Morgunblaðið - 21.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1937, Blaðsíða 8
8 fr, 4 K. m X # 1* í #«#•> Húsmæðurl Eón, sem þið megið treysta að ekki skemmi húsgögn yðar, fáið þið í bif- reiðaverslun Haraldar Svein- bjamarsonar, Laugavegi 84. Erfðafestuland, lítið eða ekki ræktað, óskast. Upplýsingar í síma 3289. Bamasokkar allar stærðir, ljósir litir frá kr. 1.65 parið. Dömusokkar í úrvali fiá 2.90 parið. Versl.. Dyngja. Hveiti í 10 punda ljerefts- pokum frá kr. 2.40. Smjörlíki ódýrt og alt til bökunar best að kaupa í Þorsteinsbúð, Grundar- stíg 12. Sími 3247. Ágætt bögglasmjör og sauðá- tólg. Kjötbúðin Herðubreið. — Hafnarstræti 18. Sími 1575. Frosin lambalifur. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Káputau, sjerstaklega falleg og góð. Dragtaefni — Kjóla- tau í úrvali. Satin í kápufóður og fleira frá 2.95 pr. meter. Versl. Dyngja. Silkisatin í mörgum litum frá 4.75 mtr. Einnig Crepe í ljós- um og dökkum litum. Georg- ette, munstruð og einlit í miklu úrvali, frá 2.80 pr. mtr. Versl. Dyngja. Nærfatasilki, einlit og r'suð. Hvítt flúnel. — Silkiljereft — Versl. Dyngja. AiUilGUNtíLAt'. ' Sunnudagur 21. mars 1937* Til sölu nokkrar notaðar bif- reiðar. Heima 5—7 e. m. Sími 3805. Zophonías Baldvinsson. wmm fUr*.>n;a, íást best&j sen, Klapparstíg 29 . rtups í’nidfan kopar. ” KI■■■ :>parstlg 29. Stúlka óskast strax hálfan daginn sökum veikinda annarar. Valu . Upplýsingar^ Óðinsgötu 23. .1 Dönsk stúlka óskar eftir! Satin í peysuföt — Svartur innanhússtörfum, kemur með Lastingur — Slifsi — Svuntu- Gullfossi næst. Tilboð auðkent silki — Kvenbrjóst Versl. Dyngja. • Millipyls. „Stúlka“, sendist' Morgunblað- inu. Hraðfrystur fiskur, beinlaus og roðlaus, 50 aura V2 kg- Pönt- uaarfjelag Verkamanna. Kaupi isiensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4 Kaupi giill og silfur hæsta -rðj. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Klæðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig r.otuð húsgögn upp í viðskifti. ódýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. Fótsnyrting. Unnur Óla- dóttir, Nesi. Sími 4528. Plissering, húllsaumur og yf- irdektir hnappar í Von'arstræti 12. Otto B. Arnar, Icggiltur Ú! varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Geri við saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Rúgbrauð framleidd úr besta danska rúgmjöli (ekki hinu sönduga, pólska rúgmjöli). Kaupf jelagsbrauðgerðin. Hjón, sem hafa dvalið er- lendis óska eftir tveggja her- bergja íbúð, með þægindum, 1. apríl. Tilboð auðkent „1. apríl“, sendist Morgunblaðinu. Betania. Samkoma í kvöld kl. 8i/a. Jóhann Hannesson Fundur í yngri deild K. F. cand. theol. talar. Allir vel- U. K. í dag kl. 4. Allar ungar komnir. stúlkur velkomnar. Heimatrúboð leikmanna Hverf- isgötu 50. Barnasamkoma í dag Slysavamafjelagið, skrifstofx kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. Hafnarhúsinu við Geirsgöto 8 síðd. Allir velkomnir. Seld minningarkort, tekið mói Friggbonið fína, er bæjarina gJÖfum, áheitum, árstillögun besta bón. m. m. Málverkasýning J óns Þor- leifssonar í vinnustofunni í Blá- túni, opin á sunnudögum frá kl. 2—7. Sími 4644. iMgasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. undan var gengið, með því að sýna honum látnum heiður. Þenna sama dag kom Bessy frænka og maður henn- ar. Bessy frænka var frámunalega elskuleg við Elísa- hetu og vildi fyrir hvern mun fá hana með sjer til London eftir jarðarförina og láta hana dvelja hjá sjer, meðan hún væri að komast yfir sárasta söknuðinn. Bessy frænka var heldur lágvaxin, mjög fjörleg kona, með lítil brún augu, sem voru altaf á iði og voru sjerstaklega næm á leynda galla hjá náunganum. Aðmírállinn var fjörgamall og lá við, að hann væri farinn að ganga í barndóm.. Hann fekk aðeins ein- stöku sinnum að fara í samkvæmi og smá ferðalög með konu sinni, til þess að það skyldi ekki gleymast, að hún var aðmírálsfrú. Þá var hann jafnan í við- hafnarbnningi, með stóran þrístrendan hatt og vakti mikla eftirtekt. Hann var maður fámæltur og þegj- andalegur. Elísabet þakkaði boðið, en sagði að hún vildi heldur vera á Westend. En þá mnndi hún alt í einu eftir því, að það væri ekki lengur heimili hennar, frá þeirri stundu, að erfðaskráin hefði verið lesin upp. Hún tók því þann kostinn að segja Bessy frænku alla málavöxtu. Bessy frænka varð í fyrstu mállaus af undrun og vonbrigðum. Allar ráðagerðir hennar um það, að fá Elísabetu — og peninga hennar — inn í hina tiginmannlegu, en langt i frá ríkmannlegu til- vern sína fóru þá út um þúfur. En þegar húit var búin að jafna sig eftir vonbrigðin sagði hún í kuldalegum róm, að hún samhrygðist Elísabetn inní- lega og að hún vonaði, hennar vegna, að henni tækist að fá einhverja atvinnu. v Miss Tylor hafði verið viðstödd samtal þeirra og hún hafði mætt augnaráði Elísabetar með miklum skilningi. Þær tóku báðar eftir þv' að frá þessari. stundu var Bessy frænka stöðu gt á stjái kringum Walther og bað hann blessaðan að heimsækja þau hjón- in, þegar hann kæmi til London. Við kvejðuathöfnina, sem hafði farið fram úti á grasfletinum, hafði bæði presturinn og Walther rakið æfisögu Sir Davids og sjerstaklega talað um dygðir hans og fagurt líferni. Að kveðjuathöfninni lokinni, settist Walther npp í sama bíl og aðmírálshjónin og Elísahet, og þegar ekið var af stað á eftir kistunni, fekk hann sjer sæti við hlið hennar. Elísabet vöknaði um augu, þegar vinnumennirnir á óðalinu gengu að bílnum, með Johnson gamla í broddi fylkingar, og lögðu sveiga í kringum ldstuná. Johnson gamli táraðist, og það var auðsjeS, að hinir daglauna- mennirnir syrgðu líka góðan vinnuveitanda. Sir David hafði líka ávalt verið viðbúinn að rjetta þeim er til hans leituðu hjálparhönd. Elísahet sat með vasaklútinn fyrir augunum, eftir að hún var ltomin upp í bílinn. Það var ekki fyr en bíllinn fór af stað, að hún visi, að það var Walther, sem sest hafði við hlið hennar. Hún hjelt að það hefði verið Miss Tylor, en þegar hún sá, að það var Walther, flýtti hún sjer að segja: „Þetta gengur ekki Walther, Miss Tylor verður að sitja hjer“. „Þú sjerð, að hún kemst ekki fyrir í þessum bíl, enda kom jeg henni fyrir í bílnum hjá Georg“, sagði hann þurlega. Georg hafði komið til hennar og fært henni kveðjn frá föður sínum, en síðan strax dregið sig í hlje. Elísabet settist eins langt upp í horn í bílnum og hún komst. Hún sat þegjandi alla leiðina og horfði út yfir landslagið, sem þau óku framhjá. Hún sá stöðngt fyrir sjer hið rannsakandi augnaráð Georgs, er hann hafði litið á hana fullur samúðar. — Hvað ætli hann hugsi, þegar hann sjer, hvernig farið er með Miss Tvlor, hugsaðí hún. Þegar búið var að ltoma kistnnni fyrir í kapellunni, flýttu allir sjer að bílminm aftur, en Elísabet gekk til Miss Tylor og sagði hæglátlega. „Má jeg sitja í bílnum hjá þjer, Miss Tylor?“ „Já“, sagði Miss Tylor. Hún skildi strax, að Elísabet vildi bæta fyrir ókurteisi Walthex’s. Síðan bætti hún við: „Georg Fuller bauð mjer sæti í sínum bíl — þarna er liann“. Georg kom til þeirra, og Miss Tylor sneri sjer strax að lionum og sagði: „Elísahetu langar til þess að vera í bíl með mjer. Er rúm fyrir hana líka?t( „Já, auðvitað“. Hann hjelt hurðinni opinni fyrir þeim og þau settust öll inn í bílinn. Rjett í því kom. Walther að og ságði: „Elísabet, frænka þín óskar þess, að þú verðir í okk- ar bíl“. „Segðu henni frá mjer, Walther, að jeg vilji heldur vera hjá Miss Tylor“, svaraði Elísabet með augnaráði, sem sýndi glögglega alla andúð hennar á lionum. Walther hneygði sig þrjóskulega og gekk á burt. 9. KAPlTULI. Elísabetu fanst jarðarfarardagurinn ömurlegur og langur. Hún liafði aldrei verið við jarðarför fyr, en hún furðaði sig á því, hve gestirnir, seiix voru um fimtíu, voru glaðlegir yfir borðum að jarðarförinni lokinni, því að þegar leið á máltíðina, hófust samræð- ur, næstum því eins fjörugar og um venjulegt gleði- samkvæmi væri að ræða. En eftir matarveisluna hjelt hver heim til sín. Allir vissu að kl. 7 átti að lesa upp erfðaskrána. Bessy frænka og aðmírálsfrúin sátu í djúpnm hæg- indastólum sitt hvorum megin við hið dökka eikar- skrifborð í skrifstofu Sir Davids. Málafærsiumaðurinn og Walther sátu hlið við hlið við einn euda borðsins, og andspænis þeim sátu Elísabet og Miss Tylor. Uti í liorni lijá glugganum sat Johnson gamli, sem hafði verið beðinn að vera viðstaddur, og var hann mjög- hrærður á þessari hátíðlegu stundu. Otis málafærslumaður byrjaði að lesa hinn venju- lega formála hægt og í tilbreytingarlitlurn róm. En.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.