Morgunblaðið - 03.07.1937, Page 3

Morgunblaðið - 03.07.1937, Page 3
Laugardagur 3. júlí 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Veður hamlar sfldveiBum. Mikftl sftld vftð Langanes. Sjómenn telja mikla síld við Langanes ennjaá, aðallega austan til, en veð- ur hefir verið svo slæmt und- anfarinn sólarhring að ilt var að eiga við veiði. Mörg skip eru með fnllfermi við Langanes, en bíða betra veðurs áður en þau halda til hafnar, »ema þau skip, sem geta tekið báta sína. upp. Stormur og rigning var norðan lands í gær og kalt í veðri. Yið bryggjuna á Raufarhöfn biðu 4000 mál löndunar í gær. Til Siglufjarðar komu þessi skip í gær: Alden með 800 mál, Huginn III. 6—700, Skagfirðingur 650, Hring- «r 600, Jökull 1000. Öll þessi skip ▼eiddu síldina við Langanes. Ekkert heyrist um n$ja stjórnarmyndun. Þögn ríklr fi sfjórn- arherbúðunnm. Landskjörstjórn vantar enn skýrslui- úr nálega helming kjördæma á land- inu, en uppbótarþingsætum verður ekki úthlutað fyr en allar skýrslur eru komnar í hendur landskjörstjórnar. Strax og lögboðnar skýrslur eru komnar til landskjörstjórnar, mun hún koma saman og úthluta upp- b'ótarþingsætum til flokkanna. Það er nú liðin vika síðan lokið var talningu í öllum kjördæmum, og sýnist það óþarfa seinagangur, að skýrslurnar skulu ókomnar ennþá. Ekki heyrist neitt frá stjórnar- flokkunum ennþá um það, hvaða fyrirkomulag þeir hugsa sjer að hafa á stjórn landsins. Fyr.st heyrðist því fleygt, að Alþýðuflokkurinn ætlaði að taka sinn ráðherra úr st.jórninni, en úr því hefir ekkert orðið. Har- aldur situr sem fastast, eins og ekkert hafi í skorist. Stjórnarflokkarnir hafa, sem kunnugt er, nægilegan þingmeiri- hluta, til þess að fara áfram með stjórn landsins. En stjórn, studd af stjórnarílokkunum einum yrði ekki lýðræðisstjórn. Ekki er það dregið í efa, bak við tjöldin hjer í bænum, að stjórnarflokkarnir muni vinna saman áfram í stjórn, og að ráð- herrar verði hinir sömu og nú eru. En vegna þingrofsins og þess sem barist var um í kosningun- um, vei'ða stjórnarflokkarnir að sjálfsögðu að gera með sjer nýjan sáttmála um leið og þeir hefja samstarfið að nýju, sem reyndar slitnaði aldrei nema á yfirborðinu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. É Þessi snekkja tiefir 240 manna áhöfn. Hitlersnekkjan Aviso „Grille“. Heimsókn umiborQ í Hitler-snekkjuna. Í S Hitlersnekkjan Aviso „Grille“ lagði af stað frá herskipahöíninni í Kiel síð- astl. mánudag. Skipið fór beina leið til íslands og kom hingað kl. 9 í gærmorgun. Skipið hefir viðdvöl hjer í og á morgun og fer síðan um Noreg aftur til Kiel. Þangað verður skipið komið n. k. laugardag. Að Eiði verður flokksfundur Sjálfstæðis- fjelaganna í Reykjavík og Hafn- arfirði á morgun, ef veður lieyfir. Á flokksfimdinum talar Ólafur Thors form. flokksins og Gunnar Thoroddsen, ásamt fleirum. Þá verður ýmislegt til skemt- unar, svo sem hljóðfærasláttur, söngur og dans. Verði veður gott verða vogarnir án efa fullir af fólki, sem fer 1 sól- og sjóbað. Þegar skemtanir eru á Eiði liggur straumm- fólksins þangað. Iðnþingið sett fi gær. I ðnþing, hið fjórða í röð- 1 inni, var sett hjer í bæn- um kl. 2 í g’ær í Baðstofu iðnaðarmanna. Auk fulltrúa úr Reykjavík sitja þingið fulltrúar frá Akureyri, ísa- firði, Akranesi, Hafnarfirði, og Vestmannaeyjum, alls.um 50 full- trúar. Forseti þingsins var kosinn Helgi H. Eiríksson skólastjóri og varaforseti Emil Jónsson verk- fræðingur. Ritarar Ársæll Árna- son bókbindari og Sveinbjörn Jónsson byggingameistari. I gær var einnig kosið í fastar nefndir. Fyrir þinginu liggja fjölmörg mál og hefir stjórn Landsambands inðaðarmanna húið þau flest undir þingið. Á fundinum í gær lagði forseti Landssambandsins, Helgi II. Eiríksson, fram fimtán mál, er hann reifði nokkuð. Var þeim öll- um vísað til nefnda. Fiuidir hefjast í dag kl. 9 árd. Listsýning Bandalags íslenskra listamanna opnar borgarstjóri Reykjavíkur í dag kl. 2. Verða þar aðeins boðsgestir viðstaddir, en fyrir almenning er sýningin opnuð kl. 4 og verður framvegis opin fyrir sýningargesti kl. 10 f. hád. til 9 eftir hádegi. Eimskip. Gulifoss kom til Reykjavíkur í morgun. Goðafoss er í Hamboi'g. Brúarfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. Dettifoss vav á Siglufirði í gær. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Belfoss er á leið til Önundarfjarð- ar frá Reykjavík. „Erindi skipsins hingað er ekki annað en að reyna sjó- færni bess úti á rúmsjó, og svo að gefa skipshöfninni kost á að sjá Island og Noreg“, sagði Heinz yfirliðsforingi, sem sýndi blaðamanni frá Morgunblaðinu skipið í gær. Engir farþegar eru með skip- inu, en a því er 240 manna á- höfn. Kurteisisheimsókn. Yfirforingjar skipsins fóru í kurteisisheimsókn til for- sætisráðherra í gærmorgun og síðar í gær fór forsætisráð- herra um borð. í dag fara yfirmenn skips- ins í boði ríkisstjórnarinnar austur að Gullfossi og Geysi. Um skipið. „Skipið ei'kallað , herskip af því að á því éru fallbyssur“, sagði yfirliðsforinginn, „en að öðru leyti er það eins og aðrar snekkjur“. Þó er það að því leyti frábrugðið að það er alt blikkklætt. Viður er hvergi í því, nema í þiljum. Adolf Hitler og fylgdarlið lians, ásamt ráðherrum þýska ráðuneytisins nota snekkju þessa við flotaæfingar, hersýn- ingar, eftirlitsferðir o. fl. Á miðþiljum er heil álma sem ætl- uð er Adolf Hitler, von Blom- herg, hermálaráðherra og von Raeder aðmírál, foringja þýska flotans. Hefir hver þess- ara þriggja manna fyrir sig setustofu, svefnskála og bað- herbergi. Herbergin eru smekk- leg, en íburðarlaus og öll eins, nema hvað litir á veggjum er mismunandi. Setustofa Hitlers er bleikmáluð. Stór bókahilla er í herbergi Hitlers. „Þegar foringinn kem- ur um borð, flytur hann veriju- lega með sjer tvo til þrjá kassa af bókum“. Hitler var síðast um borð í snekkjunni fyrir þrem vikum, þegar „Deutschland“ kom til Wilhelmshafen með lík skip- verjanna sem fórust í loftárás rauðliða á orustuskipið við Spán. Aviso Grille. Aviso voru þau skip kölluð áður fyr, sem höfðu á hendi hraðboða starf í herskipaflotum stói'veldanna. Þessi skip eru óbrynvarin. Þjóðverjar hafa átt tvö aviso-herskip á undan þessu, sem bæði voru kölluð Grille. Orðið Grille þýðir engi- spretta. Þessi þriðja Grille er 2600 smál. að stærð og fer 20 sjó- mílur á klst. FORNLEIFAFUNDUR I HÚNAVATNSSÝSLU. ýlega grófu vegavinnumenn niður á tvær dysjar skamt fyi’ir utan Tinda á Ásum í Húna- vatnssýshi. Dysjar þessar voru saman —- hvor við endann á annari að því er virtist. I annari dysinni var beinagrind úr hrossi. í hinni dys- inni voru tveir fótleggir úr manni og einn lærleggur ásamt einhverju vopni, sem líkist helst litlu sverði. Auk þess fanst þar eirnál. Dysjarnar eru í móafláka, sem liallar mót suðri. Er grunt niður á þær. Lögun þeirra er tiltölulega auðsæ, vegna þess að moldin er miklu Iausari í dysjunum en um- hverfis þær. Dysjarnar hafa ekki verið kannaðar til fullnustu, en fornminjaverði hefir verið skýrt frá þeim. (FÚ.). 100 ðra afmæli búnaðarfjelags- Hátiðahöld 8. júli. Þann 8. júlí, fimtudaginn í næstu viku, eru liðin 100 ár síðan samþykt voru lög Húss- og bústjórnarfje- lajís Suðuramtsins, en upp úr því f jelagj var, sem kunn- ugt er, stofnað Búnaðarfje- lag íslands, svo í rauninni er talið, að þann dag,’ sje sá fjelagsskapur 100 ára. Stjórn fjelagsins hefir ákveðið að minnast þessara tímamóta með hátíðahöldnm hjer í bænum þann dag. Kl. 1 verður minningarathöfn í Alþingisliúsinu, þar sem formaður fjelagsins, Magnús Þorláksson á Blikastöðum, og landbúnaðarráð- herra, Hermann Jónasson, flytja ræður. Þar verða og ávörp flutt. Fjelagið bauð erlendum búnað- arfjelögum að senda fulltrúa á minningarhátíð þessa, frá Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Finska fjelagið hefir sent af- boð, en Svíar ekki svarað. Frá Noregl ei‘ kominn ritári frá ,,Sel- skabet for Norges Vel“, og frá Færeyjum M. Winther Lútzen ráðunautur. Formaður í „Det danske Landhusholningsselskab“, dr. Hasselbach verður og hjer á landi, en því fjelagi var boðið að senda fulltrúa. En hátíðisdaginn verður hann norður í landi í för með Jóni Krabbe erindreka Is- lands í utanríkisráðuneyti Dana. Stjórn fjelagsins hefir boðið hingað á hátíð þessa öllum bún- aðarþingsfnlltrúunum, svo og öll- um stjórnarnefndum búnaðarsam- bandanna. Verða allir þessir menn gestir fjelagsins í veislu, er hald- in verður að Ilótel Borg um kvöld- ið. Þar verða og fleiri gestir, svo sem æðstu embættismenn lijer í bænum og núverandi og fvrver- andi starfsmenn fjelagsins. Sama kvöld verða fluttir fyrirlestrar í xitvarpið um fjelagið og starfsemi þess. Daginn eftir býðitr fjelagið inn- lendum utanbæjargestum í ferð austur í sveitir. En hinum erlendu gestum verður boðið í lengra ferðalag. í tilefni 100 ára afmælisins verð- nr gefið út afmælisrit í tveim bindum, og' ,er Síg- Sigprðsson fyr- verandi búnaðai'málastjóri böf- undur að öðru bindi,; er fjalla um búnað og búnaðai’framfar.ir í land- inu síðastliðin 100 ár, én dr. Þor- kell Jóhannesson ritar bitt bindið nm sögu búnaðarfjelagsskaparins. Verður hvert bindi 20—25 arkir. Þau eru ekki fuHprentuð, en koma út bráðlega. Ferðafjelag íslands. Vegna veik indaforfalla ern 2 sæti laus í hring ferðina 4. júlí. Lagt af stað á sunnudagsmorgun kl. 11. Smiið yður strax til favarstjóyans, A. J. Johnsons, Sólvallagötu 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.