Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. júlí 1937». Smálúða, Rauðspretta, Ýsa, Þyrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk & Farsbúðin, sími 4781. Nýkomin kjólatau, ódýr og falleg. Kjólatölur og hnappar. Blússusilki. Svart efni í pils. — Versl. „Dyngja“. Silkisokkar í úrvali. Barna- sokkar, flestar stærðir, ódýrir og góðir. Versl. ,,Dyngja“. Rabarbari nýupptekinn, rauð- ur og stór, 35 aura Yo kg. Þor steinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Sítrónur, stórar og góðar, 25 aura pr. stykki. Þorsteins- búð. Sími 3247. Ægisfiskur. Nýr fiskur allar tegundir. Bátur fiskar fyrir búðii.a. Klukkutíma eftir að veiðar hætta er fiskurinn til búinn til sölu. Komið eða hring- ið 1705. Fisksalan Ægir, Spít alastíg 10. Upphlutsskyrtu- og svuntu- efni frá 8,75 í settið. Svört svuntuefni á 10,50 í svuntuna nýkomið. Satin í peysuföt. — Silki í peysuföt. Alt tillegg til peysufata og upphluta. Versl. „Dyngja“. Kaupi gamlan kop&r. Vuld rouisen, Klapparstíg 29. Matt silki og satin í peysuföt. Falleg svuntuefni, hvít, svört og skotsk. Falleg kjólaefni ný- komin. Strigaefni margskonar. Undirfatasilki, sumarblússur, kápuhnappar o. fl. Verslun Guðrúriar Þórðardóttur, Vest- urgötu 28. Mjólkurbússmjör og osta í heildsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Nýr lax, kartöflur og rófur. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnar- stræti 18. Sími 1575. Friggbónið fína, er bæjarins ! besta bón. £Cu&tiœði A. " 2 herbergi og eldhús til leigu á Grettisgötu 45. Nýtt bögglasmjör, frosin lambalifur. Kjötbúðin Herðu- breið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Sítrónur, laukur, rabarbari, ný egg. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Krosigáta Morgnnblaðsins 9. Larjetí. 1. Danir. 5. glata. 9. tala. 10. trana fram. 11. borð. 13. sveit. 15. tjald. 18. dönsk eyja. 19. hnokkar. 21. skyldmennis. 22. slingur. 24. söngkraftar. 26. kvik- indi (þolf.). 27. nokkur. 29. óreiðu. 30. kvenmanns- nafn. 32. ófínn. 34. blind. 36. ílát. 37. verkfæri. 38. sjávar. 40. talsmáti. 42. stælir. 45. vatnið. 47. káma. 48. arfi. 49. hreinsaðar. 52. aflraun. 54. ber. 55. ill- málgur. 58. gegn. 59. flökkumenn. 61. í rafstöð. 63. bíta. 64. farvegur. 65. bær í Algier. 66. reikar. 67. úrgangurinn. Lóðrjett. 1. sendikennari. 2. rjúka. 3. drift. 4. gylla. 5. brot. 6. geymir. 7. vökvi. 8. æfintýralietja. 9. lita. 12. bið. 13. óþokka. 14. sig. 16. tvö. 17. hlutfallsþyngd. 20. sár. 23. párið. 25. án dúks. 27. hella. 28. kvenmanns- nafn. 31. spil. 32. aum. 33. hundur. 35. rífa upp. 3,8. byrjar. 39. einstæðar. 41. forkastanleg. 43. ágóðinn 44. rífa. 46. gabbað. 48. ofviðri. 50. uppkastið. 51. stilla. 52. hagræð. 53. as. 56. litur. 57. mannsnafn (þolf.). 60. uppeldi. 62. ágætt. Ráðning á krossgátu 8. Lárjett. 1. málarar. 6. Ansgars. 12. ótæk. 14. ómar. 15. hó. 17. Akureyrin. 20. ka. 21. arg. 23. trassað. 24. hor. 25. marka. 27. svart. 29. eðin. 30. bláir. 32. Imru. 33. pytla. 34. ranns. 35. pat. 36. aka. 38. staða. 40. áliti. 42. raki. 44. Andri. 45. afmá. 47. slörs. 49. altan. 50. Eir. 51. trallar. 55. iss. 56. NN. 57. maurildin. 59. af. 60. tóft. 61. dans. 63. kantata. 64. tanufje. Lóðrjett. 1. Múhameð. 2. ló. 3. ata. 4. rækta. 5. akur. 7. nóra. 8. smiðs. 9. gan. 10. ar. 11. Svartur. 13. hes. 16. órað. 18. raula. 19. ystir. 20. korr. 22. gripaskör. 24. ham- skifti. 26. knyttir. 28. vinatal. 30. blíða. 31. ralli. 37. arsenik. 39. andar. 40. áráll. 41. lánsfje. 43. alin. 46. masa. 48. stafa. 49. arian. 52. rutt. 53. ilm. 54. Adda. 57. mót. 58. nnn. 60. tn. 62. sf. Franska leikkonan Minstinguett á 40 ára leikafmæli þetta ár. Ilún er sögð hafa allra kvenna falleg- astar fætur, og hún lítur út eins og 18 ára gömul stúlka, þó að hún sje nú orðin sextug. * Louis Ferdinand prins, sonur Vilhjálms fyrv. Þýskalandskeis- ara, kom nýlega til Stokkhólms. Blaðamaður einn spurði hann, í hvaða erindum hann kæmi aðal- lega þangað. Svaraði prinsinn því á þá leið, að hann hefði lengi verið ástfang inn af Ingiríði krónprinsessu, og þessvegna væri hann nú kominn til Stokkhólms. Hann hefði mátt til með að sjá þó ekki væri ann- að en fæðingarstað hennar. I blaði einu í Fredericia var eftirfarandi auglýsing um daginn:: — Lítill rauðleitur hundur týnd ist um daginn. Hann hefir sjálf- • sagt druknað í einhverju gatinu • í Nörrevoldgötu. Þetta átti að vera bending til yfirvaldanna uim það, að ekki væri vanþörf á því að láta við- .gerð fara fram á nefndri götu. Tómatar, Agúrkur, Rabarbari, Kartöflur, Cftrónur. ymifamar simar 4911 og 2393 yiLLIAMSON; gYSTURNAR FRA DUMULM yera henni til skammar. En hvað hann óskaði þess heitt að geta lesið hugsanir hennar þessa stund! Og hann hefði orðið glaður, ef hann hefði getað það, því að þær snerust einmitt um hann. Hún gat ekki annað en dáðst að honum í skoska búníngnum. Hann fór honum ljómandi vel. Hana grun- aði ekki, að snillingurinn Michie, hægri hönd föður hennar, hafði hjálpað til að skrýða hann eftir boði lávarðarins. En hún þekti strax nálina og kniplingarn- ar, sem íaðir hennar átti, og enn furðaði hún sig á því, hve mikið dálæti hann hafði á þessum ókunnuga manni. Allir í salnum tóku eftir Troy og töluðu um hann. Stúlkurnar voru forvitnar að vita, hver þetta væri, og Daura sá, að þeim leist vel á hann. Og það var líka varla liægt annað en vera hrifinn af honum þetta kvöld, hversu mjög sem maður reyndi að hata hann. ,}Við sltulum gleyma því, sem okkur hefir fai’ið á milli og vera vinir, meðan við dönsum“, hvíslaði hún blíðlega. „Við dönsum eins vel og hver annar hjer í kvöld". Hann var henni þakklátur fyrir hrósið og hann hefði getað hlegið hátt af fögnuði, þegar dansínum var vel yfirstaðinn og hún brosti til hans. „Næst dönsum við vals“, sagði hún. „Eigum við ekki að koma út í garð, þangað til hann byrjar? Hjer er alt of heitt, og margir ganga út til þess að anda að sjer svalara lofti“. Hann hugsaði, að hún ætlaði að tala eitthvað við sig. En hún sagði ekkert, og hann vildi ekki fitja upp á samtali. Þögn hennar hafði undarleg áhrif á hann. Húto var eins og undanfari einhvers dularfulls atburð- ar, sem í vændum var. Hún leiddi haun undir hendi, og alt í einu þrýsti hún handlegg hans. Hann sá, a§ aðrir, sem voru á gangi þarna úti, voru að fara inn, og tók það því sem merki þess, að liún vildi fara inn í danssalinn aftur. Þegar þau komu inn, var hljómsveitin að leika ganil- an vals, „Ást konunnar“. Daura leit á Troy. „Finst yður gaman að dansa vals?“ spurði hún með blíðlegri röddu. „Já , svaraði hann stuttaralega. ,,Það finst mjer líka. En þekkið þjer þetta lag?“ „Já“, svaraði hann aftur. „Jeg bað sjerstaklega um það fyrir okkur. — Nú — vitið þjer — hvað það var — sem jeg ætlaði að segja“. Hann lagði handlegginn utan um hana ofur blíðlega, og hún leit á hann og horfði beint í augu hans, er þau liðu áfram í dansinum. Þau horfðust í augu, og hann þrýsti hana fastra í faðmi sínum. Hún veitti enga mót- stöðu og Troy var sem í draumi. „Ást konunnar“, hvíslaði hún. „Finst yður þetta ekki yndislegt lag? Ætli manni finnist það nokkurntíma jafn fallegt og nú ? Hvað haldið þjer ? Ilvað segið þjer um „ást mannsins“?“ Hann Jeit djúpt í augu hennar og fann, hvernig hjarta hennar barðist. Nú brosti hún ekki ögrandi, eins og kvöldið áður, þegar hún var að reyna að tæla hann. Henni var alvara. Þessi augu gátu ekki logið. Loksins gat hann trúað henni. Honum fanst, sem hefði hann heimt hana aftur, eftir óralangan tíma. „Þjer vissuð vel, að jeg elskaði yður“, hvíslaði hann. „Jeg vissi, að þjer elskuðuð mig — og hötuðuð mig. En hvort er sterkara, hatrið eða ástinf' „Hatrið er horfið hjá mjer. En þjer sögðust hata mig?“ • „Jeg hataði yður líka. En í kvöld elska jeg yður“. „Og þegar kvöldið er liðið?“ „Það er alt undir yður sjálfum komið“. „Áttuð þjer við það, þegar þjer sögðuð, að jeg myndi fá að sjá, hvernig færi?“ „Já, alt er undir yður komið“. „Jeg þoli ekki lengur þá tilhugsun, að þjer ógnið mjer“. „Það er ekki ætlan mín að gera það. En við verðum að komast til botns í málinu. Jeg skal segja yður, við hvað jeg á“. ,,Hvenær?“ „Þegar þessi dans er úti“. „Þjer eruð búin að lofa öllum dönsunum, sem koma á eftir“. „Það skiftir engu máli. Við hverfum — samau. Þjer megið ekki láta neinn finna mig“. „Nei, þjer getið reitt yður á það, að jeg læt engan finng yður. Jeg vil fá að hafa yður einn — þangað til —“. ^ „Þangað til hvað?“ „Við skulum ekki tala um það nú —“. Dansinn var senn á enda, en Troy var enn sem töfraður og átti bágt með að átta sig á veruleikanum. Þau stóðu rjett fyrir neðan lítinn stiga, er lá upp að svölum, þar sem nokkrar eldri konur og karlar sátu og horfðu niður í danssalinn. Ungt fóllc, piltar og stúlk ur, höfðu fengið sjer sæti í stigaþrepunum á miJli dansanna, en þessa stnndina var stiginn auður. Troy notaði tækifærið og skaust með Dauru upp á svalirn- ar. Þar settust þau út í íjarlægasta og dimmasta horn- ið, svo að sein minst bæri á þeim. „Nú verðið þjer að skýra þetta fyrir mjer“, sagði; hann. „Já, en jeg veit ekki, hvernig jeg á að skýra það. Jeg vil, að alt verði eins og við bæði óslcum helst“. . „Þjer vitið, hvers jeg óska?“ ,,Ekki með vissu“. „Það nær ef til vill engri átt að óska þess, sem jeg veit, að aldrei getur ræst. En jeg á elcld lieitari ósk en þá, að þjer sjeuð algerlega mín. Jeg vildi, að þjer vilduð verða konan mín — strax — í kvöld, eða morg- nn. En jeg veit, að þjer viljið ekki láta að ósk minni“. „Hví þá ekki? Kannske eliki í kvöld eða á morgun — en seinna“. „Þá elskið þjer mig eklci í raun og veru. Og alal or- sök þess, að þjer elriri getið elskað mig, er sú, að jeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.