Morgunblaðið - 20.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1937, Blaðsíða 2
MORGUHBLAÐíÐ Laugardagur 20. mars 1937. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stéfánsson — ábyrgtSarmaður. Ritstjðrn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Heimasfmar: Jð'i Kjartansson, nr. 3742 vaitýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuSi. í lausasðlu: 15 aura eintakið. 25 aura með Lesbðk. Auðsýkín. Hjeðinn Valdimarsson er í hóp auðugustu manna á land- inu. Mikið af þessum auði hef- ir hann fengið á þann hátt, að hann hefir gerst þjónn erlends auðhrings, og selt sjómönnum hjer olíu við verði, sem Alþýðu- blaðið efir kallað okur. Það t<r langt síðan að Alþýðu- blaðið skýrði frá því, að ríkis- stjómin hefði skipað nefnd til þess að rannsaka olíusölu Hjeð- ins, og að vænta mætti mikils árangurs af hennar starfi. En ekkert hefir heyrst frá nefnd- inni, og engin lækkun fengist á olíuverðinu. Hjeðinn, með hringavaldið að baki, hefir sigrað í þessari við- ureign. * Ilt er tveimur herrum að þjóna. Hjeðinn hefir tekið að sjer það hlutskifti að þjóna erlendum auðhring og fátækum verkamönnum í Reykjavík, sem vanta tilfinnanlega atvinnu. Fyrir þjónustu hins erieridá auðhrings hefir Hjeðinn orðið vellauðugur maður. En fyrir atbeina fátæku verkamannanna fekk Hjeðinn mikil völd í hend- ur. Þeir fólu honum margar trúnaðarstöður, og hann lofaði þeim atvinnu í staðinn. , Svo komu árekstramir og svikin. Auður Hjeðins óx með hverju ári, og varð að lokum svo mikill, að Hjeðinn varð hræddur. Þá hljóp hann til kommúnista og bað þá að vernda sig og auðinn, en í. stað- inn lofaði hannaðleggja Kveld- úlf í rústir. En það fór á annan veg fyrir skjólstæðingum Hjeðins, verka- mönnunum- Þeirra atvinna fór stöðugt minkandi, en fátæktin vaxandi. Hjeðinn hafði gleymt skjól- stæðingunum, sem lyftu honum til vegs og valda, í þeirri trú að þeir feugju atvinnu og brauð. Hanm gleymdi öllu — nema auðsöfnuninni. Þegar svo að því kom, að Hjeðinn skyldi velja á milli auðsins og verkamannanna, fórnaði hann skjólstæðingunum. Hann kaus að fá að vera í friði með auðsöfnunina undir vernd- arvæng kommúnista, en tók jafnframt að vinna að því að leggja að velli það atvinnufyr- irtæki, sem brauðfæðir flesta verkamenn. Kæmi Hjeðinn fyrirætlan sinni í framkvæmd myndu þús- undir sjómanna og verka- manna missa atvinnu. Miklu fær auðsýkin áorkað! Ógurleg sprengin^ i skólahúsi í Texas. SJO HUNDRUÐ NEMENDUR OG KENNARAR FARAST! 1500 börn voru i skólanum er slysið vildi til. m~ Mæður leita að limlestum börnum sfnum i rústunum. •v* * XJ Hræðilegt ástand á' slysstaðnum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN í GÆR. UM 700 börn og kennarar fórust í spreng- ingu, sem varð í skóla einum í bænum New London í Texasríki í gær. Gas- sprenging varð í ketilherbergi og var hún svo mik- il að skólabyggingin sprakk í loft upp eins og hún hefði verið sprengd upp með dynamiti. Meira en 1300 nemendur á aldrinum fjórtán til átján ára sátu í kenslustofum skólans er spreng- ingin varð. Þrjú hundruð lík hafa þegar fundist, en mörg liggja enn grafin í rústunum. Einn nemendanna, sem bjargaðist úr sprengingunni segir svo frá: „Jeg hentist um 200 metra frá skólabygg- ■ ingunni. Hræðilegt var að sjá, hverjar áfleiðingar spreng- ingin hafði. Jeg sá skólasystkini mín hendast í Ioftinu í kringum mig, handleggir og fætur rifnuðu frá ííkaman- um af hinum ógurlega þrýstingi, sem. sprengingin o!!V‘. Þrjú hundruð börn úr barnaskóla einum í nágrenningu þustu að slysstaðnum til að. leita að eldri systkinum sínum. Ör- vinglaðar mæður leituðu í rústum skólabyggingarinnar að börn- um sínum. Lík flestra barnanna eru óþekkjanleg og hafa risið upp deilur milli foreldra, sem halda því fram hver fyrir sig, að sama líkið sje af þeirra barni. Hefir verið reynt að þekkja Iíkin með fingrafararannsóknum. I Úx* Miðiacðarhaf«för Edwards. I London í gær. FÚ. Kenslutíma var nýlega lokið í annari byggingunni, og hafði börnunum verið hleypt út; en 10 mínútur voru eftir af kenslu tíma í hinni byggingunni, og voru þar um 700 börn og 40 kennarar.' Böm, sem komust lífs af, segja frá þýj, ^ð alt í einu hafi heyrst ógurlegur hvellur, og í sömu svipan hafí borð og bekk- ir og alt sem l'áuslegt var í stof- unum kas'tasl í* loft upp, húsið spru'ngið og sVo fallið saman aftur, yfir þau börn, sem ekki höfðu kastast út fyrir takmörk þess. Björgunar og líknarstarf. í alla nótt átreymdu læknar og hjúkrunarkonur til New r,ondon með járnbrautarlesttim t bifreiðum, en sjerfræðingar ■roru fluttir þangað með flug- vjelum. Roosevelt forseti hefir boðið Rauða Krossinum og líkn- arstofnunum, sem reknar eru af ríkinu, að veita alla mögu- lega aðstoð. Svæðið hefir verið lýst í hernaðarástandi, og ríkis- vamarliðið kvatt á vettvang, til þess að bægja frá byggingunni þeim, sem í angist sinni hafa þyrpst þangað til þess að að leita að bömum sínum, en valda aðeins töfum á björgunarstarf- inu. Nýkomin frjett .segir, að nokk- ur börn hafi fundist á lífi, en þó særð, í rústunum. Fyr í dag höfðu tvö börn fundist undir boga einum, sejp,' /msþimar mynduðu. Höfðu þau. hjúfrað sig þar hvort upp að öðru. — Björgunarstarfið hófst sam- stundis og sprengingin var um garð gengin, og í alt gærkvöld og alla nótt mátti sjá foreldra bera heim böm sín, sum lif- andi en hræðilega limlest, önn- ur dáin, af ógurlegum sárum. í dag hafa borist samúðarskeyti til vandamanna barnanna og forráðamanna hjeraðsins frá fólki úti um allan heim. Amelia Eafhart tefst í hnatt- fluginu. London í gær. FÚ. Amelía Earhart varð að fresta flugl sínu frá Hon- olulu til Port-Darwln í dag, vegna óhagstæðs veðurs. Mynd þessi var tekin í Miðjar ðarhafsför Edwards fyrv. Breta- konungs og frú Simpson. Reynt að ógilda skilnað Simpson- hjónanna. Óvinum hertogans af Windsor mistókst lilraunin. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN í GÆR. OVINIR hertogans af Windsor og þeir sem eru á móti því, að hann giftist Mrs. Wallis Simpson, hafa enn á ný reynt að koma í veg fyrir hjónaband hertogans og frú Simpson. En sú tilraun fór þó út um þúfur. Konung-legur embættismaður, sem hefir með höndum eftirlit í hjónaskilnaðarmálum (Kings Proctor), var fenginn til að taka hjónaskilnaðar- mál þeirra frú Simpson og manns hennar, útgerð- armannsins Ernest Simpson upp að nýju. Fjöldi manns hefír undanfarið skrifað til eftirlitsmannsins með hjónaskilnaðarmálum og krafist þess að hann ljeti fara fram rannsókn á hjónaskilnaðarmáli þeirra Simpson-hjóna og heimtað að skilnaður þeirra yrði dæmdur ógildur. Þessar kröfur eru rök- studdar með því, að frú Simpson hefir oft verið ótrú manni sínum, m. a., er hún var á ferðalagi með Játvarði fyrverandi Breta- konungi (Mr. Windsor) í Miðjarðarhafsför hans í haust. En eins og kunnugt er, ferð- 1 aðist konungur á lystiskipi þeirra Simpsonhjóna til Mið- jarðarhafsins. Undanfarið hefir á lævísleg- an hátt verið breiddur út orð- rómur í Bretlandi um sambúð þeirra hertogans af Windsor og frú Simpson, og er litið svo á að þesi nýja rannsókn í hjóna- skilnaðarmáli Simpsonhjónanna sje gerð til að kveða þenna ill- kvittnislega orðróm niður. 1 síðara skeyti frá frjettarit- ara vorum í gærkvöldi segir svo; Hiónaskilnaðarrjetturinn tók í dag fyrir mótmæli, sem sett FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.