Morgunblaðið - 25.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1937, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. mars 1937. §krifs(ofum baejar- ins verður lokað all* an laugardaginn fyr- ir páska. Borgarstfórinn. Okkar hjartkæra dóttir og fósturdóttir, Henny Haraldsdóttir, andaðist á Landsspítalanum 24. mars. Guðrún Guðmundsdóttir. Ottó Guðmundsson. Hendrikka Waage. Hjer með tilkynnist að Karl J. Jensson loftskeytamaður andaðist í fyrrinótt. Jarðarförin fer fram frá dómkirkjunni kl. 3 næstkomandi laugardag. Reykjavík, 25. mars 1937. Aðstandendur. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar hjartkæri sonur og bróðir, Árni Magnússon, andaðist 24. þessa mánaðar. Sigrún Árnadóttir, Magnús Þórðarson og systkini. Elskuleg konan mín, móðir, dóttir og systir okkar, Matthildur Sigurðardóttir, andaðist að heimili sínu, Hverfisgötu 7, Hafnarfirði, í gær. Stefán Sigurðsson. Sigríður Stefánsdóttir. Jústa Benediktsdóttir og systkini. Konan mín elskuleg, móðir og tengdamóðir, Jóhanna Jóhannesdóttir, yerður jarðsungin frá dómkirkjunni þriðjudaginn 30. mars. Húskveðja hefst á heimili hennar, Bergstaðastræti 39, kl. iy2 eftir hádegi. Kransar afbeðnir. Einar Árnason. Ingibjörg Einarsdóttir. Guðmundur Gunnlaugsson. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Þorbjargar Sigurðardóttur, fer fram frá heimili hinnar látnu, Ásvallagötu 23, laugardag ■; 27. mars og hefst kl. 11 f. h. " Börn og tengdabörn. Iimilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Guðmundar Sveinbjörnssonar • frá Hámundarstöðum. Vandamenn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar, Jódísar Jóelsdóttur. Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Þórólfsson. Guðlaug Pálsdóttir. Guðjón Þórólfsson. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur hlut- tekningu við fráfall og jarðarför Gunnars sonar okkar og bróður, Leifsgötu 20. Foreldrar og systkini. Pðskasýning Leikfjelagsins. „Maður og kona“. Aannan í páskum ætlar Leik- fjelag Reykjavíkur að sýna hið góðkunna leikrit „Maður og kona“, sem Emil Thoroddsen samdi upp úr samnefndri sögu afa síns, Jóns Thoroddsen. — Fá leikrit hafa á stuttum tíma náð jafn mikilli vinsæld og þetta leik- rit. — Það var leikið fyrst árið 1934 og þá í 42 kvöld, altaf fyrir troðfullu húsi, og mun það vera afar sjaldgæft. Það er enginn vafi að margir munu vilja sjá þennan þjóðlega leik aftur, sjerstaklega eldra fólk, og enn eru margir sem ekki hafa sjeð hann. — Leikfjelagið hefir fengið, eftir því sem blaðið hefir heyrt, margar áskoranir um að taka „Maður og kona“ til sýning- ar á ný og mun það háfa ýtt und- ir fjelagið að taka það til með- ferðar nú um páskana. — Það munu þó ekki verða margar sýn- ingar að þessu sinni, því Leikfje- lagið er nú að æfa af kappi nýtt leikrit, sem tekið verður til sýn- ingar á næstunni. — Meðferð leik- enda á hlutverkum sínum í „Mað- ur og kona“ var á sínuni tíma ágæt. má þar til dæmis nefna Brynjólf Jóhannesson sem leikur „sr. Sigvalda“, Gunnþórunni Hall dórsdóttur sem leikur „Staða- Cxunnu“. Alfred Andrjesson sem leikur „Hallvarð“, Valdimar Helgason sem leikur „Hjálmar Tudda“, og mætti svo lengi telja. — Leikfjelágið hefir nú sýnt það sem af er leikársins 4 leikrit, ,,Reikningsskil“, „Liliom“, „Kven- læknirinn“ og „Annara manna konur“, og verður því „Maður og kona“ ]vað 5. i röðinni. MÍUFLUTNINGSSKRiFSTOFA Pjetur Magnússon Einar B. Guðmurdsson Guðlaugur Þorláksson Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. 524 gestir í Sundhöllinni I gær. Fyrsti dagurinn, sem Sundhöll Reykjavíkur var opin, í gær, komu als 524 sundgestir á tímanum frá kl. 4—10. Fullorðnir karl- menn voru 153, konur 45, drengir 212 og telpur 114. Áhorfendur voru 68 full- orðnir og 39 börn. Afgreiðsla fór hið prýði- legasta fram, en eins og vænta mátti, þurftu sumir að bíða, þar sem Sundhöllin tekur ekki nema vissa tölu í emu. smr ! .■„Sittl sem gétur keypt part í herpS nótaskipi, hæfilega stóru, með nýjan mótor, óskast. Tilboð merkt „3000“ send- ist Morgunblaðinu. „ru." sendur til að bjarga varðbátnum „Gaut". Spegilmynd af fram- fíðarskipulagi land- helgismálanna. Úrvals ( lilkakjöt. Kftein, Kleftn, Baldursgötn 14. Lauganesveg 51. Sími 3073. Sími 2705. Vjelarbiltm varð í varðbátxmm „Gaut“ í gær þar sem hann var staddur við Reykjanes. Gat báturinn ekki komist til hafnar hjálparlaust. Varðskipið „Þór“, sem var nýkomið hingað til Reykjavíkur, var sent varðbátn- um til aðstoðar og var væntanlegt með hann hingað í gærkvöldi. Þannig er ástand landhelgis- málanna undir forsjá, núverandi stjórnar. Varðskipið verður að fara og hjarga varðbátnum, sem er hilaður og hjálparlaus úti í h'afi. Vonandi sjer stjórnin til þess í framtíðinni, þegar hiin er húin að koma upp öllum varðbátaflotan- um, að minsta kosti eitt varðskip sje til óselt í landinu til að bjarga, varðbátunum, þegar þess þarf með ! í þorpi einu í Danmörku varð um daginií hlutkesti að ráða úr- slitum kosninga í hreppsnefnd. Listar voru tveir, og fengu báðir 404 atkvæði. Nokkru fyrir kjördag hjehlu Vinstrimenn þar flokksfund og þrýndi fundarboðandi fyrir kjós- endum að kjósa, því það gæti olt- ið á einu atkvæði. Það vakti mikla eftirtekt, að hinn áhuga- sami fundarboðandi fór að heim- an og gleymdi að kjósa. Það valt því á hans atkvæði. Vinstrimenn töpuðu við hlutkestið. R úðugler. Útvegura allar tegundir af Rúðugleri. EOBErt Kristiénssnn S Cd Sími 1400. i páskamatinn:1 Rjúpur. Hólsf j allahangik j ötið góða. ji Frosin Dilkasvið á 1 kr. Ódýra kjötið. Allskonar Grænmeti. iBt Laufásveg 58. Sími 4911. Sundhettur, Sundskýiur. Guðm. Gunnlaugeson. Njálsgötu 65. — Sími: 2086, páskamatinn: ALIGÆSIR 500 norðlensk dilka- læri Nýreykt hangikjöt Nautabuff Nautagulasch Nauta hakkað buff Kálfskjöt Allskonar ÁLEGG Leverpostej - ítalienst salat Rauðkál -- Hvítkál. Milnerw Kjötbúð. Leifsgötu 32. Sími 3416. Frusið kjðt af fpllorðnu á 50 aura í frampörtum og 60 aura í lærum pr. Vz kg. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. Möndlur, Sjróp dökt og Ijóst. Kókósmjöl. Súccat o. m. fl. í bakstur VersL Vísir. Sími 3555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.