Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 3
Miðvikndagur 24. mara 1937. : 1 i f , . ■ MORGUNBLAÐIÐ 3 FRAMHALDANDI REKSTUR KVELDÚLFS TRYGÐUR. ----- v _ "'íIjÉMm Ofstæki olíuöreigans brotiö á bák aftur. Þjóðarhagsmnnir settir ofar pólitisku ofsóknaræði. U ndanfarið hafa staðið yfir samningar milli bankanna og h.f. Kveldúlf* iim áframhaldandi rekstur f jelagsins. — Þessum samningum er nú lokið með þeirri niðurstöðu, að báðir bank- arnir, Landsbankinn og Utvegsbankinn hafa sambykt að ganga að til- boði Kveldúlfs, sem tryggir framhaldandi rekstur fjelagsins, enda hafði Kveldúlfur boðið fram a 11 a r eignir Thor Jensen til tryggingar skuld- um f jelagsins. Eftir að allar eignir Thor Jensen eru komnar sem tryg'ging fyrir skuldum Kveldúlfs, má telja víst, að ekkert útgerðarfyrirtæki er til á landinu, sem hefir jafnmiklar og góðar tryggingar fyrir skuldum sín- um og Kveldúlfur hefir nú. Allir hugsandi og heiðarlegir menn munu fagna því, að samkomulag hefir náðst um þetta mál milli bankanna og Kveldúlfs. Og þúsundir sjómanna og verkamanna, sern áttu atvinnuvon sína undir framhaidandi rekstri þessa fjelags, horfa nú bjartari augum móti framtíðinni. E^iginn getur neitað því, að tilboð Kveldúlfs er rausnarlegt — svo rausnarlegt — að full- jrrða má, að ekkert það atvinnufyrirtæki er til í landinu, annað en Kveldúlfur, í?em hefði gert slíkt tilboð á þeim erfiðleikatímum, sem nú eru. Tilboð Kveldúlfs er glögg sönnun þess fasta ásetnings eigenda fjelagsins, að kljúfa þrítugan hamarinn, þrátt fyrir erfiðleika atvinnulífs- ins, Þetta sýnir alt í senn, karlmennsku, stérhugog drengskap eigendanna. Það fór líka svo, að enginn ábyrgur maður í bankastjórn og bankaráðum Landsbank- ans og Útvegsbankans sá sjer fært að greiða atkvæði gegn tilboði Kveldúlfs. SKILYRÐI KVELDOLFS. Tilboð Kveldúlfs til bankanna er háð því skilyrði, að ríkisvaldið hætti skollaleik sínum við fjelagið og verkalýð landsins, og leyfi Kveldúlfi að reisa hina miklu nýtísku síldarverk- smiðju á Hjalteyri, sem fjelagið er þegar byrjað að byggja, samkvæmt fyrra leyfi Haralds Guð- mundssonar. Kveldúlfur hefir fyrir löngu sýnt fylstu skilríki fyrir því, að fjelagið hefir nægilegt fje til þess að reisa verksmiðjuna. Allur undirbúningur verksins er það vel á veg kominn, að verk- emiðjan getur orðið starfrækt þegar á næsta sumri, ef ríkisvaldið aðeins vill hætta meinbægni sinni í garð fjelagsina. Um 100 verkamenn hafa nú «m hríð beðið aðgerðalausir norður á Hjalteyri, og horft á i>ygg>nSare^ni^i sem Kveldúifur er húinn að flytja inn, en ríkisvaldið hafði neitað um form- legt innflutningsleyfi á, þar til í gær, að leyfið fekst. Úr þessu stendur því ekki á neinu öðru en því, að atvinnumálaráðherra standi við sitt fyrra leyfi til byggingu verksmiðjunnar. En þar sem í veði er atvinna 100 verkamanna í vetur og fram á suraar, og framtíðar- atvinna mörg hundruð verkamanna, á sjó og landi, getur enginn ráðherra tekið á sig þá ábyrgð að svifta verkamennina þessari atvinnu og atvinnuvon, á slíkum erfiðleikatímum. Auk þessa myndi verksmiðjan færa ríkinu 2—3 miljónir í gjaldeyri þegar á þessu ári. Þess er nú að vænta, að þar sem samkomulag er fengið við bankana um framhaldandi rekstur Kveldúlfs, og þar sem fengið er innflutn ingsleyfi fyrir nauðsynlegu efni til verksmiðj- unnar, þá megi skoða þetta mál leyst og mumi allir fagna farsælum úrslitum þessa mikla at- vmnumáls. Hitt skiftir minna máli, þótt olíu-öreiginn — með kommúnistana við hlið sjer — bölsótist yíir því, að viðreisn og aukin atvinna kemur í stað þess hruns og atvinnuleysis, sem hann í geðöfsa og mannvonsku hefir fitefnt að. To^araflotinn býst á veiðar. Verið er að útbáa togara bæjarins til veiða í salt, og munu margir þegar vera tál- búnir til veiða. Líklegt er að nokkur skip fari þegar í dag og önnur næstu daga. Utvarpsumræður frá Alþingi í dag< Útvarpsumræður fara fram frá Alþingi í dag um fyrstu umræðu frumvarps olíuöreig- ans, Hjeðins Valdimarssonar, um gjaldþrot Kveldúlfs. Umræðurnar hef jast kl. 4 síð. degis, og standa yfir frá 4—7 og 81/2—12. MAÐUR VERÐUR BRÁÐKVADDUR Á GÖTUNNI. Maður, sem var á leiðiuui heim til sín suður í Skerja- fjörð í gærkvöldi, varð bráð- kvaddur á götunni. Lögreglan var kvödd suðureftir og fór hún með manninn á Landsspítalann, en hann var dáinn áður en þangað kom. Maðurinn lijet. Páll -T. Jóhanns- son, til heimilis á Possagötu 6. Borgarstjóri opnar Sundhöllina. Pjetur Halldórsson heldur ræðu við opnun Sund- hallarinnar í gærdag. Ræða borgarstjófa er hirt á 4. síðu. — Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson. Sundhöllin vígð í sól og yl. Vorharðinda norðangjóstur bljes um göt- ur bæjarins í gær, þó sólar nyti. Gust kalt var inn við Sundhöll, þegar boðs- gestir bæjarstjórnar söfnuðust þangað kl. 2. En ermenn komn inn í hina björtu og hlýju sundhöll var sem komið væri langt frá öllum kuldagjósti. Sólin glampaði á ljósum veggjum hins hálofta sundlaugarsalar, og geislar hennar ljeku á vatnsfletinum í hinni miklu sundlaug. Hinar sægrænu glerungshell- ur í innanverðri lauginni gera vatnslitinn skemtilega tæran. En þegar inn er komið og aug- að fylgir hinum svörtu gler- ungsrákum eftir botni laugar- innar, taka menn strax eftir þeirri skynvillu, að laugin sýn- ist öll jafn grunn, þó vatns- dýpi hennar sje 3T/á m. í þeim endanum, sem f jær er inngangi, en ekki nema 90 cm. í þeim endanum sem nær er. Á þrjá vegu meðfram laug- inni hafði verið komið fyrir ein- faldri bekkjaröð. En nokkur gangvegur var aftan við bekki þessa. I röð umhverfis laugina fást þannig sæti fyrir um 200 manns. í austurenda laugarsalsins eru tröppur er liggja upp í sól- baðsvalir kvenna. I tröppum þeim stóð borgarstjóri og flutti þaðan ræðu þá, sem birtist á öðrum stað hjer í blaðinu. Er borgarstjóri hafði lokið máli sínu, bað hann gestina að hrópa með sjer ferfalt húrra fýrir framtíð sundíþróttárihnar hjer í höfuðstaðnum. Risu inenn þá úr sætum sínum og tóku undir húrrahrópið. Að því búnu hófust sund- sýningar. Upphaflega var svo til ætl- ast, að sundmeistarar bæjarins vígðu laugina við þetta hátíð- lega tækifæri. En borgarstjóri skýrði frá, að inflúensan hefði komið í veg fyrir það. í stað þeirra varð það sonar- dóttir sundkennarans gamla og vinsæla og dóttir sundkappans Erlings Pálssonar, er synti fyrst eftir lauginni. Hún heitir Þuríð- ur Erla og er 7 ára. Þegar hún kom inn í salinn í ljósgræna sundbolnum sínum og steypti sjer í hina tæru laug, kvað við lófaklapp áhorfendanna. Þvi allir fundu, að með þessu sýndu forráðamenn Sundhallarinnar, á skemtilegan hátt, að þessi dýr- asta og veglegasta íþróttastofn- un landsins er fyrst og fremst FRAMH. Á SJÖUNDU SfÐU. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.