Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 3. júlí 1937. I D R O T T I R - SKOTARNIK ERU KOMNIR. lslendingar eiga gðð IþróttamaiiBaeini. Þeir þurfa að leggja ■ncira á sig en aðrir. 7\ miðvikudagskvöld s.l. ** hjelt hr. Lutz Koch blaðamaður erindi um í- bróttamál í sambandi við sýningu á Olympíukvikmynd „Agfa“, sem íþróttafjelögin K. R. og f. R. gengust fyrir. Eftir að form. í. R., Jón Kaldal hafði boðið menn velkomna, tók hr. Koch til máls, en dr. Bruno Kress sneri aðalefni erindisins jafnóðum á íslensku. Berlínarför íslenskra íþróttamanna- Hr. Koch byrjaði á því að rekja kynni sín af íslenskum íþrótta- mönnum. Dvaldi hann sjerstak- !ega við Olympíuleikana í Berlín á síðastliðnu sumri. Taldi hann að mjög æskilegt hefði verið, að íslenskir íþróttamenn kæmu þar fram og báru upp hinn íslenska þjóðfána í röðum annara æsku- manna frá fjölmörgum menning- arlöndum heims. Rómaði hann mjög alla framgöngu hinna ís- lensku íþróttamanna og leiðtoga þeirra, góðan aga flokksins og prúðmensku í hvívetna. Ljet hann þess getið, að hinum íslenska flokki hefði verið hvarvetna tek- ið með viðhöfn og fölskvalausum fögnuði. Takmarki fararinnar hefði verið fyllilega náð, það hefði verið að læra og auka kynni þjóðarinnar út á við. Næst sneri ræðumaður sjer að því, að lýsa viðhorfinu á sviði íþróttamálanna í ýmsum löndum. Skilningur á gildi íþrótta vex. Meðal allra menningarþjóða, sagði ræðumaður? væri nú uppi öflug íþróttahreyfing. Það ætti fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að forráðamönnum þeirra, hverskonar stjórnarfari sem þær lytu, hefði skilist, að æska þjóðanna mætti ekki vera vanrækt, og kraftar hennar látn- ir ónotaðir. Heilbrigði og hreysti kynslóðarinnar væri takmarkið. Hið opinbera legði ríflegan skerf að mörkum tii íþróttamálanna og hefði tekið forustuna, leitaði allra ráða til að gera íþróttirnar að al- mennings eign alls æskulýðs land- anna. íslendingar þurfa aS læra. Hr. Koch áleit, að vjer íslend- ingar ættum að fara þessa sömu leið. Vjer ættum íþróttamanna- efni, sem fær væru um að mæta í hvaða millilandakepni er væri. En FltAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Knattspyrnuflokkur AberdeenSiáskóla. i 1 Fyrsti kappleik- urinn við „Val“ i mánudag. Skosku knattspyrnumenn- irnir frá Aberdeen University F. C. komu með Gullfossi í morgun. Bert Jack var með knattspyrnu- mönnunum, en hann tók á móti þeim í Vestmannaeyj- um og fylgdist með þeim hingað. Kappleikimir. Fyrsti kapþleikur Skotanna fer fram n.k. mánudag og keppa þeir þá á móti Val. Dómari í þeim leik verður Gunnar Axelsson og Mynd af skoska knattspyrnuflokknum, sem kom í morgun með Gullfossi.— Skjöldurinn er verðlauna- gripur í knattspyrnukepni skosku háskólanna, sem flokkurinn vann í sumar. Þýskir sjóliðar keppa við reykvlska iþróttamenn. línuvörður Haraldur Nikulássoii. Næsti kappleíkur verður mið- vikudaginn 7. þ. m. og keppir þá úrvalslið við Bkotana. Dómarí verður þýski blaðamaðurinn Lutz Koch og línuvörður Baldur Möll- er. Budge Wimbledon- meistari. Heimsmeistari í tennis árið 1937 er Donald Budge frá Bandaríkjunum. Budge sigraði jGottfried von Cramm (Þjóðverji) í þrem sett- um 6:3, 6:4, 6:2 í úrslita- kepni í Wimbledon. Leikurinn hófst með því að von Cramm vann „serve“ Bud- ge og tók í'orystuna 3:1. En Budge náði jafntefli í næstu leikjum og í síðari ,,settunum“ reyndist Budge bera af von Cramm. í einmenningskepni kvenna keppa til úrslita Miss England (Dorothy Round) og Miss Pól- land. í tvímenningskepni karla keppa til úrslita Hugh og Tuckey (Bretar) og von Cramm og Henkel (Þjóðverjar). von Cramm hefir undanfar- in ár verið af mörgum talinn besti tennisleikari heims. Þrjú undanfarin ár hefir hann kom- ist í úrslitaleik á Wimbledon en altaf beðið lægra hlut, tvö und- anfarin ár fyrir Englendingnum Perry og nú fyrir Budge. Nýr lax, Dilkakjöt. KLEIN, Baldursþfötu 14. Sími 3073. Knattspyrna og handknattleikur í dag. Bæjarbúum gefst kostur á að horfa á nýstárlega íþrótt á íþróttavellinum í dag kl. 4^4, en það er handknattleikur eins og hann er leikinn af karlmönnum erlendis. Það eru sjóliðar af snekkju Hitlers ríkiskanslara, Aviso „Grille“, sem leika liandknattleikinn, en þeir eru meistarar þýska herskipaflot- ans í þessari íþrótt. Leikurinn stendur yfir í 30 mínútur (15 mínútna hálfleikir). Handknattleikur hefir verið leikinn hjer í skólum og víðar undanfarin ár, en menn niunu komast að raun um að þýsku sjó- liðarnir leika handknattleik með nokkru öðru suiði, þar sem meira reynir á hreysti og þol hvers keppanda. . Strax að handknattleikskepn- inni lokinni fer fram knattspyrnu- kappleikur milli „Fram“ og sjó- liða af Aviso „Grille“. Sundknattleikur í SundhöIIinni. A morgun er gert ráð fyrir því að sjóliðar af Aviso „Grille“ keppi í Kundknattleik (Waterpolo) við íslenska sundmenn. Er líklegt að það verði sundmenn úr „Ægi“, sem kejipa við Þjóðverjana. Enn er ekki ákveðið á hvaða tíma þessi sundknattleikur fer fram. | Tor^sala • l Læftjartorgi. • ; Ódýr Blóm, Rabarbari J o. fl. SKOTARNIR KEPPAí VESTMANNAEYJUM. Vestm.eyjum föstudag. Skosku knattspyrnumenn- irnir, sem nú eru á leið til Reykjavíkur, með Gull- fossi, keptu hjer í dag við úrvalslið. Leikar fóru þannig að Skot- arnir settu 4 mörk en Vest- mannaeyingamir 1. Veður var hvast á norðan. Gullfoss fór hjeðan kl. 8 e. h. Wium. Fimtudaginn 6. júlí keppir K. R. við Skotana og verður Bert Jaek þá dómari og ITaraldur Jóns son línuvörður. Síðasti kappleikurinn fer svo fram mánudaginn 12. júlí og keppir þá úrvalslið úr K. R. og Val, ef til vill með ein- hverjum hreytingum frá því úr- valsliði, sem keppir fyrst. Guð- jón Einarsson verður dómari á síðasta leiknum og Ólafur Jóns- son línuvörður. Skotarnir. Eins og áður hefir verið getið hjer í blaðinu, er húist við að nokkrir af knattspyrnumönnunum verði í skoskum þjóðbúningum. Knattspyrnumennirnir eru allir frá háskólanum í Aberdeen og stunda þa^ læknisfræði, lög og guðfræðinám. Gordon, vinstri hakvörður Skot anna liefir leikið sem atvinnumað- ur síðustu mánuði. Skosku háskólunum var boðið að senda knattspyrnuflokk til Parísar í sumar, en háskólinn í Aherdeen afþakkaði boðið vegna fyrirhugaðrar ferðar til íslands. Meðal skosku knattspyrnumann anna eru nokkrir, sem keppa í landsflokki Skotlands, og sem keptu á móti enska úrvalsflokkn- um árið 1930, er Skotland vann með 2 mörkum gegn 0. Knattspyrnumennirnir Ander- son, Smíth og Cooper eru nem- endur frá Aberdeen háskóla, en hafa leikið knattspyrnu fyrir at- vinnuflokka í Skotlandi. Elsti keppandinn er Douglas Stewart (hakvörður). Hann hef- ir kept stöðugt undanfarin 5 ár. Knattspyrnuflokkur Aberdeen- háskóla hefir fjórum sinnum unn FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.