Morgunblaðið - 21.03.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.03.1937, Qupperneq 2
2 MORGUiMBLAÐíÐ Sunnudagur 21. mars 1937. JplorAttnMafcíð Úfgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgöarmaður. Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Heimasímar: J* Kjartansson, nr. 374? v aitýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuM. t lausasölu: 15 aura eintakió. 25 aura með Lesbók. Uppreisnin! Atvinnuleysið er eitthvert mesta böi á landi voru nú. Br því ekki undarlegt, þó hinir sjálfboðnu leið- togar alþýðunnar geri sjer tíðrætt um það, enda var aðalslagorð só- síalista við síðustu kosningar: Al- gerð útrýming atvinnuleysisins. — Nú vill svo til, að opinberar skýrslur sýna, að atvinnuleysi var alls ekki til, þegar rauðu flokk- arnir komu til valda. Bn 1934 er það orðið svo ægi- legt, að sósíalistar telja það á- hrifamesta kosningaloforðið sem unt sje að gefa: að útrýma atvinnu leysinu og atvinnuleysisbölinu. Bn efndir þessara loforða spegl- ast í því, að þegar talning at- vinnulausra fór fram í Reykja- vík 8 febr. s. 1., voru hjer 936 at- vinnulausir, en í febrúar 1934, þeg ar núverandi stjórn tók við völd- um, voru hjer 544 atvinnulausir. ‘Nú standa því sakir þannig: At- vtfiííu! eysið í landinu hefir verið eitthvert stærsta böl íslendinga um nokiajr ,ár. Foringjar Alþýðu- flokksins nola þetta böl fyrir brú upp 1 valdasæti ríkisins, með því að vrnná þjóðinni eiða að því, að þeir skuíi ljetta atvinnuleysisböl- inu algerlega af þjóðinni. Það líða 3 ár. Atvinnuleysið minkar ekki, heldur tvöfaldast, og atvinnuleysisbölið margfaldast. Al- þýðuflokksbroddarnir viðurkenna á flokksfúndi sínum, að loforðið hafi verið svikið algerlega, og að atvinnuleysið hafi margfaldast. — Þeir telja sjer ýmislegt til máls- bóta, m. a, það, að fje hafi skort til verklegra framkvæmda, Ríkið hafði ekki getað fengið lan er- lendis. Lánstraust þess var þrotið. Þá kemur fyrirtækið Kveldúlf- ur til sögunnar. Það hefir láns- traust erlendis. Það fær stórt er- lent íán til þess að reisa hjer stór- kostlegt framleiðslufyrirtæki. Það ætlar að reisa síldarverksmiðju á Hjalteyri, og með alveg sjerstak- lega góðri aðstöðu og röggsam- legum undirbúningi er tryg|,‘ að verksmiðjan getur starfað strax í Kurfiiir. Nú mætti ætla, að broddar Al- þýouflokksins óg „vinir verkalýðs- ins“ fögnuðu þessu. Pögnuðu því, að upp rís fyrirtæki, sem veitir 100 verkamöúnum atvinnú í vetur, og mörg húndruð framtíðarátvinnu á sió Ög landi, þegar verksmiðjan er þonain uþþ. Én hvað segir Alþýðublaðið um þetta: Það segir, að það stappi nærri því að vera uppreisn gegn ríkisvaldinu, að leyfa sjer annað eins og þetta, og skorar á ríkis- valdið að grípa í taumana! Er unt að hugsa sjer meiri ^ fjandskap við verkalýðinn? ÞJÓBVERJAR ÆTLA AÐ VERÐA SJÁLFUM SJER NOGIRIFISKFRAMLEIÐSLU. Stórkosíleg aukning fiskveiðaflotans í vændum. Sjöfíu ný skip til síldveiða og 35 oýir togarar. Einn liður 4 ára áætiunarinnar. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN í GÆR. ÞJOÐVERJAR hafa í huga að auka fiskveiðar sínar gífurlega í sambandi við fjögra ára áætlun þá, sem Göring boðaði í vetur. Eftir því, sem danski konsúllinn í Hamborg upplýsir er þessi aukning þegar skipulögð. Konsúllinn skýrir frá því, að þessi aukning fiskveiða sje m. a. gerð til að tak- marka kjötneyslu í Þýskalandi. Hann segir enn fremur frá því, að Þjóðverjar hafi ákveðið að byggja 35 ný gufuskip til fiskveiða og eigi stærð þeirra að vera meiri en hingað til hefir tíðkast um fiskveiðagufuskip; ganghraði þeirra verður eftir því m.ikill. — Veiðimöguleikar þessara skipa eru taldir tvöfalt meiri en þeirra skipa, sem fyrir hendi eru. Með því að tvöfalda fiskveiða- flota sinn, búast Þjóðverjar við að geta fjórfaldað fiskfram- leiðslu sína. Aukning sfld veiðiflotans. Síldveiðaflotinn verður einnig aukinn stórkostlega með það fyrir augum, að Þjóðverjar veiði alla saltsíld og matjes- síld, sem þeir þurfa að nota sjálfir. Síldarflotinn verður alls aukinn með 70 nýjum skipum. Nýjar matartegundir úr fiski. Þá er ráðgert að stórauka fiskiðnaðinn. Hafa verið gerðar tilraunir undanfarið með alls- konar matartilbúning úr fiskaf- urðum. Meðal þeirra nýju mat- artegunda úr fiski, sem Þjóð- verjar hafa verið heppnir með að framleiða, eru fiskpylsur, sem sagðar eru mjög bragð- góðar. Næringarefni úr fiskafurðum. Þá hafa verið gerðar rann- sóknir til að vinna eggjahvítu- efni og önnur næringarefni úr fiski og hafa tilraunir þessar heppnast vel og gefa vonir um mikilsverðan árangur. Pessar ráðstafanir þjóðverja í útvegsmálum, eru ærið íhugunarefni íyrir okkur ís- lendinga. Besti ísfiskmarkaður vor undanfarin ár hefir einmitt verið í Þýskalandi. Þá hefir Þýskaland verið einn stærsti síldarkaupandi vor og langsam- lega stærstur matjessíldarkaup- andi. Þessar aðgerðir Þjóðverja gætu því haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir afurða- markað vorn, og sjálfsagt er að fylgjast vel með hvað gerist á næstunni í útvegsmálum Þjóðverja. Bretar leggja fram tillögur um fiskveiðar við Noreg. Kaupmannahöfn, í gær. PÚ. Enska stjÓrnin hefir Sent norsku stjórninni tillögu um nýja skipun og reglugerð að því er snertir botn vörpuveiðar og línuveiðar undan Norður-Noregi. í tillögum þessum er ekkert minst á sjálfa landhelgislínuna nje ágreining þann, Sem orðið hefir milli stjórna Bretlands og Noregs viðvíkjandi kröfum Norðmanna um útfærslu á henni. Halvdan Koht, utanríkismálaráð- herra Norðmanna, hefir í þessu sambandi sagt við blaðamenn, að hann væri mjög undrandi yfir því, að þessar tillögur Breta, væru fram komnar, með því að seinast hefði verið um það talað, að Norðmenn legðu fyrst fram uppástungur sínar. Miskunarlaus kaldhæðni örlaganna skráð á skólatöfluna. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í GÆ&. Frjettaritari Reuters í bænum New London í Texas^ þar sem hin hræðilega gassprenging varð í skólabygg- ingu, símar frjettastofu sinni eftirfarandi: — Þegar verið var að leita í rústunum eftir hina óg- urlegu sprengingu, fánst svört skólatafla, sem á var letrað með krítarstöfum: „Gas úr jörðu og olía eru mestu auðæfi sem Texas á. Án þessara auðæfa væri þessi skóli ekki til“. Fullsannað þykir nú, að sprengingin hafi stafað af gastegundum, sem safnast hafi saman frá olíulindunum í nágrenni skólans. í Lundúnafregn FÚ segir: Nefnd heflr verið skipuð til þess að rannsaka orsakimar til sprengingarinnar, sem olli hinum. gífurlega bamadauða, er skólahús í New Lon- don í Texas í Bandaríkjunum sprakk í loft upp. í fyrradag síðdegis, var lokið leitinni í rústum byggingarinnar. Höfðu þá 425 lík fundist. Þó er óttast að um 630 böm muni hafa farist, þar sem aðeins 120 böm em komin fram af þeim 740 sem í skólanum vom, er slysið vildi til. „Krýning Breta- konungs kem- ur Itðlum ekki við" Mussolini. Róm í gær. FÚ. Idag var það kunnugt í Róm að ýms ensk blöð hafa haldið því fram, að Grandi sendiherra ítala í London muni hafa farið á fund Anthony Ed- ens, utanríkismálaráðh., og tjáð honum að hann myndi verða viðstaddur krýningu Bretakon- ungs. Italska stjórnún lýsir þvi nú yfir, að ekkert sje hæft í þess- ari fregn. Grandi muni alls ekki hafa talað við neinn mann um þetta og krýning Bretakon- ungs komi Ítalíu yfir höfuð' ekkert við. Yfirlýsing Mussolinis um það, að Ítalía muni ekki senda full- trúa á krýningarhátíðina í Lon- don, hefir vakið geysimikla at- hygli í London. Fullyrt er, að Grandi, sendiherra ítala í Lon- don, hafi þegar fyrir nokkru tjáð bresku stjórninni það, að Ítalía myndi ekki taka þátt í athöfninni, vegna þess að Ab- yssiníukeisara hafi verið boðin þátttaka. Amelíu Ear- hart hlekk- ist á. London í gær. FÚ. Pegar Amelia Earhart var að hefja sig til flugs í dag á flugvellinum í Hono- lulu, skemdist flugvjei henn- ar, en flugkonuna og hina tvo fylgdarmenn hennar sakaði ekki. Miss Earhart hafði rent flug- vjelinni um 300 metra eftir rennibrautinni, er flugvjelin rann til. Annar vængurinn rakst í völlinn, en í sömu svipan sprakk hjólbarði á undirbygg- ingu flugvjelarinnar, og stakst flugvjelin á nefið. Það var ein- göngu snarræði flugkonunnar að þakka, að ekki kviknaði í vjelinni. ÚTVARPSSTÖÐ FYRIR ABYSSINIUFRJETTIR. Róm, í gær. FÚ. Italir hafa látið reisa nýja loft- skeytastöð í Asmara, aðallega með það fyrir augum, að vera frjetta- stöð fyrir fregnir frá Abyssiníu. í tilkynningu um stöðina er þess get ið, að í þessa framkvæmd hafi með al annars verið ráðist vegna þess, hve villandi fregnum stöðugt sje dreyft út um starfsemi ítala í Abyssiníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.