Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febr. 1938. 4 ára áætlun Görings mætir andstöðu iðnaðarmanna Fimm ára afmæli Hitlersstjorn- arinnar haldiO hátfðlegt FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KADPMANNAHÖFN I GÆÍi. MIKIÐ var um dýrðir í Þýskalandi í gær í til- efni af því, að fimm ár voru Iiðin frá valdatöku Hitlersstjórnarinnar. Afraælið var hátíðlegt haldið um alt Þýskaland. Berlínarbúar söfnuðust saman fyrir utan ríkiskansl- arahöllina og 20 þúsund manns báru kyndla í blysför, sem farin var í Berlín til heiðurs Adolf Hitler ríkiskanslara. Enska blaðið „Daily Telegraph“ skýrir frá því í dag, að hœtt hafi verið við að kalla ríkisþingið saman eins og ráðgert hafði verið í tilefni af 5 ára afmæli Hitlersstjórnarinnar, vegna óánægju út af 4 ára áætluninni. Vaxandi andúðar gætir nú innan þýska iðnaðarins út af 4 ára áætluninni. Hitler mun því hafa sjeð, segir „Daily Tele- graph“, að óheppilegt væri að kalla þingið saman nú. Fullyrt er að þýska stjórnin hafi nú í hyggju að umskipa þýska iðnaðinn undir enn strangara rílciseftirliti en verið hefir. NÝTT HEIÐURS- MERKI. Berlín í gær. FÚ. Hitler hjelt enga ræðu í sam- bandi við afmælisdag þýsku stjórnarinnar, en í tilefni af deginum stofnaði hann nýtt heiðursmerkí, sem veitt skal embættisimönnum ríkisins fyrir trúa þjónustu og langt og gott starf. „AFMÆLrsdJðyÍN“ Dr. Ley, ieiðtogi verklýðs- mála í Þýskalandi gaf út opin- bera tiikynningu í gær á fimm ára minningarhátíð þess að nazistar tóku völd 1 Þýskalandi og 3egir í tilkýnriingunni, að þýska stjórnin muni nú fara að vinna að því að koma á full- komnu ellistyrktarkerfi í land- inu. (Skv. Kalundb.-frjettj. VERKAMENN Á OLIMPÍULEIKI f TOKIO Ennfremur muni þessa fimm ára afmælis verða irtínat með því, að efla f jelagsskapinn „Kraft durch freude“ mjög um fram það, sem verið hefir og muni hann þegar á næsta sumri koma upp ýmsum sjóböðum og sumardvalarstöðum fyrir verka- menn. Loks tilkynnir hann það að sjerstök skip verði send með verkamenn á næstu Olympíu- leika í Tokio. SLYS VIÐ HÁTÍÐA- HÖLD. London í gær. FÚ. Við hátíðahöldin í Frankfurt am Main í gær, í tilefni af 5 ára afmæli valdatöku Hitlers, vildi það slys til að brfreið ðk með fullum hraða inn í fylk- inu stormsveitarmanna og feldi 20 menn til jarðar. Sjö þeirra liggja í sjúkrahúsi, mjög hætfulega meiddir. Gísli Jónsson kaupir Bíldudal Ogurleo loftárás á Barcelona FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Londonarblaðið „Daily Telegraph“ segir frá ógurlegri loftárás sem flug- vjelar Francos gerðu á Bar- celona, núverandi höfuðborg rauðliða á Spáni í gær. Loftárásin var svo miltil, að níu hæða hús hrundu til grunna. Hundruð manna ljetu lífið í loftárásinni. Fullyrt er að minsta kosti 350 manns hafi látið lífið í loftárás þessari. 150 Hk höfðu fundist þegar seinast frjettist. Frjettaritari enska blaðs- ins „Daily Herald“ í Barce- lona horfði sjálfur á alls 30 hús hrynja. Gísli Jónsson vjelstj. hefir nýlega fest kaup á Bíldu- dalseiginni, en hana hefir Á- gúst Sigurðsson kaupmaður átt um alllangt skeið. Á fyrri tíð var þar mikil út- gerð og blómlegt atvinnulíf, sem kunnugt er. En útgerð þar hefir færst:, mjög paman ,og doðnað útaJi, svo afkoma al- mennings hefir verið þar mjög ljeleg. íbúar eru þar um 500 marins. Nýlega hefir verið reist þar hraðfrystihús,., fyrir kola. Hefir það orðið nokkur búbót fyrir þorpsbúa. En nú ætlar Gísli að koma þar á fót tveim fyrirtækjum, sem mjög bæ.ttu úr atvinnukosti manna og tekjumissi er þeir hafa orðið fyrir, er veiðiskip, sem þaðan voru gerð út, hafa verið seld á brott. í fyrsta lagi ætlar hann að koma þarna upp rækjuverk- smiðju. Ætti hún að geta veitt um 90 manps atvinnu og veita 300—500 þúsund krónum á ári til staðarins, ef samkomulag næst við Fiskimálanefnd um lögákveði|> ^ramlag til verk- smiðjitnnár.- Þá ætlar Gísli að koma þarna upp fiskimjölsverksmiðju, svo hægt verði að hagnýta allskon- ár fiskúrgari'g og verðlitlar fisk tegundir, svo og síld, sem oft veiðist mikíl þar í firðinum á vorin. Ennfremuf hefir hann í hyggju að bæta þarna hafnar- virki, sem allmjög hafa gengið úr sjer hiri 'áíðari ar. Takist G'fsía, sem vonandi er að koma þessum áformum sín- um í frafnkvæmd, gerbreytist afkoma almennings í kauptúni þessu. Nýtt stjórnarfyrirkomu lao á Franco-Spáni Kalundborg í gær. FÚ. F'-anco hershöfðingi hefir birt tilskipun sem félur í sjer nýtt stjórnarfyrirkomulag í þeim,hluta Spánar sem hann ræður yfir. Verður hann forseti ríkisins og hefir við hlið sjer þjóðráð er samanstendur af fulltrúum þeirra flokka er styðja hann. Tólf ráðherrar verða í stjórn hans og eru þeir allir undirráð- herrar forsetans. CORTEZ SETT. Spanska þingið (Cortez) var sett í Barcelona í dag og voru þar viðstaddir ýmsir þingmenn frá öðrum löndum til þess að láta þinginu í tje samúð sína. Þar á meðal, fjórir frá Dan- mörku. Meðal kveðju skeyta er þinginu bárust var eitt frá sex- tíu og fjórum þingmönnum í fulltrúadeild Bandaríkjaþíngs. Hitler kaupif isleuskar lorn< ritaútilÓLfur HITLER ríkiskanslari Þýskalands hefir pantað sjer eintak af öll- um fornritaútgáfum dr. Ejnars Munksgaards af íslenskum bókum og hand- ritum og ætlar hann það til persónulegra nota. FÚ. Eimskip, Gullfoss er í Reykjavík, Goðafoss er ,á leið til Vestmanna- eyja frá Hull, Bruarfoss kom til Leith kl. 1 í fyrri nótt, Dettifoss fór til útlanda í gærkyöldi kl. lf), Lagarfoss kóm til Akureyrar í gær, Selfoss er í Antwerpen. Höllin Soestdijke, þar sem Júlíana prinsessa fæddi bam sitt. — Á myndinni sjest mannfjöldi, sem er að bíða eftir gleðitíðindunum. Þannig hefir hópnr fólks beðið fyrir utan höllina á hverjum degi allan janúarmánuð. Tveggja daga hátíðahöld í Hollandi Júlíana prinsessa elgnaðisl dóllur i gærmorgun FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. MEÐ eftirvæntingu töldu Holiendingar fall- byssuskotin, sem skotið var á öllum aðset- ursstöðum hollenska hersins í morgun kl. 9l/2. Skotin voru 51 og þá vissu Hollendingar að Júlíönu prinsessu hafði fæðst dóttur. Flestir höfðu vænst þess að skotin yrðu 101, því það hefði þýtt fæðingu sveinbarns. VILHELMÍNA HIN SEINLÁTA. Hollenska þjóðin hafði síðan í byrjun janúarmánaðar beðið með eftirvæntingu eftir þessum falibyssuskotum og sumum, sem var farið að þykja biðin, löng,. voru í gamni farnir að kallla hinn væntanlega prins eða prins essu Vilhelm eða Vilhemínu hina seinlátu. Að vísu verður ekki tilkynt fyr en á morgun hvað hin nýfædda prinsessa á að heita, en flestir búast við því að hún verði skírð Vílhelrii- ína, í höfuðið á Ömmu sinni, núverandi Hollandsdrotningu. Fæðingin gekk vel og mæðg- unum líður báðum vel. Barnið vóg 16 merkur. TVEGGJA DAGA HÁTÍÐAHÖLD Þrátt fyrir nokkur vonbrigði útaf því, að það skyldi ekki verða prins, sem fæddist, er geysimikill fögnuður um ger- valt Holland. Almennur frídag- ur er í dag og á morgun í Hol- íandi vegná fæðingarinnar. Þegar fregnin um að prins- essan væri fædd, barst út, kept- ust biöðin um að senda út auka útgáfur, þar sem skýrt var frá öllu J Æambándi við fæðinguna, éfíir því, sem frjettir bárust. TILKYNNINGAR UM FÆÐINGUNA. Allir aðsetursstaðir hersins og öll herskip Hollendinga skutu 51 skoti samtímis, Fyrstu skotunum var hleypt af á mín- útunni 9^4 í morgun. Kirkju- klukkum var . hringt um alt land, pípur voru þeyttar í verksmiðjum og á skipuna. — Flugmenn köstuðu niður úr flugvjelum gulum fregnmiðum, hirðkallarar klæddir í gula miðaldabúningá gengu um göt- ur bæjanna og tilkyntu fæð- iriguna. Þeír lásu boðskap sinn af pergameritskjölúm, eri á undan þeim gengu sveinar og bljesu lúðra. FÖGNUÐINUM VERÐUR EKKI MEÐ ORÐUM LÝST. Hús eru öll fánum og blóm- um skreytt í Hollandi. Yfirleitt er ekki hægt að lýsa með orðum gleðilátum fólksins. Fólk dansar um göt- urnar hrópandi húrra hrópum. I gær yoru allir stærri bæir í Hollandi lýstir upp með skraut- Ijósum og víða voru kynt gleði- bál. FÆR HÆRRI METORÐ EN FAÐIRINN. Hin nýfædda prinsessa er bláeyg og ljóshærð. Prinsessan verður sett hærra í metorða- stiganum en faðir hennar, Bernhard prins. Alexandrine drotning alheil heilsu Aíexandrine drotning er nú útskrifuð af sjúkrahúsinu og fór heim til sín á Amelíen- borg í gær. (FÚ). 50 ára verður í dag ekkján Svan- hildur Ingimundardóttir, Veghúsa- Míg 3; ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.