Morgunblaðið - 20.03.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1937, Blaðsíða 5
fjaugardagur 20. mars 1937, MCfiGUNBLAt.lt Margsinnis hefir því verið lýst, bæði á Alþingi og utan jþess, hver nauðsyn er á því, .að bre.yta til um framleiðslu- íhætti á sviði sjávarútvegsins. Um langt skeið hafði salt- fiskframleiðslan verið aðal- stöð útvegsins. En á síðustu .árum hafa komið í ljós stöð- ugt vaxandi örðugleikar við ÆÖlu þeirrar vöru. Valda þeim einkum stórlega þrengd söluheimild í aðalviðskifta- löndum vorum, en hún á rót sína að rekja til verslunar- samninga er byggjast að miklu leyti á kröfunni um gagnkvæm viðskifti. Enn- fremur gætir verulega þverr andi greiðslugetu viðskifta- þjóðanna og gjaldeyrisvand- ræða þeirra. Nú sem stendTir er ástandið enn Sskyggilegra en áður hefir verið, fyrst og fremst fjrrir þá sök, að verslun er mjög torvelduð við þá iþjóð, sem drýgstur kaupandi hef- ir verið að saltfiski vorum. Hin grimmilega borgarastyrjöld, sem 'HÚ geysar á Spáni veldur því, að kaupmáttur þjóðarinnar hefir stór ?kostlega rýrnað og aðflutningar til landsins eru mjög erfiðir. Enda 'þótt það verði að vona, að þessum hryllilega hildarleik muni brátt lokið, er það vitað, að spánska þjóðin þarfnast jafnvel áratuga til að ná sjei* eftir eyðileggingar ófriða rins. Á ítaliu er nú svo komið, að þangað getum við aðeins selt gegn ■kaupum á ítölskum vörum. Er það mjög tákmarkað hver not vjer höfum þeirra, og ýmsir telja að sumar vörutegundir sem vjer höf- um flutt inn frá ítalíu undanfarin ár, sjeu að gæðum ljelegri, en það sem nágrannaþjóðimar bjóða, en verðið ’þö hærra. Frá þjóðhags- legu sjonarmiði getur því verið tvísýnn 'hargur af slíkum viðskift- um. Portúgál er nú eina landið í "Suður-Evröpu, er greiðir fiskinn með frjálsum gjaldeyri. En þar er samkepnin svo hörð, og að- staða vor íslendinga slík, að því aðeins getum vjer náð sölum þar, að verðlag vort sie nokkru lægra - en aðalkeppinautanna. * Slík er þá aðstaða vor með sölu saltfisks í þrem aðal-við- skiftalöndum vorum, og þótt það Hraðfrystihús í uerstöðuum lanðsins. útvegsins, og nauðsyn knýr til skjótra athafna. verði að vona að brátt rofi til við það, að alheimsviðskifti færast aft- ur í frjálsan og farsælan farveg, þá er engu síður rjett og nauð- synlegt að breyta um verkunar- aðferð á fiskinum. Þess má nefni- lega vænta, að mun hærra verð fáist fyrir hann, ef fiskurinn er fluttur út sem nýr, því að þá verð- ur hann neysluvara miklu fleiri en þeirra, er saltfisks neyta, og að jafnaði efnaðri neytenda er greiða hœrra verð fyrir vöruna. En eitt af ráðunum til að koma fiskinum út sem nýjum, er að hraðfrysta hann eftir fullkomn- ustu og bestu aðferðum nútímans. Fyrsta sporið í þá átt að ná þessu marki, að skapa verðmeiri og al- mennari neysluvöru, er að koma upp húsum til að frysta fiskinn. Þetta er einnig nauðsjmlegt til þess að útvegsmönnum notist að fullu af ýmsum fisktegundum, sem eru mun verðmeiri en þorskurinn, en nú verða oft lítils virði, fyrir þá sök, að engin tök eru á því, að koma þeim óskemdum til út- flutnings. * Það verður heppilegust fram- kvæmd í þessu máli, að smá frysti- hús verði reist sem víðast í ver- stöðunum kringum land. Það er nauðsynlegt að frystihúsin verði víða, til þess að sem flestir sjó- ; menn og útvegsmenn géti liaft af- not. þeirra. Það er vissulega stórt þjóðhags- mál að sem mest verð fáist fyrir | framleiðslu sjávarútvegsins. Á ' þeirri vitund er þetta frumvarp bygt. Það er alkunnugt, að fjár- hagur allra sjávarútvegsmanna er nú mjög þröngur, og aðstaða þeirra í þjóðfjelaginu hin erfið- asta. Fimm Sjálfstæðismenn í neðri deild flytja frumvarp um fiskhraðfrystingar. Flutnings- menn eru: Thor Thors, Pjetur Ottesen, Garð- ar Þorsteinsson, Ólafur Thors og Jóhann Jó- sefsson. — Greinargerð frumvarpsins skýrir vel hvað vakir fyrir flutningsmönnum, og birtist hún því hjer í heilu lagi, ásamt frumvarpinu. Vjer, flutningsmenn þessa frv. , teljum að ríkisvaldinu beri skylda til að veita iitvegs- mönnum lið í baráttu þeirra fram lir erfiðleikunum, og á frumvarp þetta að vera eitt spor í þá átt. Vjer leggjum til, að ríkissjóður láti af mörkum hluta kostnað- ar bygginga og vjela frystihús- anna sem óafturkræfan styrk. Vjer teljum þetta nauðsynlegt og ennfremur mjög sanngjarnt, þeg- ar þess er gætt, að xneð 1. nr. 79, 19. júní 1933, um heimildir til ýrnissa ráðstafana vegna fjár- kreppunnar, lagði ríkissjóður sam bærilegt tillag til frystihúsa til kjötfrystingar. Þá teljum vjer einnig óhjá- kvæmilegt að ríkissjóður ábyrgist lán, sem tekin eru í þessu skyni og er þar um samskonar hjálp að ræða og ríkið hefir veitt fjölda bæjar- og sveitarfjelögum til hafn- argerða. En ríkissjóður hlítur hjer fyrsta veðrjett í húsi og vjelum. Vjer ætlumst til að það sjeu allslierjarfjelög sjómanna og lit- gerðarmanna í hverri verstöð, sem fvrir þessum framkvæmdum standa. Það er skylt að hafa fje- Jögin opin öllum útvegsmönnum,, en að öðru leyti er fjelagsmönn- urn í sjálfsvald sett hvenxig þeir sltipa síntxm fjelagsmálum. Páskavikan byrjai' á morgun. — Margir helgidagar í næstu viku. — Eins og vant er, getið þjer fengið hjá okkur, svo að segja alt í Páskabaksfudnn. Alt þetta smávegis, sem gerir lieimabakaðar kökur að sælgæti. Viljunx sjerstaklega minna yðxu' á: Sýróp, ljóst og dökt, Púð- ursykur, ljós og dökkur. Skrautsykur. Haglsykur, Florsykur. Cacosmjöl. Alexandrahveitið. fsl. Smjör. Egg og ótal margt fleira. — Það er ódýrt að baka heima! Bjóðið gestum yðar ljúffengar, heimabakaðar kökur. HÓLSFJALLA-HANGIKJÖTIÐ, nýkomið úr revk, ljúffengt að vanda. JÁSKA-EGG, óhemju úrval, skrautleg, afar ódýr. — Komið og skoðið; frá 15 aura stykkið. cuuRinudi Atvinnumálaráðherra ræður því, hversu hröð framkvæmd þessa nxáls verður. Þar kemur mjög til greina fjárhagsgeta ríkissjóðs og útvegun lánsfjár. En það er von vor flutningsm. og tilgangur, að framkvæmd nxálsins verði hraðað svo senx frekast er unt. Það er vit- að, að þörfin er mjög rík, og- áhugi útvegsmanna hinn ákveðnasti. * Pegar frystihxxs liafa víða ver- ið reist og fullur skriður er kominn á starfrækslu þeirra, þarf að sjá betur fyrir flutningum á hinni hraðfrystu vöru. Það er að sjálfsögðu hægt að leigja. erlend kæliskip til flutninganna, en æskilegast er, að vjer sjeum oss sjálfir nógir í þessu efni, sem öðr- um. Nxx mun vera kælinxm í skip- um Eimskipafjelagsins, Gullfossi, Brúarfossi og Dettifossi, senx sam- tals tekxir urn 1250 smálestir af frystunx fiski. Þegar fx-amleiðsla liins Jiraðfrysta fisks hefir verxx- lega axxkist, verður næsta spoi'ið það, að sjá betur fyrir flutninga- þörfinni. Það má telja víst, að Eimskipa- fjelag íslands verði fxist til sarnn- inga og franxlaga í þessxx skyni. Eimskipafjelagið. hefir til þessa sýnt fxxllan skilning á þörfunx at- vinnuveganna í þessum efnum, eiixs og sýndi sig við . smíði e.s. Brúarfoss og aftur nú nýlega, er fjelagið varði xxm 115 þúsundxxm króna til að korna upp kælirúmi í e.s. Dettifoss, vegixa fiskflutixing- anna. En eimxig gæti komið til greiixa að semja við önnur íslensk eimskipafjelög unx þessar fram- kvæmdir, eða jafnvel þegar þörf- in hefir skapast. að styrkja kaxxp á sjei’stöku kæliskipi. * En annar, og ekki ómerkari þáttxxr þessa máls verður að gerast ei'lendis. Það verður tafar- laust að leita öruggra nxarkaða og verslxiiiarsambanda senx víðast xxti í lieixxxi, og dxxgar ekkert hik í þeim efnum. Þess má væixta, að vinna íxxegi íxxarkað fyrir hrað- frystan fisk mjög víða í Evrópu og eiixnig í Norður-Ameríku. Framkvæmd þessarar markaðsleit- ar og samningagerðir allar í sam- baudi \’ið þetta mál, eru eitthvert hið stærsta hagsmuxxamál sjávar- Frumvarpið er stxxtt, og þyfcir rjett að birta það í heilo lagi. Það er svoliljóðandi: 1. gr. Eíkisstjórninni er heim- ilt að ábyrgjast lán til byggixigw hxxsa til að hraðfrysta fisk, alt að % kostnaðarvei-ðs bygginga og vjela. 2. gr. Til bygginga slíkra hráð- frystihúsa skal veittur úr ríkis- sjóði styrkur er nemi kostnað- arverðs. 3. gr. Hraðfrystihxxsin skxilri reist í verstöðvum, þar sem góð skilyrði erxx til að afla fiskjar til liraðfrystingar. 4. gr. Hlunninda þessara laga geta aðeins notið f jelög, útgerðar- manna og sjómanna, sem stofnuð erxx í þessu skyni, og eru opin öll- um útgerðarmönnum og sjónxönn- um í þeirri verstöð eða nálægunx verstöðvum. 5. gr. Umsóknir um lán og styrfc samkvæmt lögum þessum skuhi sendast atvinnxxmálaráðuneytinu og fylgi þeinx skih'íki fyrir fje- lagsstofnuninni, og áætlun um byggingarkostnað. 6. gr. Til tryggingar ábyrgð rífc- issjóðs, samkv. 1. gr., er fyi'sti veð rjettur í frystihxxsinu og vjelum þess, ásamt Ióð eða lóðarrjettind- um. Ágætt bðgglasmjör Versl Vfslr. Sími 3555. Nautafefttt af nýslátniðu. Hrosj«akföt í buff og* steik. Svið ki\ 1.30 stk. Kjötfars kr. 0.70 y2 kg. Fiskfars kr. 0.45 y2 kg. Ærkjöt kr. 0.50 y2 kg. Grænmeti. Álegg, margar tegundir. Kfötbúðin Bíf41sgötu 23 Sími 4433. Kjöt af fullorfínu fje. Saltkjöt. Miðdegispylsur og kinda- bjúgu. Versl. Búrfell. Lauffaveff 48. Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.