Morgunblaðið - 20.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1937, Blaðsíða 6
6 MCRGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. mars 1937. öppreisnsrmenn tapa Brihuega aftur. C Molafhershöfðingi|beril á móti sigurfrjettum rauðliða. London í gær. FÚ. Stjórnarherinn spánski tók Brihuega í gærkvöldi, og sex önnur þorp þar í nágrenn- iau. Brihuega er í Tajuna-daln- um, og hefir mikla hemaðar- lega þýðingu. Uppreisnarmenn höfðu gert bæinn að aðalbæki- stöð þess hluta hersins á þess- um stöðvum, sem átti að sækja suður á bóginn og rjúfa sam- göngur milli Madridborgar og austurstrandarinnar, en samein- ast síðan hemum á Jarama-víg- stöðvunum. Páfinn hvetur-til f baráttu, gegn kcmmúnistum. Rómaborg í gær. FÚ Páfinn birti í dag páfabrjef gegn kommúnistum og hvetur hann alla kristna menn til þess að berjast á móti þeim af alefli. Miaja hershöfðingi kvaddi blaðamenn á fund sinn í dag, og skýrði þeim frá sigri stjórn- arhersins við Brihuega. Hann sagði, að stjórnarherinn væri nú sem óðast að búa þar um sig, að stjómarliðið væri stöðugt að bæta við sig herfangi, og að frekari frjetta mætti vænta í kvöld. Borið á móti sigurfregnurn rauðliða. Mola hershöfðingi hefir bor- ið á móti því, samkvæmt frjett í Salamanca útvarpinu, að upp reisnarmenn hafi tapað einni einustu vjelbyssu, eða byssu af nokkurri gerð, á Guadaljara vígstöðvunum. Hann heldur því fram, að hlje það, sem orðið hefir á framsókn uppreisnar- manna á þessum stöðum, stafi eingöngu af óhagstæðu veðri. Þá segjast uppreisnarmenn hafa sótt fram lítilsháttar sunn- an við Madrid, og að hersveitir stjómarinnar fari halloka fyrir hersveitum þeirra, bæði á Ovie- do- og Cordoba-vígstöðvunum. Loks halda uppreisnarmenn því fram, að tilraunir stjórnar- hersins til að hrekja þá út úr háskólahverfinu hafi gersam- lega mistekist, og að í bardag- anum sem þar átti sjer stað í gær, hafi 300 menn úr liði stjórnarinnar fallið. Ennfremur hafi uppreisnarmenn tekrð mik- ið herfang. í brjefinu segir, að kommún- isminn byggi á hreinni efnis- hyggju og miði að því, að rífa niður alla virðingu fyrir rjett- mætum yfirvöldum, hvort held- ur sjeu veraldlegs eða andlegs eðlis. Þá fylgir útskýring á því, hvernig kirkjan hljóti að vera andvíg allri starfsemi kommún- ista og telji það heilaga skyldu sína, að vinna á móti henni. Að lokum lætur páfi í Ijósi þá von, að allir þeir, sem trúa á guð, telji sjer skylt, að berjast af alefli á móti þessari starfsemi hinna guðlausu. Flugvjel verður notuð við landmælingar hjer f sumar. Khöfn í gær. FÚ. anski mælingaleiðangurinn leggur af stað til íslands 23. maí n. k. Ákveðið er, að leiðangursmenn hafi með sjer eina Henkel-flugvjel og er fyr- irhugað að nota hana við kort- lagningu þeirra svæða i óbygð- um Islands, sem enn hafa ekki verið kortlögð, ef veður verð- ur svo hagstætt, að flugi verði komið við. Er þá von um. að takast megi, að ljúka við kort- lagningu íslenskra óbygða á komanda sumri. Franco hefir tekið 21 norðkt skip. Khöfn i gær. FÚ. Herskip Francos hafa nú tek- ið alls 21 norsk skip og lagt hald á farm þann er í þeim ▼ar. Af þessum sökum hefir nú ▼erið farið fram á það, sam- kvæmt því sem Arbejderblaðið segir, að norsk skip, fái að fylgjast með enskum kauþför- um, sem eru í gæslu herskipa, þar sern því verður við komið. Síldarmjölsverð fer hækkandi. Khöfn í gær. FÚ. ýska síldarmjölseinkasalan j stendur nú í samningum við Norðmenn um kaup á 40 þúsund sekkjum af síldarmjöli. Verðið á síldarmjöli fer hækk- andi og kemur það einnig fram á mjöli því, sem Norðmenn eru nú í þann veginn að selja íil New York. Fiskimðlaþing í London. Tveir fulltrúar frá íslandi. Khöfn í gær. FÚ. Fiskimálaráðstefna stendur nú yfir í London og taka þátt í henni fulltrúar frá 11 löndum er fiskveiðar stunda við norðanvert Atlantshaf. Ráðstefna þessi hefir til með ferðar möskva stærð neta og botnvörpu með það fyrir augum að hlífa ungviði, og er búist við, að samningur hjeraðlútandi verði undirritaður á morg'un. * Island á tvo fulltrúa á þess- ari ráðstefnu, þá Svein Bjöms- son sendiherrá og Árna Frið- riksson fiskifræðing. Ekki var gert ráð fyrir því, að friðun fiskisvæða yrði tek- in fyrir á þessari ráðstefnu, en önnur ráðstefna er fyrirhuguð í vor, og þá verður friðunin sennilega tekin fyrir. HJÁLPARSTARFSEMI VEGNA INFLÚENSU I SVEITUM. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. um nauðstöddu sveitaheimilum. En til þess þetta geti komist í kring nægilega fljótt, þarf sam- tök manna um þessa nauðsyn- legu hjálparstarfsemi. Norðan- lands er ekki mikil atvinna við sjávarsíðuna um þetta leyti árs, og ætti annríki kaupstaðar- manna ekki að vera því til fyr- irstöðu að þetta gæti tekist. Enn sem komið er mun mest þörf á þessháttar hjálparstarf- semi í Húnavatnssýslu. í sveit- unum austanfjalls kveður ekki mikið að influensu og heldur ekki á Vestfjörðum, nje á Austurlandi eða Norðurlandi austanverðu. En ef veikin hag- ar sjer svipað út um land eins og hjer í Reykjavík, getur hún alt í einu breiðst mjög ört út. Á Blönduósi, vestan Blöndu, voru um 160 manns veikir fyr- ir nokkrum dögum. Og þar var veikin allþung, og eins hefir hún verið slæm á Skagaströnd. Á Akureyri hefir hún verið mun vægari og hefir þó fengið mikla útbreiðslu þar. Hún er komin á Kristneshæli, Sval- barðseyri og Hjaltyeri, en lít- .5 út um sveitir þar. Trúlofunarhringa fóið þið hjá Sigurþóri, Hafnarstæti 4. Sendir gegn póstkröfu hvert á lcnd sem er. Sendið nákvæmt mál. Úr og klukkur í miklu úrvali. Tekjur bæjar- og sveitafjelaga. Á tnn nð svíkja? t j ómarf lokkarnir hafa á hverju þingi lofað því, að bæjar- og sveitarfjelögum skyldi sjeð fyrir nýjum tekju- stofnum, en þeir hafa jafnan svikið þau loforð. Ýmsrr bjuggust við því, að úr þessu yrði bætt á þessu þingi, en ekki bólar á neinu frum- varpi frá stjórninni í þessa átt. Hinsvegar hefir Bernh. Ste- fánsson flutt frumvarp, um tekjur bæjar- og sveitarfjelaga, sem hvorki er fugl nje fiskur. Hann hefir tekið tvo kafla úr frumvarpi milliþinganefndar frá í fyrra, þ. e. kaflana um aðflutningsgjald og um skatt ríkisstofnana, og gert úr þeim sjerstakt frumvarp, með lítils- háttar viðaukum. Þetta frumvarp Bemharðs var nokkuð rætt í Ed. í gær. Pjetur Magnússon benti rjetti- lega á í þessum umræðum, að hið bága ástand sem nú rikti hjá bæjar- og sveitarfjelögum, stafaði fyrst og fremst af því að byrðar skattþegnanna væru of þungar. Leiðin út úr ógöng- unum væri þvi ekki sú, að auka byrðarnar með nýjum álögum. Það sem jrera þyrfti væri, að reyna að skapa annað viðhorf í atvinnulífi landsmanna, svo að atvinnuvegirnir yrðu reknir með hagnaði, en ekki með tapi, eins og nú væri. Áður hefði sú leið verið far- in, að bæjar- og sveitarfjelögin hefðu haft beinu skattana, en ríkið hina óbeinu skatta. Nú væri hinsvegar farið að skifta báðum þessum tekjustofnun milli ríkis og sveitarfjelaga. Hver er ástæðan?, spurði P. M. Hún er sú, að beini skatt- urinn (tekjuskatturinn og út- svar) er orðinn of hár. Reynsl- an er búin að sýna þetta átak- anlega, m. a. á því, að þrátt fyrir gífurlega hækkun tekju- skattsstigans síðari ár standa tekjur ríkissjóðs í stað. Þetta bendir til þess að komið er yfir leyfilegt hámark í skatta- álögum. Jeg spyr, sagði P. M. að lokum. Hver er vinningurinn við það, að skifta bæði tollinum og beina skattinum? Jeg sje ekki vinninginn við þetta. Sýn- ist þvert á móti það verða erf- iðara í framkvæmdinni. Hitt væri miklu betra að lækka tekjuskattinn og gera sveitar- fjelögum á þann hátt mögulegt að afla nauðsynlegra tekna. Maignús Guðmundsson leit svo á, að þetta frumvarp Bern- harðs myndi ekki bæta úr hinni brýnu þörf. Það væri hvorki fugl nje fiskur. Hann kvaðst í milliþinga- nefndinni hafa viljað fara þá leiðina, að láta, ríkið afhenda bæjar- og sveitarfjelögum ein- hverja af sínum tekjustofnun. En um það hefði ekki fengist samkomulag. Því hafi nefndin neyðst til að fara hina leiðina, að dreifa tekjustofnun bæjar- og sveitarfjelaga. M. G. kvaðst sannfærður um að til þess að einhverjum ár- angri yrði náð með þessari leið, yrði að taka upp vörugjaldið, sem milliþinganefndin lagði til. Mörg bæjar- og sveitarfjelög væru í hreinustu vandræðum, og þau myndu hvert af öðru komast í þrot og fara á ríkis- framfæri, ef ekkert yrði aðgert til þess að afla þeim aukinna tékna. Méð framfærslulögunum nýju hefði fátækraframfærið mikið til flust yfir á bæjarfjelögin og hin stærri kauptún, og yrði að sjá þeim fyrir auknum tekj- um til þess að standast þann gífurlega kostnað, sem af fá- tækraíramfærinu leiddi. Einnig bæri að líta á það, sagði M. G., að mörg kauptún landsins væru beinlínis bygð upp á versluninni. En svo færi verslunin smám saman yfir í hendur skattfrjálsra samvinnu- fjelaga. Vandræði bæjar- og sveitar- fjelaga færi vaxandi ár frá ári. Þeim gágnaði það ekki neitt, að þingið væri að þvæla málið fram og aftur. Það þyrfti fram- kvæmdir, og þær strax. * Ýmsir fleiri tóku til máls„ og mátti skilja á flm. Bernh. Stef. að hann myndi fús til sam- komulags um breytingar eða viðauka á frumvarpinu. Um- ræðunni varð ekki lokið. SKILNAÐARMÁL SIMP- SONSHJÓNANNA. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. voru fram af manni einum er ikrafðist að hjónaskilnaður Simp sonshjónanna yrði dæmdur ó- löglegur. -— Mótmælin voru rökstudd með því, að frú Simpson hefði vísvitandi leynt hinn konunglega embætt- ismann í hjónaskilnaðarmálum ýmsum upplýsingum um sam- búð hennar og manns hennar. Rjetturinn vísaði kærunni frá vegna ónógra sannana. Eftir þéssi úrslit er þá litið svo á, að- hjónaskilnaður Simpson hjón- anna standi óhaggaður. Hrfsgrjön og Hrfsmjöl. 5ig. t?. Skjalðberg. (HEILDSALAN).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.