Morgunblaðið - 25.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1937, Blaðsíða 4
4 viO RG UNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. mars 1937. tilefnis, rekja þá sögu lengra i bili, éba víkja að því er síðan hefir gerst milli ráðherra og Kveldúlfs í því máli. Jeg skal aðeins geta þess, að Kveldúlf- ur telur sig óbundinn af samn- ingum við bankana, nema að verksmiðjuleyfið fáist án tafar. En úr því sem komið er, verður víst að telja að enginn ráðherra ajái sjer fært að standa gegn leyfinu, og síst sá ráðherra, sem þegar liéfir í raun og veru veitt það. Hinar taumlausu svívirSingar falla markiausar. Kem jeg nú að herferðinni gegn Kveldúlfi. Hún «r að vísu gömlu, og næstum því jafngömul og fjelagið sjálft. Hún hefir orðið því illkvitnari, sem keppinautur minn í Guil- bringu- og Kjósarsýslu hefir akrifað meira í Alþýðublaðið. En upp í fullkominn hamstola ofsa snerist hún fyrst sama dag- inn og atvinnumálaráðherra til- kynti Kveldúlfi, að hann hefði ikveðið að veita fjelaginu verk- smiðjuleyfið. Bendir það tii þess, að á undan hafi verið gengin mikil togstreita, og harðar deilur, milli atvinnu- málaráðáerra og Hjeðins Valdi- marssonar, en ráðherrann hafi neitað að beygja sig, og farið sínu fram. Er það skemst af þeim of- söknuip að segjá, að þær bera vott um svo taumlausa og sjúk- lega hejft, að þær hljóta að vera stjórn Kveldúlf9 alveg óskað- legar, ef ekki gagnlegar. Verð- ur því engin tilraun gerð til þess að rekja þær nje hrekja, og í þeim efnum alveg látið nægja að vísa til ræðu þeirrar ftr jeg flutti á Varðarfundinum í janúarmánuði, og áður er bent tál. Jeg minni aðeins á það, að ekki líður sá dagur, að fjelag- ið sje ,<ekki kallað fjárglæfra- fyrirtæki, sem ekkert fáist við annað en svindilbrask, en að forstjórar þess, og eigendur all- ir, sjeu glæpamenn. Gerist ein- hver svo djarfur, að greiða götu Kveldúlfs, til dæmis með því að neita að fremja skýlaust brot á gildandi lögum, eða heil- brigðri skynsemi, er hann strax kominn í Kveldúlfsklíkuna, orð- inn leiguþý Kveldúlfs, og ann- að þaðan af verra. Það hafa allir bankastjórar, og formaður bankaráðs Landsbankans, á- samt nefndarmönnum í Gjald- eyris- og innflutningsnefnd, oft hlotið slík tignarmerki og hvers- konar hótanir verið við þá í frammi hafðar. En við slíku at- hæfi lá að fornum lögum hýð- ing. Hafa þéssar skammir, á i báða bóga, orðið því rudda- (egri, illkvitnislegri og æðis- j gengnari, sem nær hefir dregið um samkomulag milli Kveld- úlfs og bankanna, og nú síðustu j dagana snúist upp í einskonar örvinglan. Verður nú að játa, að Hjeðni ©g Alþýðublaðinu eru illa skörnt •ð launin, eftir mikið erfiði, er ( allur almenningur hefir megn- ustu fyrirlitningu fyrir rógsiðj- j unni, en Kveldúlfur heldur á- íram starfsemi sinni, og væntir W Ræ^a OSaí§ Thors. að geta nú skapað góð atvinnu- skilyrði fyrir að minsta kosti 5 til 6 hundruð menn, við fisk- verkun. síldveiðar og síldar- vinslu á næsta sumi'i, auk ó- beinna framfærsluskilyrða fyr- ir mörg hundruð sjómenn, á þeim skipum, er fjelagið hygst að kaupa síld af. St. J6h. St. banka- ráðsformaður. Aður en jeg skilst við rógs- iðjuna, vil jeg ekki láta undir höfuð leggjast, að víta það alveg sjerstaklega, hvernig fbrmaður bankaráðs Útvegs- bankans, Stefán Jóhann Stef- ánsson, hefir misnotað stöðu sína. Sjerhverjar þær upplýs- ingar sem hann sem formaður bankaráðsins hefir fengið, hef- ir hann jafnótt hlaupið með í Alþýðublaðspiltana, en þeir hafa notað fróðleikinn, eins og þeim var líkast,, til þess, með rangfærslum og utúrsnúningum, að reyna að spilla, eftir föngum, málstað þess viðskiftavinar bankans, sem að formaður bankaráðsins, Stefán Jóhann Stefánsson, ver skyldugur til að verndn. Ætti tafarlaust að reka slíkan mann úr svo ábyrgð- armikilli stöðu, og hegna hon- um íyrir' athæfið. Thor Jenscn og Kveldúlfur. Þess hefi jeg orðið var, að mannj og manni finst hart að gengið, að eignir Thor Jensen sjeu settar að veði fyr- ir skuldum Kveldúlfs. En þar til er því að svara, að úr því að Thor Jensen bar hvorki laga- lega nje siðferðilega ábyrgð á skuldum Kveldúlfs, var honum i sjálfsvald sett, hvort hann vildi færa þá fórn, og sonum hans, hvort þeir vildu þiggja hana. Það er því við þá eina að sakast, þvi bankamir reyndu hvorki nje gátu, beitt neinni þvingun í þeim efnum. En vænt- anlega verður einnig þetta bráð- um gert að rógsmáli á hendur okkur feðgum, og alveg jafnt, þótt Hjeðinn Valdimarsson verði að viðurkenna, að sje! nokkur hæfa í því, að Kveld- úlfur eigi ekki fyrir skuldum, eins og hann r.ú í marga mán- uði hefir haldið fram, þá ganga eigur Thor Jcnsen beint upp í þær skuldir. renr Kveldúlfur kynni :»ð reynast óbær um að rísa undir. En í þessu liggur nú vbnandi engin fórn, að minsta kosti ekki frá þeirra manna sjónarmiði, rem treysta því, rð Kveldú'fi lánist að greiða aila sínar skuldir, hvern einn og einasta eyri. En bregðist það traust, þá munu fleiri stoðir bresta^í þessu þjóðfjelagi, því ekkert nema stöðug óáran eða éslitið pólitískt stjómleysi, get- rr valdið því, að Kveldúlfur fái ekki rlsið undir sínum skuldum. stjórnarflokka 1927, tókum við til íhugunar hvort ekki væri ráðlegast að draga okkur út úr þessari stóriðju, sem alveg var sýnilegt að eiga myndi örðugt uppdráttar, og að minsta kosti mjög hæpna framtíð undir póli- tískurn yfirráðum manna, sem ekki hefðu nægjanlegan skiln- ing á nauðsyn stórútvegsins fyrir þjóðarbúskapinn, og allan almenning í landinu, og sem höfðu valið sjer að vígorði marg víslegar árásir í garð útvegsins og eigenda hans. Jeg játa að vísu, að okkur kom aldrei til hugar að svo langt yrði gengið, sem raun ber vitni um. En engu að síður er hitt rjett, að áhætt- una sáum við fyrir, og skyldum hana að minsta kosti að r.okkru leyti. lendinga. Og jeg er alveg viss um, að það er ekkert nema óvenju mikið og vaxandi þrek og dugnaður sjómanna og út- vegsmanna, sem bjargað hefir því, að við þó hjörum enn þá. • Nokkrar tölur sanna þetta betur en mörg orð. Fyrir ófriðinn mikla var mán- aðarkaup á togurum 70 krónur. Verð á kolum og salti var þá 20 til 25 krónur. Nú er mánaðarkaup þrefalt. Kola- og saltverðið tvöfalt. Jafnframt tekur hið opinbera í óbeina skatta 20 þúsundir króna árlega af meðal-togara, í meðalárferði, en nær allan gróðann, ef vel árar, og sam- tímis er svo athafnafrelsið skei't á öllum sviðum, og með því dregið úr afkomuskilyrðunum. Það er.óhugsandi annað en slíkar staðreynidr hljóti að speglast glögglega í efnahag útvegsins, enda gera þær það. Eins og Hjeðinn V aldimarsson. Við vorum allir ríkir, og gát um því að því leyti heilum I vagni heim ekið, að f járhags-. Sorgleg dæmi sósíai legi’i framtíð okkar og skyldu- istanna. liðs okkar, var einstaklega vel borgið. Við gátum valið okkur hlutskifti auðmannsins, sem lif- ir áhyggjulausu lífi af fje sínu og vissum gróða, eins og t. d. Hjeðinn Valdimai'sson. Við hefð um auðvitað getað haft ein- hverja hæga atvinnu, og hugs- að um það eitt, að auka gróð- ann, hvernig svo sem öðrum vegnaði, eða jafnvel að græða því meir, sem aðrir voru harðar leiknir, eins gg t. d. olíusalinn Hjeðinn Valdimarsson. En í þessu sáum við ekki það fyrirheitna land, er við sóttumst eftir. Við höfðum efnast, og því meir, sem þeim vegnaði betur, er hjá okkur og með okkur unnu. Okkur fanst sem okkur bæri skylda til að halda áfram að eiga samleið með þessu fólki. Með því höfðum við grætt, með því urðum við þá líka að tapa, ef þjóðin átti þrengingar í vænd- um. Kveldúlfur hafði vaxið upp og auðgast með þjóðinni. Hon- A‘ llur þorri atvinnui'ekenda á sjó og landi hefir nú tap- að aleigunni, og þúsundir þeirra orðið að leita á náðir kreppu- lánanna. Hafa þeir margir ekki getað greitt nema 2 til 5 % af óveðtrygðum skuldum, og er Samvinnufjelag Isfirðinga, und- ir stjórn Finns Jónssonar, eitt sorglegasta dæmið um rauna- sögu útvegsins á síðari árum. Af 250 þúsund lcróna óveðtrygð- urn skuldum gat það ekki greitt nema 1214 þúsund krónur, eða 5 %, og varð aulc þess svo ein- stakt í sinni röð, að það varð að fá 147 þúsund krónur eftirgefn- ar af sjálfum veðskuldum fje- lagsins, til þess að geta flotið áfram þetta árið. Má að vísu vera að þessu fjelagi hafi verið illa stjórnað, en því mun þó alls ekki vera til að dreifa um bæj- arútgerð Hafnarfjarðar, sem þó hefir árlega tapað stórfje. Munu eignir hennar nú eigi vera meiri en 40 % af skuldum hennar, og um bar því enn að sitja að sama i töpin svo stórvægileg, að þau borði cg sætta sig við mögru kýi'nar, eins og aðrir, ef það yrði hlutskifti þjóðarinnar. Margfaldir örðug- leikar. Ef til vill munu nú margir segja, að við höfum gert skakt og ekki reynst nægjan- lcga framsýnir. Vafalaust er það rjett, að fyrir ojckur sjálfa hefði að mörgu leyti reynst far- saúla að bjarga okkar fje og láta aðra hugsa um sig sjálfa, en fyrir heildina hefði það varla orðið drýgra. Og hitt verður að efa, að nokkurn íslending hafi svo raikið sem rent grun í öll þau ósköp, sem fram eru kom- in, eða sjeð fyrir alla þá ö"5ug- leika, sem íslenskir atvinnurek- kostnaðar og afraksturs, að svo endur hafa orðið að glíma við. miklu leyti, sem íslendingum er Jeg dreg í tfa, að í nckkru það í sjálfsvald sett. jafngilda því, að Kveldúlfur hefði tapað 4 miljónum ki'óna frá því Bæjarútgerðin tók til starfa. Jeg þarf ekki að nefna fleiri dæmi því til sönnunar, að tap útvegsins er alment og undan- tekningarlítið. Allur landslýður hlýtur að þekkja þá sorglegu staðreynd, ýmist af sjón eða reynd. Töp Kveldúlfs eru því ekkert einsdæmi, og gefa ekk- ert tilefni til árása á stjóni fje- lagsins fremur en aðra úcvegs- menn, nema síður sje. Og árás- arefnið yrði fyrir alla eitt og hið sama, nefnilega það, að hafa ekki stöðvað slíkan taprekstur fyrir löngu og krafist lagfær- ingar á hlutföllunum milli til- Við, eigendur Kveldúlfs, höf um fyr lent í dálítið svipaðri j aðstöðu. Eftir sigur núverandi landi Evrópu hafi orðið jafn áþreifanleg röskun milli til- kostnaðar og afraksturs við höf- uð-framleiðslu þjóðarinnar, eins og orðið hefir í sjáfarútvegi ís- Við eigendur Kveldúlfs stönd- um nú að nýju á krossgötum. Við verðum að hoi'fast í augu við afleiðingar þess, að við rógum ekki saman seglin og hættum útgerð, meðan við vor- um ríkir. Við verðum að gera okkur ljóst, að aleigan er kan- ske töpuð, og að hjeðan af erw það eigur annara, sem hætt er í að halda uppi þessum atvinnu- rekstri. Við veljum enn að halda áfram. Við kjósum að þiggja boð foreldra okkar um veðsetn- ingu eigna þeirra. Við treystum framtíð þjóðarinnar. Við treyst- um starfsþreki okkar sjálfrar. Við kjósum að berjast þar tií yfir lýkur, og gera annað tveggja, að falla með sæmd eða greiða hvern einasta eyri skulda okkar. Kveldúlfur og aðrir. Hjer er nú borið fram frum- varp um að Kveldulfur skuli gerður gjaldþrota. Jeg vek athygli á því, að sam- kvæmt landslögum heyrir það mál undir banka landsins. Jeg vek athygli á því, að sam- kvæmt landslögum gilda, án sjerstakrar lagasetningar, á- j kvæði um þá, sem ekki teljast eiga fyrir skuldum. Jeg vek athygli á því, að með sjei’stakri löggjöf hefir Alþingi hrifið nær 3000 framleiðendur til lands og sjáfar úr klóm þeiri'ar löggjafar, og veitt þeim, ásamt öðrum hvorum hreppi á landinu, og nærri öllum kaup- stöðum landsins, skuldaskil, áx> gjaldþrots. Jeg vek athygli á því, að það er ekki látið naigja, að meina Kveldúlfi aðgang þeirra fríð- inda. Það er heldur ekki látið nægja, að skilja hann eftir, sem bráð gjaldþrotalaganna. — Þar dugir ekkert minna en það, að taka hann einan út úr og setja um hann alveg sjerstaka Jög- gjöf og ákveða, að hann skuli tafarlaust gerður gjaldþrota. Jeg vek athygli á því, að frumvarpið ákveður, að Kveld- úlfur skuli gerður gjaldþrota alveg jafnt, þótt hann í raun og veru ætti eignir langt umfram skuldir, því í frv. stendur, að mat á eignum Kveldúlfs skuli „miða við verðlag á eignum fje- lagsins í frjálsri sölu á yfir- standandi tíma“. Teljist fjelag- ið ekki eiga fyrir skuldum sam- kvæmt slíku mati, skal það gert gjaldþrota. Jeg bið menn vel að athuga, að miða á við söluverð á yfir- standandi tíma, þ. ,e. a. s. þegar fæstir geta Og enginn vill kaupa fasteignir og skip. Hvað skyldu þeir verða marg- ir framleiðendurnir á Islandi, sem sæmilega samviskuliprir matsmenn gætu ekki talið illa stæða eftir slíku mati? Og hvað skyldu vera margir 1 aular á íslandi, sem ekki vita, i að með þvi móti mætti gera næstum hvern einasta fi’amleið- anda gjaldþrota, enda þótt stór- ríkir sjeu, einungis ef þeir skulda út á eignir sínar? Jeg vek — með hálfum hug þó, því jeg vil forðast að vekja hlátur, — athygli á því, hvaða menn það eru, sem þetta frumv. bera fram. í fararbroddi er Hjeðinn ; Valdimarsson, — maðurinn, sem með olíuokrinu hefir vald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.