Morgunblaðið - 21.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1937, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. mars 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Þessi mynd er tekin uin borð í danska skólaskipinu „Danmark“, en það koin nýlega til Kaupmannahafnar úr lano-ri ferð um heims- höfin. Á þessu skipi fá ung skipstjóra- og stýrimannaefni fvrstu til- sög'n og reynslu í sjómensku. INFLÚENSAN: Úíbreiðsla fer minkandi. En varist fvlgikvillana! Utbreiðsla inflúensunnar fer stöðugt minkandi hjer í bænum, sagði hjeraðslæknir Morg- unblaðinu í gærkvöldi. Hinsvegar haýa fylgikvillar gert meira vart við sig upp á síðkastið, og verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega. vfkingar fá ódýr rafmagns- tæki? Frumvarp Sjálf- slæðismarina á Alþingi. jálfstæðisþingmenn Reykvíkinga, sem sæti eiga í neðri deild, þeir Pjet- ur Halldórsson, Sigurður Kristjánsson og Jakob Möll- er flytja frumvarp sem, ef að lögum verður, tryggir Reykvíkingum ódýr raf- magnstæki þegar Sogsvirkj- unin tekur til starfa. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. Rafmagnsveitu Reykja- víkur er heimilt að flytja til landsins öll rafmagnstæki til heimilisnotkunar, önnnur en útvarpstæki, á tímabilinu frá 1. ágúst 1937 til 31. júlí 1938. 2. gr. Rafmagnsveita Reykja- vikur skal selja eða láta selja rafmagnstæki þessi við svo vægu verði, sem kostur er á, og aðeins gegn staðgreiðsiu. Terðið skal miðað við það, að ráfmagnsveitan taki ekki hagn- að af sölunni. 3. gr. Tollar og önnur inn- flutningsgjöld til ríkissjóðs af rafmagnstækjum samkv. 1. gr. falla niður. í greinargerð segir : Sogsvirkjunin tekur að selja rafmagn frá Sogsstöðinni á aæsta hausti, og er augljóst, að það Veldur nokkru um arð- gemi fyrirtækisins og arð við- skiftamanna þess af viðskift- «xium, að þau verði örfuð þegar í upphafi með því að gera kaup á rafmagnstækjum aem aðgengilegust. Frv. miðar að því, að afl frá Bogsstöðinni nýtist sem fyrst, og sparar þetta augljóslega kaup á annarskonar orku til heimil- isþarfa að því skapi sem frv. lær tilgangi. Þrátt fyrir erfiðleika á við- Skiftum við önnur lönd þykir rjétt að leita heimildar þeirrar^ er í frv. felst. Fnndastarfsenn Góðtemplararegl tmnar hjer í bænum hefir fallið niður um stund vegna samkomu- bannsins. Nú er samkomubanninu af ljett, og fundahöld að hefjast af nýjn í góðtemplarastúkunum. Barnastúkur halda fundi í dag, en á morgun hefjast reglulegir fund- ir nndirstúkna, þó heldur hin al- knnna stúka „Frón“ nr. 227 auka- fnnd í kvöld, kl. 8y2, og ríður þannig fyrst á vaðið, eftir að upp- hafið var samkomubannið. E.s. Edda fór í gær til að taka fisk til útflutnings á höfnum úti mm land. Menn verða að gæta þess, að j fara strax í rúmið, þegar j þeir finna til veikinnar, og alveg sjerstaklega að varast að fara of snemma á fætur, eða illa með sig, eftir að þeir koma á fætur. Sjúklingarnir á Sóttvörn. Bins og kunnugt er, hefir bær- inn nú undanfarið starfrækt sjúkra húsið Sóttvörn hjer vestur í hæ, fyrir þá inflúensusjúklinga, sem ekki hafa getað legið í heimahús- um. Er hjer einkum um einhleýp- inga að ræða. Hefir þetta sjúkra- hús orðið að milclu liði. Nú skýrði hjeraðslæknir Morg- unblaðinu svo frá í gærkvöldi, að hann byggist við, að hætta yrði starfrækslu ' þessa sjúkrahúss og flytja Sjúklingana burtu. Ástæðan er sú, að Sjúkrasam- lagið hefir ekki viljað greiða með þeim sjúklingum, sem lagðir eru þarna inn. Ef Samlagið heldnr fast við þessa neitun, sagði hjeraðslæknir, verður afleiðingiu sú, að sjúkfa- húsinu verður lokað. Morgunhlaðið átti svo tal við skrifstofustjóra Sjúkrasamlagsins, og sagði hann, að þessi ákvörðun liefði að vísu verið tekin í stjórn samlagsins í hyrjun útbreiðslu 4n- flúensunnar á dögunum, en þó ekki endanlega ennþá, vegna þess, að flestir úr stjórn samlagsins hafa verið veikir síðan og' sumir væru enn veikir. Hinsvegar hjóst sltrif- stofustjórinn við, að endanleg á- kvörðun yrði tekin næstu daga, e. t. v. á morgun. Vouandi hreytir stjórn Sjúkra- samlagsins hinni fyrri ákvörðun sinni, því að það var af hrýnni nauðsyn, að gripið var til þessa sjúkrahúss. Kaptein Nærvik talar í Hjálp- ræðishernum í kvöld kl. 8%. ---------Oreigar--------------- allra landa sameinist! Laun olíu-öreigans, Hjeðins Valdimarsy.onar hafa sum árin verið sem hjer segir: 1. Forstjóralaun fyrir olíuhringinn .... (uppgefið til skatts) ................. kr. 16.000.00 2. Arður af hlutabrjefum í Olíuverslun. . fslands .. .............................. — 8.000.00 3. Formenska í Fiskimálanefnd ............. — 8.400.00 4. Stjómarlaun í Rauðku ................... — 3.600.00 5. Stjórnarlaun í S. 1. F.................. — 1.000.00 6. Yfirskattanefnd ........................ — 1.000.00 7. Þingfararkaup .......................... — 1.300.00 Samtals kr. 36.300.00 Hvað mikið fje Hjeðinn á geymt og vel varið í er- lendum bönkura, er ókunnugt. En nú hrópar Hjeðinn á torgum og gatnamótnm: Öreigar allra landa, sameinist! Valenciastjðrnín bauð Frökk- iiiii Spönsku-Marokko. Miaja sigurviss við Madrid. Franco mótmælir. FEÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN 1 ÖÆR. Fuilsannað þykir nú, að Valenciastjómin hafi boð- ið Frökkum spönsku nýlendurnar í Marokko gegn því, að Frakkar styddu rauðliða í inn- anlandsstyrjöldinni. Tilgangurinn með þessu tilboði Valen- eiastjórnarinnar var sá, að koma að baki Franco með ófriði í spönsku Marokko. Utanríkismálaráðherra Frakka. Delbos, hefir opinbér-1" legá viðurkent að Valenciastjómin hafi gert Frökkum slíkt tilboð, en heldur því hinsvegar fram, að Franco hafi ekki túlkað tilboðið rjett, er hann gaf upplýsingar um það. Utaríkismálaráðhenrann tekur það skýrt fram, að Frakkar hafi algerlega neitað þessu tilboði Valenciastjórnarinnar. Hann segir, að það sje óhugsandi að Frakkar láti sjer detta í hug að ágirnast spánska Marokko. enda hafi þeir á sínum tíma undirritað Marokkosamning stórveldanna og það eitt úti loki að Frakkar gætu tekið sliku tilboði eins og kom frá Valen- ciastjórninni. : .,v ;,rcj London í gær. FÚ. aja hershöfðingi tilkynti í dag. að hersveitir stjórn- arinnar væru nú komnar til þess staðar á Arragoniu-veginum, þaðan sem uppreisnarmenn hófu sókn sín'a á dögunum, og sjeu því aðeins 6 mílur frá Sig- uenza. Segir hann, að hersveit- ir stjórnarinnar hafi sótt fram þrátt fyrir óhagstætt veður, og að hinar ítölsku hersveitir hafi farið algera hrakför. Varnarráð Madridborgar seg- ir frá því, að bæði stórskotaiið stjórnarinnar og flugvjelar hafi gert árásir á herstöðvar uppreisnarmanna við Jarama og við Avila, með góðum ár- angri. Það segir einnig, að und- aníaPna daga hafi stjórnar- hermennirnir tekið 400 fanga, náð 70 flutningabifreiðum, 22 fallbyssum og 24 vjelbyssum frá uppreisnarmönnum. Uppreisnarmenn segja aÓ könnunarflugvjelar sínar hafi flogið yfir herstöðvar stjórn- arliða við Madrid, og að ! Miaja hafi engu frelíara varaliði á að skipa^ í viðbót við það sem þegar hefir verið seht til Guadalajara-vígstöðv- anna. Frá bækistöð uppreisnar- manna í Siguenza, er send sú frjett, að snjór og regn und- anfarinna daga hafi heft fram- sókn uppreisnar-hersins, en ó- satt sje, að hann hafi verið hrakinn til baka. , ,• 1 Uiy.-.'vJjþ; SKOTÁRÁS Á MADRID Madrid var fyrir skothríð úr fallbyssum uppreisnarmanna dag. Ein kúlan skrapp í nánd við útlendu talsímastöðina, og nötraði byggingin og skalf. — Frjettaritarar sem þar voru staddir og voru að ganga frá strUsfrjettum sínum, urðu nokkuð skjálfhentir, en ekki er þess getið að afeiðingarnar hafi orðið alvarlegri en það. Uppreisnarmenn tilkynna í dag, að þeir hafi tekið 40 skip með bergögn til stjórnarinnar síðan styrjöldin hófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.