. pr. box, miðlungs ýsa 28 sh. pr. box, frálagður þorskur 16 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 8 sh. pr. box, smáþorskur 7,9 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd — FB). Farsóttir og manndauða í Rvík vikuna 14.—20. febrúar (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 67 (59). Kvefsótt 331 (272). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 1 (5). In- flúensa 86 (72). Kveflungnabólga 9 (5). Skarlatssótt ] (1). Manns- lát 6 (5). (Landlæknisskrifstofan — FB.). Farsóttir og manndauði í Rvík tölur næstu viku á undan) : Háls- vikuna 21.—27. febrúar (í sv%um bólga 95 (67). Kvefsótt 203 (331). Gigtsótt ] (1). Iðrakvef 17 (1). Inflúensa 420 (86). Kvefl\ingna- bólga 21 (9). Skarlatssótt 1 (1),. Munnangur 2' (0). Hlaupabóla í (0). Heimakoma ] (0). (Land- læknisskrifstofan — FB.). Til Strandarkirkju frá N. N. 10 kr., ónefndum 5 kr., kaupanda (nokkur áheit) 55 kr., V. B. 10 kr., Kára 2 kr., M. A., Vestm. 10 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá T)*ida 3 kr. B.v. Otur fór á ufsaveiðar í fyrrakvöld. Skíðanámskeiðið. Næsta skíða- námskeið norska skíðakennarans byrjar á mánudag. Þátttakendur, sem hafa skrifað sig á lista, verða að hafa greitt fyrir þátttöKu sína fyrir kl. 12 á morgun, annars verð ur þeim, sem eru á biðlista, veittur aðgangur á námskeiðinu. Skíðamótið. Ferðir á landsinót- ið, sem hefst á morgun kJ. 1 yið Skíðaskúlann, verða frá Austur- velli kl. 9 f. h. á morgun og eins á sunnudagsmorgun kl. 9 f. h. Farmiða verður hægt að fá í verslún L. H. Múller til kvölds- ins, en lítil farmiðasala verður í fyrramálið við bílana. Kaupendur Morgunblaðsins mega búast við því, að meðan á inflúensufaraldrinum stendUr komi blaðið heldur seinna á morgnana en vant er. Margir af þeim, sem bera út blaðið, eru veik ir, og' hefir orðið að fá nýja og óvaua í staðinn. Er við því búið að útbúrður blaðsins ganga stirð- íega á meðan svo er ástatt, Alþýðublaðið kann sýiíilega ekki að skammast sín. í gær seg- ir blaðið: „Borgarstjori Ijet Morgunblaðið í gær (þ. e. mið- vikudag) skora á fólk að gerast, sjálfboðaliðar, án þess þó að geta þess einu orði, að stúlkunum væri ábyrgst kaup fyrir störf síu“. — Þessi sama áskorun birtist einnig í Alþýðublaðinu á miðvikudag. Þar segir m. a.: „Sjerstaklega vantar stúlkur til að vinna heim- ilisverk, og er því fastlega skor- að á þær að gefa sig fram nú þeg ar, bæði sjálfboðaliða og þær, sem þóknun þurfa fyrir störf sín“. — Væri til of mikils mælst af pilt- unum við Alþýðublaðið, sem sýnilega eru haldnir ofsóknar- brjálæði í garð borgarstjóra, að þeir kyntu sjer hvað stendur í þeirra eigin blaði? Föstudagur 12. mars. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljóinplötur: Ljett lög. 1#.30 Þingfrjettir, 20.00 Frjettir. 20.30 Bækur og menn (Vilhjálm- ur Þ. Gíslasðn). 20.45 Kvöldvaka: a) Upp- lestur: Um Raspútín. , XI. : b) Jónas Þorbergsson útvstj.: Úr kvæðum Stephans G. Steph- anssonar; c) frú Soffía Guð- laugsdóttir: Frá San Michele til Parísar; d) Jóhannes úr Kötl- um: Þjóðsögur. — Ennfremur sönglög. . t NEW YORK — EÐA MONTREAI aiiiiion --- London 11. mars F.Ú. amkvæmt fregn sem blaðið New York Times birtir, hefir samkomulag milli flugfje- lagsins ameríska og Pan-Ame- rican Airways og breska flug- fjelagsins Imperial AirwayS, um samvinnu á Norður-Atlants- hafsleiðinni strandað. Sam- komulagið strandaði á því, að Pan American Airways vill að hún sje í Montreal. Það er ekki lítill tími, sem fer í það að sofa í þessu lífi. Maður, sem n»r meðalháum aldri, sefur að jafnaði 2é ár æfi 'sinnar. Ágætt bögglasmjör Versl. Vísir* Sími 3555. ÚTVEGA frá Þýskalandi alskonar vör- ur. Leitið tilboða hjá mjer áður en þjer festið kaup yð- ar annars staðar. FRIDRIK BERTELSEN. Hafnarstræti 10—12. Sími 2872. LJQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.