Morgunblaðið - 18.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 18. mars 1937. -----$------------------------------ Framfigarsklpulag mfAlkurmáUlns. | Eyjólfur Jóhannsson svarar Sveinbirni Högnasyni. % " SÍRA Sveinbirni Högnasyni hefir orðið dá- lítið bilt við lestur greinar minnar í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag um framtíðar- lausn mjólkurmálsins. í grein í Nýja Dagblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Draumur- inn sem aldrei rætist“, hygst hann að lirekja tillögur mínar, eða gera þær tortryggilegar. Jeg þarf ekki að eyða miklu rúmi til að svara grein þessari. Hún svarar sjer hest sjálf. í grein hans stendur meðal annars: „ .... Hann (EJ) birtir nú drauminn sem hann hafði dreymt um framtíð mjólkurskipulags- ins, og virðist jafnvel ekki vonlaust ennþá um að sá draumur rætist .... Bændur í Borgarfirði og austursýslum ættu að kynna sjer vel þessa íhaldsdraumsýu um framtíð þeirra, og gera síðan upp við sjálfa sig í einrúmi, hvort þetta sje það sem þeir vilja í mestu hagsmunamálum sínum, og hvort ekltí sje tími til kominn að segja fyrir fult og alt skilið við þessa menn, er þeir hafa látið glepja sjer sýn hingað til, og veitt þeim fylgd sína“. Bændur í Borgarfirði og Aust- ursýslum, bændur í JReykjavík og nærsveitum, og neytendur í Reykjavík. Kynnið ykkur tillögur þær, sem jeg hefi borið fram, lesið síðan alla þá gagnrýni sem fram kemur á móti tillögum mínum, og þar með ámiusta grein síra Svein- bjarnar. Sá sem þá kemst að því, að ein- hver hafi látið glepja sjer sýn hingað til, væri maður að meiri ef hann kannaðist við það fyrir sjálf- um sjer og öðrum. Þá skulum við sjá síra Sveínbjöm, hvors „draum- ur“ það verður, sem rætist. 1 áminstri grein vill síra Svein- björn gera lítið úr því að jeg hugsi um framtíð framleiðenda í fjærliggjandi sveitum. Hann hleyp ur yfir þá staðreynd, að tillögur mínar hafa að færa Verðjöfnunar- sjóði kr. 450.000.00, sem lágmark, til verðuppbótar á mjólk þessara framleiðenda, en mjólkurskipulag- ig, undir stjórn han3 sjálfs, gefur Verðjöfnunarsjóði á s.l. ári kr. 177.825.59, eða rúmlega 270 þús- und krónum minna en tillögur mínar. Mjer hafa borist reikningar Mjólkursamsölunnar fyrir s.l. ár. Mjer hafa einnig borist reikning- ar Mjólkurbús Plóamanna. Einn af tekjuliðum mjólkurbúsins er: Tekjur úr Verðjöfunarsjóði kr. 204.592.58, og gerir þessi upphæð um það bil 25% af öllum tekjum búsins. Mjólkurbú Flóamanna reiknar sjer samkvæmt þessu kr. 26.756.99 umfram allar tekjur Verðjöfnunarsjóðsins á s.l. ári. í fljótu bragði virðist erfitt fyrir búið að fá meiri tekjur úr sjóðn- um, en komið hafa í Verðjöfnun- arsjóð á árinu. Við nánari athug- un sjer maður að þessar tekjur eru heldur ekki að öllu ieyti komn- ar til búsins, nema á pappírnum, því þegar iitið er á eignareikning- inn, sjest að þar er talin sem „eign“ meðal útistandandi skulda ógreitt Verðjöfnunarsjóðsgjald kr. .86.764.94, og með því ennþá að bera saman reikninga Mjólkur- samsölunnar og reikninga þessa mjólkurbús, fer þessi eignaliður mjólkurbúsins að vera nokkuð vafasamur. Þar sjest að í Verð- jöfnunarsjóði eru aðeins til kr. 16.721.97. Mjer verður á að spyrja: Getur Mjólkurbú Plóamanna fengið meira úr Verðjöfnunarsjóði en alt sem í hann kenrar? Hvað fá önnur mjólkurbú á verðjöfnunarsvæði Iteykjavíkur og Hafuarfjarðar úr Verðjöfunar- sjóðnum, þegar eitt bú fær kr. 26.756.99 meira en allar tekjur sjóðsins nema á árinu? Hvernig ætla forstöðumenn bús- ins að forsvara reikningsskil sín gagnvart bændum eystra, sem hafa fengið lofun fyrir að minsta kosti 11% eyri meira fyrir mjólk sína heldur en Verðjöfnunarsjóð- urinn leyfir? Að síðustru: Hversu lengi geta þeir Sveinbjörn Högnason, Her- mann Jónasson og þeirra nótar, haldið áfram að blekkja almenn- ing í þessu máli? Sú reiknings- færsla þeirra, er jeg hefi drepið á, virðist benda til þess að síðustu „trompin“ sjeu nokkuð hæpin, þar sem þeir gefa framleiðendum í Mjólkurbúi Flóamanna „ávísun“ að upphæð kr. 86.764.94 á kr. 16.721.37 innstæðu í Verðjöfnun- arsjóði. Reykjavík, 17. mars 1937. Eyjólfur Jóhannsson. Ágætt bðgglasmjðr Varst Visir. Sími 3555. Farið burt íir Madridf Varnarráð Madridborgar hefir sett upp stórar auglýsingar á húsveggi þar sem fólk er hvatt til að flýja borgina. Bffikar. Draumar Hermanns Jónassonar. Jeg sá um daginn meðal annara bóka auglýsta Drauma Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum. Þótti mjer vænt um að mint var á þessa bók. Jeg hafði oft ætlað mjer að geta bókarinnar með nokkrum orðum, og gríp nú tækifærið. Hermann Jóiiasson var þjóð- kunnur merkismaður fyrir margra hluta sakir. En þótt ekki hefði verið annað en þessi bók hans, mundi hún lengi halda á lofti nafni hans. Hermann var vitur maður, enda virðist hann um langt skeið æfi sinnar hafa staðið undir sjerstakri vernd æðri afla. Draum- ar hans eru svo ljósir, að líkara er opinberun en draumi, enda virðist hann oft hafa átt erfitt með að greina á milli, hvort hann var í vöku eða svefni er þetta bar fyrir hann. Hermann trúði á drauma sína, og svo örugglega mátti treysta þeim, að éinu sinni fór hann einvörðungu að tilvísan draums síns yfir fjallveg, sem hann hafði aldrei farið áður; var skafrenningur svo svartur að ekki sá á hönd sjer og leiðin svo tor- farin og hpettuleg, að engu mátti muna, ef halda átti lífinu. Þó mun merkastur draumur hans um Njálu, enda skoðar hann alt annað sem undirbúning undir þann draum. Ættu þeir sem unna sög- um vorum að lesa drauminn. I Varpar hann nýju ljósi yfir mörg atriði sögunnar, og er jeg fyrir mitt leyti í engum vafa um, að rjettara er eins og Hermann grein- ir frá. Guðmundur Pinnbogason skrif- ar langan eftirmála við bókina. Segir hann þar m. a.: „Jeg byrja á því sem nú er huga næst, en það er að þakka líonum fyrir „Draumana“. Vona jeg að allir lesendur þeirra taki undir það með mjer, hverjar skoðanir sem þeir hafa á draumum. Því að bók- in er fyrst og fremst skemtileg. Hún segir frá svo einkennilegri reynslu úr djúpi draumheimsins, að það er ærið umhugsunarefni fyrir hvern sem vill skilja öfl sálarlífsins. Og svo er frásögnin svo lipur, skýr og skemtileg, að leitun er á betri sögumanni“. G. Kristján . Skagfjörð, stórkaup- maður, hefir ritað grein í tímarit- ið „Ours“, sem gefið er rit fyrir starfsmenn „Reckitts“ finnans breska. Er greinin um ferðalag, sem hann fór í ásamt þeim Tr. Magnússyni verslunarstjóra og Jó- hannesi Áskelssyni náttúrufr., yfir Vatnajökul, frá Hornafirði, upp Svínafellsjökul, að Kverkafjöllum, norður fyrir Grímsvatnagíg og niður að Rauðabergi. — Greininni fylgja nokkrar myndir úr ferða- laginu. Samkomulag um norsku landvarnamálin. Osló, í dag. Stórþingið ræddi í gær álít meiri hluta landvarna- nefndar um heræfingatím- ann. Meiri hluti nefndarinn- ar eða fulltrúar borsjaraleKU flokkanna höfðu upphafleKa laert til, að æfingatími nýliða yrði 84 dagar í stað 72, eins oe; ríkissti.órnin hafði lagt til, en Nye:aardsvold forsætis- ráðherra lýsti þá yfir því, að ríkisstjórnin mundi gera það að fráfaraatriði, ef tillÖKur meirihlutans næði fram að gansa. Tók nefndin þá málið til með- ferðar á ný og bar þá fram tillögn um 72 daga æfingatíma, að við- bættum sex daga sameiginlegum æfingum, í samræmi við tillögur hershöfðingja þess, sem hefir yf- irstjórn æfinganna á hendi. Pull- trúar bændaflokksins og hægri- flokksins í nefnd hjeldu fast fram fyrri tillögu meira hlutans um 84 æfingadaga fyrir nýliða. Undir umræðunum skýrði Nygaardsvoltl frá því, að samkomulagsumleitam ir stæðu yfir milli stjórnarinnar og flokkanna um landvarnirnar. Ríkisstjórnin hafði ekki, sagði hann, búist við, að fram kæmi til- lögur, sem gengi lengra en tillög- ur hennar sjálfrar meðan á þess- um samkomulagsumleitunum stæði. Mowinekel sagði, að álit vinstrí flokkanna um auknar heræfingar hefði ekki breyst, en nú væri spurn ingin sem svara þyrfti sú, hvort þjóðin ætti vegna þeirra 12 daga, sein um væri deilt, að lenda í deil- um út af stjórnarskiftum, en það væri óforsvaranlegt, næstum ljett- úðugt, að steypa stjórninni nú. Örbæk — hægriflokksmaður — studdi tillögúrnar um 84 daga æf- ingar, en hinar breyttu tillögur 72 daga æfingar voru samþyktar með 94 gegn 49 atkvæðum. Með tillögum þessum greiddn atkvæði jafnaðarmenn allir, vinstri flokkurinn, kristilegi þjóðflokkur- inn og Maastacl Bændaflokksmað- ur. (NRP — PB). Kjöt af fullorðnu fje. Saltkjöt. Miðdegispylsur og kinda- bjúgu. Versl. Búrfelly Laugaveg 48. Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.